Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 Fjölskyldan DV Bætlr, hressir, kætir Þrátt fyrir áhuga- leysi á kynllfi eftir fæöingu barns er óþarfi aö örvænta, áhuginn kemur aftur. Fæstir foreldrar stunda kynlíf strax eftir' fæðingu barns. Það er ekki bara líkamlegt ástand móð- urinnar sem er kannski ekki eins og best verður á kosið, heldur eru nýbakaðir foreldrar yfirleytt þreyttir og svefnlitlir eftir anna- samar vikur eða jafnvel mánuði. Mikilvægt er að par ræði saman um stöðu mála og örvænti ekki þótt þau hafi ekki stundað kynlíf eftir fæðingu barns. Það ber að líta á ástandið sem tímabundið, því áhuginn og orkan til að stunda kynlíf munu koma aftur. Það má einnig gera margt annað án þess að hafa samfarir en nán- in snerting eins og nudd og aö fara í bað saman getur gert mikið á meðan áhugi fyrir kynlífi er kannski takmarkaður. Þegar áhuginn kemur á ný er um að gera að prufa nýjar stellingar því leg kvenna breytist við barns- burð og því er ekki víst að kona njóti sömu stelhnganna og fyrir barnsburð. Það er mikivægt að leggja áherslur á kynlífið og jafn- vel setja barnið í pössun til að sinna þörfinni og endurvekja lostann. Börnin elda Á mörgum heimilum er það húsmóðirnin sem sér um að elda matinn og taka til á eftir. Margir pabbar eru einnig liðtækir í eld- húsinu en það er misjafnt hversu dugleg bömin eru að hjálpa til. Góð leið til að virkja bömin í eld- húsinu er að fá þau með í elda- mennskuna og leyfa þeim að sýna frumkvæði og koma með hugmyndir að kvöldmatnum. Ef áhugi er fyrir þá gætu börnin kannski séð um eldamennskuna öðm hverju og komið foreldmm sínum á óvart. Einnig er sniðugt fyrir fjölskylduna að hjálpast við til dæmis pitsugerð þar sem hver og einn fær að ráða álegginu á sinni pitsu. Sæl Valgeröur! Við hjónin rífumst um hvert eigi að fara í sumar- ffíinu. Mér fannst síðasta frí fínt en kon- an er ekki sam- mála. Henni finnst ég hafa notað allt sumarfríið til að sinna dætmm mínum af fyrra hjónabandi og nenn- ir ekki aftur í slíkt frí. Hún virðist ekki skilja að stelpurnar hafa þörf fyrir mig og að ég hafi ekki haft mikinntíma fyrir þær í vetur vegna vinnu. Verður hún ekki að gefa eftir? Með kveðju, Haukur. Komdu sæll Haukur! í hugum flestra fylgir því tilhlökk- un að fara í sumarfri. Þá á að slappa af, sinna áhugamálunum, treysta fjölskylduböndin, ferðast, ljúka verkum sem hafa setið á hakanum og skemmta sér. Ætli flestir séu ekki í þeim hugleiðingum núna í byrjun sumars. Gott er að heyra að þér er um- hugað um dætur þínar en það er augljóst að konan þín er ósátt og finnst þú sinna dætrunum í fríum á kosmað ykkar sambands. Af orða- lagi bréfs þíns að dæma gæti hún haft nokkuð til síns máls, því að þú mótmælir þessu ekki heldur bendir á ástæður fyrir því, s.s. að dæturnar þurfi á þér að halda og geti lítið umgengist þig nema í ffí- um vegna mikillar vinnu. Þú spyrð hvort konan þín þurfi ekki að láta undan. Mér sýnist þvert á móti að þú verðir að endurskoða skipulagið hjá þér. Þú vinnur mikið og það bitnar á dætrum þínum, sennilega á konunni þinni líka, og svo ætlar þú að bæta þeim það upp í frfunum, nema hvað að þá finnst konunni hún verða útundan. Líkast til saknar hún þess líka að vera með þér. Ólíkar óskir og væntingar Öll erum við ólík og með mis- munandi þarfir og væntingar um hvernig við viljum verja sumarfríi okkar. Sumir óska þess helst að flat- maga í rólegheitum á sólarströnd en aðrir vilja vera á þeytingi um öll fjöll með stórfjölskyldunni. Þar sem ólíkar væntingar, þarfir og óskir stangast á, er líklegt að Gæludýr á heimilið Ein helsta ósk margra barna er að fá gæludýr á heimilið. Foreldrarnir eru þó ekki alltafá sama máli enda mikil umhirða sem fylgir gæludýr- um, sérstaklega hundum og köttum, sem því miður fara oft mikið úr hár- um. Stundum er gerð málmiðlun á þann veg að börnin sjái um gæludýr- in og er það oft aðalforsenda þess að foreldrar leyfa börnum sínum að fá gæludýr. Það er þó ekki síður mik- ilvægt að hugsa um velferð dýranna einhver verði fýrir vonbrigðum, reiðist og „nenni" ekki aftur - eins og konan þín orðar það. Vellíðan í fjölskyldum, ekki síst stjúpfjöl- skyldum, byggist oft á tíðum á málamiðlun, að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Ætla má að konunni þinni finnist þú skeytingarlaus um hennar þarfir. Hætta er á pirringi og að hún láti hann bitna á þér og stelpunum. Þú bregst þá kannski við með því að fara í vörn og túlka framkomu henn- ar sem svo að hún hafi eitthvað á móti þeim. Lagleg flækja það! Og allt sem konan þín er í rauninni að segja er að hana langi til að vera meira með þér og hafa þig svolítið út af fyrir sig. Orð eru til alls fyrst Orð eru til alls fyrst. Ég legg til að þið ræðið öll saman, þið konan þín og dætur þínar, um hvernig þið vilj- ið verja sumarfríinu og komist að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við - ekki bara stúlkumar heldur þið öll. Með því að sýna sveigjanleika og gera ráð fyrir öllum getur fríið orðið ljómandi góður tími, eftirminnileg- ur og lærdómsríkur, sem veitir þá tilbreytingu og hvíld sem að er stefrít. Slíkt frí er betur til þess fallið að treysta fjölskyldu- og vináttu- en það þýðir lítið að gera kröfur um að barn fari út að ganga með heimil- ishundinn á hverjum degi efbarnið er lítið fyrir útiveru og vill frekar vera fyrir framan tölvuna eða sjón- varpið. böndin en það sem er notað til að vinna á uppsöfnuðu samviskubiti gagnvart dætrunum á kostnað par- sambandsins. Notaðu annan tíma til þess. Kannski þarftu að reyna að endurskoða vinnutíma þinn svo að þú getur sinnt dætrum þína allan ársins hring. Missum ekki sjónar af því góöa Að þessu sögðu tek ég undir þá afstöðu í bréfi þínu að mikilvægt er að börn og kynforeldrar fái tækifæri til að vera saman án stjúpforeldra, þótt ekki sé nema dag og dag. Sömu- leiðis þarf að skipuleggja tíma til að treysta parsambandið. Stjúpforeldr- ar geta með svipuðum hætti fundið sér tíma til að efla sambandið við stjúpbörnin. Þannig skipulag eykur almenna vellíðan og ánægju og auðveldar öll- um lífið. Er um að gera að gefa hug- arfluginu lausan tauminn, það er ekki til einhver ein rétt leið til að vera eða vera ekki í fríi. Afturkippir eru hluti af lífinu. Gerum ráð fyrir þeim, líka í fríinu, en missum ekki sjónar af því sem er gott og jákvætt og tökum tillit til allra, líka stjúpmæðra! Meö kveöju, Valgeröur Halldórsdóttir. Oryggi ungbarna Flest böm fara að skríða í kring- um átta til níu mánaða aldurinn og þá er ýmislegt sem þarf að huga að á heimllinu. Um leið og bömin fara að hreyfa sig geta hættumar birst á ýmsum stöðum en saklaus kaffibolli á sófaborði getur auðveldlega skað- brennt barn ef kaffið hellist yfir það. Það er mikilvægt að brýna fyrir bömum hvað þau mega ekki þó vissulega skipti aldur bamsins máli. Ein leið til að athuga hvað getur reynst hættulegt er að skríða um íbúðina sjálfur því þá sér foreldrið hlutina í nýju ljósi og hvaða hættur gætu leynst á heimilinu. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að hillur, húsgögn, sjónvarp og hljómflutn- ingstæki séu stöðug og skrautmunir eins og lampar og styttur séu ekki í þeirri hæð sem bam- ið nær til. Einnig má setja lím- band fyir skúffur og skápahurðar í inn- réttingum. Stofublóm em sum hver stór- hættuleg börnum sem hrffast af litagleði blómanna. Það þarf Lokaðar skúffur Hægt er aö fá einfalt plaststykki sem kem- ur I veg fyrir aö börn opniskúffur. > þvíaðfæraþærtilínægilegahæð. \ Hægt er að kaupa hurðafestingar, krækjur og önnur öryggistæki til að festa á hurðar, klósett- setur, msl og fleira en slíkt skiptir gríðar- lega miklu máli til að auka ör- yggi bama á heimilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.