Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 10
7 0 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 Fréttir DV Jóharm Benediktsson þykirvera skemm tilegur og góöur maður. Samkvæmt vinum hans er hann kjarkmikill og með skýra sýn á hlutina. Hans helstu gallar eru þeir að hann geturstundum verið dálítið óskipulagður og hann þykir tala mikið I farsímann sinn. „Jóhann er fyrst og fremst einstaklega skemmtileg- urmaðurog það er mjög gaman að vinna með honum. Hann er ákaflega góður yfirmaður og félagi, mikill vinur vina sinna. Hann er með skýra sýn á hlutina og sér oft langt fram í tímann. Hans helsti galli ersáaðhanná það til að vera svolítið óskipulagður með smáatriðin, hann vinnursamtallt sitt frábærlega. Hann á það líka til að tala svolitið mikið í farsím- ann sinn. Hans stærsti galli er þó líklega sá að hann spilar ekki goif.“ Eyjólfur Krlstjánsson, samstarfsmaður og vinur Jóhanns. „Jóhann bróðirminn er ákaflega kraftmikill mað- ur. Hann er mjög jákvæð- ur og hugmyndaríkur, þar afleiðandi ergottað vera í kringum hann. Hann er líka af- skaplega kjarkmikill og þorir svo sannarlega að taka á málunum. Hann er mjög heilsteypt persóna og því frekar erfitt að finna galla. En allir kostir geta orðið gallar viö einhverjar kringumstæður, það fer bara eftir þvi hvernig maður horfir á málið." Sigrún Benediktsdóttir, lögmaður og systir Jóhanns. „Mér finnstJóhann vera virkilega góðuryfirmaður og algjör snillingur, Jó- hann er allra manna hugljúfi. Allir sem starfa undir honum bera honum ákaf- lega góða sögu. Ég á erfitt með að finna galla við hann, í fljótu bragði. Ég hefekki heyrt neinn starfsmanna hans hallmæla hon- um, þeir eru jákvæöir í hans garð.“ Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, þokkagyðja og samstarfskona Jóhanns. Jóhann Benediktsson er kvæntur Sigrlði Guð- rúnu Guðmundsdóttur, sem er viðskipta- fræðingur og er að klára nám við Kennara- háskólann. Þau búa á Arnarnesi og eiga saman þrjú börn, á bilinu 9 til 13 ára. Rændi gamlar konur Ungum karlmanni var í gær birt ákæra ríkissak- sóknara, en honum er gefið að sök að hafa, þegar hann var sexán ára, rænt tvær eldri konur sem og að hafa bitið lögreglukonu. Hann veittist meðal annars að konu fæddri 1928 við Mela- búðina. Drengurinn reif í tösku hennar og freistaði þess að hafa hana með sér. Þegar konan streittist á móti sló drengurinn hana í höfúðið svo hún féll i jörð- ina. Vegfarandi kallaði þá til drengsins og við það hörfaði hann. Konan var með áverka á höfði eftir högg drengsins. - Útrás bókaútgáfunnar Bjarts hefur gengið vonum framar en dótturfyrirtæki þess, Hr. Ferdinand, á nú þrjár vinælustu bækur í Danmörku. Bækur spennusagnahöf- undarins Dans Brown hafa borið höfuð og herðar yfir aðra titla útgáfunnar þar í landi. Bjartur hyggur á enn frekari útrás, því í haust munu þeir opna Hr. Ferdin- and í Noregi. Snæbjörn Arngrimsson Framkæmdastjóri bókaút- gáfunnar Bjarts sem á þrjár söluhæstu bækurnar í Dan- mörku I dag. I Bókaforlagið Hr. Ferdinand í Danmörku á um þessar mundir þrjár söluhæstu bækur þar í landi. Það væri varla í frásögur fær- andi nema fyrir þær sakir, að Hr. Ferdinand er í eigu íslensku bókaútgáfunnar Bjarts. Útrás Bjarts hefur gengið vonum framar og hyggja þeir nú á enn frekari landvmninga. „Það er ekki annað hægt en að vera ánægður með þetta," segir Snæbjörn Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Bjarts. Dótturfyrirtæki Bjarts í Danmörku, Hr. Ferdinand, á um þessar mundir þrjár söluhæstu bækur í Danmörku, í fyrsta sæti er Da Vinci lykillinn, í öðru Englar og djöflar og í því þriðja er viðhafnar- útgáfa af Da Vinci lyklinum. Allar eru bækurnar eftir Dan Brown. Þess ber að geta að Da Vinci lykill- inn hefur verið í toppsæti listans síðastliðna sautján mánuði. Kemur á óvart „Við stofnuðum Hr. Ferdinand í október 2003 og það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Á síðasta ári gáfum við út fimm bækur þar og náðum fimm af þeim inn á met- sölulistann. Það sem hefur komið okkur mest á óvart er velgengni viðhafnarútgáfunnar á Da Vinci lyklinum, en hún er stútfull af teikningum og myndum sem tengjast sögunni. Hún þykir mjög dýr á danskan mælikvarða, þannig að við erum mjög ánægðir." Brjálað að gera „Það er auðvitað nóg að gera hjá okkur. Núna er kiljuvertíðin á fullu og svo bíðum við bara eftir jólunum, þá kemur annar slagur. Við erum með marga höfunda á okkar snærum og þó nokkuð margar bækur í pípunum. Við gef- um út á milli þrjátíu og fjörtíu bækur hér heima á hverju ári.“ Það eru ekki einungis Danir sem hafa tekið verkum Dans Brown vel, því alls hafa selst um 25 Englar og djöflar Er I öðru sæti I Dan- mörku og selst enn hérheima. Da Vinci lykillinn Hefur setið á t um í Danmörku ísautián mánuöi þúsund eintök af Da Vinci lyklinum hér á landi og um tíu þúsund eintök af Englum og djöflum. „Við teljum markaðinn ekki mettan enn fyrir Engla og djöfla, það eiga eftir að seljast nokkur þúsund eintök af henni í viðbót." johann@dv.is N brown J?NGELS ' - A N D DEMONS Engir boðslistar til frá móttöku Samfylkingarfólks í Ráðhúsi Reykjavíkur Samfylkingarpartí var undanfari landsfundar Hildur Kjartansdóttir, móttöku- fulltrúi á skrifstofu borgarstjórnar, segir enga boðslista vera til fyrir móttöku sem haldin var í Ráðhúsi Reykja- víkur fyrir W Samfylk- ingarfólk þann 19. maí síðast- liðinn. „Það er mjög mis- jafnt hvort gerðir eru boðslistar. í þessu tilviki voru ekki gefin út Stefán Jón Segir mót- j tökuna vera fyrir vel unnin flokkstörffund- anfara landsfundar. boðskort og því er ekki til boðslisti. Það eru mörg fordæmi fyrir því að fulltrúum stjórn- málaflokka sé boðið í móttökur á vegum 1||gp: borgarinnar," segir “ Hildur. Stefán Jón Haf- stein, borgarfulltrúi og þáverandi for- maður fram- 5'i kvæmdastjórnar Samfyikingarinnar, '1= sagði í DV í fyrradag '** að móttakan hefði verið ____________ haldin sem undanfari landsfundar flokksins og verið ætluð flokksfólki sem unnið hafði gott starf í þágu flokksins síðastliðinn vetur. Ekki hefur tekist að ná sambandi við Sömdo við sjálla sig og Mi í partí DV 7.júní Stefán Jón í tvo daga, jafnvel þótt skilaboð hafi verið lögð fyrir hann. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfull- | trúi Sjálfstæðismanna í i Reykjavík, segir að um- | talsverð ásókn sé í mót- tökur af þessu tagi hjá borginni, sérstaklega í kringum ráðstefnuhald og menningarviðburði þar sem þessar samkom- ur þjóni ákveðnu hlut- verki. „Það getur lúns vegar gegnt öðru máli ef flokkurinn ætlar að þakka sínum mönnum fyrir vel unnin störf. Þá þykir mér eðlilegt að það sé gert á kostnað flokksins," segir Vilhjálmur. „Stundum er fólki þökkuð vel unnin störf hjá Sjálfstæðisflokknum og þá hittist fólk í Valliöll," segir Vilhjálm- Vilhjálmur Þ. Eðlilegt að svona lagað sé gert á kostnað flokksins. ur ennffemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.