Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 Fréttir DV Thanh Viet Mae og dóttir hennar Krist Kona féll af svölum Séð yfir höfnina í Neskaupstað Kona féll mður afþríðju hæð i blokk I Neskaupstað u. hA^aí^Ún fél1 niður á ste'nsteypta brún og það þykir mikið mildi að hún lifði fallið af. 195/50R15 mí 7.548 205/55R16 mí 9.775 205/45R17 nú 11.815 225/45R17 nú 13.885 235/40R18 #11/ 19.125 255/35R18 nú 22.185 Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 Ef þú kemur með bílinn í smur hjá Bílkó færðu 25% afsláttafvinnu! 'W Léttgreiðslur BUIKO - Betri verd! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Djamm sem endaði illa Ökubanná Borðeyri Hreppsnefnd Bæjarhrepps hefur ákveðið að banna umferð við grunnskólann á Borðeyri á Ströndum á skólatíma. Að sögn Ragnars Pálmasonar oddvita Bæjarhrepps er þetta ekki vegna kvartanna heldur er ákvörðunin tekin með hugcurfarinu „allur er varinn góður“. Ragnar segir þetta þó meira tiimæli til ökumanna en blátt bann og að þetta sé ekki nýtt af nálinni. Fyrir nokkrum ánim hafi sama regla verið höfð. Skólastarf lá hins vegar niðri um tíma, samkvæmt Ragnari, og nú eftir að það sé hafið aftur hafi verið ákveðið að taka tilmælin upp aftur. Björn fær á baukinn Lögfræðingur Frakkans Francois Luic Scheefer hefur sent Bimi Bjarna- syni dómsmála- ráðherra formlegt bréf í tengslum við heiftúðlega forræðisdeilu hansogkonu hans Carolyne Lefort. Francois var fyrir skemmstu dæmdur hér á landi fyrir að hafa rænt bami sínu og Carolyne Lefort og farið með til Frakklands. í bréfi lög- fræðingsins segir hann að þar sem bæði hjónin og barnið séu franskir ríkis- borgarar sé það franskra dómstóla að fjalla um málið. íslenskir dómstólar hafi því hunsað alþjóðalög. Sofandi selur Tilkynning um ósjálf- bjarga sel barst lögreglunni á Selfossi um hádegisbilið á annan dag hvítasunnu. Sel- urinn sást í fjörunni fyrir neðan veitingastaðinn Haf- ið bláa hafið sem er vestan megin við Ölfusárós. Þegar lögreglumenn bar að garði kom í ljós að ekkert amaði að selnum. Hann hafði ein- ungis lagst til hvílu í fjöru- borðinu og hélt til hafs um leið og hann varð var mannaferða. Sorgin er mikil hjá fjölskyldu Vus Van Phong, sem myrtur var á sunnudaginn. Ekkja hans, Thanh Viet IVlae, ber barn hans undir belti og segist kvíða framtíðinni. Fjölskylda og vinir hins látna segja hann yndislegan mann sem verði sárt saknað. Kvíöir iramtinni eftir moröiö á eininmanni sínum 28 ára gömul kona féll af svölum á þriðju hæð húss í Neskaupstað um helgina. Málavextir voru þeir að hún kom heim af skemmtistað seint á að- fararnótt mánudagsins og áttaði sig þá á því að hún var lyklalaus. Hún komst þá inn í mannlausa ólæsta íbúð og fór út á svalimar og gerði sig lfldega til að klifra yfir á sínar svalir. Við þessar aðfarir féll hún sjö metra niður á steyptan kant. Að sögn lögreglunnar í Neskaup- stað var hún ölvuð þegar slysið átti sér stað og því hefur- dómgreind hennar verið skert. Þessar svalir séu þannig staðsettar að ógjörningur er að klifra á milli þeirra. Vitni að at- burðinum segir það vera kraftaverk að konan hafi lifað fallið af, en hún var flutt mikið slösuð á bráðamót- töku. Eftir aðgerð var hún flutt með sjúkraflugi til Reykjavflcur þar sem htin var enn á gjörgæslu seinnipart- inn í gær. Ekki fengust upplýsingar um Kðan konunnar en samkvæmt heimildarmanni leit ástandið betur út en í fyrstu var talið. Konan sem er grænlensk hefur búið hér á landi í nokkur ár og vinnur í fiskvinnslunni Tandrabergi. „Þetta hefur verið erfitt en á eftir að verða enn verra,“ segir Thanh Viet Mae um sorgina sem hún hefur upplifað síðustu daga og framtíðina sem nú tekur við. Eiginmaður hennar og barnsfaðir, Vu Van Phong, var stunginn til bana á sunnudagskvöldið vegna þess að hann ávarpaði sér eldri mann ekki á réttan hátt. í lítilli blokkaríbúð í Breiðholt- inu hefur verið komið upp minningaraltari. Þetta er gert til að minnast húsbóndans, Vus Van Phong, sem myrtur var á kaldrifjaðan hátt á sunnudag- inn. Nú situr ekkja hans ein eft- ir í íbúðinni ásamt föðurlausri þriggja ára dóttir sinni Kristínu. Ekkjan gengur með barn látins eiginmanns síns undir belti. Minningaraltarið er útbúið í samræmi við búddisma Viet og fjölskyldu hennar. Reyk- elsi, ávöxtum, víni og pening- um hefur verið komið þar fyr- ir samkvæmt venju. Ljósmynd af hinum látna í fallegum rarnma er í for- grunni. Kvöldið örlagaríka Síðustu dagar Thanh Viet Mae, eða Viet, hafa verið hrein martröð. Hún fór ásamt manni sínum Phong og dóttur í heim- sókn í HKðarhjallann síðastliðið sunnudagskvöld og snæddi mat ásamt fleira fólki. Maður hennar lenti í rifrildi við annan mann, Tién, sem virðist hafa móðgast þegar hann var ekki ávarpaður á réttán hátt. Tién elti eigin- mann Viet inn á bað og stakk hann í brjóstið. Vu Van Phong lést skömmu síðar. Veit ekki hvað tekur við „Maðurinn minn var allt það sem eiginkona gat óskað sér," segir Viet. „Hann var „Öll fjölskyldan og allir vinir okkar hafa grátið síðan hann dó.‘ góður við dóttur okkar, vann mikið og hjálpaði við heimilisstörfin. Hann var tilfinningarfkur og öllum góður. öll fjölskyldan og allir vinir okkar hafa grátið síðan hann dó.“ Foreldrar Viet búa í Víemam og því stendur þessi 27 ára stúlka ein á báti eftir morðið á eiginmanni henn- ar. „Ég veit ekki hvað við gerum nú," segir hún og horfir í átt til dóttur sinnar Kristínar sem leikur sér í horninu eins og hún viti Ktið af sorginni sem ríkir á heimili henn- ar. Yndislegur eiginmaður Frænka Viet, sem hefur verið henni stoð og stytta síð- an á sunnudagsnóttina, segir að Viet hafi oft verið við það að missa vitið af sorg. Hún hafi rifið hár sitt og hágrátið síðan hinir hörmulegu atburð- ir áttu sér stað. Fjárhagsleg framtíð Ktíu fjölskyldunnar í Austurbergi er nú í uppnámi. Viet, sem á von á barni, kvíðir því að geta ekki séð fyrir Ijöl- skyldu sinni. Hún vinnur í efira- lauginni Björgu í Mjódd. Það gerði Phong líka en Sigurður Jónsson vinnuveitandi þeirra fór fögrum um þau bæði og sagði að Phong hefði verið sér sem sonur. Vinir Phongs hafa sameinast Viet í sorginni. Þeir lýsa honum sem yndislegum manni, hvers manns hugljúfi. Hann hafi verið góður faðir, eiginmaður og hans verði sárt saknað af öUum sem þekktu hann. Safnað fyrir u DV Eefur stofiiað söfnunar- reikning fyrir Viet og fjölskyldu hennar. Reikningsnúmerið verður auglýst á visi.is og í DV á morgun. Erfiðir tímar eru framundan hjá Viet og Kristínu dóttur hennar og hvetur DV aUa sem vettíingi geta valdið að leggja henni Uð. Hvað liggur á? „Mér liggur á að sjá allar sið- ustu leiksýningar vetrarins núna og svo eru líka nýjar að bætast við/'segir Vilhjálmur Hjálmarsson leikari.„Ég fór á föstu- dags- kvöldiö á Riðið inn í sólarlag- iö sem er ekki um hesta- mennsku. Ég er svo að horfa fram á sólina I sumar og stefni á að kveöja nokkur kíló i leiöinni, enda tími til kom- inn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.