Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 13 Selur Hvergiland Michael Jackson er búinn að selja Neverland-búgarð sinn á laun til að létta á skuldum, að sögn slúður- blaðsins The Natíonal Enquirer. Skuldir söngvarans munu hafa verið orðnar það miklar og kostnaður við yfir- standandi málaferli að hann hafði ekki efni á að reka bú- garðinn og seldi hann því óþekktum kaupanda á tæpa 2,2 milljarða króna. Sam- kvæmt fréttum eru áliggjandi veð á eigninni rétt rúmur milljarður. Ef af sölunni verður hefur Jackson m'utíu daga til að flytja af búgarðin- um sem hann hefur átt fr á 1988. Maður handtekinn vegna gruns um kaldrifjað morð á ungum telpum Drap dóttur sína og vinkonu hennar Jerry Hobbs var á þriðjudaginn handtekinn og ákærður fyrir morðin á átta ára dóttur sinni, Lauru Hobbs, og níu ára vinkonu hennar, Krystal Tobias. Leit að morðingja telpnanna hafði þá staðið yfir í um sólarhring eftir að Jerry hafði sjálfur sagst hafa fundið lík þeirra snemma á mánudagsmorgun. Ódæðið áttí sér stað í bænum Zion í Illinois-fyJki í Bandaríkjunum að því er talið er á sunnudag, mæðradaginn. Banamein beggja var, samkvæmt réttarlækni, að minnsta kostí tvær hnífstungur. Við fyrstu athugun bentí Wns vegar ekkert til þess að telpumar hafi verið bundnar eða þeim mis- þyrmt kynferðislega. Að sögn Michael Waller, saksókn- ara í Lake-sýslu, bendir ekkert til þess að telpurnar hafi verið lokkaðar í garðinn heldur virðast þær hafa hitt Hobbs þar óvænt. Eftír að hafa yfir- heyrt þó nokkra segir Waller að öll spjót hafi beinst að Hobbs. Hann get- ur átt von á að verða dæmdur til dauða verði hann fundinn sekur um morðið á Lauru og Krystal. Jerry Hobbs var í síðasta mánuði sleppt úr fangelsi í Texas eftir að hafa dúsað inni í nær tvö ár eftír brot á skil- orði. Árið 2001 játaði hann að hafa gengið í skrokk á barnsmóður sinni, móður Lauru. í sama tilvíki greip hann keðjusög, gangsettí og sveiflaði um sig þar til maður sló hann niður með skóflu og lögregla kom og hand- tók hann. Skilorð vegna þessa brots braut hann árið 2003 þegar hann mættí hvorki til skilorðsfulltrúa né á skapstjórnunamámskeið. Emily Hollabaugh, amma Laum, lýstí ömmutelpunni sinni sem venju- legri átta stúlku sem brosti ffaman í heiminn og heifiaði alla og að Krystal hafi verið jafn indæl. „Margar spurn- ingar brenna á mér þessa stundina en aðallega finn ég þó til reiði gagnvart þeim sem gat gert þetta við þessar tvær litlu stúlkur,“ sagði Emily. Heimild: CNN.com LOKAHOF HSI - FOSTUDAGSKVOLDIÐ 13. MAI STUÐMENN ÁSAMT NÝJASTA MEÐLIMNUM HILDI VÖLU HÚSIÐ OPNAR Á MIÐNÆTTI • MIÐAVERÐ AÐEINS ÞÚSUND KRÓNUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.