Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 25
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 18. MAl2005 25 Knattspyrnumaðurinn Þorarinn Kristjansson er búinn að finna sér lið en í gær skrifaði hann undir tveggja ára samning við lið Þróttar í Landsbankadeildinni. Miklar vonir eru bundnar við komu hans og er stefna liðsins nú sett á efri hlutann. Bjargvætturinn í Dalinn Þórarinn var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Laugardaln- um í gær. Hann verður að teljast mikill liðsstyrkur fyrir Þróttara en hann á leiki að baki fyrir öll ungmennalandslið fslands og skoraði m.a. fimm mörk í sjö leikjum fyrir U19 landsliðið. Hann hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Keflavík. Eftir síð- asta tímabil, þar sem hann var þriðji markahæsti maður Lands- bankadeildarinnar, fór hann til Aberdeen í Skotlandi en fékk samning sinn hjá liðinu ekki endurnýjaðan. „Maður leit svona yfir þessi lið sem í boði voru hérna heima og þá var þetta ekki spurning. Ásgeir Elías- son heillar mig mjög mikið og hann vill spila mjög skemmtilegan fót- bolta. Hann er því aðalástæða þess að ég kem í Þrótt. Ég sækist frekar eftir því að fá boltann og reyni að gera eitthvað skemmtilegt með hann, ég vil ekki spila þennan svo- kallaða „kick and run‘‘- ótbolta. Að- stæðumar eru frábærar héma og leikmannahópurinn mjög góður, hér er viiji til að vera í toppbaráttu," sagði Þórarinn en þrjú lið úr Lands- bankadeildinni vom í viðræðum við hann. Gamla félag Þórarins, Keflavik, var meðal liða sem höfðu samband við hann en hann segir að það hafi verið kominn U'mi til að breyta til. „Ég vonast til að eiga bara stutt stopp hérna og stefni á að fara beint út í atvinnumennskuna aftur. Ég vonast til að við Þróttarar gemm það góða hluti í sumar að það verði ekki bara ég sem fer út í atvinnumennsku heldur fleiri úr liðinu." Þegar Þórarinn var úti hjá Aber- deen varð hann fyrir meiðslum á ökkla og var frá í tvo mánuði. Fram að því gekk honum mjög vel en svo leysfist allt út í videysu eins og hann orðar það sjálfur. Hann var kallaður bjargvætturinn þegar hann var hjá Keflavík og spurðum við hann að því hvort hann myndi bara ekki bjarga liði Þróttar sem spáð er í neðri hluta deildarinnar. „Engin spurning! Við vinnum þessa deild!" sagði Þórarinn með bros á vör í sumarblíðunni í Laugardal. „Ég á von á Þrótti ofar- lega,“ Mikið var talað um í síðustu viku að launakröfur Þórarins væm ansi óraunhæfar en á blaðamannafund- inum í gær kom ff am að Þróttur hef- ur marga sterkla bakhjarla og þeirra á meðal væri Pálmi Haraldsson sem væri búinn að setja umtalsverða fjármuni til félagsins. Framherjinn Jozef Mamniak frá Slóvakíu gekk til liðs við Þrótt fyrir tímabilið en hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans vom gerðar. Sagan segir að dagar hans í herbúðum Þróttar verði ekki mikið fleiri en Ásgeir Elíasson sagði í sam- tali við DV að nýr maður í nýju landi þyrfti tíma til að aðlagast. Spuming- in er bara sú hvort Þróttur hafi þann tíma? elvar@clv.is IVIarviii fer I Fjölni Marvin Valdlnuusson, stiga- liavsú íslenski lelkmaðui 1 lamms/Selloss i Inteispon- deihlinni I veltu helui ákveðið að ganga ul liðs við Fjðlni ni I duíar vogi. Marvin, sem er uppnuialega há Seifossi, hefur leiktð með llainai nndanlarlu þrju llinabll og a þeiru skorað 7iitl stig i (I.! leikjuin eða 12,-1 að rneðallali Marvin hefiu luekkað slg I sliguin og sioðsendingum nll (finahilin sin og helurseru d@mi nýu M,l% skoia siun utan af velli á fertl sínuin I iiivalsdeildinui. Mtiiviu h.eni þriggja stiga skoiuniirn við vopnatnii siu í veiur og siáiaði af -Ui.V'ii skoinyiingu ut slikuin skotuui, liitii úr 2-1 af 59 skotiirn sinum. „I'.g er iniinn að vera á Selfossl i þipi ár þ.ið er htiínn að vera frá- tnei iiiní, en mérfannst bftra kom inn iiini nl ,ið breyta lil. Ég var ákveðinn i .ið fara til Reykjavíkur og þa koinu ktiniiski nokkur lið lil grein.i. en eg valili Fjöini, þvi mér liunsi vera góður uieinílður í mönnuni }mr Það skipti trukiu ináli þegiu vinur ínlnn t.árus lons son gekk lil liðs við hðið og auð veldaði nuna ákvörðun rnikið Við Lárus erurn góðir Sf félagar «»g lók / \ um i tvö ai M % samau hjá llaniri, Hanu 11 er mikill keppnisniað ; ur og eg er iiukill keppnis- í maður,“ sagði JL Marvin i samtali dfp við DVI gær. thlldumiítv.ii Valsmenn byrjuðu deildina af krafti Besta byrjun nýliða í efstu deild í átta ár Valsmenn unnu á mánudaginn öruggan 3-1 sigur á Grindavík í sín- um fyrsta leik í Landsbankadeild karla í sumar og sýndu það á stómm köflum í leiknum af hverju þeim hefur verið spáð góðu gengi r' deild- inni í sumar. Þetta var stærsti sigur nýliða í fyrsta leik íslandsmótsins síðan Skallagrímur úr Borgamesi vann 3-0 sigur á Leiftri í opnunarleik úrvalsdeildarinnar 1997. Það tók Sigurbjörn Hreiðarsson aðeins þrettán mínútur að opna markareikning Valsmanna og eftir 34 mínútur vom mörkin þeirra orð- in þrjú því í kjölfaið hafði Bjarni Ólafur Eiríksson lagt upp mark fyrir Guðmund Benediktsson og skorað sjálfur beint úr aukaspyrnu. Nýliðar í úrvalsdeildinni hafa oft byrjað íslandsmótið af krafti á und- anförnum árum og tap Þróttar upp á Skaga á mánudaginn var sem dæmi aðeins eitt af þremur töpum nýliða í sínum fyrsta leik í efstu deild frá ámnum 1998. Á móti hafa nýliðarn- ir unnið sjö leiki og sex hafa endað með jafntefli. Þjálfari Valsmanna, Willun Þórsson, er orðinn þekktur fyrir að hrista vel upp í þeim liðum sem hann hefur tekið við og Willum hefur þannig alltaf unnið titil á sínu fyrsta ári með liði hvort sem það er B-deildarmeistara- titill með Þrótti sumarið 1997, D- deildarmeistara- titill með Hauk- um 2000 eða ís- landsmeistara- titill með KR sumarið 2002 og það er ljóst að áhrifa hans er farið að gæta á Hlíðarenda. Valsmenn hafa væntanlega lært af reynslu síðustu tveggja tímabila í efstu deild en bæði 2001 og 2003 unnu Valsmenn tvo íyrstu leiki sína og stefndu hátt í kjölfarið en féllu samt úr deildinni um haustið. Vals- menn fá Skagamenn í heimsókn í næsta leik og þriðji leikurinn er síð- an við Fylkismenn á Árbæjarvelli á sama stað og Valsmenn féllu þegar þeir spiluðu síðast í deildinni 2003. oojQdyJs Góð byrjun Valsmenn byrja vel undir stjórn Willums Þórs Þórssonar ogunnu sLrsta sigurnýliða ífyrsta leik I heil TaT DV-myndVilheím ÖRUGGLEGA BRÚN/N MEÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.