Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 21
20 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 Útivist & ferðalög DV I DV á miðvikudð Útívistarræktin-Mávahlíðar með Útivist Hópurinn hittist við Toppstöðina við Elliðarárdal og ekið verðu á eigin bflum út úr bænum. Gengið verður á Mávahlíðar sem eru við norður- enda Núpshlíðarháls í framhaldi af Fíflavallafjalli. Gengið úr Móhálsadal. Vegalengd 5-6 km. Hækkirn 50-100 m. Þátttökugjald er ekkert. Útívistarræktin - gengið út að Ægisíðu með Útívist Á fimmtudögum kl. 18.00 er farið frá bflastæð- inu þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur var í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undirÆgisíðu. Farið er sömu leið til baka og gönguferð- in tekur rúma klukkustund eins og á mánudögum. Hjólaræktin - Básar með Útívist Hjólaferðin í Bása er árlegur viðburður á vegum Útívistar. Farið verður á eigin bflum að Stóru-Mörk en þaðan verður hjólað inn eftír. Brottför frá Stóru-Mörk kl. 10.00. Það þarf að greiða fyrir gistingu annaðhvort í skála eða tjaldi og fyrir flutning. Bókim á skrifstofu Útivistar Laugavegi 178 í síma 562-1000. Áætluð lengd ferðar er um 25 km. Skíða- og gönguferð á Ok með Ferðafélagi íslands. Dagsferð. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 og ekið þaðan norður á Langahrygg á Kaldadal og gengið þaðan á Ok. Fararstjóri er Pétur Þorleifsson. Þátttökugjald er 5.400/6.000 krónur. Brennisteinsfjöll- Vörðufell með ÚtívisL Brottför klukkan 10.30 frá BSÍ. Frá Bláfjallavegi verður haldið upp í Grindaskörð og gengið meðfram Draugahlíðum þar til komið verður í Náma- hvamm. Þar eru minjar um brennisteinsnám sem skoski efnafræðingurinn Paterson stóð fyrir á árunum 1876 - 1885. Gengið verður eftir Brennisteinsfjöllum á Vörðu- fell. Leiðin liggur svo vestan við Sandfjöll og niður hjá Lyngskildi. Vegalengd 18 km. Hækkun 400 m. Göngutími 7 - 8 tímar. Verð 2400/2900 kr. 10 flottustu hótel í heimi Ferðatfmaritið Condé NastTraveller velur árlega flottustu hótel I heiml. f ár eru 60 hótel á listanum sem staðsett eru 126 löndum. Hér gefur að llta lista Condé Nast Traveller fyrir 15 efstu hótelin árið 2005. 1. Amankora, Paro, Bútan. 2. Bab Al Shams Desert Resort &spa. Uae, Dubai. 3. Bulgari Milano, Milanó, Itallu. 4. Capella Lodge, Lord Howe Island, Ástrallu. 5. Casa Camper, Barcelona, Spáni. 6. Casa Howard, Flórens, Italíu. 7. Castello Di vicarello, Toskanahéraöi, Itallu. 8. Condesa DF, Mexikóborg, Mexikó. 9. Dakota Nottingham, Englandi. 10. Drakes, Brighton, Endlandi. 11. East, Hamborg, Þýskalandi. 12. Evason Hidaway at Ana Mandara, Nihn van, Vletnam. 13. Faena Hotel+ Universe, Buenos Aires, Argentínu. 14. Four seasons hotel, Gresham palace, Búdapest, Ungverjaiandi. 15. Four seasons resort Provence at Terre Blanche, Var, Frakklandi. Ástralía og Nýja Sjáland eru nær en þig grunar Það hefur færst í vöxt að íslensk- ir ferðalangar leggi leið sína til Ástr- alíu og Nýja Sjálands og láta fjar- lægðina ekki aftra draumum sínum. Árstíðimar eru einnig hagstæðar þeim sem eiga erfitt með að komast frá á sumrin í ferðalög, enda sumar í suðurhöfum þegar það er vetur hér á landi. Tvær heimasíður bera af varðandi upplýsingar um þessi lönd, en það eru síðumar www.australia.com og purenz.com en þar er að finna ítarlegar upplýs- ingar um ferðamöguleika og land og þjóð. Og þá er bara að vafra um á netinu, þessi lönd em nær en þig grunar. Stórfenglegur fjörður Milford Sound eða Milford-fjörður er einn afvinsælustu ferðamannastöðum Nýja Sjálands. A ferð og flngi Sumarið er vinsælastí tíminn fyrir ferðalög og flakk meðal ungs fólks sem vill fagna skólalokum með skemmtilegu ferðalagi eða dvöl er- lendis. Ferðalög eða dvöl erlendis getur verið mjög lærdómsrík og víkk- að sjóndeildarhringinn. Fjölmargir möguleikar em í boði fyrir ungt fólk og listínn hvergi nærri ótæmandi. DV hafði samband við ferðaskrifstof- una Stúdentaferðir sem sérhæfir sig meðal annars í ferðum og námi er- lendis fýrir ungt fólk. Une, deux, trois... „Við emm með margt í boði fyrir ungt fólk eins og málaskóla, ævin- týraferðir, sjálfboðastörf, sérskóla og margt fleira,“ segir Svava Magnús- dóttír þjónustufulltrúi Stúdenta- ferða. „Við erum eina xrmboðsskrif- stofa STA travel á íslandi en STA tra- vel sérhæfir sig í ódýrum flugfar- gjöldum fýrir ungt fólk og nema. Far- gjöldin em sveigjanleg og yfirleitt hagkvæmari eftir því sem þú flýgur lengra," segir Svava. Áhugi íslendinga á erlendum tungumálum er mikill enda fáir útí í hinum stóra heimi sem skilja ást- kæra og ylhýra móðurmálið. „Mála- skólamir em mjög vinsælir og flestir eru læra ensku, svo spænsku og því næst frönsku. Fólk á öllum aldri er að fara í málaskólana og þá mislengi í senn. Síðan bjóðum við einnig upp á starfsþjálfun en í henni felst að við- komandi er nokkrar vikur í mála- námi en fer svo að vinna og þessi störf em yfirleitt í hótel og veitinga- rekstri. Lestarferðir um Evrópu eru sí- vinsælar Evrópu er skipt upp í átta ferða- svæði fyrir lestarferðir og hægt er að kaupa miða fýrir eitt, tvö eða öll svæðin. Kort fýrir öll svæðin gildir í mánuð en er mánuður nægur tími til að ferðast um alla Evrópu? „Þetta er kannski hröð yfirferð en það er mis- jafnt til hversu margra landa fólk er að fara. Fólk getur líka keypt lestar- kort fýrir eitt og tvö svæði en þau gilda þá skemur eða 16 daga fýrir eitt svæði og 22 daga fýrir tvö svæði.“ Svava segir ekki merkja mun milli ára á því hvaða lönd séu vinsælust. „Flestir kaupa lestarkort sem gilda fýrir öll svæðin eða flest lönd í Evrópu. Það er þó mest keypt af svæði G sem em Ítalía, Slóvema, Grikkland og Tyrkland. Svo er lflca nokkuð um að fólk sé að fara um Austur-Evrópu og margir em að spyrja um lönd fyrrum Júgóslavíu." Lestarferðir em þó ekki eingöngu fýrir ungt fólk. „Fólk á öllum aldri er að fara í lestarferðalög, allt eftir því hvað það treystír sér til. Ég man eftir einum sem keypti lestarkort fyrir nokkrum árum og hann var lfldega að nálgast sextugt. Hann hafði einu sinni farið í lestarferð um Evrópu og langaði mikið að fara aftur," segir Svava. Á Ítalíu Enginn ferðalangur á Italíu ætti að láta skakka turn- inn i Pisa framhjá sér fara. Ófáir íslendingar hafa farið í lestarferðalög um Evrópu en sá ferðamáti hefur notíð mikilla vin- sælda meðal fólks á öllum aldri. Lestarferðalögin hafa marga kostí en einn þeirra er sá að ferðalang- arnir ráða algerlega sjálfir hversu lengi dvalist er á hverjum stað og auðvelt er að hoppa upp í næstu lest og fara á næsta áfangastað. DV hafði upp á einum lestarferðalang. Ferðuðust til níu landa „Þetta var mjög skemmtileg ferð og margt sem stendur upp úr,“ segir Ester Björnsdóttir nemi en hún fór ásamt þremur vinkon- um sínum í lestarferðalag um Austur-Evrópu síðastliðið sumar. „Við byrjuðum í London og flug- um svo áfram til Prag. Síðan ferð- uðumst við um Tékkland, Pól- land, Slóvakíu, Austurríki, Ung- verjaland, Slóveníu, Króatíu og Ítalíu og flugum svo heim frá Róm." Þegar ferðast er til níu landa er eflaust margt eftirminni- legt úr ferðinni. „Við fórum í Síberíuhraðlestin Leið Sfberluhraðlestarinnar er lengsta sam- felda lestarleið jarðar, eða tæpir 9.300 kfló- metrar.Leið Sfberfuhraðlestarinnar liggurfrá Moskvu og alla leiðina til Vladivostok sem er austasta borg í Rússlandi.skammtfrá landa- mærum Norður-Kóreu. Lestin stoppar alls 91 sinnum á leiðinni og mislengi eftir borgum. Ferð með Sfberíuhraðlestinni er góð viðbót fyrir þá sem vilja lengja ferðalag sitt ann- aðhvort um Evrópu eða Asíu en hægt er að hefja ferðina í Moskvu til að ferðast í austurátt og f Peking og Vladivostok fyrir þá sem stefna vestur á bóginn. Fjölbreytt landslag Llklega verða fáir sviknir af ferðalagi með Slberluhraðlest- inni enda spannar leiðin um 9.300 klló- metra leið og þvl margt að sjá á leiðinni. J3V Útivist & ferðalög MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 21 Stuð á októberfest / ár fer hátíðin. Munchen dagana 17. september til 3. fram i '■ október. Léttgreiðslur ppáhalds borgin mín Menningin í Barcelona Þær eru svo margar, má ég nefha nokkrar? Ég myndi segja Barcelona af því þar er mikið menningar- lífið, Christchurch á Nýja Sjálandi en Christ- church er rosalega falleg borg og útsýnið til fjall- anna er stórkostlegt. Svo myndi ég segja Brisbane í Ástralíu en það var rosalega gaman í Brisbane og þetta er falleg borg en það er á sem rennur í gegn- um borgina og þar eru fallegir almenningsgarðar." á októberfest Bjórdrykkja er vinsæl í Þýska- landi og árlega halda Þjóðverjar októberfest til heiðurs bjórnum. I ár fer hátíðin fram í Munchen dagana 17. september til 3. október. Flestir sem hafa gaman að því að ferðast eiga það sameiginlegt að deila áhuga á framandi menningu. Það er þó misjafnt hversu vel ferða- mönnum tekst að kynna sér menn- ingu þeirra landa sem þeir heim- sækja. Þar ræður lengd dvalar ekki endilega öllu, enda oft hægt að byrja að kynnast heimamönnum og menningunni strax á fyrsta degi. Ein leið til þess að kynnast skemmtilegri hlið á landanum er að fara á bæjar- hátíðir eða stórhátíðir því þar má oft kynnast þjóðinni í hnotskurn þó það beri að forðast alhæfingar út frá reynslunni af þeim. Á heimasíðunni 2camels.com er að finna upplýsing- ar og myndir frá alls konar hátíðum víða um heim, allt frá tónlistarhátíð- sögu ríkari og það virðast engin tak- mörk sett þegar kemur að því að halda hátíð. um og bjórhátiðum upp í nautaats- hátíðir og hátíðir tileinkaðar fljúg- and furðuhlutum og „nakta ólymp- íuleika". Óhætt er að segja að sjón er ÍJPtr-ACg. msiíi Eftirminnileg heimsókn í Auswitz SifErlingsdóttir, Gyöa Hlín Skúladóttir og Ester við minn ismerki um fórnariömb helfarar- innar I Auswitch ÍPóllandi. £ - Lagði land undir fót Est er er reynslunni ríkari eftir að hafa farið i lestarferða- lag um Austur-Evrópu. Heilluðu strákanna Hérblása stelp- urnar kossum tilítalskra stráka (frá vinstrí) Anna Krístln Þórhallsdóttir, SifEr- lingsdóttir, Gyða Hlín Skúladóttir og Est- f rJ J \ í J JJ I.Stærð: 1,001,450 km2 2. Fólksfjöldi: 77.505.756 fbúar. 3. Þjóðarbrot: Egyptar, bedúínar og berberar 99%, Grikkjar, ítalir, Rúm- enar, Frakkar og aðrir: 1% 4. Höfuð- borg: Kairo, 15.892.400 íbúar 5. Ná- granna- ríki: Súdan og Libýa. 6. Veðurfar: Það skiptir máli hvert og hvenær þú ert að fara þegar kemur að verðurfari. Sumur eru mjög heit fyrir sunnan Kairó yfir sumarið þannig að vetrartíminn væri ákjósanlegri. Yfir sumarmánuð- Ina er Miðjarðarhafsströndin þétt- setin af ferðamönnum. Mars til maf og september til nóvember eru bestu mánuðirnir er þú vilt forðast óþægilega mikinn hita og mikinn fjölda ferðamanna. 7. Trúarbrögð: Islam, flestir sunni islamtrúar: 94%, kristnir og aðrir 6%. 8. Læsi: 58% 9. Verðlag: Verðlag er mjög hag- stætt f Egyptalandi og ef þú ert sparsamur þá kemstu af með um lOOOkrónurádag. 10. Helstu borgir og ferðamanna- staðir: Kairó, Alexandria, Aswan, Luxor, Port Said, Pframýdarnir og Nfl (í nágrenni Kairó). Auswitz og það var ótrúleg upplif- un. Síðan myndi ég segja að Flórens á Ítalíu væri fallegasta borgin og Slóvenía fallegasta landið, sérstak- lega Lake Bled," segir Ester. Ester og vinkonurnar eyddu degi við Bled-vatn.og fóru síðan að skoða Postonja-hellana sem einnig eru í Slóveníu. „Það var alveg æðislega fallegt þarna við Bled-vatnið og við sátum þarna á ströndinni við vatn- ið og nutum sólarinnar." Frá Slóveníu var haldið til Króa- tíu. „í Króatíu gistum við hjá pró- fessor Baltasar sem var svo góður að leyfa okkur að gista hjá sér. Það eru ekki mörg farfuglaheimili í Króatíu, aðallega hótel en við tímdum ekki að gista á þeim. Karlinn vildi allt fýr- ir okkur gera og það var mjög gaman að fá tækifæri til að búa á heimili einhvers." Engin óhöpp „Það var ekkert stórvægilegt sem kom upp á í ferðinni en við fórum einu sinni of seint út úr lestinni og þurftum þá að fara þrjú stopp til baka." Ester gerir ekki mik- ið út tungumálaerfiðleikum á ferða- laginu þrátt fýrir að Evrópubúar séu misgóðir í enskunni. „Maður finnur alltaf einhver sem er tilbúinn að hjálpa manni. Þegar við vorum í Flórens kom til dæmis maður til okkar sem rak farfuglaheimili heima hjá sér en hann talaði fína ensku svo það var lítið mál. Hann var reyndar einn af fáum ftölum sem við hittum á Ítalíu sem talaði ensku en annars tjáði maður sig bara með handa- pati." Það er eitt og annað sem þarf að hafa í huga áður en lagt er í svona ferð. „Ég myndir ráðleggja fólki sem er að fara í svona ferð að passa að taka ekki of mikið farangur með sér. Maður þarf að bera farangurinn með sér hvert sem maður fer og það er því vont ef hann er of þungur. Svo er mikilvægt að skipuleggja ferðina ekki of vel heldur leyfa þessu aðeins að ráðast. Maður veit aldrei hversu skemmtilegt er á þessum eða hinum staðnum og því er gott að hafa smá svigrúm í ferðaplaninu." 155/80R13 áður 5.990 fiií 3.960 1 75/65R1 4 áður 7.590 fllí 5.312 Sækjum og sendum ior//rnip , * „ æ Axrn báðar leiðir. Verð frá kr. 850 185/65R15 áður 8.990 flif 6.460 195/70R15 8pr. sendib. áður 13.700 nú 9.435 Ef þú kemur með bílinn í smur hjá Bílkó færðu S^§)(ííMÍ3SS ofvinnu! DEKK BÓN OG ÞVOTTUR SMURÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSASKIPTI PERUSKIPTI RÚÐUÞURKUBLÖÐ SÆKJUM OG SENDUM BÍLlAÞVOT,T.UR BIUKO Betri verd! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.