Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 25
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 25 Seattle-liðið bítur frá sér Seattle Supersonics létu ekki meiösli Rashards Lewis á sig fá í fjórða leiknum viö San Antonio Spurs og jöfnuöu metin í seríu liöanna rneð góðum sigri, 101- 89 á heimavelli sínum. Rétt eins og Oregg Popovich, jrjálfari Spurs haföi búist við þjöppuöu Sonirs sér satn- , an í ijarveru Lewis og minni spá- menn liös- ins í stiga- skomn Jji -4 brugöust vel viö áskorun- inni. Ray AUen var A aö venju atkvæöa- mestur í liöi heima- manna og skoraði 32 stig, en fékk góöa hjálp frá leikstjórnanda sínum, l.uke Ridnour, sem haföi fram að þessu átt mjög erfitt uppdráttar í lirslitakeppninni. Rldnour skoraði 15 af 20 stigum sínum í þriöja leikhlutanum og lagði grunninn að góöum sigri heimantanna, sem nú halda aft- ur niöur f ljónagiytjuna í San Antonio í stööunni 2-2, Tint Duncan var atkvæðamestur í liði Spurs meö 35 stig og 10 frá- köst, en fékk litla hjálp frá sam- herjum sfnum og þaö veröur að hreytast ef liöiö ætlar sér að klára einvígið. Detroit náði að jafna Meistarar Detroit Pistons voru komnir upp aö vegg í ein- vfginu við erkitjendur sína f Indiana og spilamennska þeirra í tjóröa leiknum i Indiana bar þess glögglega merki. Pistons lentu aö vísu undir í byrjun leiks, en tóku svo mikla rispu og völtuðu yfir heimamenn og lönduðu auöveldum 89-76 sigri. Indiana rnissti þar af gullnu tækifæri til að koma sér í lykil- stööu í einvfglnu og staðan er því oröin jöfn, 2-2. haö var besti maötu úrslita- keppninnar í fyrra, Chauncey BiUups sem fór fyrir liði meistar- anna meö því aö skora 29 stig, en Pistons fengu aö vísu injög góöa hjálp frá heimamönnum, sem „hittu ekki nautsrass meö kontrabassa" eins og Rick Carl- isle þjíilfari lndiana orðaöi þaö eftir leikinn. Nú er lag tS'rir meistarana, sem geta komið sér t ökumannssætið meö sigri á heimavelli í na'sta leik. lón Arnór í sumarfrí lóti Arnór Stefánsson og félagar hans í Dynamo St. Pet- ersburg töpuöu fyrir Khimky, 58- 65, í oddaleik liöanna um sæti í undamkslitum rússnesku úr- slítakeppninnar. lón Arnór skor- aöi 2 stig á aðeins 11 núnútmn en hann misnotaði öll sex skotin sín utan af velli og fékk aö auki 3 villur. Jón Arnór er því á leiðinni í sumarfrí þ;u sem hatm mun væntanlega fara í speglim á luié til þess aö laga meiðsUn sem hafa veriö aö halda aftur af hon- um í vetur. lón Amór mun því ekki spila með íslenska landsliöinu á Smáþjóða- leikuniun en verður vonandi orðinn klár fyrir Evrópukeppn- . í* ina í haust. Þá mun t| í.Jlk framtíð Jóns Arn- órs örugglega skýrast fljótlega, hvort hartn spilar Rússlandi rir sér annars staðar \ á næsta tttnabili. , ttvort uanit spn \ áfram í Rússlar —- eða reynir fyrir Jfc Miami Heat hefur unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og er eina liðið sem er komið áfram í gegnum undanúrslit austur- og vesturdeildar NBA. Öll hin ein- vígin standa jöfn eftir fjóra leiki og Shaquille O’Neal fær því gott tækifæri til að ná sér af meiðslunum sem hafa haldið honum frá síðustu tveimur leikjum. O’Neal hefur spilað sex af átta leikjum og er með 18 stig og 8,2 frá- köst að meðaltali í þeim en þrátt fyr- ir að þetta séu góðar tölur þá er stóri maðurinn ekld sáttur með sjálfan sig og hefur sem dæmi margoft neitað að tjá sig við fjölmiðlamenn. Sem betur fer íyrir þjálfarann Stan Van Gundy eru aðrir menn í liðinu að sanna sig meðan Shaq vinnur sig út úr þessum erfiðu meiðslum. Skytturnar Eddie Jones og Damon Jones hafa þannig skorað saman 31,5 stig að meðaltali og bar- áttujaxlinn Udonis Haslem er með 9,6 stig og 11,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni. „Allir segja að við séum bara tveggja manna lið,“ segir Van Gundy og bætir við „en það hefur ekki verið raunin því í allan vetur hafa menn stigið fram og hjálpað okkur til að vinna leikina. Vonandi heldur það áfram.“ Það fer ekki á milli mála að Wade er að eigna sér leiðtogaiilutverk liðs- ins en hann gaf stóra manninum þó hrós fyrir framlög sín í leikjunum tveimur í Washington þótt ekki hafi hann klæðst keppnistreyju númer 32. „Shaq var vissulega ekki inni á vellinum en hann miðlaði af . þekkingu sinni og reynslu á 'P . bekknumoggerðiþvíjafnmik- |g ið fyrir liðið og þeir sem voru W að spila,“ sagði Wade og það er ljóst að hér fer enginn egóisti, eins og fyrrum félagi Shaq, Kobe Bryant, sem þarf að sætta sig að sitja heima og horfa á úrslitakeppnina í sjónvarpinu þetta árið. Það neitar því þó enginn að ef að Miami Héat ætlar sér að vinna NBA- meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins þá þurfa þeir að koma Shaq á fætur á nýjan leik. „Við ætlum að koma til baka út- hvíldir, hungraðir og brjálaðir," segir Wade og bætir við. „Það vita líka allir hvernig Shaq spilar þegar hann er reiður." Þangað til slappar Shaq af í sófanum og horfir á hin liðin berjast upp á líf og dauða fyr- ir sæti í úrslitunum. ooj@dv.is Shaquille O’Neal er örugglega manna ánægðastur með stöðu mála í undanúrslitum austur- og vesturdeildarinnar. O’Neal hefur mætt jakkaklæddur til leiks í síðustu tveimur leikjum Miami Heat vegna meiðsla á mjöðm og fagnar því að Heat-liðið fái góða hvfld áður en úrslit austurdeildarinnar hefjast. Á meðan Miami Heat vann Washington 4-0 þá standa öll hin þrjú einvíg- in jöfn, 2-2, og þau lið standa því hugsanlega frammi fýrir því að spfla þrjá leiki til viðbótar á meðan liðsmenn Miami Heat hlaða batteríin. Það efast enginn um þau frábæru áftrif sem Shaquille O’Neal hefur haft á lið Miami Heat í vetur en það er þó frammistaða eins manns sem hefur staðið upp úr hjá liðinu á tímabilinu. Dwayne Wade hefur blómstrað við hlið Shaqs og hefur síðan spilað eins og súperstjarna í úrslitakeppninni. Wade átti enn einn stórleikinn þegar Miami vann 99-95 sigur á Washington og sendi Wizards í sumarfrí. Wade skoraði 42. stig í lokaleikn- um. Þar af gerði hann 22 stig í þriðja leikhluta þar sem öll sjö skot hans utan af velli og öll átta vítin fóru rétta leið í körfuna. Það hefur mikið reynt á Wade og það er því ekki bara Shaq sem fagnar því að liðið fái tíma til þess að sleikja sárin. Þjálfarinn Stan Van Gundy gaf líka sínum mönnum tveggja daga frí og hefja þeir ekki undirbúningin fyrir úrslita- einvígið gegn Indiana eða Detroit fyrr en í kvöld. Engin þreytumerki hafa verið sjáanleg á Wade þrátt fyrir að hann hafi þurft að bera upp leik liðsins í fjarveru Shaquilles O’Neal. Wade hefur skorað 28,6 stig, gefið 8,4 stoðsend- ingar og tekið 6,6 ffáköst að meðaltali í átta leikjum. Þar af hefur hann skorað fimm sinnum meira en 30 stig í leik. Wade fær lika hrós frá Gilbertas Arenas sem gætti hans í leikjunum við Washington. „Hann er einn af þeim bestu þessa stund- ina. Hann er að sýna það og sanna og stendur sig frábærlega með allt liðið sitt á bakinu," segir Arenas og annar leikmaður Washington, Antawn Jamison, tekur trndir hans orð: „Ég tek hattinn ofan fyrir þess- um unga manni. Ég er mikill aðdá- andi hans, virði hans leik og það sem hann hefúr þegar afrekað. Fyrir mér er hann stærsta stjarnan þessa stund- ina," sagði Jamison. ærir saman Þeir Shaquille O'Neal og ■ne Wade hafa haft mörgu að fagnal en Isíðustu leikjum hefur Shaq vertð klæddur á bekknum ems og sést hérá linni til vinstri. Liö Dallas hefur ekki sagt sitt síðasta, þrátt fyrir að hafa átt á brattann að sækja Herbragð Amare Stoudemire, leikmaður Phoenix fór illa með lið Dallas í fyrstu þremur leikjum liðanna í undanúrslitum vesturdeildarinnar og kórónaði frammistöðu sína með troðsýningu í þriðja leiknum í Dallas. Heimamenn áttu ekkert svar við fiinum unga miðherja í fyrstu leikjunum, þar sem hann nýtti sér gríðarlega líkamlega yfirburði sem hann hefur yfir flesta, ef ekki alla leikmenn deÚdarinnar, og lið Dallas bókstaflega horfði undir iljarnar á honum alla leikina. Stoudemire var með tæp 36 stig að meðaltali í þrem- ur fyrstu leikjum liðanna og því var gríðarleg áhersla lögð á að stöðva hann í fjórða leiknum. Stoudemire var með tvo og þrjá varnarmenn á sér allan leikinn og náði sér aldrei á strik, enda skoraði hann flest 15 stiga sinna úr vítaskot- um. Það gerði það hins vegar að verkum að það losnaði um Steve Nash, leikstjómanda Phoenix, sem nýtti sér plássið sem hann fékk og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum. Þetta var það mesta sem Nash hefur skorað í einum leik á ferlinum og hæsta stigaskor leik- manns í úrslitakeppninni hingað til. Nash hitti ótrúlega í leiknum og setti niður 20 af 28 skotum sínum, en það nægði Suns ekki og Dallas hafði sig- ur í leiknum, 119-109 og hefur jafn- að metin í einvíginu í 2-2. Phoenix á eflaust eftir að girða sig í brók fyrir næsta leik, en ljóst er að þeir sakna hins meidda Joe Johnson gríðarlega í sóknarleiknum. Dallas heldur áfram að koma á óvart í úrslita- keppn- inni, en þeir hafa hvað eftir annað grafið sig upp úr hol- um sem þeir hafa lent í og ekki ber að afskrifa liðið enn sem komið er. baldur@dv.is 48 stig Steve Nash skoraði 48 stigffjórða leiknum gegn Dallas en það dugði ekki til sigurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.