Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Þar sem tveir þingmenn koma saman - þar er langt frí. DV-mynd Valli Patreksfirðingar fyrstir að sjá Star Wars Nú styttist óðum í frumsýn- ingu sjöttu og síðustu Star Wars-myndarinnar sem ber heitið The Revenge of the Sith. Myndin verður frumsýnd um allan heim þann 19. maí, nema í vestfirska sjávarþorpinu Pat- reksfirði. Kvikmyndahúsið Skjaldborg sem staðsett er í þorpinu mun sýna myndina degi fyrr. Kvik- rrjPEj myndahúsið mun hafa fj Ir.ilJ verið að endurnýja húsið og sýningartækin í sam- starfi við fyrirtækið Senu í Reykjavík sem hefur umboð fýrir marga þekktustu kvikmynda- ffamleiðendur veraldar. Upp kom sú hugmynd að Skjaldborg fengi að sýna myndina fyrst allra og fyrir stuttu varð þetta ljóst. Star Wars-myndirnar hafa farið sigurför um heiminn og æstir áðdáendur Loga geim- gengils og félaga ferðast heims- horna á milli til þess að sjá myndina. Ekki er þó vitað hvort margir utan úr heimi ætli að gera sér ferð til Patreksijarðar til þess að sjá nýjustu myndina. Skjald- borg er samt nýtt og endurbætt kvikmyndahús og tekur 175 manns í sæti sem er um 9% íbúa- íjölda. Hvað veist þú um Fhin Ingólfsson 1. Hjá hvaða fyrirtæki gegnir Finnur forstjóra- stöðu? 2. Hvar er Finnur fæddur? 3. Hvaða ráðherraembætti gegndi Finnur? 4. Skarð hvers fyllti hann í embætti Seðlabankastjóra? 5. Hvað heitir kona Finns? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Mamman stendur alltafmeð stráknum slnum,“ segir Erna Ólafsdóttir, móðir Ólafs Arons Ingvasanar, körfubolta- manns úr Njarðvík.„Hann á, eins og allir, rétt á að skransa einhverntlma á ævinni. Hann vill bara spila körfubolta og mamman bakkarþað 150% upp. Ég hef fylgst með honum alla hans ævi I boltan- um og hann er mikið talent sem er óþarfi að drepa. Það er voðatega óljóst hvort hann megi æfa eða ekki en það er fullt af strákum sem spila körfubolta saman hérna á kvöldin ekki undir neinum merkj- um.HannviH spila og gerir það." Ólafur Aron Ingvason, körfubolta- maður úr Njarðvík, var nýlega dæmdur í tveggja ára keppnisbann. Eftir bikarúrslitaleik Njarðvfkur og Fjölnis féll hann á lyfjaprófi þegar amfetamfn fannst f þvagsýni hans. Hann má ekki æfa með neinu félags- liði en vonast til að komast til Bandarfkjanna að splla þar sem bannið gildlr ekki, laun frá Samskipum þegarhann hefur kennslu f kvikmyndafræðum viö Háskóla Islands. Svörviöspumingum: 1. Hann er forstjóri hjá Vátryggingafélagi íslands (VÍS). 1 Hann er fæddur ÍVÍk í Mýrdal. 3. Hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 4. Steingríms Hermannssonar. 5. Kristín Vigfúsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Bjargvættur kríunnar á Reyðarfirði Verktaki víkur vegna kríuvarns „Ég bara talaði við einn mann hjá fyrirtækinu og sagði honum að þarna væri gráupplagt tækifæri fyrir þá að sýna að þeir meintu eitthvað með þessu náttúruverndartali sínu,“ segir Árni Páll Ragnarsson íbúi á Reyðarfirði í samtali við DV. Bechtel, verktakinn sem byggir álverið á Reyðarfirði, hefur sent frá sér fréttatilkynningu undir yfirskrift- inni „Becthel víkur fýrir kríunni". í tilkynningunni segir að athugull íbúi hafi bent á að fýrirtækið hafi staflað gámum á varpsvæði kríunnar við höfnina. „Einingarnar voru fluttar í burtu í skyndi og kríunni gefið eftir landið." Þessi athuguli íbúi er Árni Páll og eiga því nokkrar kríur á Reyðarfirði eiga Árna Páli hreiðurstæði sín að þakka þó Árni Páll búist ekki við neinum þökkum frá þessum snagg- aralega fugli. Segist reyndar hálf hræddur við kríuna sem á það til að gogga í haus manna álpist þeir um of nálægt hreiðrum þeirra. „Nei, þeir eru svo sem ekki að bakka með nein áform. Þeír eru með dót á þessu svæði sem átti að flytja 1 Stór- ■j3T***P-*mareasa Reyðarfjörður og krfan Stór- • fyrirtækið Becthel fékk kærkomið 1 tækifæri til að sýna i verki að þeir meintu eitthvað með náttúru- I verndartali sinu þegar þeim barst ábending frá athuguium ibúa ' yfir á þeirra svæði og var þeim flutn- ingum var flýtt," segir Árni Páll sem vill síður en svo hælast um of af þessu framtaki sínu. Hann segir þetta h'tið svæði sem um ræðir og nokkur kríupör hafi verp þar í fyrra. „Ég veit ekki hvað eru mörg hreiður þarna, eitthvað yfir tíu,“ seg- ir þessi velvildarvinur kríunnar sem þó vill ekki láta titla sig fuglavin eða sérlegan áhugamann um fuglalíf. Lárétt: 1 skán,2 deig, 7 teningaspil,8 mjög, 10 fugl, 12 hrúga, 13 þjáð- ust, 14slæmt, 15letur- tákn, 16 skáflötur, 18 viðkvæmt,21 skens,22 hraði,23 gras. Lóðrétt: 1 siðan, 2 keyrðu,3 gaffallinn,4 oft, 5 kostur, 6 sápulög, 9 galli, 11 hestum, 16 vilj- ugur, 17 hæðir, 19 hátta- lag, 20 fataefni. Lausn á krossgátu nei 07 '|Qæ 61 'esy Lt 'snj 91 'iun|Oj u j|iaj 6 Tn| 9 jeA g 'sjuuisyjcj y 'uuunjjog £ 'n>|9 z'oas t rjiajgon nu]s K'ueds íí'giaus tj'jtuæu 81 '!?ll 91 'unj s t T||! Þ L 'nen £ l 'so>( 'Jnjo q 'ejjoj / joAcj y 'jp^s t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.