Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 Sálin DV m Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú get- ur sent þeim bréf á kaerisali@dv.is. Gerðu þér greiða og fyrirgefðu Það er ekki bara guði þóknanlegt að fyrirgefa öðrum heldur er það lika gott fyrir andlega og líkamlega heilsu, ef marka má grein sem nýlega birtist í tímaritinu Harvard Women’s Health Watch eða heilsuvakt Harvard- kvenna. í greininni eru taldir upp kost- ir þess að fyrirgefa þeim sem hafa gert þér rangt til, en það er ekki hugsað í þeirra þágu, heldur þína. Fyrirgefning dregur nefnilega úr stressi, reiði, kem- ur jafrtvægi á blóðþrýstinginn og svitamyndun auk þess sem það slakn- ar á spenntum vöðvum. Það er því í eigin þágu sem þú ættir að fyrirgefa og gleyma syndum annarra. srnþú veist ekkiumástim Ástog umhyggja i,Áitlner«tnso0 Sfikkulaði Þegarfólk verður ástfangið hefur það áhrif á þann hluta heilans sem eykur fram- leiðslu dópamlns en það efni veldur fíkn. Að borða súkkulaði hefur áhrif á sömu heila- stöðvar og þess vegna er svona erfitt að fá sér bara einn mola. a, ÞW flnnur þHð & lyktlriril Konur geta runnið á lyktina af mönnum sem hafa góð gen til barneigna. Sérstaklega laðast þaer að mönnum sem hafa gen ólík þeirra eigin og minnkar það Ifkur á heilsufarsvandamálum afkvæmanna. I. Hjótmbtmil fyrlr gttöhttlliuns Hjónaband gerir fólk ekki geggj- að eins og margir halda, heldur er það gott fyrir geðheilsuna og minnkar þunglyndi. Að vera hluti af þeirri heild sem hjóna- bandi er aetlað að vera, reynist ýta undir sjálfsvirð- ingu og tilgang hjá mörgum. 4, t iltrtifllsg hr«y*tl Fólk f hjónabandi er Ifkamlegá heilsuhraustara en þeir sem eru einhleypir.Ónæmiskerfi þeirra er sterkara og það fær sjaldnar kvef og flensu. Aftur á móti þarf hjónabandið að vera hamingjurfkt til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. rt.Olftureðrt rlkutl Það er gott að vera rlkur en ham- ingjurlkt hjónaband er „ gulls (gildi.Gott hjóna- fy band mun veita ánægju á sama kvarða og 6 milljón króna kaupauki á ári. ' ð, KnUs frá pábbrt Lfkamleg snerting feðra við börn sfn hefur góð áhrif á þá. Testósterónmagnið í líkama þeirra lækkar og þeir finna meiri þörf fyrir ná- lægð. Knús lækkar einnig blóðþrýsting og minnkar stress hjá báðum aðilum. , f 7, Ast ag gfelúdýr Nálægð 11> & við gæludýr getur lækkað blóðþrýsting og minnkað einmanakennd. Ýmislegt bendir Ifka til að sam- skipti manna og dýra auki framleiðslu „gleðihormóna" Ifkt og serótóníns og minnki fram- leiðslu streituhormóna. Sæl veríð þið! Ég veit að þeg- ar fólk lendir f innbrotum er eðlilegt að því líði mjög illa á eftir, frænka mín lenti í einu í fyrra og líður hræðilega. Hún hefur verið að spyrja mig hvort hún eigi að fara til sálfræðings og hvað fleira sé hægt að gera, hvað flnnst ykkur um það? Kveðja, Signý. Sæl Signý! Flestir ganga í gegnum einhver óþægindi eftir innbrot, en það er þó mismunandi eftir fólki og eðli innbrotsins hversu mikil óþægind- in eru og hversu lengi þau vara. Fyrstu viðbrögð eru oft þau að eiga erfitt með að trúa að innbrot hafi átt sér stað, sem þróast oft yfir í mikla reiði, pirring og hræðslu. Sumir eru alveg rólegir í fyrstu, á meðan einstaka fólk fær mjög mik- ið áfall. Þessum viðbrögðum eftir inn- brot hefur verið skipt niður í þrjú stig, það fyrsta á sér stað fyrstu dagana eftir innbrotið og þá eru viðbrögðin t.d. hræðsla og margir upplifa þá tilfinningu að innbrotsþjófurinn hafi þröngvað sér inn í einkalíf og friðhelgi þeirra. Á þessu stigi á fólk oft erfitt með að losna við hugsunina um inn- brotið úr huga sínum. Um 65% finna ennþá fyrir þessum tilfinn- ingum 4-10 vikum seinna auk þess að finna fyrir stöðugu öryggisleysi. Lítill hluti fólks missir almenna trú á fólki yfirleitt, á í miklum svefnerfiðleikum og finnst allar eigur sínar vera skítugar og ógeð- felldar. Á þessum tíma er fólk á svokölluðu miðstigi, það reynir að ná stjórn aftur með því að vinna með lögreglunni, komast að því hverju var stolið, fá bætur frá trygg- ingafélagi, setja upp lása, króka og viðvörunarkerfi svo eitthvað sé nefnt. Á þessum tíma er líka leitað leita skýringa á verknaðinum, t.d.: Af hverju braust innbrotsþjófurinn inn? - Af hverju ég? - Af hverju braut hann hluti eða ekki? - Af hverju tók hann þetta og ekki hitt? Fólk fer oft að gruna alla í kring- um sig, vini, blaðberann, sölu- manninn sem kom í vikunni áður, osfrv. og finnst jafnvel að allir í kringum sig hafi slæmar fyrirætl- anir, þ.e. hafi áform um að gera þeim eitthvað slæmt. Þriðja stigið er svo þegar fólk reynir að koma lífi sínu aftur í eðlilegt horf, t.d. með því að fara í burtu af heimilinu í styttri og lengri tíma. Tilfinningatengsl Þegar skoðað er hverjir eiga erf- iðara með að komast yfir atburð eins og þennan virðist það oft vera fólk sem fyrir innbrotið fann meira fyrir ákveðnu öryggisleysi en aðrir, eins og t.d. þeir sem búa einir, ekkjur og ekldar, osfrv. Það fer líka eftir innbrotinu sjálfu, t.d. hefur það meiri áhrif ef hlutum sem tengjast tilfinningum er stolið en dýrum hlutum. Stór ástæða þess að innbrot á heimili geta valdið mikl- um andlegum erfiðleikum er að heimilið er staður sem við tengjum við öryggi. Við ráðum hverjir koma inn á það og hverjir ekki, heimilið er okkar einkasvæði tengt minning- um og tilfinningum og þegar brotist er inn missum við oft þessa tilfinn- ingu um öryggiskennd sem heimil- ið á að veita okkur og einkamál okk- ar virðast orðin opin almenningi. Öryggisleysið tengist oft líka því að þótt flest innbrot eigi sér stað þegar enginn er heima og án ofbeldis, tengir fólk innbrot mjög oft við eitthvað sem gerist þegar það er sofandi og vamar- laust og í huganum ímyndar fólk sér oft að innbroti fylgi ofbeldi af hendi innbrotsþjófsins. Virkar vel að gera grín Það getur verið einstakling- bundið hvað þarf til að fólk finni fyrir öryggi aftur og nái að vinna sig frá áhrifum innbrotsins. Það sem oft virkar best er að gera ráðstafan- ir til að gera heimilið öruggara og tryggja sig betur fyrir innbrotum, hvort sem um er að ræða lása, tryggingar, meira eftirlit eða annað. Auk þess virðist það virka vel að gera smá grín að atburðinum, skoða vel hvaða áhrif innbrotið hafði á aðra meðlimi fjölskyldunn- ar og reyna að finna jákvæðni f þessari neikvæðu og erfiðu reynslu svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög mikilvægt að fá stuðning frá vinum og Qölskyldu og að allir vinni saman að því að koma lífinu í fastar skorður aftur. Það er mikilvægast að hver og einn finni út fyrir sig hvað veitir meiri öryggis- kennd þannig að hægt sé að fara að lifa lífinu aftur án þess að finna fyrir stöðugum kvíða og hræðslu. Þann- ig að það er engin spurning að mörgum líður illa eftir innbrot og ég hvet þig til að styðja þessa hug- mynd um að hún leiti sér aðstoðar og nýti þá ráðgjöf í að skoða jafnvel fleiri úrræði til að líða betur. Gangi þér vel! Bjöm Haiðarson sálfræöingui. 8. Kyflllf ýriglr Kynlíf 4-5 sinnum f viku og þú gætir litið út fyrir að vera 10 árum yngri en sá sem fær það bara tvisvar.Ástæðan mun vera losun efna við kynlff sem gerir fólkið unglegra. 1Öi ÁStiri éf eltúrlýf Ef höfuðverkur hrjáir þig er fátt betra en að smella sér f rúmið með manninum sem þú elskar, þvf það linar verkinn um leið. Ekki er verra að við kynlíf streymir endorffn ( 200% meira magni en vanalega og veldur gleðivímu. 9, Sfráknr og stéipumyml fi Ef þú vilt tæla manninn f rúmið skaltu leigja stelpumynd frekar en hasarmynd, því hún mun frekar vekja upp róman- tfskar hugsanir. Yfirmenn sjúkrastofnana í Malaví hafa þungar áhyggjur af tregðu ófrískra kvenna við að fara í eyðnipróf. Um 14% fullorðinna í landinu eru eyðnismituð sem ger- ir Malaví að því landi þar sem einna flestir í heiminum eru smit- aðir. Fordómar þar eru gríðarlegir og eru margir þeirra sem greinst hafa með eyðni útskúfaðir af sam- félaginu. Við þetta eru konurnar hræddar og þær sem taka áhættu og fara í próf segjast sjaldnast mönnum sínum frá því af ótta við barsmíðar eða skilnað. Haft er eftir Edwin Bakali, yfirmanni heilsugæslunnar í Thyolo, að ráð- ist hafi verið á flestar þær konur sem koma í próf og einnig sé mjög algengt að eiginmenn þeirra skilji við þær. Ófrískum konum er gefið lyfið Nevirapine sem hindrar smit frá móður til barns. Þrátt fyrir að. boðið hafi verið uppá þessi lyf ókeypis eru fordómarnir það miklir að einungis lítið brot kvenna þiggur þjónustuna. Flest- um þeirra kveima sem neita lyfja- þónustu er boðið uppá hana aftur rétt fyrir fæðingu en fæstar þiggja hana. Þetta ástand gerir það að verkum að heilbrigðisyfir- völd telja fordómana það gríðar- lega að þeir grafi undan baráttu þeirra við þennan landlæga sjúk- dóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.