Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Fréttir 0V Bobby og peningarnir Hópurinn sem stóð að komu Bobbys Fischer til ís- lands segja kostnað- inn ekki hafa verið mikinn. Skákmeistar- inn hafi að mestu leyti greitt sjálfur fyrir heimförina og aðaf- kosmaðurinn hafi falist í utanferð þeirra til Japans. Garðar Sverrisson sem er hluti af þessum hópi segir þó að þeir hafi fengið ódýrt flug fr á Kaupmanna- höfn til Japans. Þeir hafi ekki mátt Jiringja í Fischer í fang- elsið og hann því alitaf hringt. Bobby borgar fyrir svítuna sína með glöðu geði en finnst leigubílar of dýrir og ferðast því með strætó. Ekkertsvar um flokks- gæðinga Siguxjón Þórðarson, þing- maður Fijálslynda flokksins, hefur í fyrirspum til utanríkisráðherra óskað eftir upplýs- ingum um það hve margar ráðningar sendiherra, sem ráðnirvom 1995 til 2005, komu til eftir „eðlilegan framgang starfs- manna í utanríkisráðuneyt- inu“. Einnig hve margar og hveijar ráðninganna vom pólitískar og hvaða stjóm- málaflokkum þær tengdust. Sigurjón sagði á Alþingi í fyrrakvöld að fyrirspum sinni væri enn ósvarað. Hann sagði einnig að kosmaður við utanrfldsþjónusmna hefði aukist um 2,3 milljarða frá árinu 1998. Auðveldara að reka bari Bjöm Bjamason dóms- málaráðherra veitti svar við fýrirspum Ástu Möll- er alþmgismanns um einföldun á skilyrð- um til reksturs vín- veitingastaða. í svari dómsmálaráðherra segir að starfshópi á vegum umhverfis- ráðuneytisins hafi verið falið að gera tillögur um hvemig leyfisútgáfu til reksturs slfkra staða verði best háttað. Tillögur liggi ekki enn fyrir en vinna starfs- hópsins sé langt komin. „Ég er bara, góöi minn, aö reyna aö hrossast I minu pússi og að undirbúa aö taka á móti fólki í sumar," segir Jón Kr. Ólafs- Landsíminn son, söngvarinn sem rekur poppminjasafnið á Bíldudal. „Ég vona aö ég fái skemmti- legt, málsmetandi og litrlkt fólk sem gaman er að tala viö og kynnast á safnið í sumar. Samanber i fyrrasumar, þá kom vinurminn Ragnar Bjarnason. En ég held aö eng- inn sé aö spá í það hér á Bildu- dal. Ég sé hér einhverja bíla keyra meö grjót og ausa yfir mann skít. Það eru einhverjar framkvæmdir hér. Það er ekki mín deild - ekki mín meiódía -og hver étur sitt." íbúar á Reyðarfirði harma að Skinney-Þinganes hverfi með starfsemi sína úr bæn- um. Árni Páll Ragnarsson íbúi þar segir fyrirtækið hverfa í skjóli álvers en fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins, Aðalsteinn Ingólfsson, segir reksturinn hafa verið afar erfiðan. Auk þess sé erfitt að fá fólk i fiskvinnslu í sveitarfélaginu. UtgerðarfyriMi Halldórs hættir eystra í skjáli álvers „Þeir græða ekki nóg á þessu,“ segir Arni Páll Ragnarsson íbúi á Reyðarfirði en hann segir að nú standi til að loka þeirri fisk- vinnslustarfsemi á Reyðarfirði sem er á vegum fyrirtækisins Skinney-Þinganess. Árni segir illt að missa svo rótgróið fyrirtæki úr byggðarlaginu þrátt fyrir uppgang þar vegna byggingar álvers. Skinney-Þinganes er sjávarút- vegsfyrirtæki sem gerir út frá Höfn í Hornafirði. Fyrirtækið er líklega frægast fyrir það að vera að hluta til í eigu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Fyrirtækið er jafnan nefnt fjölskyldufyrirtæki Halldórs en hann á 2,33 prósent sem er arfur eftir foreldra hans og samsvarar eignarhlutur hans rúm- um 15 milljónum á nafnvirði. Fyrirtækinu hefur gengið mjög vel að undanförnu þó svo að það eigi við að glíma erfiðleika vegna þess hversu hátt gengi íslensku krón- unnar hefur verið, líkt og hjá öðmm sjávarútvegsfyrirtækjum. Að hverfa í skjóli álvers Ámi Páll telur líklegt að þeir séu að fara með starfsemina frá Reyðar- firði í skjóli álversframkvæmda. „Það er örugglega auðveldara fyrir þá að loka þessu fyrst álverið er komið. Á Stöðvarfirði, þar sem Sam- herji lokaði, var því ekki að heilsa og mildll fjölmiðlamatur og læti hafa verið í kringum það vegna þess að engin önnur fyrirtæki vom til að sækja í staðinn en hér er náttúrulega þetta álver sem þarf mikið vinnuafl og þar af leiðandi getur verið að mönnum finnist í lagi að loka fyrir- tæki hér þess vegna." Ámi Páll segir jafhframt að ekki hafi verið ráðinn mannskapur til fyr- irtækisins nú í um tvö ár og ljóst að þarna hafa menn verið að draga starfsemina markvisst saman. Erfitt að fá fólk í fiskvinnsiu Framkvæmdastjóri Skinney- Þinganess er Aðalsteinn Ingólfsson, bróðursonur Halldórs, en honum hefur meðal annarra verið þakkaður góður rekstur fyrirtækisins að und- anfömu. Hann segir að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um það hvort eigi að leggja reksturinn niður en telur það líklegra en ekki. Málið sé í ákveðnu ferli. „Þetta er lítil eining innan fyrir- tækisins. Og þarna era um fimmtán heil störf en alls em þetta um 20 manns sem þarna starfa. Hluti þeirra er í hálfu starfi." Aðalsteinn segir mikið um að vera á Reyðarfirði og erfiðara og erf- iðara reynist að fá fólk í fiskvinnslu í þessu sveitarfélagi. „Svo hefur rekst- urinn verið erfiður, bæði vegna krónunnar auk þess sem við höfum verið að vinna ýsu þarna. Og ýsu- markaðurinn hefur ekki verið góður, því miður. Þá fylgir því töluverður kostnaður að flytja fiskinn þangað austur frá Höfn. Maður ræður illa við umhverfið." jakob@dv.is \ „Erfiðara og rfiðara reyn- að fá fólk í iskvinnsiu í ísu sveitar- félagi Aðalsteinn Ingólfsson Er bróöursonur Halldórs Asgrímssonar og fram- kvæmdastjóri fjölskyldu- fyrirtækisins Skinney- Þinganess. Hann segir reksturinn fyriraustan hafa veríö erfiðan. Reyðarfjörður Aukin umsvif eru I sveitarfélaginu en nú telja menn eystra aö gömul og gróin fyrirtæki séu aö laumast í burtu f skjóli álvers. ■ íslensk stelpa úr Hjallanesi í Landsveitum „Ég þjálfaði fjóra hunda og þrír þeirra eru nú lögguhundar í Sví- þjóð,“ segir Drífa Gestsdóttir tutt- ugu og þriggja ára hundaþjálfari sem lærði í Svíþjóð. Skólinn þar sem Drífa stundaði nám er í Malmö og er sá eini sinnar teg- undar á Norðurlöndunum. „Égvar búin að vera í skólanum í eitt og hálft ár þegar ég fór að vinna fyrir lögguna," segir Drífa en fimm bestu nemendurnir fengu að þjálfa svokallaða dóp- og árásar- hunda. Drífa segir mikla kúnst að þjálfa hunda til að geta fundið fíkniefni. „Þetta snýst fyrst og fremst um að finna réttu týpuna. Hann má ekki vera hræddur við umhverfi sitt eða fólk og verður að vera nokkuð stabíll." Drífa segir hundana mikið not- aða af lögreglunni í Svíþjóð en sjálf á hún risa sjefferhund. „Það er ekkert mál að hafa svona hund á heimilinu. Maður verður bara að kenna þeim reglurnar, þeir mega ekki vera með læti eða leika sér þegar þeir eru inni," segir Drífa sem þjálfar hundinn sinn á hverjum degi og heldur hon- um þannig í formi svo hann geti unnið vinnuna sína. Hundurinn hennar Drífu er reyndar í Svíþjóð en hún býr í Hjallanesi í Landsveit- um þar sem hún starfar við hestatamningar en er þó með hundanámskeið á kvöldin. „Ég stefni á að sækja um í tollinum eða lögreglunni svo ég geti unnið með hunda og þannig nýtt mér menntun mína.“ Drífa veit ekki til þess að einhver hér á landi sé með sambærilega menntun þar sem hún er fyrsti íslendingurinn sem útskrifast úr skólanum í Malmö. sem urlta þjálf- aði starfa nú fyr- irsænskulög- regluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.