Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Sport DV Leikmennirjair.... Markmenn 1. Kristján Finnbogason, 34 ára 218 leikir 16. Atli Jónasson, 17ára Nýllði Varnarmenn 2. Bjarni Þorsteinsson, 29 ára 89/5 mörk 3-Tryggví Bjarnason, 22 ára 47/1 7. Ágúst Gylfason, 34 ára 151/31 5. Helmis Matute, 24 ára Nýliði 13. Gunnar Einarsson, 29 ára 100/1 23. Jökull Ellsabetarson, 21 árs 50 Miöjumenn 4. Kristinn Magnússon, 21 árs 18 14. Rógvi Jacobsen, 26 ára Nýliöi 6. Bjarnólfur Lárusson, 29 ára 123/17 9. Sölvl Davíðsson, 21 árs 18 10. Sigurvin Ólafsson, 29 ára 93/25 20. Arnljótur Ástvaldsson, 22 ára 1 21. Vigfús Arnar Jósepsson, 21 árs Nýliði 22. Sigmundur Kristjánsson, 22 ára 6 Sóknarmenn 8. Garðar Jóhannsson, 25 ára 28/6 11. Grétar Hjartarsson, 28 ára 80/48 25. Bjarki Gunnlaugsson, 32 ára 80/29 26. Arnar Gunnlaugsson, 32 ára 73/49 27. Gunnar Kristjánsson, 18 ára 1 Breytingarctar... Leikmenn komnir Grétar Hjartarsson frá Grindavík Bjarnólfur Lárusson frá IBV Rógvi Jacobsen frá Færeyjum Helmis.Matute frá Bandarlkjunum Tryggvi Bjarnason frá IBV Vigfús Arnar Jósepsson frá Leikni Leikmenn farnir Guðmundur Benediktsson til Vals Hjörvar Hafliðason til Breiðabliks Kjartan Henry Finnbogason til Skotlands Theodór Elmar Bjarnason til Skotlands Ólafur Páll Johnson til Fjölnis Petr Podzemsky til Breiðabliks Sigurður R. Eyjólfsson tillA SigþórJúllusson tilVals I KR Stofnað: 1899 íslandsmeistari: 24 sinnum (1912,1919,1926-29,1931-32,1934,1941,1948-50,1952,1955,1959,1961,1963,1965,1968,1999 Kemur risinn úr lelum? Miklar breytingar hafa orðið á liði KR frá því í fyrra. Nýr mað- ur er kominn til að sigla skútunni, Magnús Gylfason, og nýjir menn eru komnir í lykilstöður innan liðsins. Árangurinn í fýrra undirstrikaði að breytinga var þörf, KR-ingar spiluðu langt undir getu og í ljós kom að Willum Þór Þórsson hafði náð endastöð með liðið. „Miðjcin og vörnin er spurningarmerki þar sem Magnús virðist ekki enn hafa ákveðið hvernig þar verður stillt upp." Mannskapurinn í ár er feykilega öflugur og ljóst að stuðningsmenn liðsins munu ekki sætta sig við neitt annað en titilbaráttu. Pressan er því svo sannarlega til staðar fyrir Magn- ús, sem hefur þurft að gh'ma við mikil meiðsli á undirbúningstíma- bilinu og aldrei náð að stilla upp sínu sterkasta liði. Það hefur í för með sér að ákveðnir leikmenn þekkja hugsanlega ekki ailtof vel hvor til annars, sérstaklega þegar horft er til þess að 4-5 af nýju leik- mönnunum eru líklegir til að verja í bytjunarliðinu. Það er htlu um það logið að koma Grétars Ólafs Hjartarsonar er sem hvalreki á fjörur KR-inga. í fyrra náðu þeir engan veginn að fylla skarðið sem Veigar Páll Gunn- arsson skildi eftir sig er hann fór til Noregs og var mesta traustið lagt á 18 ára framherja, Kjartan Henry Finnbogason, sem nú er reyndar einnig horfinn á braut. Með til- komu Grétars, og með menn á borð við Garðar Jóhannsson og tví- burana Amar og Bjarka Gunnlaugs- syni honum til halds og traust, á markaskorun að öllu eðlilegu að vera lítið vandamál fyrir KR í sumar. Miðjan og vörnin er spurningar- merki þar sem Magnús virðist ekki enn hafa ákveðið hvernig þar verð- ur stillt upp. Með tilkomu Bjamólfs Lámssonar er líklegt að Ágúst Gylfason verði færður niður í stöðu miðvarðar, og hefur hann skilað því hlutverki með sóma í nokkrum vorleikjanna. Hins vegar vantar ennþá hinn eiginlega arkitekt á miðjuna, þann sem stjórnar spih liðsins. Sigurvin Ólafsson getur leyst það starf af hendi en hann þarf að haldast heill aht sumarið til að ná þeim stöðugieika sem þarf í sinn leik. Fari svo að hann, sem og aðrir póstar í vörn og á miðju, lendi í meiðslum gætu KR-ingar lent í vandræðum. En hðið hefur fjölda ungra og efnilegra leikmanna á sínum snær- um sem hafa staðið sig vel í deildar- bikamum og em án efa hungraðir í að sanna sig. Ef mið er tekið af leik- mannahópum liða í efstu deild er það skoðun íþróttafréttamanna DV og Sýnár að KR sé nánast eina hðið sem geti veitt FH-ingum einhverja samkeppni að viti um íslands- meistaratitihnn, en því miður munu þeir ekki ná að skáka Hafnarfjarðarrisanum í þetta skiptið að minnsta kosti. 4-2-3-1 Jökull Sölvi Kristján Tryggvi Ágúst Matute Bjarnólfur Garðar Sigurvin Arnar Grétar Bjarnólfur Lárusson, miðjumaður í? i ». • AF HVERJU VALDI EG KR? Inn í búnings- klefanum með... Kristjáni Finnbogasyni „Meginástæðan fyrir því að ég fór í KR var sú að ég þurfti á nýrri áskorun að halda. Eg var búiim að vera í Vestmannaeyjum í þrjú ár og átti mjög skemmtileg ár þama og var sáttur við mitt en mér fannst ég þurfa að breyta til,“ sagði Bjamólfur Lárasson sem gekk í raðir KR frá ÍBV. Bjarnólfur hefur ekki unnið titil síð- an 1997 þegar hann varð íslandsmeistari með ÍBV en gæti titill litið dagsins ljós í haust? „KR er félag sem stefnir hátt og verður í baráttu um titla," sagði Bjarnólfur. Aðspurður sagðist honum lítast vel á félagið. „Ég er mjög ánægður hjá KR þar sem hér er öll aðstaða til fyrirmyndar og það er gott fólk á bak við hðið. Svo er frábært að fá að starfa með Magga sem er allra efhilegasti þjálfari landsins. Hann gerði frábæra hluti í Eyjum og ég vænti þess að hann geri það sama hjá KR.“ Hver á ljótasta bflinn í liðinu? Pottþétt ég og Sigurvin Ólafsson. Hver með loðnustu bringuna í liðinu? Tvíburamir Arnar og Bjarki. Hver er mesti snyrtipinninn í liðinu? Það er allavega ekki Bjami Þorsteinsson! Loðnasta bringan Ætli það sé ekki Sölvi Davíðsson. Hver er ljösabekkur liðsins? Garðar Jóhannesson. Hver er látúnsbarki liðsins? Það er Amljótur, ekki spurning. Hver er óstundvísastur í liðinu? Tryggvi og Bjarnólfur era oft á tæpasta vaði. Hver er með furðulegustu klippinguna? Sigmundur Kristjánsson er með furðulega flotta klippingu. Hver er hjátrúarfýllstur í liðinu? Grétar Hjartarson. Hann vill ahtaf spila með gifs á vinstri hönd! Látúnsbarklnn Ljósabekkurinn NiÁLL EIÐSSON knattspyrnuþjálfari metur liðin í Landsbankadeildinni í sumar í kvöld „Markmaðurinn er... reynslumikill en mistækur. Kristján verður að halda mistök- unum í lágmarki í sumar." „Vörnin er... skipuð mjög öflugum einstak- lingum, en verst er að Magnús virðist ekki vera búinn að ákveða hvernig henni verður stfllt upp, en það er að hluta til vegna meiðsla." „Miðjaner... sterkari en í fyrra með tilkomu Bjamólfs. Hann hefur margt gott upp á að bjóða en hann verður að fækka spjöldunum. En tvíburarnir hafa verið meiddir og það gæti orðið erfitt að finna þennan skap- andi miðjumann." „Sóknin er... feykiöflug. Þeir hafa fengið einn sterkasta sóknarmann landsins og ég tel að Grétar og Garðar geti myndað stórhættulegt framherja- par. Ef heilsan er í lagi hjá tví- buranum þá er þetta sterkasta sóknarh'na deildarinnar. „Þjálfarinn er... stemningsþjálfari. Hann náði frábæram árangri með ÍBV í fyrra en nú er hann kominn í Vesturbæ- inn þar sem kröfur era miklar. Nú er komin miklu meiri pressa og það er spurning hvort hann nái að höndla þá pressu." „Lykillinn að velgengni er... að Magnús fái þennan mann- skap til að vinna saman og mynda liðsheild. í fyrra vora 11 einstaklingar í liðinu og þarf nýtt hugarfar hjá leikmönnum í ár.“ íþróttadeild Sýnar fjallar um KR, liðið sem er í öðra sæti í spá Sýnar og DV fyrir Lands- bankadeildina í fótbolta, í kvöld. Meðal efnis í þættinum er viðtal við Þröst Emilsson, eldheitan stuðnings- mann liðsins, og Fmnboga er á Sýn í hefst ki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.