Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17.MAÍ2005 Sport DV ÚRVALSDEILD ■ ENGLAND g Birmingham - Arsenal 2-1 1-OWalter Pandiani (80.), 1-1 Dennis Bergkamp (88.), 2-1 Ernile Heskey (90.). Bolton - Everton 3-2 0-1 Tom Cahill (9.), 1-1 Radhi Jaidi (53.), 2-1 Kevin Davies (61.), 2-2 Lee Carsley (63.), 3-2 Stelios Giannakoppulus (66.). Charlton - Crystal Palace 2-2 1-0 Bryan Hughes (30.), 1-1 Dougie Freedman (58.), 1-2 Andy Johnson, víti (71.), 2-2 Jonathan Fortune (82.). Fulham - Norwich 6-0 1-0 Biian McBride (10.), 2-0 Papa Bouba Diop (35.), 3-0 Zat Knight (54,). 4-0 Steed Malbranque (72.!, 5-0 Brian McBride (86 ), 6-0 Andy Cole (90.). Liverpool - Aston Villa 2-1 1-0 Djibril Cisse, víti (20.), 2-0 Djibril Cisse (27.), 2-1 Gareth Barry (67.). Man. City-Middlesbrough 1-1 0-1 Jirnmy Floyd Hasselbank (23.), 1-1 Kiki Musampa (45.). Newcastle-Chelsea 1-1 1-0 Geremi, sjálfsmark (33.), 1-1 Frank Lampard, viti (35.). Southampton - Man. Utd. 1-2 1-0 John O'Shea, sjálfsmark (10.), 1-1 Darren Fletcher (19.), 1-2 Ruud van Nistelrooy (63.). Tottenham - Blackburn 0-0 West Brom - Portsmouth 2-0 1 -0 Geoff Horsfield (58.), 2-0 Kieran Richardsson (75.). Chelsea 38 Staðan 29 8 1 72-15 95 Arsenal 38 25 8 5 87-36 83 Man. Utd. 38 2211 5 58-26 77 Everton 38 18 7 13 45-46 61 Liverpool 38 17 7 14 52-41 58 Bolton 38 161012 49-44 58 Middlesb. 38 141311 53-46 55 Man. City 38 131312 47-39 52 Tottenham38 141014 47-41 52 Aston V. 38 121115 45-52 47 Charlton 38 121016 42-58 46 B'ham. 38 111215 40-46 46 Fulham 38 12 8 18 52-60 44 Newcastle 38 141014 47-57 44 Blacburn 38 9 1514 32-43 42 Portsm. 38 10 9 19 43-59 39 WBA 38 6 1616 36-61 34 C. Palace 38 7 1219 41-62 33 Bryan Robson tókst hið ómögulega á sunnudaginn þegar WBA, undir hans stjórn, bjargaði sér frá falli i ensku úrvalsdeildinni með sigri á Portsmoth í lokaleiknum Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað hafði verið til leiksloka á Hawthorns- vellinum og áhorfendur þustu inn á völlinn til að fagna hetjunum sinum. Hetjurnar Á litlu myndinni sjást knattspymustjórinn Bryan Robson og sá sem skoraöi slðara markið á sunnudag, Kieron Richardsson, fallast í faðma. Á stóru myndinni sést hvernig áhorfendurnir þustu inn á völlinn I leikslok svo að ekki sást I grænt grasið. Norwich 38 7 1219 42-77 33 S'ampton 38 6 1418 45-66 32 Markahæstir: Thierry Henry, Arsenal 25 Andrew Johnson, Crystal Palace 21 Robert Pires, Tottenham 14 Frank Lampard, Chelsea 13 Jimmy Floyd Hasselb., M'boro 13 Aiyegbeni Yakubu, Portsmouth 13 „Stundimar gerast ekki betri en þessar. Ég segi það vegna þess að þegar þú er leikmaður með Manchester United er búist við því að þú sért hluti af sigurliði, enda að spila með stórkostlegum leikmönnum í hverri viku. Þess vegna er það með liði eins og WBA, sem allir búast við því að falli úr úrvalsdeildinni, sem stærstu sigrarnir vinnast. Þetta er eitt það, ef ekki það allra stærsta augnablik á mínum ferli,“ sagði Bryan Robson, knatt- spyrnustjóri WBA, eftir að liðið hafði bjargað sér frá falli í dramatískri lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Jermain Defoe, Tottenham Andy Cole. Fulham Eiður Guðjohnsen, Chelsea Peter Crouch, Soton Robbie Keane, Spurs Tim Cahill, Everton Robert Earnshaw, WBA Wayne Rooney, Man. Utd. Emile Heskey, Birmingham Shaun Wright-Phillips, Man. City Robbie Fowler, Man. City Kevin Phillips, Southampton Didier Drogba, Chelsea Fredrik Ljungberg, Arsenal Robson hefiir þegar verið tekinn í guðatölu á meðal stuðningsmanna WBA fyrir að hafa tekist það ótrúlega. Hans beið ekki öfundsvert verkefiú þegar hann tók við liðinu í nóvember sl. Þá var WBA neðst í deildinni og höfðu ekki margir trú á Robson, bæði vegna þess að hann hafði orð á sér fyrir að vera ofmetinn knattspymustjóri og ekki síður vegna þess að aldrei í sögu úrvals- deildarinnar hefur liði sem hefúr verið f botnsætinu á jóladag tekist að halda sæd sínu. WBA skráði sig þannig í sögubækumar á sunnudag. Islenskir leikmenn í Evrópu Hjálmar Þórarlnsson kom inná á 81. mínútu fyrir Hearts gegn Celdc um helgina. Arnar Grétarsson var í byrjun- arliðinu en fór af velli þegar hálftími vareftir. Indriði Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Genk sem vann Cherleroi á heimavefli, 2-0. Rúnar Kristinsson lék allan leikinn fyrir Lokeren og nældi sér í gult spjaid þegar 3 mínútur vom eftir. Arnar Þór Vlðarsson spilaði aUan leikmn fyrir Lokeren þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Lierse á heimavelli, 0-2. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn fyrir Young Boys í stöðu hægri bakvarðar þegar liðið gerði jafntefli við FC Thun um helgina í svissneska boltanum. Mikil dramatík Spennan var gríðarleg þegar flautað var til leiks á sunnudag. Þá var WBA ennþá í neðsta sætí deild- arinnar á meðan Norwich var í Qórða neðsta sætinu og þar af leiðandi ekki í fallsæti. Þessi tvö lið, ásamt Southampton og Crystal Pal- ace, voru einu liðin sem gátu fallið og því ávallt ljóst að aðeins eitt þeirra gæti bjargað sér. Norwich mætti Fulham á útivelli og þar varð snemma ljóst hvert stefndi. Lokatölur urðu á endanum 6-0, heimamönnum í vil og greind- ust tár á vöngum leikmanna Nor- wich áður en flautað hafði verið til leiksloka - svo mikið skömmuðust þeir sín vgena framgöngu sinnar í þessum síðasta leik tímabilsins. Southampton byrjaði feykivel gegn Man.Utd. og komst liðið yfir strax á 10. mínútu með sjálfsmarki Johns O’Shea. Darren Fletcher jafn- aði leikinn tíu mínútum síðar og ljóst var að það jafntefli myndi ekki duga Southamton til að halda sæti sínu. Þegar Ruud van Nistelrooy skoraði annað mark á 63. mínútu var Ijóst hvert stefndi og að það kæmi annaðhvort í hlut WBA eða Crystal Palace að bjarga sér frá fallinu alræmda. Palace lenti undir gegn Charlton á útivelli en náði með mikilli baráttu að snúa leiknum sér í hag. Mörk frá Dougie Freedman og Andy Johnson komu liðinu yfir þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks en á sama tíma kom Kieran Richardsson WBA í 2-0 gegn Portsmouth á heimavelli. Hefðu þetta orðið lokatölur hefði WBA setið eftir með sárt ennið en Iain Dowie og lærisveinar hans í Crystal Palace væru áfram í deild þeirra allra bestu. Á 82. mínútu varð síðan ve'rsta martröð Crystal Palace að veruleika. Jonathan Fortune jafnaði metin fyrir Charlton sem þýddi að allt í einu var WBA komið úr fallsæti. Þrátt fyrir töluverða pressu náðu leikmenn Crystal Palace ekki að jafna metín og öllum að óvörum var það því WBA sem hélt sætí sínu í deildinni á endanum. Einhverjir hefðu bugast Robson átti erfitt með að koma upp orði í allri geðshræringunni í leikslok en hrósaði leikmönnum sínum í hástert. „Við höfum þurft að hlusta á allt þetta tal um að þú getir ekki sloppið við fall ef þú ert á botninum um jól- in. Leikmenn með minni karakter en mínir menn hefðu án efa brotnað. En lærisveinar mínir gerðu það ekki. Þess í stað litum við á þetta sem hvatningu. Við vildum skrá okkur í sögubækurnar og það hefur okkur nú tekist. Trúin fleytti okkur þetta langt og það er stórkostlegt," sagði Robson og „Við höfum þurft að hlusta á allt þetta tal um að ekki sé hægt að sleppa við fall ef þú ert á botninum um jólin." bættí við að hann hefði af fremsta megni reynt að komast hjá því að vita hver staðan væri í leikjum andstæðinganna. „Og það tókst lengst af en þegar ég heyrði fyrir aftan mig í áhorf- endastúkunum að Crystal Palace væri komið yfir þá fór ég að hugsa um að þetta væri ekki okkar dagur eftir allt. En ég vonaði það besta, það eina sem við gátum gert var að vinna leikinn og vona að hin liðin myndu klikka. Það gekk sem betur fer eftir," sagði Robson. Campbell gerði gæfumuninn Jonatahan Greening, leikmaður WBA, hrósaði einum manni meira en öðrum, hinum gamalreynda Kevin Campbell sem fylgdi Robson til félagsins í nóvember. „Hann skoraði þrjú mikilvæg mörk fyrir okkur á þessum tíma, var gerður að fyrirliðanum sem okkur vantaði svo sárlega og hafði gríðar- lega góð áhrif á liðið. Liðsandinn hefur verið einstakur síðustu 3-4 vikurnar og það sáu allir hversu miklu máli það skiptí fyrir okkur að halda sætínu," sagði Greening. „Leikmenn með minni karakter en mínir menn hefðu án efa brotnað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.