Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjórar. Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjánsson heima og aö heiman Leiðari ...sorgleg dœmi um hvemig ungir stjórn- málamenn breytast á skömmum tíma í áygga kerfisþjóna. Páll Baldvin Baldvinsson Ungt fólk í jöfiinm takt við kerfið Stundum er sagt að ungum stjóm- málamönnum fylgi ferskir vindar. Nýtt fólk í bæjarmálum em þau Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur og Dagur Eggertsson læknir. Hún er varaformaður Vinstri grænna og formaður umhverfisráðs Reykjavíkur. Hann var óháður ffambjóðandi á Reykja- víkurlistanum - eins og það sé nú hægt - og er formaður skipulagsráðs sömu borgar. Þetta er nýja blóðið í vinstri vængnum. Bæði em þau sorgleg dæmi um hvernig ungir stjórnmálamenn breytast á skömm- um tíma í dygga kerfisþjóna og málsvara fýrir skefjalausa sóun á Vatnsmýrarsvæð- inu. Eða vom þau alltaf svona? Dagur hefur margsinnis lagst í þvælu- kennda réttlætingu á ákvörðun meirihlut- ans um að leggja stór svæði við öskjuhlíð- arfót undir bílastæði og stórhýsi á vegum Háskólans í Reykjavík. Sú ákvörðun mun auka þörf á umferðar- mannvirkjum á svæðinu, kalla á auka- brautir og tengivegi sem mun gera gamla mýrarflákann að samfelldasta malbikaða blettiíborginni. Dagur - hlnn óháði fulltrúi Katrín er nýlega búin að opinbera getu- leysi sitt og þjónkun við áfergjuna í Reykja- víkurlistanum sem gat ekki þolað að bræð- ingur Háskólans í Reykjavík og Tækniskól- ans flytti í Garðabæ. Umhverfísráð hefur bara ekkert með málið að gera. Bæði Qasa þau um að skákimar við Öskjuhlíð hafi verið hugsaðar sem bygg- ingarreitur og leggjast í fagurgala um þekk- ingarþorpið mikla í Mýrinni. Það er engu líkara en samskiptabyltingin hafi skroppið framhjá þeim. Þekkingar- Katrín - varaformaður græna flokksins þorp við Suðurgötu, Urriðaholt, á Akureyri og í Bifröst geta talað margrása saman og í leiðinni við skyld þorp í fjarlægum álfum um net. Það þarf kallfæri en ekki gangfæri. Reykvíkingar vilja fá þetta svæði undir íbúabyggð, ekki hús undir skrifstofur og kennsluhús frekar en er orðið. Því er kraf- an um umhverfismat um þessa ráðstöfun hinna grænu og óháðu sjálfsögð, réttmæt og brýn. Sú krafa verður að vera hávær og hörð svo hún gangi eftir sem allra, allra fyrst. amesi Tvíburarnir og fvljurarffJllílarnamesi þekkja ekki mörkin, þegar þeir ofsækja sér minni máttar. TVfburamirá Asvallagötu (gamla daga kunnu þau hins vegar, þegar þeir öm- uðust við okkur félögun- um. Sama er að segja um of- beldisseggi. í gamla daga slóg- ust þeir fyrir utan félagsheimilin, unz andstæðingurinn var fallinn f götuna. Þá hættu þeir, af þvf að þeir höfðu unnið. Nú til dags byrja lætin fyrst, þegar and- stæðingurinn erfallinn. Þá byrja spörkin f höfuðið og önnur fólska, sem ég fmynda mér, að sé ættuð úr ofbeldisfullum bandarfskum bfómyndum og kvikmyndaþáttum, sem tröllrfða þessu landi. 98töHú&sMia& herra þarf að vakna af draumum um fslenzkan her og fara aö undirbúa lagafrumvarp um breytta meðferð dómsmála og þyngri dóma fyrir stjómlaust of- beldi. Meðal annars þarf að búa til eins konar gæzluvarðhald til að hlffa sam- félaginu við slbrota ofbeldis- mönnum f lausagangi. Akureyr- argengið og Fazmo-gengið leika enn lausum hala eftir játningar sfnar. Hér eiga að vera tii lög, sem loka inni sfbrota- menn í ofbeldismálum, svo að þeir séu ekki úti áður en þeir fara á Hraunið. Bjöm og félagar mega ekki gleyma, að tilgangur ríklsvaldsins er að tryggja öryggi borgara. Óvinum Galloways SfiB©»n hefur bætzt f hóp óvina brezka þingmannsins George Galloway, sem vann milljónir króna f máiaferl- um gegn hinu virðulega dag- blaði DailyTel- egraph. Allar ásakanir blaðsins um stuðning þing- mannsins við Saddam Hussein gegn greiðslum reynd- ust vera rangar. Eftir dóminn hafa fleiri gögn til stuðnings Galloway komiö f Ijós. Galloway hefur samt verið hundeltur af álitsgjöfum í Bretlandi, var rek- inn úr flokki krata, en náði eigi að síður kjöri sem óháður fram- bjóðandi f kosningunum um daginn. Egill kallar stuðning við Galloway verstu tegund af vinstri absúrdisma. Ur aldingarðinum Eden ÞÆR FRÉTTIR BÁRUST um Suður- land í gær að Eden í Hveragerði væri til sölu. Þar hefur Bragi Einarsson rekið gróðurparadís og veitingasölu án hliðstæðu um 48 ára skeið sem nú sér fyrir endann á. Bragi byrjaði á einni gukót sem hann ræktaði sjálf- ur og á þeirri gulrót byggði hann veldi sitt sem lengst af malaði gull og færði köldum gestum yl og yndi þeg- ar inn var komið. ÞAÐHLÝTURAÐ vera eftirsjá að stað eins og Eden í Hveragerði þó engu sé um það spáð að staðurinn hverfi þó Bragi selji. Eden var bam síns tíma þangað sem fólk sótti í bfltúr til að komast í hita og raka sem vand- fundinn hefur verið hér á landi frá upphafi byggðar. Helst er það í gufu- böðum sundlauganna sem fólk kemst í snertingu við hið raka og heita loft sem öllu lífi er svo nauð- synlegt. En að geta sameinað það aílt í veitingarekstri og kjarngóðum bissniss er afrek sem lengi verður í minnum haft. Nú eru íslendingar farnir að fljúga tilsól- arlanda eins og menn óku óður austur fyrir fjall til að komast í yl- inn í Eden. Fyrst og fremst BRAGI LÉT SÉR sér ekki nægja að selja suðræn sólblóm, nýjar gúrkur og minjagripi með gjósandi hverum. Hann rak einnig umgangsmikið og velþekkt gallerí sem sýndi þá hst sem fólkið vildi kaupa og hengja upp á vegg í stofunum heima. Steingrím- ur heitinn Sigurðsson sýndi ekki sjaldnar en fimmtíu sinnum hjá Braga í Eden og seldi ahtaf aht sem í boði var. ÞAR V0RU málverkasýningar sem var gaman að heimsækja. Ekki að- eins vegna listarinnar sem þar var hengd upp heldur og ekki síður vegna gestanna sem þar mættu til að skoða og kaupa af listamannin- um. Á gestalistanum í Eden sann- aðist það sem Steingrímur sjálfur hélt fram þar til yfir lauk; að menn væru annað hvort skemmtilegir eða leiðinlegir. Ekki góðir eða vondir. EDEN VAR 0G ER nefiúlega skemmti- legur staður þó harm sé ekkert sér- staklega góður í skilningi eilífrar hstar og veitinga svona almennt séð. En nú eru íslendingar famir að fljúga til sólarlanda eins og menn óku áður austur fyrir fjall til að komast í ylinn í Eden. AUt er í heiminum hverfult; í aldingarðinum Eden eins og annars staðar. Um það má meira að segja lesa í Bibh- unni.e/>@di/./s Bragi í Eden Færðilands mönnum hita ogyl fyrir daga sólarlandaferðanna. Jón í vatninu Mæður styðja Ingibjörgu í fréttaskeytum sem send hafa verið frá kvik- myndahátíðinni í Cannes kemur fram að athafnamaðurinn Jón Ólafsson fari þar um á hjólavögnum og selji ís- lenskt vatn á flöskum. Öðruvísi okkur áður brá. Þá var Jón meðal hinna frægu og ríku í Cannes oggerði samn- inga sem hlupu á ótal dollurum og evrum eftir því við hvern var Jón Ólafsson Efeinhverá eftir aö selja íslenskt vatn I flöskum af einhverju viti þá erþaðJón. að skipta. frækinn i Það að Jón Ólafsson sé kominn í vatnið er í raun frábært, hvernig sem á það er litið. Jón byrjaðiá botninum og vann sig upp á topp- inn. Hann á eflaust eftir að gera það aftur því ef einhverjum á eftir að takast að selja íslenskt vatn á flösk- um af einhverju viti þá er það Jón Ólafs- son. Það myndi að- eins endurspegla Jón Gunnar Hannesson læknir kom fram í Mogganum okkar í gær og lýsti yfir stuðningi við Össur Skarphéðinsson. Jón starfar í Félagi ábyrgra feðra og orð Össurar um föðurhlutverkið hafa huggað Jón. Össur er að mati Jóns sá stjórn- málamaður sem hefur sýnt ábyrg- um feðrum hvað mestan skilning í baráttu þeirra fyrir jafnrétti. „EfBirta væri tekin úr lífi tm'nu yrði svart myrkur eftir," vimar Jón Gunnar í össur Skarphéðinsson. Allir feður, forsjárlausir eða ekki, geta skilið þessi orð. En mæðumar Össur Skarphéðinsson Nýturstuðnings frá Jóni I Félagi ábyrgra feðra. styðja Ingibjörgu. Svo einfalt er það. Og í augnablikinu hafa þær forræðið og um leið vinninginn. Svo Ingbjörg vinnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.