Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 21
I 20 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl2005 Bilar DV DV Bílar ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 21 ÓVENJULEG FARARTÆKI Pæjuhjól Skóhjólið er sannkallaö pæjuhjól enda kannski ekki fyrir alla karlmenn aö vera i háhæl- uðum skó. Skóhjólið er hálfgerð blanda aftví-og þrl- mótorhjóli. Batmanjeppi Batman er búinn aö fá sér nýjan bíl og I þetta skipti fékk hann sérjeppa. Allter leyfilegt Þegarbílum erbreytter umaðgera að láta hug- myndaflugið njótasln, ekkert virðist vera útilok- að. Það er ekkert sem segir að maður þurfi endilega að keyra um á venju- legum bíl. Eins og þessar myndir bera með sér er hægt að breyta bíl- um og ýmsum farartækjum á marga vegu. Á heimasíðunni www.strangevehicles.com er að fínna fjöldann allan afóvenjulegum farartækjum og þar sannast að sjón er sögu ríkari. Víst er að eigendur farartækjanna fá áreiðanlega mikla athygli þegar þeir þeysa um þjóð- vegina. Töffarabfll Mini-bíUnn má svosannadega poppa aðeins upp, eins og þessi myndsýnir. Flugbíll Flugbíllinn leysir vanda önnum kaf- inna einstak- linga sem nú geta orðið flogiö og keyrt á milli staða á sama farar- tækinu. Flughæfnin hefur ekki verið staðfest. Williams og Undirbúningur er nú í fullum gangi meðal þeirra 10 liða sem taka þátt í næsta Formúlu 1 kappakstri sem fram fer í Monte Carlo 19.-21. maí næstkomandi.Williams og Ferrarilið- in hafa haldið áfram að æfa ein og fjarri keppinautum sínum en önnur lið æfa á sömu braut.Williamsliðið, með þá Antonio Pizzonia and Mark Webber í fararbroddi, æfa f Vallel- unga nálægt Róm. Luca Badoer and Ferrari æfa einir Michael Schumacher æfa með Ferr- ariliðinu í Fiorano. Bæði liðin eru að kanna gæði Bridgestone-dekkja fyrir votveðursaðstæður. Keppir fyrlr Ferrari Michael Schumacher er einn þekktasti Formútukappinn enda hefur hann margoft fariö með sigur afhólmi. Michael keppir fyrir Ferrariliðið. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Nýr IfW IMI tl FS Irbt GmIií nli hrir.. .ianMHia? Fyrsti Golf GTi birtist 1976 með 1800 rsm 110 ha vél. Hann var fá- anlegur 2ja eða 4ra dyra og var allra smábíla sneggstur (10 sek.) og hraðskreiðastur (182 km/klst). Þegar japanskar eftirlíkingar birt- ust nokkrum árum seinna, t.d. Corolla GTi, höfðu þær ekki við Golfinum. f fyrstu lögðu Japanarn- ir mest upp úr útlitinu og GTi- merkinu, en höfðu ekki byggt und- irvagninn upp fyrir aksturseigin- leika sportbíls eins og þeir hjá Volkswagen. Svo kom 16 venda Golf GTi með 130 hö 1988 og bætti um betur með 160 hö í árgerð 1990. Þá voru margir sem gerðu sér enga grein fyrir því hvflíkur bíll þessi 16 ventía Golf GTi var - jafnvel hörðustu bíladellugaurum yfirsást þetta merkilega tæki. Ef til vill er skýr- ingin sú að Volkswagen hafi ekld þótt nógu fi'nt merki til að hafa á hraðbrautarþeysi (Autobahn- Rennwagen). Sú skýring er kannski ekki fjarri lagi því nú er verið að gera því skóna að treg sala lúxusjeppans VW Touareg kunni að stafa af því að merkið sé ekki nógu fínt fyrir kaupendur dýrari bíla. Viðtökumar Golf GTi af nýrri kynslóð, þeirri fimmtu, kom á markaðinn sl. haust. Ilann hefur vakið talsverða Bílasérfæöinqur DV athygli, ekki síst vegna hrikalegs vélarafls en jafnframt vegna þess aö hann er búinn aksturseiginleik- um sem ráða við vélaraflið - þetta er meiriháttar sportbfll í dulargervi fólksbfls og Volkswagen í þokka- bót! Nýi Golf GTi fæst sérpantaður og mun kosta á fjórðu milljón. Vélin, sjálft sigurverkið, er 2ja lítra, 16 ventla með 2 ofanáliggj- andi kambása og er sú sama og í Audi A3. Hún er búin tölvustýrðu innsprautukerfi af nýjustu og full- komnustu gerð, með soggrein úr plasti, pústþjöppu og millikæli. Þjöppunarhlutfall er óvenjuhátt, með tilliti til pústþjöppunar, eða 10,5 á móti einum. Hestaflatalan, 200 við 5500 sm, segir ekki nema hálfa söguna um vélaraflið sem kemur þessum 1300 kg bfl í 100 km frá kyrrstöðu á 6,9 sek. og áfram í um 240 km/klst. með 6 gíra DSG- skiptingu. Ilámarkstog vélarinnar, sem er 280 nm og auk þess jafnt og stöðugt- firá 1800 og upp í 5000 sm (láréttur hluti togkúrfunnar) segir talsvert meira, a.m.k. þeim sem ekki hafa prófað bflinn því við- bragöið er ekki bara svakalegt heldur tekur vélin þannig í að kinnarnar á manni haldast lengi útflattar við botngjöf. Tvöfalt pústkerfið, sem mér sýnist vera í 200 þúsund króna flokknum, skilar sínu út um tvo ferkantaða endastúta með hæfi- lega dimmri drunu við sæmilega inngjöf en þó er hætt við að þeim hörðustu þyki „sándið" ekki nægi- lega töff. Formúlu 1-skipting DSG-skiptingin er sams konar og sú sem nefnist Tiptronic í sum- um öðrum bflum; sjálfskipting sem jafnframt má hafa þannig að gírum er skipt upp eða niður með Ihnöppum (plús og mínus) á stýrishjólinu. Aflstýrið er rafknúið. GTi er 15 mm lægri og með mun stinnari fjöörun en venjulegur Golf auk jíess sem vélar- og veghljóð er tals- vert meira. Öryggisbúnaður er sér á parti. Auk ABS og spólvarnar er í bflnum sérstakur stöðugleikabún- aður (ESP). Af öðum búnaði má nefna hraðastilli, loftkælikerfi, regnskynjara fyrir þurrkur, upphit- aða stóla, sjálfvirk heimkomuljós og 6 öryggispúða svo nokkuð sé nefnt af löngum lista. Þá datt mér í hug hinir öldruðu - en margir þeirra hafa efni á að kaupa svona bíl (sem betur fer) og eins víst að einmitt þessi bíll myndi yngja þá suma upp um 20-30 ár, til- veran myndi öðlast nýjan og sterkari lit. Fyrir hvem? Þegar maður fer að velta fyrir sér lfldegum kaupendum að þessu dýra en skemmtilega leikfangi lendir maður í bobba. Þeir sem hér fyrrum höfðu helst auga fyrir sportbílum láta nú ekki sjá sig á öðru en 3ja tonna pallbílum - „steratrukkum" sem nánast þarf gaffallyftara til að leggja í venjiflegt bflastæði og Golf GTi FS Turbo er of dýr fyrir yngri bílaáhugamenn. Þá datt mér í hug hinir öldmðu - en margir þeirra hafa efni á að kaupa svona bíl (sem betur fer) og eins víst að einmitt þessi bíll myndi yngja þá suma upp um 20- 30 ár, tilveran myndi öðlast nýjan og sterkari lit. f stað þess að silast áfram á einhverjum sleða eða vísi- tölutík og láta yngri ökumenn sýna sór dónaskap með alls kyns fingra- merkjum væri eitthvað annað og líflegra fýrir gamlingjana að vera á 200 hestafla Golf GTi og taka þátt í slagnuni' með stæl auk þess að það myndi örva blóðrásina - ekki veitir áf. Leó M. Jónsson véla tæknifræðingur www.leoemm.com Topp 10 listinn viir dömubfla 9. Honda Civic Civic-bflarnir eru mjög vin- sælir og erú út um aílt. Það er ekki skrítið þegar helstu kostir bflsins em skoðaðir en Honda Civic er hagkvæmur bíll, góður í keyrslu og áreiðanlegur. Civic-bflarnir em góð fjárfesting til lengri eða skemmri tíma og svo er hægt að fá bflinn í náttúmvænni útgáfu sem gengur fyrir vetni. Konur og karla hafa ólíkar þarfir þegar kemur að bílum. Einnig er áhugi kynjanna mismikill á bilum þótt vissulega séu til konur með bfladellu alveg eins og karlar sem hafa ekkert vit á bflum. Á heimasíðunni about.com er að fínna lista sem tekinn hefur ver- ið saman um þær tegundir bfla sem taldar eru höfða til kvenna. Þegar konur velja sér bfla þá hugsa þær mikið um hagkvæmni í rekstri, rými bflsins og öryggi. Það kemur kannski ekki á óvart að þær velja frekar bfla með börn í huga en karlar. Eftirfarandi listi byggir á vali about.com 4.VolkswagenJetta Jettan er góður kostur fyrir ein- hleypa konu jafnt sem fjölskyldu- konuna enda er bfllinn rúmgóður fyrir bæði böm og farangur. Þrátt fýrir að bfllinn sé ekki sá ódýrasti í þessum flokki býr hann yfir mörgum kostum sem bflar í dýrari flokki búa yfir. I.ToyotaScionxA Toyota Scion xA er hagkvæmur bfll sem gaman er að keyra. Bfllinn er hagkvæmur í rekstri og hentar jafnt innan borgarmarkanna sem utan þeirra. Stærð bílsins gerir það að verkum að auðvelt er að leggja í nær öll bfla- stæði. Scion xA hentar vel fyrir konur sem em að kaupa sinn fyrsta bfl. 3. Mazda Miata Miatan er kjörinn bfll fyrir konuna sem á ekki fjölskyldu og einnig sem einkabfll fyrir konuna sem á fjölskyldu. Fáir bílar sameinajaihvel kosti bílsins fyrir styttri og lengri ferðir. Þrátt fyrir að farangursrýmið sé í smærra lagi þá er það nógu stórt fyrir rómantíska ____________ helgarferð fyrir tvo. Einnig er hægt að fá Miötuna í kraftmeiri útgáfu en sú útgáfa hentar konum sem vilja nýta sér vélaraflið til fulls. : -V-,________\£_' - 'v'---------- 5. Ford Focus Þessi Ford-tegund er ffábmgðin öðrum Fordbflum að því leyti að Focusbfllinn er framleiddur í Evr- ópu en ekki í Bandarflcjunum lflct og flestar tegundir Fordbfla. Helstu kostir bflsins em hversu rúmgóður hann er og góður í keyrslu. Hönn- un Focusbflsins byggir.á gömlum evrópskum grunni og gæðastimpli bandaríska fyrirtækisins. 2. Mazda 3 Það kemur ekki á óvart að Mazda 3 komist á þennan lista en eins og kom fram á lista sem tekinn var saman fyrir bflasíður DV í síðustu vflcu, þá stenst Mazda 3 fyllflega samanburð við bfla í millistærð. Þessi tegund Mözdu býr yfir fjölda eiginleika sem oft er ekki að finna í þessum flolcki bfla. Fjögurra dyra bfllinn er ódýrari en Auto.com mælir þó með fimm dyra bflnum þar sem hann er hagstæðari, en bfllinn hentar mjög vel ir fjölskyldur. 7. Subaru Outback Subam Outback er mun meiri bfll en margir aðrir jeppar. Subam Outback stenst vel samanburð við samskonar jeppa því bflhnn er hagkvæmur í rekstri og góður í akscri, hvort sem er á eða utan vega. Bfllinn hentar vel fyrir konur sem búa þar sem allra veðra er von því á þessum bfl er áreiðanlegt að þú kemst á áfanga- stað. 10. Mercedes Benz E-Closs E-týpan af Mercedes Benz er akkúrat í réttri stærð fyrír fjölskyldukonuna en lflca fyrir þær sem em barnlausar. Vélin er átta sýlindera stór að gerðinni E320ECD túrbódíselvél með kostum fjög- urra sýlindera vélar. Mercedes Benz E-Class er hagkvæm laus fyrir konur sem vilja verðlauna sig og eiga góðan bfl. 6. Honda CR-V Honda CR-V er jeppi hinnar hugs- andi konu. Rými bflsins fyrir farþega og farangur er mun meira en í jepp- um af svipaðri stærð. Vegna þess hversu léttur bfllinn er þá skilar fjög- urra sýlindera vélin sínu og knýr bfl- inn áfram hratt og örugglega. 8. Mazda MPV Sumar konur vilja ekkert annað en „rninivan" á meðan öðrum konum hryllir við tilhugsuninni um að láta sjá sig á einum slfkum. Helstu kostir „minivans" er innra rými bflsins í samanburði við jeppa, svo ekki sé minnst þegar bflsætin em lögð niður. Mazda MPV er því góð- ur kostur fyrir fjölskyldur þar til fjölskyldan er orðin svo stór að hún þarf að fá sér enn stærri, auk þess sem mjög gott er að keyra Mözduna. V^fyri 195/50R15 nú 7.548 205/55R16 nú 9.775 205/45R17 nií 7 7.875 225/45R17 nú 13.885 235/40R18 nú 19.125 255/35R18 nií 22.185 Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 Ef þú kemur með bílinn í smur hjá Bílkó færðu 25% afslátt afvinnul Léttgreiðslur BIUKO - Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Nútímabílar menga mikið Vera má að nútímabflar séu flottari en fyrstu bflamir en útlit og lögun bfla hefiir breyst mjög mikið á síðustu ára- tugum. Meðalstór bfll er allt að helmingi þyngri en hann var fyrir 30 árum og þró- un í eldsneytismálum hefúr ekki gengið eins vel og vonast var til. Nýji Mini-inn og Bjallan em helmingi þyngri en upp- haflegu útgáfur bflanna. Nýjasti árgang- urinn af Land Rover Disco very vegur um 2,5 tonn sem er í raun alltof mikið fyrir sumar brýr sem em með takmarkað burðarþol. Stærri og þyngri bflar þýðir einnig meiri bensínnotkun og aukna mengun. Þessi þróun er neikvæð, sér- staklega fyrir Bretland, en útlit er fyrir að Bretar geti ekki fullnægt evrópskum um- hverfisvemdarmarkmiðum. Seint á 10. áratugnum setti bflaiðnaðurinn það tak- mark að draga úr losun koltvísýrings um 140 gr fyrir hvern kílómetra. Árið 2004 Öruggur bíll LandRover Discovery vegur um 2,5 tonn.Hann fýkurþvl ekki svo auðveldlega útaf veginum. var koltvísýringslosun meðalbfls í Bret- landi 171,4 gr á hvem kflómetra. Þessi þróun er til komin meðal annars vegna þess að kúnninn gerir sífellt meiri kröfur um að fá meira fyrir minna. Loftpúðar em nú orðnir staðalbúnaður í bfl- um, bremsumar öflugri og bflamir em rúmbetri. Allt þelta og fleira til hefur áhrif á þyngd og bensínnotk- unbfla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.