Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 9. MAl2005 39 Kjallari Hrun íhaldsflokksins með eftirminnilegum hætti. í þeim kosningum náðu þó kjöri tveir nýjir þingmenn, Tony Blair og Gordon Brown. Kosningarnar 1983 mörk- uðu vatnaskil í breskum stjórnmál- um og Verkamannaflokkurinn gjör- breytti smám saman um stefnu og áherslur. Stjórnmálaferill þeirra Blairs og Browns er markaður af því að 1983 geti aldrei aftur gerst. Það er því merkilegt að bæði í kosningum 2001 og nú á fimmtu- daginn fengu íhaldsmenn færri þingmenn en Verkamannaflokkur- inn 1983. íhaldsmenn verða því að hreinsa til hjá sér með viðlíka hætti og kynslóð Blairs gerði í Verka- mannaflokknum. Áhrifin af slfkri hreingerningu eru lfkleg til að hafa áhrif langt út fyrir landsteina Bret- lands, meða annars hér á landi. Það verður því spennandi að sjá hvern- ig til tekst hjá breskum flialds- mönnum næstu misserin. Ann- aðhvort fer fram póiitísk hunda- hreinsun í flokknum eða þá að hann dagar uppi sem áhrifalaus minnihlutaflokkur. Fulltrúalýðræðið byggir á stjórn- málaflokkum. Þeir velja frambjóð- endur og ákveða hvaða stefnu kjós- endum er boðið upp á. Það er því mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu lifandi stofnanir í nánum tengslum við sitt samfélag, en dagi ekki uppi sem steinrunnar stofnanir eða verði þröngu klflcuveldi að bráð. í bresku þingkosningunum komu ekki aðeins í ljós brestir í kosningakerfi Bretlands, en Verka- mannaflokkurinn stjórnar nú einn með rétt rúmlega þriðjung atkvæða á bak við sig. Kosningarnar opin- beruðu einnig mikinn vanda flokk- anna, en báðir aðalflokkar þjóðar- innar virðast hafa rofnað úr tengsl- um við landsmenn. fraksvandi Bla- irs var deginum ljósari í kosninga- baráttunni, en spyrja má hvort þessi vandi hafi ekki átt uppruna sinn í stjórnarháttum Blairs al- mennt. Mikill þingmeirihluti hafði vanið Blair á það að fara sínu ffarn án tillits til skoðana flokksmanna eða þjóðarinnar. Vandi íhalds- manna virðist hins vegar meiri og djúptækari, eftir átta ár í stórnar- andstöðu eru þeir ennþá úti að aka í bresku þjóðlífi. Miðað við breska kosningakerfið og stjórnmálahefð þar í landi þá er þetta meira en inn- anbúðarvandi íhaldsmanna. í raun er hér um alvarlegan lýðræðis- vanda að ræða. í kosningunum var Bretum í raun ekki boðið upp á trú- verðuga valkosti. Öld fhaldsflokksins Tuttugusta öldin var öld íhalds- manna í breskum stjórnmálum. Þeir stjórnuðu oftast og náðu með undraverðum hætti að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og endur- nýja sig og stefnumál sín. Breski fhaldsflokkurinn er Ifldega einhver best heppnaða kosningavél allra tíma, enda iðulega rætt um hann sem hinn náttúrulega stjórnarflokk Bretlands. Nú er öldin önnur. Hrun breska íhaldsflokksins eru stórtíð- indi nýliðinna kosninga. í 95 ár hafði flokkurinn ekki tapað þrisvar í röð, en fylgið nú er með því minnsta í gervallri sögu flokksins. Formaður íhaldsmanna, Michael Howard, hefur nú sagt af sér og er þar með fjórði leiðtogi íhalds- flokksins sem Tony Blair leggur af velli. Það væri út af fyrir sig mikið afrek ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þeir þrír síðustu hafa allir verið vaifliæfir til að gegna embættinu. Allir hafa þeir verið tákn um þá djúpstæðu kreppu sem einkennir íhaldsflokkinn, enda má spyrja hvernig í ósköpunum á því standi Hrun breska íhaldsflokksins eru stórtíðindi nýliðinna kosninga. í 95 ár hafði flokkurinn ekki tapað þrisvar í röð, en fylgiðnú er með því minnsta í gervallri sögu flokksins. að flokkur á borð við íhaldsflokkinn kjósi sér formann hvað eftir annað sem enginn trúi í raun að geti unn- ið Blair og tekið við stjórnar- taumunum. Slflair flokkur hefur einfaldlega misst áhuga á völdum, er úr tengslum við umhverfi sitt og einungis upptekinn af eigin kredd- um. í þessu felst lærdómur fyrir alla stjórnmálaflokka. Arfleið Thatchers Thatcher vann sinn þriðja kosn- ingasigur 1987 með 42% atkvæða, sem er mun meira en Blair getur nú státað af. Fljódega eftirþennan sigur fóru samflokksmenn Thatchers að líta á hana sem hálfgalinn leiðtoga sem ekki hlustaði á neinn og færi sínu fram án tillits til skoðana flokksmanna eða þjóðarinnar al- mennt. Stórmennskuæði af þessu taginu er auðvitað vel þekkt ein- kenni langrar valdasetu, eins við ís- lendingar vitum af kynnum okkar af þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Thatcher var því hrak- in úr embætti í hallarbyltingu, ekki síst vegna skoðana sinna á Evrópu- málum. Eftir brotthvarf hennar kynnti járnfrúin undir innan- flokksátökum um Evrópusamband- ið, sem meira og minna lamaði ríkis- stjóm Johns Majors. ESB hefur síðan verið hjartans mál flialdsmanna og deilur um það mál hafa gert þá óhæfa um velja sér frambærilega leiðtoga og stjórna landinu. Breytinga er þörf í kosningum 1983 malaði Thatcher Verkamannaflokkinn Birgir Hermannsson skrifar um eftirmála bresku kosninganna. Þeir sem búa á höfuð- borgarsvæðinu ættu að vera með sttgvélin og pollabuxurnar klár því að það mun rigna á þá. Fyrir norðan er betra veður (kortunum þótt þvf fari fjarri að einhver hitabylgja sé á leiðinni til Akur- eyrar. í o «4 Nbkkur vlndur (?4 tSf Nokkur éJ Gola Nokkur vindur Kaupmannahöfn 10 París 1S Alicante 27 Oslo 13 Berlin 11 Milano 19 Stokkhólmur 12 Amsterdam 10 New York 17 Helsinki 13 Madrid 26 San Francisco 16 London 14 Barcelona 21 Orlando/Florida 31 <T7S (r^l 5 é(«4 5 Nokkur vindur vestan til ' . Sólarupprás Sólarlag í Árdegisflóð 06.54 i Reykjavik Reykjavík Síödegisflóð 19.11 0432 22.18 Sfmon Birgisson • össur Skarphéð- insson hélt skák- mót í Iðnó um helgina til stuðn- ings framboði sínu. Um 15 manns tóku þátt á mótinu sem er ívið lakari mæt- ing en hjá Ingi- björgu Sólrúni Gísladóttur sem fyllti Borgarleik- húsið út úr dyrum í síðustu viku. Sigur- vegari mótsins var góðvinur Össurar og samstarfsmaður í baráttunni, Hrafn Jökulsson, sem fékk að laun- um vænlegan vinn- ing frá formannin- um, flugmiða til út- landa. En einn keppandi stal sen- unni. Það var Birta, dóttir össurar, sem fékk sérstök barnaverðlaun... • Fastagestum A. Hansens brá í brún eftir frækilegan sig- ur Hauka á íslands- meistaramótinu í síðustu viku. Nærri tómt var á staðn- um fyrir utan fá- eina fastagesti sem láta sig ekki vanta. Aðra sögu hefur verið að segja þegar FH-ingar hafa sigrað í bænum. Þá hefur staðurinn fyllst af svarthvítum hetjum sem fagna í sínum heimabæ. Haukamenn- irnir fóru hins vegar flestir til Reykjavíkur og sáust þeir til dæmis fagna sigrinum á Prikinu meðan fastakúnnarnir á A. Han- sen drekktu sorgum sínum, ein- ir... • í Genúa er verið að frumsýna um þessar mundir leik- rit gert eftir skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur, Ég heiti ísbjörg ég er ljón. íslendingar í Ítalíu hafa hins vegar rekið augun í að nafn Bjarkar Guðmundsdótt- ur er notað í auglýsingaskyni fýrir leikritið. Björk hefur áður verið Hnefnd í tengslum við kvikmynd um líf Ólafar eskimóa sem þekkt var sem lygadvergurinn. Hún tengist leikriti Vigdísar hins vegar ekki á nokkurn hátt en Italirnir virðast átta sig á hvað selji... • Reykvíkingar voru hvattir til að gefa ofbeldi rauða spjaldið á Ing- ólfstorgi á föstudaginn. Aðeins 300 manns mættu sem verður að teljast dræmt miðað við mæting- una á Akureyri þar sem hálfur bærinn hélt rauða spjaldinu á lofti. Af þeim fáu sem mættu á Ingólfstorgið voru flestir alþingis- menn. Þótti mörgum það tví- skinnungur að á meðan ekki virð- ist mega ræða ofbeldi inni á al- þingi brostu þingmennirnir sínu breiðasta framan í ljósmyndara með rauða spjaldið hátt á lofti... Y r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.