Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 37
r»v Lífíð MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 37 Leikhópurinn Vesturport hefur verið að gera byltingarkennda hluti í íslenska leikhúslífinu. Jaðraði við að Lundúnir yrðu brenndar til grunna í fagnaðarlátunum sem áttu sér stað þegar hópurinn setti Rómeó og Júlíu í nýjan búning. Nýjasta verkefnið er leikritið Rambó 7 sem sýnt verður á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. DV ræddi við leikstjórann, Egil Heiðar Anton Pálsson. Hæfileikarikur hópur FM-pian, listahomminn, dópsalinn og fleiii takast tí við helvitis liliðiRambó 7. útúr því. Þegar maour lendir í helvítis lífinu. Maður kemst nefnilega ekki hjá því að lenda í hel- vítis lífinu." ■ Fimmtudagskvöldið mtjánda þessa mánaðar verður frumsýnt leikritið Rambó 7 eftir Jón Atla Jón- asson. Verkið er í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Hann er einn heitasti leikstjórinn á íslandi í dag og hefur verið að gera stóra hluti úti í hinum stóra heimi. Rambó? „Titillinn Rambó 7 er tilvitnun í bróðurást og bróðurmissi," Segir Egill Anton. „Leikritið er samtíma- verk og fjallar um dag í lífi ungs manns sem kallar sig Johnny. Þenn- an ákveðna dag kemst hann að því að bróðir hans hafi e.t.v. látið lífið sem friðargæsluliði. Það setur af stað stóra og mikla atburðarás. Við fylgjumst með því þegar vegið er að sjálfsímynd Johnnys og félaga hans og stjörnu sem var búin að lúlla hjá karlinum. Dópsalinn Pési kemur líka í heimssókn. Þetta fjallar eigin- lega um þegar maður lendir í helvíti og hvað gerist þegar maður kemur Helvítis lífið Handritshöfundurinn, Jón Ath Jónasson, vann sem útvarpsmaður og er orðinn mjög virt leikrita- skáld þrátt fyrir að vera ungur að árum. Talað er um að textasmíðar Jóns Atía séu ferskur andvari í íslenskri leikgerð. „Þetta er reyndar eitt af fyrstu verk- um hans og það er loksins að kom- ast á svið. Það langt síðan hann skil- aði þessu af sér og þetta átti alltaf að fara upp á svið en það gerist ekki fyrr en núna,“ segir Egill. Hann segir að í handritinu sé að finna persónur sem flestír lands- menn ættu að kannast við. „Þarna hittast staðah'myndir af manngerð- um sem við sköpum okkur, sem óvart eru þvingaðar saman. Það er FM-pían, Iistahomminn og Dópsal- inn og o.s.frv. Þau lenda í helvítís líf- inu. Eg vil eiginlega ekki segja of mikið um persónurnar, það skemm- ir fyrir." Hæfileikarnir drjúpa af hverju strái Hæfileikafólk héðan og þaðan úr íslensku menningarflórunni tekur þátt í sýningunni. Til dæmis sér Ami Sveinsson kvikmyndagerðarmaður um vídeó sem notast er við í verk- inu, Ólafur Jónsson, gítarleikarinn í Funerals, sér um sviðsmyndina. Tón- Ust er í höndum Gísla „Galdurs" Þor- geirssonar og Viðars Hákonar Gísla- sonar úr hljómsveitnni Trabant. „Tónlistin er alls konar blanda úr hel- vítis síbyljimni og teiknum úr sam- tímanum. Það má eiginlega segja að þetta sé sambland af kitch, samtíma og uppskrúfaðri síbylju," segir Egill. Baðað í ruslahaug lífsins Það er einnig mikið um dýrðir innan leikarahópsins. Þetta er fólk sem getur brotið niður persónur á frumeindastig, gert þær að sínum eigin og byggt þær svo upp á ný. Þetta eru m.a. Ólafur Darri Ólafs- son, Nína Dögg Fillippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn Garðarsson. „Þetta er eðal hópur af fólki sem þekkist mjög vel og er hægt að fara mjög langt með," segir leikstjórinn stolti. „Þetta er mjög iðjusamt og duglegt fólk. Við erum búin að gera ýmislegt. Höfum bað- að okkur saman í eigin þykkni og ruslahaug í tæpa tvo mánuöi. Ruslahaug lífsins." Kemur þetta á lokaprófinu? Egill Anton Heiðar Pálsson fékk nýlega kennarastöðu við Listahá- skóla íslands. Þar mun hann fræða komandi kynslóðir um grímurnar tvær: „Það er mjög skemmtilegt verkefni. Spennandi tímar fram- undan hjá LHÍ. Nú er verið að stækka deildina bæði út í dans og „fræði og framkvæmd". Þarna eru góðir kennarar og þetta verður bara feikilega spennandi verkefni að takast á við." Pönk hvað? Nú fer að styttast í ffumsýn- inguna og segir Egill sýninguna svo gott sem tilbúna. „Við vorum að renna í dag og þetta eru alveg geggj- uð læti. Það er ekkert í heimi plats og einnota hluta og merkingarleysu sem hjálpar okkur að takast á við helvítis h'fið. Þegar þú verður fyrir bróðurmissi í einnota heimi þá er best að vera gerður úr sleipiefni svo að það nái ekki taki á þér, lífið. Þar eru svona meginátökin." Öll sætí voru rifin út úr áhorf- endasalnum og það eina sem eftir situr er bert og varnarlaust. Er þetta eitthvert pönk-rokk? „Eigum við að kaila það pönk? Eigum við ekki bara kalla það samtíma?" Fólkið sem kemur að þessari sýn- ingu er flest þekkt fyrir að gera hlut- ina á óhefðbundinn hátt og að- spurður hvaða reglur yrðu brotnar í þessari sýningu svaraði Egill: „Ég veit ekki hvaða reglur við erum að brjóta. Ég held að reglur séu til að brjóta ef maður bara skapar sínar reglur. Ég myndi hvetja fóÚc til þess að losa sig við fordómana um hvað leikhús sé áður en það mætir." f góðu sambandi Hand- ritshöfundurinn Jón Atli Jónasson og Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri. ír-r'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.