Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 23
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 23 Guðjdn segir að eftir að hann hafði rift samningi sínum við Keflavík á föstudagsmorgunin hafi fljótlega komið í ljós að honum stæði mögulega til boða þrjár stjórastöður - hjá Notts County, Gillingham og Millwall. „Og ég ákvað að taka þeim sem var föstust í hendi," segir Guðjón og á þar við tilboð Notts County. „Það sem gerir útslagið er að þeir sýna mér mikinn áhuga og vom fljótir að taka ákvörðun þegar ég sagði þeim að ég myndi ekki bíða lengi,“ sagði Guðjón í samtali við DV eftir að hann hafði skrifað undir hjá Notts County. „Ég vissi af fundi hjá Gilling- ham síðdegis á föstudag þar sem stjórastaða félagsins var rædd. Ég taiaði við aðila á Englandi seinni partinn á föstudaginn og skýrði þeim fýrir minni stöðu á íslandi og mér var ráðlagt að drífa mig út strax því ég gæti þurft að hitta ákveðna aðila sem fyrst," segir Guðjón þegar hann fer yfir at- burðarásina sem leiddi til ráðn- ingar hans í gærmorgun. „Síðan hitti ég þrjá aðila á sunnudaginn sem allir voru áhugasamir um framhaldið. Ég sagði þeim að ég þyrfti að fá svör sem fyrst og ég myndi ekki bíða lengi þar sem ég væri einnig að tala við aðra. Ég var alltaf ákveð- inn í að festa mig við fyrsta boð sem ég yrði sæmilega sáttur við." Guðjón stendur enn við fyrri skýringar sínar á brotthvarfi sínu frá Keflavík. „Þetta voru stórar „Ég var alltaf ákveð- inn i að festa mig við fyrsta boð." vanefhdir," segir hann og ítrekar að hann hafi ekki hitt forráða- menn Notts County áður en hann rifti samningum við Keflavik. „Ég var búinn að heyra af áhuga Notts County en vissi aldrei í hveiju hann fólst." Algjör tilviljun Guðjón tekur lítið fyrir þær heimildir DV sem herma að hann hafi í raun átt viðtal með stjórnar- mönnum Notts County fimmtu- daginn 5. maí síðastliðinn, en þá var hann á Englandi á eigin veg- um í leit að leikmönnum fyrir Keflavík. Þar hafi Guðjón verið einn af fimm þjálfurum sem fór í viðtal vegna stjórastöðunnar hjá Notts County - viðtal sem Guðjón átti að hafa komið mjög vel út úr og leiddi að lokum til ráðningar hans. Þó svo að blaðið telji heim- ildir sínar mjög áreiðanlegar vísar Guðjón þeim á bug - tilviljunin ein valdi því að málin líti svona út. „Ég hef ekki átt neina viðtals- fundi af þessu tagi. Ég fór ekki í viðtal við Notts County," segir Guðjón og stendur fast á sínu. Átti ekki fund þann 5. maí Patrick Nelson, stjómarfor- maður Notts County, sagði í við- tali við breska fjölmiðla í gær að það hefði einkum verið tvennt sem réð því að félagið valdi Guð- jón af þeim mönnum sem komu til greina í starf knattspyrnustjóra félagsins. Annars vegar hafi það verið glæst ferilskrá hans og hins vegar að hann hefði komið lang- best út úr viðtölum sem allir þeir sem komu til greina þurftu að ganga í gegnum. Spurður um hvenær þetta viðtal hefði átt sér stað segir Guðjón að það hafi ver- ið á sunnudaginn. „Það samtal leiddi til þess að ég hitti þá aftur í Nottingham á mánudeginum," segir Guðjón. Á þeim fundi var staddur- Howard Wilkinsson, margreyndur stjóri úr ensku knattspyrnunni og núver- andi stjórnarmaður Notts County. Wilkinson og Guðjón eru kunn- ingjar til margra ára og var það á þessum fundi sem boltinn fór að rúlla í samningaviðræðunum. „Við eyddum löngum tíma saman á mánudag og ræddum um ýmsa hluti, meðal annars með hvaða hætti við litum fótboltann og fé- lagið." Þannig aö þegar þú hættir hjá Keflavík þá er ekkert sem bendir til þess að þú sért að fara að taka við Nolts County? „Það er ekkert í hendi með eitt eða neitt fyrr en ég fer hingað út á föstudag og hitti fulltrúa þessara þriggja félaga.” Þannig að fimmtudaginn 5. maí áttir þú ekki fund með for- ráðamönnum Notts.County? „Nei, ég kom heim seinni part- inn á fimmtudaginn. Ég fór út á þriðjudegi og var að leita að leik- mönnum. Eg hittí leikmann í Birmingham og Liverpool svo að tíminn sem ég hafði þarna var mjög knappur. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að spila níu holur af golfi." Sé ekki eftir neinu Guðjón kveðst gera sér grein fyrir því einhverjir á íslandi kunni að hafa misjafnar skoðanir á sér eftír þessi viðskil hans við Keflavík í síðustu viki. En hann segir jafn- framt að almenningsálitíð á ís- landi skipti sig ekki miklu máli. „Það setur ekki mat á diskinn hjá mér," segir Guðjón. „Það sem set- ur mat á diskinn hjá mér er vinn- an mín. Ég þarf að fá borgað fyrir mína vinnu og ef það er ekki svo verð ég að finna mér aðra vinnu þar sem ég fæ borgað. Það er ekk- ert flóknara en það," segir Guðjón og skýtur þannig föstum skotum að stjórn Keflavíkur. Líturðu svo á að þitt orðspor hafí beðið hnekki við brotthvarf þitt frá Keflavík og hvernig að því varstaðið? „Nei. Frá faglegu sjónarmiði gerir það ekki. Hins vegar eru menn bara óvanir því að einhver hafi kjark tíl þess að standa upp og yfirgefa svona stöður. Félög á ís- landi reka þjálfara fyrir vanefndir en það er sjaldgæfara að þjálfarar slíti samstarfi við félag sem ekki stendur við sínar skuldbinding- ar.“ Þú sérð sem sagt ekki eftir neinu varðandi hvemig að brott- hvarfi þínu frá Keflavík var staðið? „Eftir hverju á ég að sjá? Ég þarf að hugsa um sjálfan mig. Það ger- ir enginn annar." Keflvíkingar á leið út? Aðspurður hvort hann telji sig eiga afturkvæmt í íslenskan fót- bolta segist Guðjón ekkert vera að spá í það. „Ég var að gera þriggja ára samning í Englandi og hef um margt annað að hugsa. En ég á mjög góð tengsl við Island," segir hann. Guðjóni líst vel á þá áskorun sem bíður hans hjá hinu rótgróna félagi Notts County, því elsta í sögu enskrar knattspyrnu, og er hann fyrstí erlendi knattspyrnu- stjórinn í þessari löngu sögu. „Ég er að hefja störf hjá einu af þeim félögum sem að áttu þátt í að stofna ensku deildina. Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig á síð- ustu dögum en ég hef samt kíkt aðeins á leikmannahópinn. Það eru gloppur í honum en samt ágætis bitar inni á milli. En það þarf að styrkja hópinn." Muntu horfa til íslands f þeim efnum? „Vonandi. Það getur orðið mjöggaman." Kannski einhverjum Kefívík- ingum þá? „Af hverju ekki? Þeir er fslend- ingar, ekki satt?" vignir@dv.is 2005 12. mai: Frétt birtist í lUottiflQhaoi Ev- eniiig Post þar sem tullyrt er aö Guöjoo veröi næsti stjóri ölotts County. 2005 13. mm: tyrír iiadegi Löginaöur Guöjóns tilkynnir Rúnari V. flrnarsvni tor inanni Ketlavíkiir, aö Guöjón hati ritt samninnnuin vegna vanetnna. 13. iiiíii: U. I?:3B Guöjón segir blaöainanni DV aö liann „eigi trekar von a iví” aö stvra (eflavíkurliö inu í sumar. 2005 13. mai: ki 13:30 Lögmaður Guö jóns sendir frá sér fréttatil- auhar ymit er um afsögn Guö jéns í Keflavík. 2005 15. maí: y? r 2005 17. inaí: Guöjón á Guöjón Engíandi þar skritar sem liann á undir í viörmöum þriggja ára viöþrjúliö. sanmngviö ntotts County.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.