Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 3 A Vatnajökli ívarEirlks- son og 200 aðrir gengu á Hvannadalshnúk um helgina. Það hefur líklega aldrei verið jafn fjölmennt á Hvanna- dalshnjúki og nú um helgina þegar um 200 manns gengu á hæsta tind landsins. Það var sannkölluð rjómablíða allan tímann og fólk var fljótt að pakka saman flís- peysunum og setja í bak- pokann. ívar Eiríksson var einn þeirra sem fóru á Hnjúkinn með íslenskum fjalla- leiðsögumönnum og alls sáu sex leiðsögumenn til þess að markmiðinu yrði náð en 45 fjallagarpar voru á þeirra veg- um: Skyndimyndin „Við lögðum af stað um klukkan sex um morguninn og fór- um Virkisjökulleiðina og þaðan upp á topp. Það var logn frá byrjun og menn voru á bolnum enda 17 stiga hiti allt þar til þegar við komum í um 1900 metra hæð. Það var ekki hægt að hugsa sér betri aðstæður en það voru fáar sprungur. Mér finnst mjög gaman að hafa farið og prófað þetta,“ segir ívar, sem er mikill áhugamaður um fjallgöngur. Ferðin mun eflaust seint hverfa úr minni þeirra sem komust á toppinn enda varla hægt að hugsa sér betri aðstæð- ur. Það ku vera ógleymanlegt að finna fyrir hæsta tindi lands- ins undir fótum sér og sjá eins langt og augað eygir. Spurning dagsins Hvað gerðir þú um hvítasunnuhelgina? Reytti aría og grillaði lamb „Ég varí sýningunni minni, Alveg ur, á fimmtudag, föstudag og laugardag. Síðan reytti ég arfa í rólegheitum í garð- inum mínum á sunnudeginum og grill- aði lamb fyrir fjölskylduna mína. Um kvöldið hitti ég vinkonur mínar úr leik- sýningunni fimm stelpur.com/' Edda Björgvinsdóttir leikkona. „Ég var bara heima með stjúpsyni mínum. Garðar var á fótbolta- æfingum með Val alla helgina. Égfórsvoað horfa á hann keppa við Grinda- vík." Ásdís Rán Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri model.is. „Ég fór á kótel- ettukvöld. Við erum nokkrirfé- lagarúrSam- hjálp sem hitt- umst einu sinni í mánuði og borðum saman kóteletturog tölum umJesú. Ég horfði á útsendingu Ríkissjón- varpsins frá samkomu Fíladelf- íusafnaðarins á sunnudaginn og svo var ég í útsendingu milli 10 og 12 á sunnudagskvöld." Guðni Már Henningsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2. „Það varákaf- lega lítið sem ég gerði um helgina. Ég er búinn að vera á fullu við undir- búning fyrir fs- landsmótið og tók því bara rólega um helgina." Bjarnólfur Lárusson, starfs- maður á fyrirtækjasviði Landsbankans og fótbolta- kappi með KR. „Ég varáæfing- um fyrirFeg- urðarsam- keppni íslands alla helgina en þess á milli hvíldi ég mig." Svala Jóns- dóttir, ungfrú Suðurland 2005 og keppandi í Fegurð- arsamkeppni íslands. Bjartviðri einkenndi hvítasunnuhelgina að þessu sinni um mestallt land. Gamla myndin [_] Opinber heimsókn Guðrún fór hefðbundinn hring með sendinefnd japanska þingsins: Gullfoss, Geysir og kvöldmatur á Þingvöllum. Eins gott að kunna sig „Þessi mynd var tekin þeg- ar þingmannanefnd frá jap- anska þinginu var í opin- berri heimsókn í íslenska þinginu," segir Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður. Myndin er tekin í september árið 1989 og var Guðrún þingforseti á þeim tíma. „Opinberar heimsókn- ir sem þessar eru algengar á milli þjóðþinga en ég man að þessi kost- aði mig heilmikinn undirbúning. Það er alls ekki sama hvemig maður ávarpar Japani, sérstaklega fer það eftir aldri þeirra. Það er hreint ekki eins og hér og eins gott að kunna sig. En ég fékk góða kennslustund hjá Benedikt Gröndal, auk þess sem séra Miako var mér afskaplega hjálpleg og þýddi meðal annars fyrir mig.“ Það er stað- reynd... ...að árið 2004 voru 750 íbúar af 832 iOdda- sókn á Rangár- völlum skráðir í þjóðkirkjuna. Klukkan er eitt „Þaðersér- staklegaat- hyglisvert að meðal þeirra sem ekki voru vissir um hvaða flokkþeir styddu var stuðningurinn við fram-' boð mitt enn meira af- gerandi." össur Skarp- héðinsson um fylgi sitt í nýlegri könnun. www.ossur.hexia.net. Klukka er kvenkynsorð og margir hafa spurt sig að því hvers vegna hún taki alltafmeð sér hvorugkyn sbr. klukkan er eitt en ekki klukkan er ein sem hljómar undarlega í eyrum okkarsemerum hinu vön. Líklegasta skýringin er að áhrifa gæti frá dönsku sem hefur innleiðstfmálið, klokken eret. ÞAU ER MÆÐGIN Málið Jökull Elísabetarson, fótboltakappi í KR, er sonur skálds- ins ElísábetarJökulsdóttur. Heldur Elisabet því í nafna- hefð fjölskyldunnar en hún er systir llluga Jökulssonar, útvarpsstjóra Talstöðvarinnar.JökullJakobsson leikrita- skáld er faðir þeirra beggja. Sannarlega afreksfjölskylda þar á ferð. Ekki hefur frést afafrekum Jökuls yngri á lista- sviðinu en hann þykir fara listilega vel með knöttinn íliði sinu KR þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Móðir hans Elísabet hefur vakið mikla athygli síðustu ár með opin- skárri umræðu um andleg vandamálog geðheilsu. Smávöruskúffur Plastkassar rV r~ mikið úrval... plastkassar fyrir fyrirtæki og heimili Margir möguleikar i uppröðun og stöflun Frábært fyrir smáhluti, á lagerinn, í afgreiðsluna í bílskúrinn eða geymsluna Verkfæraskápar F? - * ° ••••• nij, *{•!• • • •! f; •••*• | Lyklaskápar Staflast í veggi og læsast saman! Fjölnota kassar t.d. fyrir barnaherbergið,' í geymsluna eða sem flokkkunarkassar Verð aðeins kr. 1.555.- Isoldehf. Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 5353600- Fax 5673609 www.isold.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.