Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 39 Hver sigraði Hitler? Menn spyrja að því hvers vegna Rússar bregðist illa við þegar ein- hver fer ffam á að um leið og sigurs- ins yfir Hitler fyrir 60 árum er minnst biðji núverandi ráðamenn þar í landi nágranna sína fyrirgefn- ingar á þeim kárínum sem þeir sættu af hálfu Sovétríkjanna á dög- um Stalíns. Börðust þeir ekki með Þjóð- verjum? Tatjana Tolstaja heitir rússnesk skáldkona sem reyndi að kenna rússneskar bókmenntir við banda- rískan háskóla en gafst upp á því. Ástæðan var sú, segir hún, að bandarískir stúdentar vissu svo lítið um Rússland að það var ekki hægt að útskýra fyrir þeim eitt eða neitt sem í því landi hafði gerst. Þeir vissu ekki neitt um heimsstyrjöld- ina fyrri - og þar með var vonlítið að útskýra fyrir þeim rússnesku byltinguna og áhrif hennar á bók- menntalífið. Þeir fáu sem vissu svo eitthvað um heimsstyrjöldina síðari héldu að í henni hefðu Rússar barist með Hitíer gegn Vesturveld- unum! Á okkar tíma, sem kennir sig ranglega við upplýsingu er líklegt að það litía sem menn telja sig vita um söguna sé komið úr kvikmynd- um og það bandarískum. Og bandarísk ungmenni hafa vanist því að í bíómyndum sem segja bandarískar sögur af átökum við umheiminn sé óvinurinn annað- hvort Þjóðverjar ( í heimsstyrjöld- inni) eða Rússar (eftir stríð). Þetta rennur svo saman í eitt og útkoman er sú að Bandaríkjamenn frelsuðu Evrópu undan Hitler - sem Rússar studdu! Miklar fórnir Þetta dæmi er eitt af mörgum sem stefna í sömu átt og fara afar illa í taugar Rússa. Þeir vilja að al- heimur viti og muni að mestur þungi stríðsins við Hitíer lagðist á herðar þeirra. f Rússlandi biðu her- sveitir nasismans sína stærstu ósigra, þar mættu þær harðastri mótspyrnu. Rauði herinn sovéski glímdi í meira en þrjú ár við þrjá fjórðu alls herafla Hitíers. Rússar og aðrar þjóðir Sovétríkjanna færðu geypilegar mannfórnir í stríðinu - það kostaði 25 miljónir þegna landsins lífið. Það er því von að Rússar séu ekki hrifnir af því að blandað sé saman við þeirra minningarhátíð um sigur í hrikalegustu styrjöld sögunnar óuppgerðum dæmum um afbrot stjórnar Stalíns gegn fólki af öðrum Árni Bergmann segiraðlRússlandi hafi hersveitir nasismans beðið sína stærstu ósigra. Rússar að mesturþungi stríðsins við Hitler lagðist á heröar þeirra. « Kjallari Þeir fáu sem vissu svo eitthvað um heims- styrjöldina síðari héldu að í henni hefðu Rússar barist með Hitler gegn Vesturveldunum! þjóðum, fyrir stríðið, meðan á því stóð eða eftir það. Og þessi við- brögð eru ekki aðeins tengd því að mörgum Rússum finnst sem hið mikla manntjón sem þeir urðu fyrir leyfi þeim að líta smáum augum þrautir annarra í átökum liðinnar aldar. Ljós í mykri sögunnar Rétt er að hugsa til þess, hve erf- ið og dapurleg saga Rússa sjálfra var á næstíiðinni öld. Bylting, borg- arastríð, samyrkjuvæðingin svo- nefnda, hreinsanir Stalíns - og svo á síðustu áratugum hrun Sovétríkj- anna og um margt misheppnuð markaðsvæðing Rússlands - allt tengist þetta í senn mannfórnum og beiskum vonbrigðum. Það er einmitt af þessum sökum sem kannanir leiða í ljós, að „Föður- landsstríðið mikla", eins og Rússar kalla sinn þátt í heimsstyrjöldinni, verður næstum hið eina sem sam- einar minningar landsmanna með jákvæðum hætti. Þótt stríðsárin væru tími gífurlegra þjáninga hafa Rússar ríka tilhneigingu til að minnast þeirra með nokkrum sökn- uði. Þá stóðum við saman! Þá velkt- ist enginn í vafa um það hvað gera yrði, hvað rétt væri og hvað rangt. Þá urðu hvunndagsmenn að sönn- um hetjum sem lögðu allt í sölurn- ar til að við mættum eiga okkur framtíð. Að auki virtist stríðið og sigurinn staðfesta það, að þær miklu fórnir sem rússnesk alþýða hafði áður fært hefðu borið árangur sem yrði upphaf miklu betri tíma. Allt varð þetta hvatning til þjóð- arstolts sem hugsar sem svo: Við tókum á okkur þyngstu höggin þeg- ar öllum heimi lá mikið við að losna undan villimennsku fasismans. Og upp úr þeim þrautum risum við sem mikið stórveldi sem aðrar þjóðir báru óttablandna virðingu fyrir eða töldu sig eiga mikið að þakka. Hátíð án uppgjörs Þessi hugsunarháttur er um margt sjálfsagður. Um leið er hann að því leyti varhugaverður að ráða- menn dagsins geta notað hann til að snúa athygli frá mörgum óleyst- um vandamálum, bæði heima fyrir og í sambúð við önnur ríki. Hann leiðir og til þess, að enn um hríð framlengist sú ringulreið sem við blasir þegar menn skoða hvað Rússar, valdamenn sem valdalaus- ir, hugsa um fortíð sfna, einkum þá tíma sem kenndir eru við Stalín. Skoðanakannanir sýna að Rússar sjálfir eru klofnir í þrennt í afstöðu til þeirra tíma. Einn hlutinn man vel það ógurlega manntjón sem all- ar þjóðir Sovétríkjanna biðu fyrir tilverknað eigin stjórnvalda, Stalíns og manna hans, og telur stjórnarfar hans mesta ógæfu sem yfir landið hefur gengið. Annar, kannski enn stærri, hallast svo að því að Stalín hafi verið mikill og merkilegur leið- togi. Að vísu harðstjóri hinn mestí en um leið einn af þeim Rússakeis- urum sem gerðu ríkið stórt og öfl- ugt - því það var hann sem sat í há- sæti meðan á stóð Föðurlandsstríð- inu mikla! Þriðji hlutinn eigrar svo á milli þessara póla og veit ekki hverju hann vill helst trúa. Þess vegna stendur minningar- hátíð um 60 ára sigurafmæli eins og sér á partí í hugum Rússa, stjórnar- sinna sem stjórnarandstæðinga - og neitar að tengjast við uppgjör við fortíð ríkisins. ÍSi \ / dag ,a "ÆSBs&æ&M ' J AJIhvasst Borg (dag er sniöugt að vera á Austurlandl eða fyrir norðan. Þótt þar verði ef til vill dálltið hvasst mun sólin skína og hitinn stiga upp 115°C. Á Vesturlandi er svalara og líka blautt. m Slödegisflóð 13.41 • Forsetínn flaug til Kína ásamt stórri sveit fylgdar- manna á sunnudag. Fyrirhuguð opinber heimsókn varir að- eins í þrjá daga. Munu Olafúr og hans lið bíða aðra þijá daga eftir því að komast heim því leiguflugið sem fluttí Ólaf og kó til Kína kemur þá til baka með fulla vél af túristum sem munu spranga um götur Reykjavík- ur í vorsólinni. • Nýjasta kvikmynd Dags Kára, Voksne mennesker, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrrakvöld. Tímarit- ið Variety hefur þegar birt dóm um myndina og er kvik- myndagagnrýnand- inn Leslie Felperin ekki ýkja hrifinn. Segir myndina sam- safn af hugmyndum og engu líkara en aðalpersóna myndarinnar viti ekki hvert hún er að fara né heldur hvaðan hún komi. Svart-hvít myndataka og skrýtinn húmor eigi þó vafalítið eftir að skila myndinni inn á fleiri kvikmyndahátíðir. Nóa Albínóa nái hún hins vegar aldrei... • Og það eru fleiri óánægðir með kvikmyndagerðarmenn. Nú hefur umhverfis-og menn- ingamefnd Mýrdals- hrepps ályktað um slæma umgengni kvikmyndagerðar- manna í Lamba- skörðum í sumar. Þar voru á ferð framleiðandinn Friðrik Þór Friðriks- son og leikstjórinn Sturla Gunnars- Bson og fylgdarlið þeirra með Bjólfs- kviðu og skildu þannig við staðinn að valdið hefur áhyggjum í sveit- inni. Hefur sveitar- stjóra í Mýrdals- hreppi verið fahð að bæta þarna þann skaða sem orðinn er í sam- vinnu við heilbrigðiseftirlitið í sveit- inni... • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býr sig tmdir að taka við formennsku í Sam- fylkingunni með því að skokka áÆgisíð- unni í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún hefúr góða skokk- hæfileika og virðist ekki blása úr nös þótt fimmtug sé orð- in. Á meðan lætur össur Skarphéðins- _____________ son sér nægja að ganga á Ástarbrautínni í næsta hverfi þar við... • íslandsvinurinn og Bítillinn Paul McCartney verður á tónleikaferða- lagi um Bandarfkin í haust. Miðarnir voru rifnir út og mun vera uppselt í opinberri miðasölu. Á hinn bóginn er svartur markaður með aðgöngumið- ana líflegur. Paul verður til dæmis með tvenna tónleika í Fleet Center í Boston undir lok september. Miðahákarlarnir eiga enn nokkra miða á besta stað á þessum tón- leikum. Sem út af fyrir sig eru kannski góð tíðindi. En hugsanlega verðið fæli frá. Það er tæpir 1600 dollarar - semsagt 107 þúsund krónur...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.