Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl2005 Fréttir DV Svissnesku gellurnar Vanilla Ninja frá Eistlandi skipuö rosaheitum pfum. Systurnar Selmaog Guðfinna Björnsdætur voru mættarf veisluna. Guðjón tekur fyrsta tilboði „Ég tek fyrsta tilboðinu sem kemur á borðið til mín,“ sagði knattspymu- þjálfarinn Guðjón Þórðar- son í samtali við DV í gær. Guðjón, sem sagði starfi sínu sem þjálfari Keflvík- inga lausu á föstudaginn, er staddur í Englandi og er orðaður við nokkur lið þar. Þeirra á meðal eru Millwall, Gillingham og Notts County. „Það er ekkert komið á hreint en ég mun ekki bíða boðanna ef það kemur samningur sem vit er í. Ég hef áður gert þau mistök að vilja skoða meira og ætla ekki að gera það aftur,“ sagði Guðjón sem dvelur hjá Þórði syni sínum í Stoke. Partíglaðir innbrots- þjófar Að sögn lögreglunn- ar á Selfossi sýndu verksum- merki í sumarbú- stað í Grímsnesi að brotist hefði verið inn og því næst hald- ið partí í bústaðnum. Gerð- ist þetta á laugardag. Að partíinu loknu munu hinir óboðnu gestir hafa haft eitthvað smálegt með sér á braut. Minniháttar skemmdir urðu þegar gest- irnir brutu sér leið inn. Að sögn lögreglunnar er málið í rannsókn. Vettvangsrann- sókn gaf af sér einhver fingraför og er verið að at- huga hvort hægt sé að finna sökudólgana út firá þeim. til að kanna þanþol líkamans og kynverundarinnar. “ Kynverundarinnar? Svarthöfði er engu nær enda veit hann ekki hvað kynverund er. Það verður að viður- kennast að honum svelgdist á þegar hann sé slípirokkinn fara hamförum á blökkumanninum í nærmynd á besta tíma á laugardagskvöldi. Svart- höfði heimtar að vera með á næstu Listahátíð. Hann ætlar að fá einfætt- an frænda sinn til að figgja á bakinu með dót út úr sitthvorum enda og eggjasuðuvél á fullu gasi í klofinu og taka það allt upp á videó. Svo ætlar hann að skrifa í bæklinginn: ,Af- burða listræn sýn hans fangar þá þrotlausú innri baráttu sem löngum hefur reynt á núningsbletti líkam- legrar og kynæxlunarþættrar kynvit- undar"... eða eitthvað svoleiðis. Svaithöföi Fótbrotinn á fjöllum Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti slasað- an vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt í gær- dag, eftir að hann ók fram af hengju, að því er talið er. Að sögn lögregl- unnar á Hvolsvelli barst tilkynning um slysið um eittleytiö í gærdag og var þyrla strax send af stað. Til öryggis var fólk úr björgunarsveitum ffá Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum einnig sent af stað. Skýjað var á slysstað og óvíst hvort þyrlan næði að lenda en það tókst og var maður- inn fluttur á slysadeild- ina í Fossvoginum. Talið var að hann væri fót- brotinn. Allir keppendur og blaðamenn voru staddir í partíi hjá borgarstjóranum í Kænugarði í gærkvöldi. Hátt í þúsund manns mættu í partíið sem haldið var í stórum garði í borginni. Mikil stemming var í boðinu og stóðu gestirnir með kampavínsglös og brostu framan í alla sem brostu á móti. Engin skipulögð dag- skrá var í boðinu en létt klassísk tónfist reddaði þó vandræðalegum þögniun. Selma okkar var í fi'nu stuði í borgar- stjórapartunu og voru foreldrar hennar og kærasti mætt á svæðið. Þeir keppendur sem vakið hafa hvað mesta athygli eru svissnesku stelpumar sem ávallt eru hressar. Finnski söngvtu- inn mun vera flottur gaur og írski hópur- inn er ávallt í miklu stuði. I miðju partí- inu í gær brutust út mikil fagnaðarlæti þegar frsku stelpumar reyndu að „toll- era“ strákinn, öskur og pfkuskrækir óm- uðu og írska söngkonan var tekin á há- hest. í kvöld er svo hápunkturinn fyrir utan lokakvöldið þegar vfldngahátíðin svo- kallaða verður haldin. Þá sameinast ís- land, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finn- land og írland í hátíðahöldum sem kall- ast Vikings and the Victims. Þá verður heljarinnar partí haldið þar sem vfldnga- stemmingin verður allsráðandi. Selma mun syngja If I had your love í kassagít- arsútgáfu. Forkeppnin er svo á fimmtu- daginn og stóra kvöldið á laugardaginn. breki@dv.is Málin rædd Selma Björnsdóttir og Geir Rönn- ing sem er norskur en syngur fyrir Finnland. Glennls Grace Er fulltrúi Hollands. Hér er hún ásamteigin- mannisfnum. fslenski hópurinn Stelpurnar sem munu vinna keppn- ina fyrir okkar hönd. (rski hópurinn / miðju partlinu í gær brutust ut mikil fagnaðarlæti þegar írsku stelpurnar reyndu að.tollera" strákinn, öskur og plkuskrækir ómuðu og irska söngkonan var tekin á háhest. Listin að bulla Svarthöfði kom sér þægilega fyrir £ sófanum á laugardagskvöldið og ætlaði að njóta háfistar í boði Lista- hátíðar. Hann var með ylvolgt ör- bylgjupopp í klofinu og ískalt kók á borðinu. Svo hófst stuðið; því meiri kjaftæði og bull, því betra. Hápunkt- inum náði tengdasonur þjóðarinn- ar, Matthew Bamey, sem er með rosalega samsýningu á Akureyri með dóttur Friðriks Sophussonar, Gabríelu. Gabríela krotar og krafsar og safnar ælu í flösku, en í sýningar- bæklingi heitir það: „Persónumar og dýrin sem hún skapar líkja að nokkm leyti eftir raunveruleikanum en em um leið mjög afkáraleg. Inn- setningar hennar og önnur verk fást við ringulreið hins efnislega í stöð- ugu flæði sköpunar og hnignimar." Hinn heimsffægi snillingur Matth- ew sýnir m.a. vídeóverk af blökku- manni sem figgur á bakinu með eitt- hvað drasl í rassinum og munninum og slípirokk sem hamast í kviðinum á honum. í bæklingnum hét það: „Einstök listræn sýn hans beinist einkum að þeirri líkamlegu áreynslu sem íþróttir útheimta, og hann not- ar erótíska undirtóna slíkrar iðkunar Hvernig hefur þú það? ,Ég hefþað bara mjög gott. Ég er dálltið þreyttur, er að hvíla mig eftir helgina og elda hrygg, * segir Jón Sæmundur Auðarson, listamaður sem opnaði sýningu I Galleríi Sævars Karls á laugar- daginn.„Svo fór ég opnun I Kling og Bang og það var mjög gaman þar. Það var mikið affólki, ég hitti dverga og svona. Framundan er svo undirbúningur fyrir sýningu sem ég verð meðá Næsta bar í byrjun júní þar sem ég mun sýna einskonar tónmyndlist.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.