Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 16
76 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Ást og samlíf DV Kossaflens | Kossargeta ver- ið eins misjafnir ogþeireru margir. Sá sem segir„koss er bara koss" kann ekki listina að kyssa. Það er þó staðreynd að fólk kyssir misvel en það eru ýmis góð ráð sem hægt er að hafa á bak við eyrað til að læra að kyssa betur. Rétta augnablikið skiptir öllu máli en sá sem er góður að kyssa veit hvert rétta augnablikið er og hvaða koss hæfi hverju tilefni. Kossa má flokka gróflega (tvær tegundir; annars vegar eru feimnir kossar og hins vegar frakkir kossar. Frakkir koss- ar eiga við ef enginn vafi er á að báðir aðilar girnast hvorn annan jafnmikið. Feimnir kossar byrja yfirleitt rólega en þróast stundum út (frakka kossa, allt eftir því hver áhuginn er og hvað hæfir stund og stað. Kæra Snögg Ég held að þú haflr úr heilmiklu að moða. Þú ert greinilega mjög næm og kynferðislega lifandi kona og ég er sannfærð um að þú eigir eftir að geta snúið þessu algjörlega í þinn hag. Það væri til dæmis afskap- lega skemmtilegt fyrir þig að læra að fá fleiri en eina fullnægingu, já það er hægt! Þennan hæfQeika er hægt að þjálfa upp og það verður mun skemmtilegra fyrir þig en að leggjast á hliðina leið og lúin. Fullnæging þarf alls ekki að vera endapunkturinn á kynh'finu, það er kannski fyrsta mýtan sem maður þarf að losna við úr hausnum. Það er vel hægt að halda áfram að njóta og njótast þrátt fyrir að annar aðilinn hafi fengið fullnægingu og þá gildir einu hvort önnur fullnæging fylgir á eftir eða ekki. Karlmenn sem fá það snemma segjast gjarnan vera algjör- lega orkulausir eftir fullnæginguna, svipað og þú lýsir, en orkuna má endurheimta með breyttu hugarfari. Reyndu að hugsa um fullnæging- una sem hluta af nautninni en ekki hið eigirilega og eina takmark. Próf- aðu að halda áfram og kela í róleg- heitum þó svo að þú fáir fullnæg- ingu snemma. Leiðbeindu mannin- um þínum svo að hann snerti þig eins og þér finnst gott á þessu stigi. Sjáðu hvert þetta leiðir og vertu opin fyrir því að nýjir hlutir gerist, jafnvel að þú fáir aðra fullnægingu. Fyrsta stigið er að brjóta upp mynstrið sem þú virðist dálítið föst í. Spjallaðu líka við karlinn þinn og biddu um stuðn- ing. Ég vona svo sannarlega að þetta gangi vel hjá þér! Kærkveöja, Ragga Kæra Ragga Ég er alltaf að heyra og lesa um karlmenn sem fá það of fljótt og finnst þeir ekki duga nógu lengi í kynlífi. Ég er mikið búin að leita aö upplýsingum um konur sem fá það of fljótt en finn ekki neitt. Ástæðan er að ég þjáist sjálf af þessu óalgenga vandamáli, ég geri ráö fýrir að það sé óalgengt vegna þess að ég finn ekki nokkurn skapaðan hiut um þetta. Það eina sem ég hef heyrt um er að Jconur fái raðfuii- nægingaf og geti fengið full- nægingu aftur og aftur og þess vegna sé allt í lagi að konur fá það snemma En ég er ekki svona, ég fæ eina fullnægingu alltof snemma og svo er ég alveg búin. Eg er gift og kynlífið er þokkalegt, ég á reyndar sjaldan frumkvæðið og j það finnst manninum mínum miður. Þegar við byrjum að kela og snertast verð ég fljótt mjög æst og oft fæ ég fullnæginguna áður en hann er kominn úr nærbux- unum. Eftir á verð ég mjög þreytt og uppgefin og líka mjög leið. Kannski er þessi leiði ástæðan fyrir því hversu sjaldan ég á frumkvæði að kynlífi. Auðvitað er ég þakklát fýrir að geta fengið fullnægingu því ég veit að það eru mjög margar konur sem hafa aldrei fengið fullnægingu, en þetta plagar mig samt mjög mikið. Viltu hjálpa mér kæra Ragga? Bestu kveöjur, Snögg Að lí lull tljott Sjald- gæft vanda- mál meðal kvenna Klamidíutilfelli eru mis- | mörg milli ára Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landiæknis- embættisins, segir að fjöldi tilkynntra klamidlutilfella sé mismunandi frá ári til árs. Kynlífsáhugaleysi Kynlöngun einstaklinga er mjög mismunandi og til eru þeir einstaklingar sem hafa alls engan áhuga á kyntifi, hvorki meö konum né körl- um. Ungur Bandarikjamaö- ur á þritugsaldri stofnaði samtökin AVEN (e. The Asexual Visibility and Ed- ucation Aletwork) árið 2001 enhann hefur að eigin sögn aldrei haft áhuga á kynlrfí. Kynlifsáhugaleysi eða asexuality á ensku merkir að einstaklingur hefur eng- an áhuga á kynlifi. Sálfræð- ingur við Brock-háskála í Kanada endurmat könnun sem gerð var fyrir 10 árum í Bretlandi þar sem 18.000 manns voru spurðir út i kynlíf. Þar kom meðal ann- ars i Ijós að einn afhverjum 100 svarendum höfðu aldrei fundiö fyrir kynferð- islegum áhuga á konum eða körlum. Kynlifsáhuga- leysi getur einnig komið upp timabundið, hvort sem fólk er i samböndum eða ekkl, en engu að síður hef- ur viðvarandi kynlifsá- hugaleysinú verið viður- kennt. Hægt er að kynna sér málin á síðunni www.asexuality.org

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.