Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 Fréttir DV Unglambið dæmt Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Andra Má Gunnarsson fyrir að keyra bifreið, sviptur öku- rétti, í síðasta mánuði. Andri er betur þekktur sem „unglambið" á Litía- Hrauni. Hann hefur marg- sinnis verið dæmd- ur fyrir þjófnaði og auðgunarbrot þrátt fyrir ungan aldur, 19 ára. Andri Már sagði í viðtali við DV, síðast þegar hann sat inni, að hann þjáðist af of- virkni og athyglisbresti og lofaði bót og betrun. Andri þarf að greiða 300 þúsund krónur í sekt eða fara aftur í fangelsi. bruni á Broadway Tilkynnt var um að eld- ur hafi komið upp í Broad- way í Hótel íslandi um klukkan hálfiimm í gær- morgun. Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var kallað á staðinn. Þegar slökkvilið- ið kom á staðinn hafði vatnsúðunarkerfi staðarins séð um að slökkva eldinn. Eftir upplýsingum frá slökkviliðinu leiddi athug- un í Ijós að kviknað hafði í út ffá rafmagnstöflu á stóra sviðinu. Vinnu lauk ekki fyrr en um hálf tíu í gær- morgun. Að sögn Arnars Laufdal, framkvæmdastjóra Broadway, eru skemmdir litíar og engin truflun verð- ur á starfsemi staðarins. Davíð ávarpar Evrópuráðið Davíð Oddsson utanrík- isráðherra flutti ræðu á fundi Evrópuráðsins í Var- sjá á mánudag. Þar sagði hann meðal annars að Evrópuráðið yrði að halda áfiram að leggja áherslu á meginmarkmiðin sem væru að virða lýðræði, mannrétt- indi og lög og reglu. öll önnur starfsemi hljóti að mæta afgangi og sé því einungis réttlætanleg að hún styðji þessi lykilat- riði starfseminnar. Þá sagði Davíð íslendinga styðja þær tillögur sem fram hafa komið um að straumlínu- laga starfsemi Evrópuráðs- ins til að mæta kalli tímans. Hjónin Ólöf Vala Ingvarsdóttir og Helgi Áss Grétarsson skákmeistari hafa verið of- sótt ítrekað af geðveikum manni sem meðal annars hefur hótað þeim lífláti. Hann var dæmdur í hálfs árs nálgunarbann vegna ofsókna í september en hefur rofið nálgunarbannið tvisvar. Nú er nálgunarbannið runnið úr gildi og hjónin geta ekk- ert gert rekist þau á manninn aftur. Páll Þórðarson Hefurltrekað ógnað barnsmóður sinni og sambýlismanni hennar. Braut nálgunarbann með ógnunum en segist hafa viljað friðmælast. „Hann sagðist hafa þekkt mig á fótatakinu." Páll Þórðarson á við geðræn vandamál að stríða. Hann hefur stundað ofsóknir á hendur skákmeistaranum HelgaÁss Grétars- syni og sambýliskonu hans, Ólöfu Völu Ingvarsdóttur, sem á þrjú börn úr fyrra sambandi við Pál. í gær var tekið fyrir mál gegn Páli, sem hefur í tvígang rofið hálfs árs nálgunarbann sem parið fékk sett á hann. Páll hefur meðal annars skorið á hjólbarða og hótað Helga lífláti. Hann var dæmdur í nálgunarbann í september á síðasta ári sem ekki virðist duga. Fór að hágráta Ólöf Vala var á gangi með barna- vagn á horni Hofsvallagötu og Nes- haga í nóvember síðastliðnum þegar hún skyndilega heyrði einhvem hlaupa á eftir sér. Hún sneri sér við og sá þar Pál. í skelfingu sinni hljóp hún yfir götuna og Páll elti hana, greip í barnavagninn og sagðist vilja ræða málin. „Ég varð mjög hrædd að sjá hann þarna, fór að hágráta og fékk mikinn hausverk," sagði Ólöf Vala í héraðs- dómi í gær. Ólöf hlustaði ekki á það sem Páll sagði og ætíaði að kalla á hjálp en fékk sig ekki til þess. Fljót- lega stoppaði bfll og eldri kona skarst í leikinn. Þær gengu í burtu og Ólöf hringdi í sambýlismann sinn, Helga Áss, sem lét lögregluna vita. Þekkti mig á fótatakinu Lögreglan og skákmaðurinn mættu á svæðið en þá var Ólöf búin að róa sig örlítið og Páll horfinn á braut. Ólöf Vala segir Pál hafa verið mjög ógnandi og hún hafi óttast að hann færi að ofsækja fólk að nýju. Páll hefur hins vegar haldið sig ffá Ólöfu og ekki haft í hótunum síðan í þetta skipti í nóvember. Páll sagði fýrir dómi í gær að hann væri mjög nærsýnn og hefði því ekki hafa getað séð Olöfuyfir götuna. „Hann sagðist hafa þekkt mig á fótatakinu," sagði Ólöf Vala við þessari fullyrðingu Páls. „Ertu hræddur við mig?" Þann 9. desember var nálgunar- bannið ennþá í gildi og Helgi var að fara með fimm ára dóttur sína á leik- skólann Laufásborg. „Ég legg bfln- um og geng í átt að leikskólanum. Skyndilega sé ég Pái hinum megin við götima, þar sem hann labbar í gagnstæða átt við mig,“ sagði skák- meistarinn í gær. Daginn áður hafði Helgi fengið ábendingar ffá lögregl- unni og þegar Páil kom auga á Helga sneri hann við og elti feðginin. „Þá hringi ég í neyðarnúmerið og hleyp á bak við hlið á leikskólanum þar sem tvær konur voru á spjalli," útskýrði Helgi í gær. Páll hafði í hót- unum við Helga meðan sá síðar- nefndi talaði við lögregluna: „Ertu hræddur við mig? Hættu þessu veseni!" Nálgunarbannið runnið út Bekkjarfélagi Helga úr Verzlunar- skólanum átti leið hjá og stóð við hlið skákmannsins þar til lögreglan kom. „Maður var nokkuð hræddur, sérstaídega eftir að hafa fengið þess- ar aðvaranir frá lögreglunni, dóttur minn leið líka iila meðan á þessu stóð,“ sagði Helgi Áss í gær. Páll sagðist hafa rekist á Helga í Bergstaðastrætinu og reynt að fiið- mælast við hann. Nágranni Páls mætti einnig í gær og sagði hann tala ffekar hátt, hann væri heymarlaus á öðru eyra og ætti í stöðugum deilu við fólkið í húsinu. Jón Magnússor lögmaður Páls tók skýrt fram Helga að nálgunar- bannið væri ekki lengur í gildi. Helgi og Ólöf Vala geta því ekk- f ert gert ef þau rekast á manninn sem hefur ofsótt og hótað að myrða Helga. Helgi Áss Grétarsson Fékk nálgunarbann á Pál sem raufþað með þvfað ógna skákmeistaranum sem var á leið með dótt- ur sína á leikskólann. Hrinq eftir hring í hrærivél Svarthöfði vissi ekki hvað hann átti að halda þegar hann las frétt í blaðinu í gær um tvíbura- bræður á austanverðu Seltjarnar- nesi sem tróðu sex ára dreng ofan í öskutunnu við prjónastofuna Iðunni. Óþverraskapur sem á ekki að líðast. Svona gera menn ekki. Það á ekki að setja sex ára drengi ofan í öskutunnu og loka svo fýrir. Margt rann í gegnum huga Svart- höfða við lestur fréttarinnar. Reynd- ar rifjaðist upp fyrir honum atburð- ur í æsku sem aldrei lenti á síðum h 'w Svarthöfði dagblaðanna en hefði þó átt að gera ef tískan þá hefði verið sú hin sama ogídag. Þannig var mál með vexti að ung- ur réð Svarthöfði sig í byggingar- vinnu í einu úthverfa Reykjavíkur sem nú er allt að því komið niður í miðbæ. Þarna mætti Svarthöfði á hverjum morgni klukkan sjö með nesti ffá mömmu og hélt að hann ætti að fara að naglhreinsa sem er lfldega leiðinlegasta starf í heimi. Hvernig hefur þú það „Ég hefþað ofsalega fínt/segir Freydís Jónsdóttir, hönnuður og eigandi Gallerýs Freydísar.„Þetta er álagstími hjá mér og ég sit bara og sauma sundföt á allar konurn- ar sem eru að fara út í sumar og ætla að vera rosalega flottar f sumarfríinu. Maður reynir að njóta veðursins meðan það er svona gott og nú er ég að njóta þess út um gluggann." Það þótti vinnufélögum Svarthöfða lflca því þeir létu það verða sitt fyrsta morgunverk að troða Svarthöfða inn í steypuhrærivél sem þarna var í notkun og láta hana snúast með Svarthöfða nokkra hringi í morg- unsárið. Þessu gleymir Svarthöfði aldrei en hafði þó ekki uppburði í sér tii að kvarta, hvað þá að hringja í blaða- mann. Steypuhrærivélin virkaði þannig að fýrst snerist hún í fjóra hringi réttsælis og síðan aðra fjóra rangsælis. í minningunni finnst Svarthöfða eins og hann hafi byijað hvem dag á því að snúast minnst fimmtíu hringi frarn og til baka í hrærivélinni undir hlátrasköllum smiðanna sem fylgdust með. Og þeir höfðu ástæðu tii að hlæja því þegar Svarthöfði loks slapp út úr hrærivél- inni var hann svo ruglaður að það var hægt að láta hann gera hvað sem var. Skemmtilegast þótti smiðunum þó að láta hann ganga í næstu hús og til- kynha íbúðum að það væm komin jól þó miður júlímánuður væri. Þetta líður Svarthöfða aldrei úr minni og rifjaðist allt upp við lestur fréttarinnar um tvíburana á austan- verðu Seltjamarnesi sem lokuðu sex ára dfeng ofan í mslatunnu við prjónastofuna Iðunni. Svarthöfði \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.