Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 37
DV Lífið FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 37 Duran Duran i dag Ein afþess- um hljómsveit- um sem styrkt hafa stöðu sfna f poppsögunni með tímanum. nnsveitin Dui narga aðdáer draumur mn ðasala hefst Strakaband sem íékk uppreisn æru Duran Duran er loksins væntanleg til íslands. Hljómsveitin spilar í Egils- höll 30. júní á tónlistarhátíðinni Reykjavík Rocks. Miðasala hefst laugardaginn 21. maí í öllum verslunum 10-11 og á heimasíðunni reykjavikrocks.is. Tónleikamir eru hluti af heims- reisu sem hófst í apríl 2003. Það var fyrsta tónleikaferð þeirra Nicks Rhodes, Simons LeBon, Rogers, Andys og Johns Taylor, sem skipuðu sveitina á gullaldarárunum hennar, í 18 ár. Þeir tóku sér að vísu hlé til þess að klára nýjustu plötuna, Astronaut, sem kom út seint í fyrra, en nú eru þeir komnir á fullt aftur og loksins á leiðinni til Reykjavíkur. Skólafélagar í Birmingham Duran Duran var stofnuð í Birmingham árið 1978 af skólafélög- unum Nick Rhodes og John Taylor. Nick spilaði á hljómborð, en John byrjaði sem gítarleikari. í upphafi voru bassaleikarinn Simon Colley og söngvarinn Stephen Duffy í sveitinni auk þess sem þeir notuðu trommu- heila. Nafnið fengu þeir frá einni af sögupersónum kvikmyndarinnar Bar- barella sem Jane Fonda lék í á sjöunda áratugnum, en í byijun spUaði sveitin aðaUega í BarbareUa-klúbbnum í Birmingham. Árið 1979 tók John við bassanum af Simon sem hætti og Andy Taylor sem verið hafði í pönkhljómsveitunum Crucified Toads og The Sex Organs bættist í hópinn á gítar og Roger Taylor (áður í TV-Eye) tók viö af trommuheUanum. Eftir að hafa prófað nokkra söngvara gekk Simon Le Bon í sveitina í apríl 1980, Hann var í leikUst- amámi og hafði verið í pönkhljóm- sveitinni Dog Days, en hafði líka feng- ið smjörþefinn af frægðinni þegar hann lék í sjónvarpsauglýsingu fyrir PersU-þvottaefnið í æsku. „Við höfum hugsað og talaö mikið um þetta. Nýrómantíska bylgjan Tónlist Duran Duran í byrjun var dansvænt popprokk. Meðlimimir lýstu henni sem „Sex Pistols mætir Chic“. Þeir höfðu bæði áhuga á ný- bylgjunni sem var að þróast upp úr pönkinu og diskóinu og vom Uka und- ir áhrifum frá eldri tónUstarmönnum á borð við David Bowie og Roxy Music. Duran Duran-meðUmir notuðu mUdð af nýtískugræjum, hljómborð og hljóðgervla, nokkuð sem setti sterk- an svip á tónfist þeirra strax í byrjun. Hljómsveitin var hluti af nýróman- tísku bylgjunni sem gekk yfir Bredand á þessum tíma ásamt hljómsveitum eins og Spandau BaUet, Ultravox, Human League og Visage. Einkenni þessara sveita, auk hljóðgervla-sánds- ins, vom íburðarmUdir búningar og helUngur af andfitsfarða og andUts- málningu. Andy Warhol talar um það í dag- bókum sínum þegar hann hitti Duran Duran að loknum tónleUcum þeirra í New York í október 1981. Hann lýsti þeim sem „myndarlegum strákum með fuUt af meiíd" en tók það fram að þeir hafi haft kæmstur sínar með frá Englandi: „Sætar stelpur þannig að ég býst við því að þeir séu allir gagnkyn- hneigðir, þó að það sé erfitt að trúa því.“ Hveter tHgangurmn meðDuran Duran núna og hver var hann þegar við vorum aö byrja?" segir Simon Le Bon söngvari Duran Duran í viðtali seintá síðasta ári. Og hann helduráfram: Við höfum komistað því að hann er ennsá sami. Duran Duran var hönnuð til þess að skemmta fólki. Lag eins og Girls On Film, sem segir„hei! Er ekki lífið æðislegt" eða lag eins og Astronaut (af samnefndri plötusem . kom út í fyrra) sem segir að maðureigi að skemmta sér og njóta Fáklæddar konur í leðjuslag Fyrsta smáskífa Duran Duran, Planet Earth, kom út í mars 1981. Hún náði 12. sæti á breska Ustanum. Girls On FUm kom út í ágúst og fór í 5. sætið og fyrsta stóra platan, Duran Duran, náði 3. sæti í september sama ár. Næstu plötur, Rio sem kom út í maí 1982 og Seven & The Ragged Tiger sem kom út í r Hfsinsogdettafþáð - og stunda gott kynlff. Njóta tífsins. Skit- urðu?" desember 1983, seldust Uka mjög vel og innhéldu mörg smáskífulög sem náðu vinsældum, þ.á.m. Hungry Like The Wold, Rio, Save A Prayer, Union Of The Snake og The Reflex. Eitt af því sem vakti athygU á sveit- inni vom myndböndin. Girls On FUm- myndbandið sem var gert af þeim Godley og Creme (fyrrverandi með- Umum lOcc) þótti mjög djarft. í því sjást mjög fáklæddar konur í leðjuslag og svo í sturtu á eftir. Myndbandið er ekkert djarfara en dæmigert 50 Cent- myndband sem gengur daginn út og inn á MTV og Popptíví þessa dagana, en árið 1981 þótti þetta ótækt með öUu og bæði BBC á Bretlandi og MTV í Bandaríkjunum bönnuðu það. U2 inn - Duran Duran út Árið 1985 gerði Duran Duran lag fyrir James Bond-myndina A View To Á KiU. Það var unnið með tónskáldinu John Barry og náði miklum vinsæld- um. Hljómsveitin hafði annars frekar hægt um sig fyrir utan það að hún kom fram á Iive Aid-tónleikunum. Hún hélt áfram að vera vinsæl næstu árin, en vinsældimar voru þó heldur minni en í upphafi ferilsins. John Taylor vfll meina að smekkur fólks hafi breyst með Live Aid. Eftir tónleikana hafi hljómsveitir með hug- sjónir tekið við af 80’s lífsnaumabönd- unum. „Eftir Live Aid komu U2 inn og Duran Duran fóru út í kuldann." Það gekk á ýmsu hjá sveitinni næstu áratugina og risið á þeim félög- um var ekki aUtaf hátt. Þeir áttu af og tíl vinsæl lög og The Wedding Album frá 1993 þótti fíh plata, en upprunalegu meðlimunum fór fækkandi þegar leið á ferilinn. Simon fór lflca að hugsa meira um skútuna sína og eiginkon- una Yasmin en hljómsveitina og aðrir meðUmir gerðu sólóplötur og tóku þátt í ýmsum hUðarverkefnum, þ.á.m. The Power Station og Arcadia. Uppreisn æru Duran Duran er ein af þessum hljómsveitírm sem hafa styrkt stöðu sína í poppsögunni eftir því Uður á fer- ilinn. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir á fyrri hluta m'unda áratugarins átti hún aldrei upp á paUborðið hjá gagn- rýnendum sem tóku hana ekki alvar- Iega og fannst þetta aUtaf vera hálfgert strákaband. í júní árið 2001 hittust þeir Nick Rhodes, Simon LeBon, Roger, Andy og John Taylor og ákváðu að gera nýja plötu og fara í stóra tónleikaferð. Síðan þá hefur Duran Duran gengið aUt í haginn og segja má að sveitin hafi fengið uppreisn æru. Bæði MTV, Samtök breskra plötuútgefenda sem standa fyrir Brit-hátíð- inni og tímaritiö Q veittu henni nýlega verðlaun fyrir glæstan feril og tón- leikaferðin gengur lygi- lega vel. Og nú eru gagn- rýnendur lflca komnir út úr skápnum og viður- kenna að bestu plötur Duran séu nú ekki svo slæmar. Ungir og heitir Duran Duran f fullum skrúöa I byrjun nfunda áratugarins. Andy Warhol átti erfitt með aö trúa þvl að þeir væru allir gagn- kynhneigðir. DISKUR MEÐ TÓNLIST RÖGGU GÍSLA í gær kom út diskur með tónUst eftir RagnhUdi Gísladóttur fyrrverandi Smðmann. Um er að ræða tónUst úr brúðuleikritinu Rauðu skómir sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu. „Það eru engin orð í leUcritinu bara tónUst og hreyfingar" segir Ragnhfldur Gísladóttir. „Þetta var mjög skemmtílegt en um leið mjög vandasamt.” TónUstin hefur hlotið mikið lof og þykir mönnum hún bæði mögnuð og tílfinningaþrungin. „TónUstin er mjög „skitsó" og fer ansi víða. Þetta er aðaUega „instrumental". Svona leik- hústónUst er svo erfitt að flokka. Þetta er aUt frá bara hljóðum í strengi í djass í dans. AUt mjög mismunandi." Leikritið var tekið tíl sýningar á ný í byrjun vUcunnar og er uppselt á sjö sýningar í Iðnó. í leikritinu eru þrír leikarar, þau HaUveig Thorlacius, Helga Amalds og Jón PáU Eyjólfsson og sjá þau um að tjá tilfinningar brúð- unnar með hreyfingum. „Þessi brúða, sem heitir Katrín, er náttúmbam" segir RagnhUdur „sem síðan leiðist út í heim freistinganna. Rauðu skómir tákna freistingamar og á endanum verður að saga af henni lappimar tíl þess að ná skónum af henni. Þetta er dáldið óhuggulegt á köflum. Það má ■ samt eiginlega segja að þetta sé sýn- | ingfyriraUa. Margirhaldaaöbrúðu- leUchús sé eingöngu fyrir böm en það getur lflca höföað tíl fuUorðinna." Að lokum sagði RagnhUdur: „Það er náttúrlega aUtaf þannig að maður vUdi að maður hefði meiri tíma tíl þess að vinna aUt. Það er Uka þannig þegar maður vinnur í leikhúsi. Þetta er eiginlega eitt skemmtílegasta verk- efrú sem ég hef tekist á við. Ég hefði aldrei trúað því hvað svona brúðu- leikur er mikU kúnst. Það er alveg ótrúlegt hvað maður fer að ffla þessa spýtudúkku." y~ A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.