Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 11 Bin Laden bervírus Fólk ætti að varast tölvu- póst, sem færir fréttir af því að Osama Bin Laden, leið- togi Al-Kaída-hreyfingar- innar, hafi verið verið tek- inn til fanga, því slíkur póst- ar inniheldur vírus. Vírusinn er í viðhengi sem fylgir tölvupóstinum og er fólki bent á að opna ekki við- hengið. Mikill áhugi ríkir á Bin Laden og afdrifum hans og óttast tölvusérflræðingar að vírusinn nái bólfestu vegna hans. Amma stýrði vændishring Lögreglunni í New Jersey brá heldur betur í brún þegar hún kom upp um vænd- ishring í borginni fyrir skömmu. For- sprakki hringsins, sem kallaðist Leik- félagar ágústmán- aðar, reyndist vera áttræð amma, Vera Tursi. Tursi rak hringinn úr tveggja herbergja íbúð sinni og tók 60 dollara af þeim 160 sem hún rukkaði viðskiptavinina fyrir einn klukkutíma með vændis- konu. Tursi hefur viður- kennt brot sitt, en hún seg- ist hafa tekið við starfinu af dóttur sinni sem lést fyrir nokkrum árum. Tursi gæti átt yfir höfði sér ailt að fimm ára fangelsi, en ekki er búist við öðru en að hún vérði sett á skilorð vegna aldurs og heilsu. Vopnabúrí íraska sendi- ráðinu Lögreglan í London hef- ur gert upptækan fjöldann aiian af vopnum í íraska sendiráðinu í borginni. Vopnin komu í ljós þegar nýskipaður sendiherra íraks í London, Dr. Salah A1 Shaikley, opnaði dyrnar að sendiráðinu, en það hafði staðið autt frá því stríðið hófst fyrir tveimur árum. Meðal vopnanna sem fundust voru hríðskota- byssur og skammbyssur auk hlerunartækja. Lögregl- an í London sagði að rann- sókn málsins væri ekki lok- ið, en unnið yrði áfram í fúllu samstarfi við írösk stjórnvöld. Danskir öfgamenn sprengdu í fyrrinótt bíl ráðherra innflytjendamála. Bjarga þurfti ráðherranum, eiginmanni hennar og tveimur ungum börnum út úr húsi þeirra, sem kviknaði í eftir sprenginguna. Allir háttsettir danskir stjórnmálamenn fengu lífverði í kjölfar árásarinnar. Sprengdur i tætlur Bíll ráðherrans stóð fyrir utan heimili hennar og það kviknaði einnig í húsinu. Rikke Hvilshoj „Mer 1r I er brugðið og ég er \ reið," sagði ráðherra j J innflytjendamála i gser. Danska lögreglan leitar árásarmanna sem sprengdu bíl Rikke Hvilshoj, ráðherra innflytjendamála, í fyrrinótt. Hópur sem kall- ar sig Beatte án landamæra lýsir sig ábyrgan fyrir árásinni. Ráð- herranum, eiginmanni hennar og tveimur ungum börnum, var bjargað úr brennandi húsi þeirra. Bíllinn stóð fyrir utan hús ráð- herrans og eldurinn læsti sig í það eftir sprenginguna. Fivilshoj var sof- andi þegar sprengjan sprakk. Hóp- urinn sem lýsti sig ábyrgan, segir ástæðu árásarinnar hatursfulla af- stöðu stjórnvalda í kynþátta- og inn- flytjendamálum. Hann sendi dönsk- um fjölmiðlum fréttatilkynningu skömmu eftir sprenginguna. Hörð innflytjendalög Hvilshoj, sem er aðeins 34 ára gömul, og öðrum háttsettum dönsk- um ráðamönnum voru úthlutaðir lífverðir í gær. „Mér er brugðið og ég er reið,“ sagði hún áður en lögreglan flutti hana og fjölskyldu hennar á leyndan stað. Dönum er mjög brugðið, enda er þjóðfélag þeirra opið og þjóðþekktir einstaklingar vilja geta spókað sig á götum úti eins og aðrir. Aðeins fjórir mánuðir eru liðnir síðan stjóm Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra tók við völdum. Stjórn hans hefur meðal annars sett ein hörðustu innflytjendalög Evrópu og sætt gagnrýni margra, þar á meðal Evrópusambandsins. Fogh, Hvilshoj og félagar segja lögin hinsvegar sann- gjöm og réttlát. Skotárás í Kaupmannahöfn Mikil ólga varð í innflytjendamál- um í Danmörku í kjölfar skotárásar á Nörrebro í Kaupmannahöfn fýrir tveimur vikum. Þá var ungur maður drepinn af dyraverði næturklúbbs og annar slasaðist illa. Allir voru þeir úr samfélagi múslima, sem er öflugt í hverfinu. Þekktur múslimaklerkur, Abu Laban, stakk upp á því að fjölskylda árásarmannsins myndi afhenda fjöl- skyldu fórnarlambsins svokallaða „blóðpeninga" til að gera út um deil- una. Hvilshoj sagði þá að það væri forneskjuleg leið. „Við stundum heldur ekki vöruskipti með úlföldum í Danmörku," sagði hún einnig, en það hafði ekki mikil áhrif. Fjölskylda árásarmannsins féllst á að flytja burt frá Kaupmannahöfn til að bæta fýrir drápið. Þetta sætti vitanlega gagnrýni, Hópurínn sem lýsti sig ábyrgan, segir ástæðu árásarinnar hatursfulla afstöðu stjórnvalda í kynþátta- og innflytjendamálum enda stríðir málamiðlunin gegn dönskum lögum, sem gera ráð fyrir því að einungis dómstólar geti leyst morðmál. Þannig eru innflytjenda- málin að sigla í strand, sumum finnast lögin of ströng, en öðrum of veik og að innflytjendur muni búa til eftirmynd eigin þjóðfélags innan Danmerkur, þar sem fornar hefðir þeirra muni ógna dönskum lögum. Bandarísku forsetaframbjóðendurnir tveir eru ekki miklar mannvitsbrekkur. Bush og Kerry eru „jafn heimskir' George Bush og John Kerry gengu báðir í hinn fræga Yale-há- skóla á sjöunda áratug síðustu aldar. Bush hefur aldrei þótt vera mikil mannvitsbrekka og í kosningabar- áttunni var löngum talið að John Kerry væri gáfnaljósið en Bush væri sá heimski. Þeir sem héldu það, þurfa nú að éta það ofan í sig, því bandaríska blaðið Boston Globe hefur ljóstrað því upp að Kerry var með lélegri einkunnir í háskóla. Eins og áður hefur komið fram þykir Bush ekki vera neitt gáfnaljós. Hann hefur margoft gert sjálfan sig að fífli með fáránlegum ummælum og algerri vanþekkingu. Það er því ekki glæsileg útkoma fýrir demókratann Kerry að vera í raun lélegri námsmaður heldur en Bush, lflct og Boston Globe komst að. Kerry var lengst af C-nemandi, sem þykir ekki glæsilegt, og það var ekki fýrr en á síðasta árinu sem Kerry náði að klóra sig upp í B að meðaltali. Kerry var lélegast- ur í landafræði, mann- kynssögu og stjórnmál- um, en hann fékk ein- kunina D í þessum fögum sem er fall- einkunn. Hann tók sig hins vegar saman á siðasta árinu og fékk B í stjórnmálafræði. Námsferill George Bush var ekki mikið glæsilegri. Hans bestu greinar voru mannffæði, mannkynssaga og heimspeki, en báðir end- uðu þeir með C í meðaleinkunn. Bush var þó einu stigi hærri en Kerry og verður því að teljast betri náms- maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.