Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjórar Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvlk, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreiflng: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efnl blaðsins I stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. ’ - Dr. Gunrti heima og að heiman Úrovision-vikan runnin upp, enn einu sinni. Ég leyfi mér þá barnslegu einfeldni aö hafa lúmskt gaman af þessu þótt þaö þurfl enga sérþekkingu til aö sjá aö tónlistin er upp til hópa sápukúlufroða sem gufar upp um leið og keppnin er búin. Ég man eftir þessari keppni fyrir tfma Gleöibankans, man eftir þessu svart/hvítu í Ríkissjón- varpinu einni viku eftir aö úrslitin lágu fyrir. f hámarks pönksveiflu horföi ég þó á þetta - fússandi og sveiandi auðvitað - en haföi þá afsökun aö sumar stelpumar væru dálítiö sætar. Ég man ekki eftir neinu góöu lagi, nema Waterloo auð- vitað og kannski laginu „Euro- vision* meö tölvupoppbandinu Telex. Lagiö var framlag Belgiu 1980 og var alltof gott til aö lenda annars staðar en neöst. gffitoöBo.é,.*, og aörír, hélt aö Gleöibankinn myndi taka þetta enda ekki^ hugsanlegt annaö en að búningar Dóru Einars myndu sigra heiminn. Vonbrígöi þá og svo vonbrígöi áreftirárþartil Sigga og Grétar voru næstum búin aö vinna 1990. Uröu reynd- ar f fjórða sæti en þaö var þvf sem næst sigur. Ég þurfti aö beita mig hörku til aö senda ekki hamingjuóskaskeyti til Zagreb. Var f partfi 1999. Ég man þaö ennþá þegar ég rak hausinn f vegginn af eintómum æsingi þegar Selma fékk 12 stig f þríöja sinn og þaö stefndi allt f fýrsta sigurínn. Svo sigldi helvít- iö hún Chariotte ftam úr og stal sigrinum firá Selmu og fslensku þjóðinni. Allt annað en sigur nnaö sæti er ágætt, en auðvit- aö ekki nóg. Ef Selma veröur aft- ur f ööru sæti mun fólk klappa henni á bakið en f raun vor- kenna henni þvf allt annaö en sigur er tap. Þaö eru þvf rosaleg- ar byröar sem lagðar eru á herö- ar Selmu, en samt ekki, þvf auðvitað er þetta allt eintómt grfn og þrælhallærisleg en skemmtileg yfir- borösmennska. Þaö sigiir f rosalega keppni. Fyrst verðum viö aö kom- ast upp úr undankeppnlnni og svo aö taka þetta á laugardag- inn. Nú eru f boöi sjónvörp og gríll sem veröa endurgreidd ef Selma vinnur. Ég er aö spá f aö fá mér ókeypis sjónvarp og gríll, en samt eldd þvf ég hef lært smávegis af reynslunni. Hvfta- Rússland vinnur, viö verðum númer sex. Nema... Þeir skutu á okkureins og kanínur eir skutu á okkur eins og kanínur, sagði lítill drengur við Dmitrí Solovjof, blaðamann brezka blaðsins Independent í Úzbekistan. Blaðamenn hafa verið bannaðir í landinu, meðan vígamenn ríkisstjómar Islams Karimof leika lausum hala í landinu og skjóta allt sem þeir sjá á torgum og vegum. Mótmæli vom tíð í landinu um helgina og hefur Islam Karimof forseti látið skjóta á óvopnaða fundarmenn. Hann er fyíir utan Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson einn helzti bandamaður George W. Bush Banda- ríkjaforseta í heiminum tun þessar mundir og lætur sjóða óvini sína í stórum pottum. Blaðamenn og sjónarvottar þeirra hafa lýst í erlendum blöðum, hvemig blóð og mannshlutar fljóta um götumar í Úzbekist- an. Skólahús hafa verið götuð með kúlum, jarðarfarir em um allt land. Þúsundir manna hafa reynt að flýja til nágrannaríkis- ins Kirgizistan undir kúlnahríðum víga- manna. Úzbekistan er hryðjuverkaríki eins og Bandaríkin. íbúamir em flestir múslimar, en stjórinn er gamall kommúnisti, leifar ffá tímum Sovétríkjaxma. Bush sendir honum fanga til yfirheyrslu af því að Karimof er sá harðstjóri heimsins um þessar mundir, sem mesta áherzlu leggur á pyntingar. Alla andstöðu við sig túlkar Karimof sem hryðjuverk, stuðning við Talíban og al Kaída. Þetta er Bush mjög að skapi, enda hafa flestir helztu harðstjórar heimsins tekið víg á meintum hryðjuverkamönnum upp á helztu stefnuskrá sma. Þeir flokka alla sem slíka, böm, konur, gamlingja. Úzbekistan er sárafátækt ríki almenns sultar. Þaðan kemur endalaus röð ffásagna af grimmd og pyntingum rfldsstjómar Islams Karimof, sem hefur fengið mynd af sér með Bush í Hvíta húsinu. Evrópsk blöð með fréttaritara á svæðinu hafa komið slfk- um frásögum til skfla, en minna er skrifað vestanhafs. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, styður Karimof eins og Bush og kallaði heim sendiherra sinn í Úzbekistan, Craig Murray, af því að hann gagnrýndi grimmd Karimofs og vígamanna hans og sagði fjölmiðlum frá henni. Murray hefúr líka sagt frá fjárstuðn- ingi Bandaríkjanna við vígasveitir Karimofs. Fjöldamorðin í Úzbekistan sýna, að á nýrri öld em það fyrst og fremst Bandaríkin og stuðningsrfld þeirra, svo sem ísrael og Úzbekistan og Pakistan sem em ógnun við heimsfriðinn. Ælan úr Gabrfellu Hún er vist byrjuð að safna henni fyrir Feneyja- tvíæringinn. Óstaðfest. Mongólskir búktalarar Skemmtilega flippaðir og músikaiskir. Meira, Gamalt rop á kassettu Óðurtil kindarinnar Sonur Dieters Klassískt Roth hlýtur verk sem má nú að splæsa sýna aftur og ropa á okkur aftur. fyrir nokkrar milljónir. Leikverk eftir Stefán Baldursson / leikstjórn Þórunnar konu hans. Enda er hún fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Trabant Rassi prump gæti gifst frú Prump á næstu hátið. Málverk eftlr Rósu Ingólfs Landssiminn á fjölbreytt úrval af verk- um hennar og gæti verið næsti sponsor. Kærasti Bjarkar og slípirokkur- inn Gerir rifandi lukku á Akureyri og ætti að vera i Reykjavik. Sjón og Ein- ar Már Gætu kallast á með drápu um Dieter Roth. Drepur eng- an úr leiðind- Krossbjúgu í hvítri sðsu á hvítasunnu Rafgeymar tll sfilu RjfaeynWf, «É«nttlofW og xururar III SUrura-of eftenwtortviðserðlf. (Utaugnniflor. Rafvélaverkstæði Hjalta » URnl - SM U! 1B / WJ MÍJ EN LESENDUM TIL fróðleiks - sér í lagi þeim af yngstu kynslóðinni - er hér uppskriftin hennar ömmu að hvítri sósu: 25 gr. smjörlíki 25 gr. hveiti 3-4 dl. vökvi 1 matskeið sykur Fyrst og fremst Æskilegt er að vökvinn sé hvít mjólk en fyrir þá sem em með óþol er hægt að nota sojamjólk, eða bara vatn. Smjörið er brætt í potti og hveiti bætt út i ásamt mjólkinni. Síðan er hrært í þessu og bragðbætt eftir smekk með sykri. Mjög margir nota einnig múskat. mikael@dv.is Sunnlenska Þeirkalla ekki alltömmu sina i Dagskránni. Engin kvenfyrir- litning Dagskráin er blað sem er dreift frítt til Sunnlendinga. Ein af forsíðufréttunum fjallar um Útrás Selfyssinga í bútasaums- heiminum. En það vom ekki fréttirnar sem vökm athygli okk- ar á DV heldur auglýsing fyrir raf- geyma. Þar er mynd af konu sem er búin að tengja rafstraum við - að virðist - punginn á einhverju karlgreyi. Fyndið og skemmtilegt, vissu- lega. Og í landi plöguðu af póli- tískri rétthugsun - sem yfírleitt snýst upp í ranghverfu sína - er þetta kærkomin tilbreyting. Hins vegar vita allir heilvita menn að búið væri að kæra Sunnlenska fyr- ir ólíklegustu nefndum og ráðum og spjailvefimir myndu loga gjör- samiega í reiði og kjafthætti ef konan i myndinni væri karl og karlinn kona. BISKUPINN YFIR fSLANDI, Karl Sigur- bjömsson, hefúr enn og aftur komið á óvart. í þetta sinn fyrir að stíga fram á hvítasunnu - er kristnir menn minnast þess að heilagur andi kom yfir lærisveinana og markar það stofnun kirkjunnar - og biðja um sér- stakan hvítasunnumat. Biskup segir jólin hafa gjafimar og páskana súkkulaðiegg og hvítasunnudag vera útundan. AUÐVITAÐ BER AÐ FAGNA veraldlegu pjatti biskups. Við á DV bætum um betur og stingum upp á krossbjúgum - kindabjúgum hnýttum í kross líkt og blöðrur í bamaafmælum - böð- uðum í hvítri hveitisósu. Er þetta alþýðlegur réttur og rammíslenskur með sterka skírskotun í kristna trú eins og hún hefur verið stunduð hér á landi í þúsund ár. 0G EF BISKUP VÆRI svo vingjamleg- ur að taka þetta upp og deila hug- myndinni með kollegum sínum úti í hinum stóra heimi gæti ísland slegið í gegn í kristilegum skilningi. Og loks- ins komin útflutningsleið fyrir ís- lenskt kindakjöt. AUÐVITAÐ MÆTTI VEL hugsa sér ýmislegt meðlæti annað. Sem þyrfti auðvitað að vera hvítt. Þar kæmi skyrið sterkt inn sem forréttur og auðvelt að kaupa vanilluís í eftirrétt. Karl Sigurbjörnsson Steig fram í fjölmiðlum og bað um hvítasunnumat svo dagurinn yrði vinsælli. Hvítasunnumatur Fínt I I bjúgu um Hvftasunnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.