Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason Fréttastjórar: Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahllð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngar. auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Drelfing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Dr. Gunni heima og að heiman Paul McCartney og Rolling Sto- nes hafa tilkynnt um tónlelka- ferðir sfnar um Banda- rfkin f haust Mig dauðlangar auðvit- að enda finnst manni þetta eitt- hvað ,sem maður verður að sjá*. Þessi tónlist lifir að þvf er virðist enda- laust. Vinsælasta nýja stöffið f dag er flest byggt á þessum grunni. Sérstaklega grunni Bftlanna, sem fundu upp nú- tfmapoppið. Þeir voru fyrsta uppáhaldsbandið mitt og eru það enn. Stones eru auðvitað merkilegir Ifka, þótt ekki væri fyrir annað en úthaldið. Manni finnst þvf það að sjá goöin á tónleikum næstum eins og helmssögulegt tækifærí sem ömurlegt er að missa af. Þaö er víst strax orðið uppselt en ég er aö mana mig upp f að kfkja á svarta markaðinn. Ef ég fæ miða mun ég auðvitað ekki sjá neitt nema vera með góðan kfkl. Skítt með það, maður getur sagst hafa séð þetta, sem er aðalmálið - eitthvað sem maður getur þá krossað út af listanum. l@.aisa«íiM ein .;m*l Óli &y‘ mættu Stebbi og Eyvi og Jón Ólafsson og heilsuðu upp á hann á Kaffi Óperuogfengu eiginhandaráritan- ir. Ég dauðöfunda þá. MickJagger flæktist um Vestfiröi á snekkju og steig á land. Ein- hvers staðar er steinn sem er f sérstöku uppáhaldi hjá bóndan- um af þvf Mick pissaði á hann. Ég vildi að það værí steinn f garðinum hjá mér sem Mick Jagger hefði pissaö á. Maöur veit samt ekki hvemig á að haga sér f návist goðanna. Það er yflr- leitt pfnkulftið og fúlt. Rassaat Kurts. Eg er sem Detur fer va: Eg er serfi betur fer váxinn upp úr þvf að vera aðdáandi ein- hvers. Einu sinni fannst mér banda- rfski rithöfundur- inn Kurt Vonnegut alveg frábær og las allt sem hann hafði skrifað. Svo kom Kurt á bókmenntahátfð (Reykjavfk og árítaði bækur f Pennanum. Ég mætti með vasabrotsútgáfu af einhverri bókinni og fór f langa rööina. Svo kom að mér, ég rétti honum bókina, hann leit á hana eins og hann hefði aldrei séð þessa útgáfu áður, skrífaði nafrí- ið sitt og teiknaði sitt fræga rassgat, og var eitthvað svo fúll yfir þessu öllu saman aö ég hef ekki lesið neitt eftir hann sfðan. Ég vildi að ég hefði bara staðið hinum megin viö götuna og verið með kfki. Leiðari Jónas Krístjánsson „Getn aörir, sem frcegir eru afslcjá eöa sviöi, hœttað láta sig dreyma um pólitískau fraina Síðasta atlaga frægðarfólks Fyrstu fréttamenn og þulir sjónvarps flugu inn í pólitík, enda höfðu þeir lært framkomu og framsögn og voru inni á gafli hjá almenningi, meðan hefðbtmdnir stjórnmálamenn voru minna þekktir, kunnu illa að koma fram og svitnuðu í fram- an. Hin pólitfska framtíð virtist vera hjá sjónvarpspersónum. En sjónvarpsfólkið varð skammlíft í pólitík. Eiður Guðnason var spilaður út sem sendiherra, Ami Gunn- arsson í heilsunni og Markús öm Antons- son var gerður að útvarpsstjóra, þegar ekki gekk að nota hann sem borgarstjóra. Stjórnmálamenn nútímans hafa átt sér aðra viðkomustaði en sjónvarpið. Af leiðtog- um í nútfmanum komu aðeins vinstri græn- ir við sem sjónvarpsmenn eða leikkonur. Aðrir flokkar hafa nánast kerflsbundið hafn- að slíku fólki, til dæmis Samfylkingin, þegar þar reyndi að brjótast fram Jakob Frfmaim Magnússon, sem þekktur var af tónlist og ýmsu framtaki á því sviði. öðm frægðarfólki hefur ekki vegnað betur. Baltasar Kormákur hafði ekki frama í stjómmálum, ekki heldur Eyþór Amalds og Ólína Þorvarðardóttir eða annnar. Ágústa Johnson. Dæmin sanna, að ekki er neinn einfaldur stökkpallur úr frægð á skjá eða sviði upp í þingmennsku eða vegsemdir á sviði þjóðmálanna. Nú ætlar Gísli Mart- einn Baldursson að rjúfa hefðina og verða borgarstjóri í næstu byggðakosningum. Spennandi er að vita, hvort honum nýtist frægð, sem ekki nýttist öðnun slíkum. Ef honum tekst þetta ekki, geta aðrir, sem frægir em af skjá eða sviði, hætt að láta sig dreyma um pólitískan frama. Aðstæður em nokkuð góðar. Reykjavíkurlistinn hefur staðið sig hörmulega á ýms- um sviðum, til dæmis í skipulags- málum, sem hafa verið samfelld orrahríð á sfðustu misserum. Hann þykist hafa samráð út og suður með borgara- fundum, en hefur aldrei tekið neitt mark á gagnrýni á fundum eða í grein- um. Reykjavíkur- listinn er nákvæm- lega jafnþreyttur í borginni og ríkisstjómin er á landsvísu. Hrokinn er orðinn inngróinn í helztu leiðtoga listans og hindrar þá í að sjá, hversu hratt straumurinn ber þá að feigðarósi. Það kann ekki góðri lukku að stýra að æsa fjölmenna hópa borgara upp á móti sér. Gísli Marteinn er eflaust betri j kostur en Stefán Jóhann og Dagur. En spuming er, hvort hann ræður við Steinunni Val- dísi, sem talar við grasrótina á vínbörum borg- 1, össur Skarphéðinsson Fer úr Samfylkingunni þegar hann er búinn aö 2, Guðni Ágústsson Þaðeralveg út úr kú að vera framsóknarmaður I Framsóknarflokknum nú til dags. 3. Randver Þorláksson Fær aldrei aö leika neitt í Spaug- stofunni nema kerlingar. 5, Björk Þessipláneta er alltofvenjuleg fyrir hana. 4. Eiður Smári Guðjohnsen Ofgóður fyrir íslenska landsliðið. tapa fyrir Ingibjörgu. (7 4 *~áúf . 1Sp'ift'; i w íii - /!Wt | L c c rtJ E *o 0J F— Tengtfasonur gægist f DV í gær ömurleg grein, segir Þórarinn Leifsson um frétt DVf gær af svívirðing- um hans I garð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Þórarinn Leifsson Tengdasonur Laxnessfjöl- skyldunnar bloggar enn um Hannes Hólmstein og eftirmái eigin skrifa. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor- inn á ekki upp á pallborð ið hjá Þórarni Leifssyni sem þó dregur I land. Fyrst og fremst EIGINMAÐUR BARNABARNS Hall- dórs Kiljans Laxness hefur fyrir sitt leyti tekið virkan þátt í andúð Lax- nessfjölskyldunnar á ævisöguritar- anum Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni. Eins og útlistað var hér í blað- inu í gær hefur tengdasonurinn, sem heitir Þórarinn Leifsson og er eigin- maður verðlaunarithöfundarins Auðar Jónsdóttur, skrifað barnalegt og rætið níð um Hannes á bloggsíðu sinni, totil.com. Em þar í forgmnni hugleiðingar Þórarins um að það sem hann telur vera kynhneigð Hannesar sé þess valdandi að hann sé ófær um að skrifa um kvennamál Halldórs Laxness. VIÐ VINNSLU fréttarinnar hringdi viðkomandi blaðamaður í Þórarin. Var tengdasonurinn snöggur til og skrifaði um símtalið inn á bloggsíðu sína. Virðist Þórarinn hafa verið ein- staklega illa upplagður einmitt þennan dag: „Það hringdi málhaltur ungling- ur áðan sem sagðist vera að vinna á DV. Spurði hvort ég stæði við alit sem ég segði um Hannes á þessari síðu minni. Ég trúi þessu ekki. Þetta var alveg fyndið einu sinni og ekki sfst þegar karhnn var að senda mér mail og svona. Gaman að próvókera og allt það. En þetta er ekkert fyndið lengur. Mér er skapi næst að hringja íkarhnn og bjóða honum íkafB næst þegarhann á leið um Koben. “ SÍÐAN K0MA ítarlegri lýsingar Þór- arins á því hversu illa honum gekk að koma inn í höfuðið á sér hvað það var sem blaðamaðurinn vildi honum. í endursögn Þórarins hljómaði blaðamaðurinn í hans eyrum eins og „fílamaðurinn í raf- magnsstól". „Daginn eftir að þessi færsla var skrifuð birtist ömurieg grein í DV. Einhver góðvUjaður lesandi sendi mér skann. Uppistaðan af greinirmi varrugl sem ég var búinn að taka út af biogginnu mínu, bæði vegna beiðni frá Samtökunum 78 og vegna þess að ég sá eftir að hafa skrifað eitthvað sem gat sært samkyn- hneigða. Margir af mínum kunn- ingjum eru hommar eða lesbíur og einn svalasti vinur minn er trans- sexual. Ómálga blaðamaðurirm var sem sagt að hringja til að spyrja hvort það væri ílagi að birta grein þarsem ég kem út sem homo-hating-nazi í íslenskum fjölmiðlum. Eiginlega eins ogfífl. Svarið er já. Gerðu það bara vin- ur. Haha. Ekki eins ogégséfyrsta fífl dagsins. “ EFTIR ÞESSA greiningu Þórarins á sjálfum sér fær hann viðbrögð frá einum lesenda sinna og gerir það undir yfirskriftinni „Súrt að enn séu til hommahatarar": „Sorglegt að lesa hvað þú ert fullur af mannfyrirUtn- ingu... og hommafóbíu." EKKI TJÁ SIG FLEIRI um athuganir Þórarins. í lokin bætir hann þó sjálf- ur eftirfarandi við: „Það er lítið við því að gera hvemig DV setur þetta fram. Mér fmnst þessi hómmafóbíuáhersla óheppileg sjálfum. Klaufalegt af mér. Staðreyndin er sú að margir af mínum vinum eru hommar og einn meir að segja transsexual. Gay fólk er skemmtilegt. Núna kem ég út eins og homo-hating-nazi í íslenskum fjölmiðlum. Oggæti ekki verið meira sama. Lifíðheil. “ KANNSKI FINNUR Þórarinn Leifs- son sjálfan sig á endanum úti í Kaupmannahöfn. gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.