Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl2005 Sport DV Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn um helgina þegar liðið gerði jafntefli við Levante, 1-1. Stigið dugði til að að tryggja titilinn. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í Katalóníu í kjölfarið. flöskuna í hendinni. Hollendingur- inn Frank Rijkaard hefur gert ótrú- lega hluti með þetta Barcelona-lið en honum hefur tekist að búa til ein- staka liðsheild sem er fáséð hjá eins stórum hópi stórstjarna og samankomin er í herbúðum Bör- sunga. „Ég hugsaði strax um stuðnings- mennina þegar leikurinn var flaut- aður af því þeir hafa veitt okkur ein- stakan stuðning ívetur," sagði Rijka- ard sigurreifur. „Að sjálfsögðu gleðst ég einnig fyrir hönd leikmannanna sem hafa gengið í gegnum margt síðustu mánuði. Við þurftum að berjast allt til enda fyrir þessum titli og Levante lét okkur svo sannarlega hafa fyrir hlutunum." Barcelona-liðið rúntaði með bik- arinn um borgina eftir heimkomuna en komust varla í gegnum mann- fjöldann sem samfagnaði liðinu og reyndu margir að klifra upp á rútuna til að komast í snert- ingu við goðin _______________sín. hemy@dv.is % Það fór allt á annan endann.í Katalóníu um helgina þegar Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta skipti í sex ár. Það var enginn glæsibragur yfir sigri þeirra enda lét liðið sér nægja jafntefli gegn Levante, 1-1. Það breytti engu því Börsunga vantaði aðeins eitt stig til þess að tryggja sér meistaratitilinn og því gerðu þeir nákvæmlega það sem þurfti til að landa langþráðum titli. Þúsundir manna ruku út á götur Barcelonaborgar eftir leikinn og hreinlega töpuðu sér af gleði enda Barca ekki vant að bíða svo lengi eft- ir titli. AUir voru klæddir litum félagsins frá toppi til táar og sprengdu flugelda á öðru hverju götuhorni og menn voru ekki menn með mönnum nema þeir sæjust með blys í hendi. Stemn- ingin var f einu orði sagt ólýs- anleg. Leik- misstu ekki síður stjórn á sér en þó enginn meir en besti knattspyrnu- maður heims, Ronaldinho. Hann hefur leitt lið Barcelona áfram í allan vetur, bæði með frábærum leik og ekki síður með viðhorfi sínu og krafti en fáir leikmenn smita eins mikið út frá sér og Brassinn skemmtilegi. Annar einstaklingur sem var ekki síður kátur var forseti félagsins, Joan Laporta, en félagið var að vinna sinn fyrsta meistaratitil síðan hann varð forseti. „Það er með hreinum ólíkindum hverju leikmenn félagsins hafa áork- að í vetur. Þeir hafa leikið stórkost- lega knattspyrnu og unnið fólk á sitt band með leikgleði og skemmtileg- um fótbolta. Hvað mig áhrærir þá er ég að springa úr stolti yfir að vera forseti félags sem státar af einhverju skemmtilegasta knatt- spyrnuliði heims," sagði Laporta með l kampa- víns- menn cAMPion$ Kóngar! Þeir Ronaldinho og Samuel Eto 'o hafa fariö á kostum með Barcelona I vetur og þeir fögnuöu vel og lengi um helgina. Juventus er nánast orðið ítalskur meistari eftir að AC Milan gaf verulega eftir um helgina Juventus Það má mikið gerast ef Juventus hampar ekki ftalska meistaratitlin- um í ár enda þurfa þeir aðeins einn sigur í síðustu tveimur leikjunum til þess að tryggja sér titilinn. Juve náði fimm stiga forystu um helgina þeg- ar það lagði Parma, 2-0, en á sama tíma varð AC Milan að sætta sig við jafntefli gegn Lecce, 2-2. Juventus á að leika gegn slöku liði Livorno um næstu helgi og með sigri verður Juve ítalskur meistari í 28. skipti. Liðin tvö hafa barist hatramm- lega aila leiktíðina og þeir voru ófáir sem spáðu því að liðin myndu þurfa að heyja úrslitaleik um titilinn. Það er gert á Ítalíu ef tvö lið eru jöfii að stigum eftir tímabilið. Markatala og annað skiptir ekki máli. Þá er einfaldlega leikinn einn pálmann íhöndunum hættu og mjög þægilegur. Vamar- jaxlinn Ciro Ferrara kom af bekknum hjá Juve í leiknum og lék sinn 500. leik í ítölsku A-deildinni. Klaufar Milan voru einstakir klaufar gegn Lecce. Kakha Kaldze kom þeim yfir í leiknum en Cedric Konan jafiiaði fyrir Lecce. Andriy Shevchenko kom Milan aftur yfir og fátt benti til ann- ars en að Milan færi með sigur af hólmi þegar Konan var rekinn af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. En átta mínútum fyrir leikslok skoraði Serbinn Mirko Vucinic fyrir Lecce og sá til þess að Juve gat fagnað vel alla helgina. Einbeitingarleysi „Við gerðum svakaleg mistök þegar við komumst 2-1 yfir og vorum manni fleiri. Við fengum færi til að slátra leiknum en menn misstu ein- beitinguna og voru of slakir. Hvað varðar brotið hjá Konan þá var það hreinn viðbjóður og á ekkert skylt við knattspymu," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, og undir þau orð tók þjálfari Lecce, Zdenek Zeman. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessu spjaldi. Svona hegðun á ekki að sjást á knattspymuvellinum." Sheva svekktur Markahrókurinn Andriy Shevchenko var ónýtur maður eftir leikinn enda vissi hann vel að Milan væri búið að missa af titlinum. „Við hættum of snemma, héldum að leikurinn væri búinn. Það er ekki hægt að fyrirgefa slíkt kæruleysi. Ég skil ekki af hverju þetta gerðist en get þó sagt að menn vom ekki famir að hugsa um Tyrkland," sagði Shevchenko en Milan leikur í næstu viku gegn Liverpool í úrslitum meist- aradeildarinnar í Istanbul. Forseti Juvenms, Franzo Grande Stevens, var himinlifandi með sigur- inn gegn Parma og hann er byrjaður að skipuleggja veisluhöldin þegar Juve verður meistari. Bikarinn á leið í skápinn „Við erum búnir að opna skápinn og nú vantar bara að koma bikam- um fyrir. Þetta var ein besta frammi- staða liðsins í vetur og ég var sérstak- lega ánægður með Del Piero í leikn- um. Hann var ffábær." henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.