Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17.MAÍ2005 Fréttir DV Braut lög um náttúruvernd Lögreglan í Keflavík stöðvaði á sunnudaginn ökumann torfærubifhjóls þar sem hann braut lög með akstri utanvegar í Sandvík á Reykjanesi. Að því er kemur fram á vef lög- reglunnar í Keflavík náðist maðurinn í tengslum við eftirlit með utanvegaakstri í umdæminu. ökumaður bifhjólsins hefur verið kærður fyrir brot á náttúru- verndarlögum. Auk þess var torfærubifhjól sem við- komandi var á óskráð. Hundrað óku of hratt Á milli áttatíu og níu- tíu ökumenn höfðu verið stöövaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lög- reglunnar á Blönduósi um fimmleytið í gærdag. Að sögn lögreglunnar var ekki um ofsaakstur að ræða í neinu tilfellanna og flestir ökumennirnir sem stöðvaðir voru voru á bilinu 105 til 110 kfló- metra hraða. Lögreglan bjóst við að hraðabrot myndu losa hundraðið þegar helgin væri öll. Eru íslendingar snillingar? Jón Jósep Sæbjörnsson Söngvari „Mér fínnst Islendingar vera alger snilld. Þeir eru svo góöir í svo ótrúlega mörgu og dug- legir I ofanálag. Þaö þekkist varla aö einhver þekki ein- hvern sem ekki er I meira en einni vinnu. Efmaöur er dug- legur viö eitthvað þá verður maður góöur I því, æfíngin skapar meistarann. Svo eru Is- lendingar llka ákaflega sterkir og fallegir." Hann segir / Hún segir „Æ, er ekki kominn tími til aö við hættum að velta okkur upp úr því hvort VIÐ séum snilld og aö hver og einn llti heldur I eigin barm og hugsi: Er ÉG snilld eöa ekki. Og I kjöl- fariö má spyrja: Hvers konar snilld? Og svo framvegis þar til komiö er aö stóru spurning- unni: Hvað skiptir máli I llf- inu7“ Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur Á Landspítala í Fossvogi liggur Manh Zuan Luu helsærður. Hann skeytti engu um líf sitt og heilsu þegar hann kom að morðinu í Hlíðarhjalla og reyndi að bjarga hinum látna. Hann segist ekki hafa áttað sig á því að hann væri mikið særður fyrr en löngu eftir að árásarmaðurinn var yfirbugaður. f Eg hugsaði bara að bjarga Pheng „Ég hugsaði ekki út í hættuna," segir Manh Zuan Luu sem lagði líf sitt í hættu þegar hann reyndi að bjarga vini sínum Vu Van Phong. Manh særðist í átökunum við hnífamanninn Phu Tién Nguyen en Vu Van Phong lét lífið. Manh var fluttur á slysadeild þar sem hann samþykkti að segja DV sögu sína. Árásin átti sér stað í matarboði sem haldið var við Hlíðarhjallann í Kópavogi. Sautján manns voru í matarboðinu, allt Víetnamar, karlmenn, konur og börn. Þegar leið á kvöldið komu upp deilur á milli hins látna, Phongs, og árásarmanns- ins, Phus Tién. Spurning um virðingu Deilurnar spruttu af því að hinn látni ávarpaði ekki árásarmanninn á þann veg sem víetnamskar venjur segja til um. „Þetta var spurning um virðingu," segir Manh Zuan Luu sem reyndi að ganga á milli þegar deilurnar voru komnar í óefni og gripið hafði verið til vopna. Hann segir að venjur segi svo til um að menn ávarpi sér eldri menn á ákveð- inn hátt. Þetta hafi Phong virt að vettugi og uppskorið reiði Tiéns í staðinn. „Konurnar grétu og það varmikið um til- finningar. Eiginkona Phongs var hjá mann- inum sínum allt til enda en við vissum að Phong væri að deyja. Hann andaði ekki og var látinn þegar sjúkrabíllinn kom." Kom að morðárás Manh segir að Phong og Phu Tién hafi rifist harkalega við matar- borðið. Phong sem er yngri en Phu Tién, reis skyndilega fiá borðum og fór á klósettið. Tién elti hann og átök brutust út á klósettinu. í fyrstu varð enginn var við átökin en Manh sem hafði lagt sig eftir matinn og var á leið framhjá klósettinu varð var við að ekki væri allt með felldu. „Hurðin inn á klósettið var lokuð en ég heyrði að það var eitthvað á seyði," segir Manh. Ég opnaði hurðina og sá Phu Tién og Phong takast á. Tién var með hníf og var að reyna að drepa Phong.“ Hugsaði bara um Phong Manh gekk á milli þeirra Phus Tién og Phongs og lagði þar með líf sitt í mikla hættu. „Ég var ekkert hræddur, hugsaði ekki um það. Ég hugsaði bara um að bjarga Phong." Inn á klósettið þustu fljótlega fleiri gestir og yfirbuguðu Phu Tién. Manh segist þá fyrst hafa áttað sig á því að hann hefði verið stunginn í miðjum átökunum en ekki fundið fyrir því. „Adrenalínið gerði það að verkum að ég tók ekki eftir neinu," segir Manh. Mikil skelfing greip um sig þegar gestir gerðu sér grein fyrir hvað væri á seyði. Hringt var á lög- regluna og Phong var fluttur út á stigaganginn og undirbúinn fyrir komu sjúkrabílsins. Trylltist aftur Þegar allt virtist vera að róast og lögreglan á leiðinni trylltist Phu Tién aftur og braut sér leið frá klósettinu Særöur á sjúkrabeði. Manh Zuan Luu liggur á Landspítalanum IFossvogi eftir að hafa reynt að bjarga vini slnum. og inn í eldhús þar sem hann hugð- ist finna sér annan hníf og leggja til atlögu við Phong sem lá í blóði sfnu frammi á gangi. Tién komst þó ekki langt í það skiptið því hann var yfir- bugaður og fluttur af gestum inn í stofu þar sem honum var haldið þar til lögreglan kom og handtók hann. Á meðan á öllu þessu stóð fjaraði líf Vus Van Phong út. Hann lést af völdum sára í brjóst- holi en hnífurinn sem Phu Tién not- aðist við var að sögn vitna langur og mjór og því lífshættulegur. Börn grétu „Á meðan við biðum eftir löggunni varð allt vitlaust," segir Manh. „Konurnar grétu og það var mikið um tilfinningar. Eiginkona Phongs var hjá manninum sínum aUt til enda en við vissum að Phong væri að deyja. Hann andaði ekki og var látinn þegar sjúkrabíllinn kom,“ segir Manh. Hinn látni, Phong, lætur eftir sig ólétta eiginkonu og þriggja ára stúlkubarn. Hann vann ásamt konu sinni í efnalauginni Björgu og bjuggu þau í lítilli en heimilislegri íbúð í Austurbergi. Vu Van Phong kom hingað til lands í nóvember 2000 en Viet, kona hans, nokkru fyrr. andri@idv.is CFramhaldá ] næstu opnu J Fjölskylda og vinir fórnarlambsins í Kópavoginum héldu minningarstund í gær Sorqarstund í Breiðholtinu Vinir og aðstandendur Thanh Viet Mac, ekkju mannsins sem myrtur var í Hlíðarhjalla aðfaranótt mánudags- ins, voru saman komnir á heimili hennar í Austurbergi í gær. Minning- ar- og sorgarathöfn var haldin og vel á þriðja tug var saman kominn í lítilli en heimilislegri íbúð ekkjunnar. Aug- ljóst var á öllu að þar var samheldinn Heimili hins látna Fjölskylda og vinir söfn- uðust saman Igeer til að syrga Vu Van Phong. hópur á ferðinni sem hjálpast að til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. DV fór á staðinn og ræddi við fólk- ið og ekkjuna um hina hörmulegu at- burði sem riðið hafa yfir þessa ungu konu og þriggja ára dóttur hennar. Thanh kvaðst þekkja árásar- manninn. Hann ynni í fiski í Keflavík. Hún sagðist hins vegar enga hug- mynd hafa um ástæður þess að hann og maður hennar deildu og því síður ástæður þess að gripið var til vopna. Hún hafi ásamt manni sínurn og dóttur farið í matarboð sem kunningi þeirra bauð til. Margt hafi verið um manninn. Þegar allir höfðu snætt og gengið frá hefðu gestir skipst f tvo hópa. Mennirnir voru saman í stof- unni og og konur og böm í einu her- bergja íbúðarinnar. Það næsta sem gerðist að sögn Thanh var að skyndilega hefði fólk orðið vart við skarkala á baðherberg- inu. Einhverjir hafi hlaupið til og reynt að skakka leikinn. Það reyndist þó of seint fyrir eiginmann Thanh Viet Mac. Erfitt var fyrir Thanh að lýsa því sem næst gerðist þetta örlagaríka kvöld. Sorgin var áþreifanleg í íbúð- inni þar sem Thanh sat í sófa og drakk te ásamt fjölskyldu sinni milli þess sem hún stóð upp og gekk um gólf. Vtnir Thanh sögðu hana ákaflega sorgmædda og í miklu uppnámi. Veruleikinn um fráfall eiginmanns hennar væri rétt að síast inn. Vinnuveitandi Vus Van Phong, Sigurður Jónsson í efnalauginni Björg, lýsir Vu sem yndislegum Hinn látni Vu Van Phong sést hér á mynd en hann var vel liðinn aföllum þeim sem hann þekktu. manni sem hafi verið vel liðinn af öll- um. „Þetta var yndislegur sómapilt- ur, góður faðir og eiginmaður. Hann var mér nánast sem sonur," segir hann_______ andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.