Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 23 Ég er rúmlega fertug kona, myndarleg og vel menntuð. Ég er vel stæð fjárhagslega og á góðan og samheldinn vinahóp. Það sem plagar mig er það að ég hef aldrei verið í sambandi og það sem meira og óvanalegra er - ég er enn hrein mey. Ég var að nálgast fer- tugsaldurinn en mey- dómur minn var enn ósnortinn. Það kom líka sjaldan fyrir að ég lenti á sjens, ég var bara alls ekki mikið fyrir augað. Ég var afar bæld kynferðislega og leit alls ekki á mig sem kynveru. Svona liðu mennta- skólaárin og háskólaárin. Tilvera mín snerist um nám enda var ég af- burðanemandi í alla staði. Ég man samt lítið eftir þessum árum, það komst ekkert annað að hjá mér en námið. Breyttist í svan Ég breyttist reyndar úr litla ljóta andarunganum í fallegan svan meðan á skólagöngunni stóð. Ég tók varla eftir því sjálf en einn daginn rankaði ég við mér þegar ég leit í spegilinn og sá þar fallega unga konu. Ég hafði ómeðvitað far- ið að hugsa um útlitið og var orðin hin myndarlegasta kona. Ég var 24 ára, komin með háskólagráðu en hafði enn ekki öðlast neina kyn- ferðislega reynslu. Ég hef engar skýringar á þessu, ég einfaldlega lét þennan hluta samfélagslegs þroska míns sitja algerlega á hakanum. Það eina sem mér dettur í hug er að atburðurinn á ættarmótinu forðum hafi haft dýpri áhrif en mig grunaði. Ósnortinn meydómur Tíminn leið. Eg fór til útlanda í framhaldsnám og kom heim rétt fyrir þrítugt, hámenntuð. í útlönd- um öðlaðist ég mína fyrstu reynslu af hinu kyninu en gerði þó ekkert meira en að kyssa og knúsa. Ég fór alltaf í baklás þegar hlutirnir virtust ætía að ganga lengra. Ég held að ég hafi orðið hræddari eftir því sem tíminn leið. Ég var að nálgast fer- tugsaldurinn en meydómur minn var enn ósnortinn. Eg var eins og áður kom fram mjög myndarleg, vel stæð, átti mína fallegu íbúð og falleg föt eftir nokkurra ára dvöl í hátískuborg. Það eina sem vantaði var karlmaður. Fór á stefnumót Þegar ég var komin dálítið yfir þrítugt fór ég á stefnumót með vinnufélaga mínum. Hann hafði elst við mig í langan tíma en ég var alltaf mikið til baka og þorði ekki að fara út með honum. Lét að lok- um slag standa er hann bauð mér út að borða. Eftir matinn var ég orðin létt eftir allt vínið og sam- þykkti að fá mér eitt glas af rauð- víni heima hjá honum. Ég var í miklu stuði og það kjaftaði á mér hver tuskan. Mér leið vel og fannst ég virkilega kynþokkafull. Hann kyssti mig og ég tók á móti, alls óhrædd - í fyrstu. Kailaði mig tepru og lesbíu Þegar hann varð ágengari fór mér að líða verr. Ég sagði honum að hætta, ég vildi fara hægar í sak- irnar og ætlaði að fara að koma mér heim. Hann brást ókvæða við og gargaði á mig að ég væri kynköld. Hann lét það út úr sér að allir í vinnunni vissu að ég væri hrein mey og að ég væri bara tepra og lesbía. Hann reyndi að ná fram vilja sínum í smástund en ég barð- ist á móti með kjafti og klóm og náði að hlaupa út. Ég var í algeru sjokki, aðallega þó vegna orða hans en ekki vegna þess sem hann gerði. Lét sem ekkert væri Á mánudeginum eftir þetta mætti maðurinn ekki í vinnuna. Ég hafði eytt helginni í að ná mér eftir áfallið en ákvað að setja upp grímu og láta sem ekkert væri. Það var þó skárra að hann var ekki í vinnunni þennan dag. Ég heyrði síðan út- undan mér að hann hefði sagt upp fyrivaralaust. Ég varpaði öndinni léttar því ég hefði líkega aldrei get- að horfst í augu við hann aftur. Samt sat það í mér að allir í vinn- unni virtust vita um meydóm minn. Ég lét það samt ekki fara í taugarnar á mér og gleymdi þessu smám saman, gerði það sem ég hafði alltaf gert, sökkti mér í vinnu og útilokaði allt annað. Jómfrú til æviloka Nú er ég rúmlega fertug og ekk- ert bólar á manni sem ég get hugs- að mér að sofa hjá eða vera með. Ég hef þó virkilega mikla kynhvöt sem ég reyni að bæla niður af öll- um mætti. Ég er orðin svo hrædd við kynlíf að mér finnst óþægilegt að horfa á kvikmyndir þar sem kynlífi bregður fyrir í einhverri mynd. Ég veit hreinlega ekki hvernig þetta endar, hvort ég eigi jafnvel eftir að vera jómfrú til míns síðasta dags. Það vona ég ekki og ég vona að ég öðlist einn daginn kjark til að verða ástfanginn og sofa loksins hjá. Líklega er fátt sorglegra en að loka augunum í hinsta sinn án þess að hafa nokkru sinni verið snert af karlmanni á ástríðufullan hátt. Að minnsta kosti þegar þráin , er eins brennandi og inni í mér. Ég var alltaf frekar óvinsæl sem barn og unglingur. Ég þurfti að ganga með þykk gleraugu og var með slæma húð. Ég átti mínar vin- konur og við stóðum alltaf þétt saman en blönduðum ekki geði við annað fólk. Það var aðallega vegna þess að öðru fólki fannst ekki mik- ið til okkar koma og taldi okkur vera sérviskupúka. Eg átti aldrei kærasta en var að mestu leyti sátt við hlutskipti mitt, sökkti mér í bækur og lærdóm og stóð mig alltaf með prýði í skólanum. Þegar ég var 14 ára lenti ég í svolitíu sem ég mun seint gleyma. Þetta var um sumar og ég var á ætt- armóti með fjölskyldu minni. Það var mikið um drykkju eins og geng- ur og gerist á íslenskum ættarmót- um en mig fór að syfja frekar snemma og skreið inn í tjald. Þegar ég hafði sofið í um tvo tíma vakn- aði ég upp við það að eiginmaður einnar frænku minnar var kominn inn í tjald og var með kynferðislega tilburði í minn garð. Ég stífnaði upp en sem betur fer varð honum óglatt eða eitthvað slíkt þar sem hann lét sig hverfa áður en hann náði að ná vilja sínum fram og kom ekki aftur. Ég var mjög slegin eftir þetta en sagði ekki nokkrum manni frá þessu. Námið gekk fyrir Ég var svolitla stund að jafna mig eftir þetta. Án þess að tala um atburðinn náði ég að grafa hann djúpt í sál mína, en ég tel að atvik- ið hafi haft áhrif á allt mitt líf. Ég dró mig enn meira inn í skelina sem ég hafði byggt umhverfis sjálfa mig en fáir tóku eftir þessari breyt- ingu. Mamma hafði þó einu sinni á orði við mig hversu fáskiptin ég væri en ég sagði henni að ég væri // Lífsreynslusaga svo niðursokkin í námið að ég hefði ekki tíma til að skipta mér af öðru fólki. Hún tók þetta gott og gilt enda var ég alger námshestur og fékk verðlaun fyrir námsárangur þegar ég útskrifaðist úr grunn- skóla. Leiðin lá beint í framhalds- skóla þar sem ég tók námið af enn meiri alvöru. Átti aldrei kærasta Þó að ég væri komin í menntó hafði ég ekki svo mikið sem kysst strák. Þessar fáu vinkonur sem ég átti höfðu allar gert eitthvað með strákum en ég vissi varla hvað kyn- líf snerist um. Ég hafði líka engan tíma fyrir svoleiðis þankagang, námið átti hug minn allan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.