Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. JÚNl2005 Fréttir DV Enn deilt í Garðasókn Sóknarnefnd Garða- sóknar hefur samþykkt að fresta boðun aðalsafnaðar- fundar Garðasóknar um óákveðinn tíma, meðan beðið er eftir niðurstöðu í kærumáli Hans Markúsar Hafsteinssonar sóknar- prests á hendur sóknar- nefnd, presti og djákna. Úr- skurðarnefnd þjóðkirkj- unnar hefur áður úrskurð- að að rót vandans í sóknar- starfinu væri sú að séra Hans væri ekki hæfur til að hafa eðlileg samskipti við samstarfsfólk sitt. SSSság tí f 1 Ólafur Páll Sigurðsson, atvinnumótælandi, fer fyrir hópi fólks sem ætlar að mót- mæla náttúruspjöllum við Kárahnjúka. Hann segir að Impregilo muni verða vart við mótmælin. Karahnjúkar Stór- iðjuframkvæmdum verður mótmælt kröftuglega I sumar. Tvö innbrot Tilkynning um tvö inn- brot barst lögreglunni í Keflavík á mánudag. Fyrra innbrotið var í leikskólann HjaUatún, sem stað- settur er í Njarðvík, og hafði þar verið brotin rúða á skrifstofú leiksskólastjórans og þaðan stolið fartölvu. Hitt innbrotið var framið í Holtaskóla í Keflavík, en þar var hurð í nýbyggingu við skólann þvinguð upp, en engu virtist þó hafa ver- ið stolið. Trúir á Gísla Martein „Gísli Marteinn er það sem flesta borgarstjóra hefur skort, en það er það að vera einlægur og geta skilið fólk! Hann veit hvernig þjóðarsálin er því hann er hluti af henni," segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson í pistli á heimasíðu Sambands ungra framsóknarmanna. f pistlinum telur Sveinn upp fjölmarga kosti Gísla Mart- eins sem gætu gert hann að góðum borgarstjóra. Furðu vekur að slík lofræða um borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins skuli vera birt á vef ungra framsóknar- manna. „Við hittum þá ekki alla, sumir hittu suma. Sjálfur hitti ég ekki neirw, “ segir Agúst Örn Páls- Landsínunn leikari hljómsveitarinnar Nevolution frá Akureyri, sem hitaði upp fyrir Iron Maiden á þriöjú- daginn.„Þetta var griðariega gaman. Góður slatti afpakki að dansa. Þaö gladdi mitt litla hjarta. Svo tileinkaði ég Dorrit eitt lag. Við gáfum henni og Ólafi miða en ég sá þau ekki. Þau hafa sjáifsagt mikið að gera.“ 21. júni næstkomandi mun hópur mótmælenda slá upp tjald- borg við Kárahnjúkavirkjun. Yfirmaður Útlendingastofnunar þvertekur fyrir að þar á bæ liggi menn yfir listum og hyggist meina erlendum mótmælendum inngöngu í landið. Lögreglu- yfirvöld á Austurlandi fylgjast grannt með gangi mála, en þau hyggjast sjá til þess að allt fari fram lögum samkvæmt. „Við munum láta Impregilo finna fyrir okkur,“ segir Ólafur Páll Sig- urðsson, atvinnumótmælandi, sem er forsvarmaður fyrirhugaðra mót- mæla vegna náttúruspjallanna við Kárahnjúka. Að sögn Ólafs koma hingað erlendir gestir til að taka þátt í mótmælunum. „Við munum reyna að þvælast eitthvað fyrir þama á svæðinu. Hing- að koma íslandsvinir, flestir þeirra hafa komið hingað áður. Þetta eru ekki einhver samtök mótmælenda, heldur hópur af náttúruunnendum sem vill njóta íslenskrar náttúru áður en hún verður skemmd frekar." Tjaldbúðum slegið upp „Við munum slá upp tjaldbúðum við Kárahnjúka 21. júni og verða þar fram eftir sumri. Allir eru velkomnir, svo lengi sem þeir komi með friði og eru jákvæðir. Þama verða námskeið í stjórnmálum og flefru í þeim dúr. AUt er ókeypis," segir Ólafur. Að sögn hans verða íslendingar með í för og framkvæma táknræna gjörninga sem verður tekið eftir. „Þeir sem þama koma saman em fyrst og fremst friðarsinnar. Við fremjum ekki skemmdarverk, einu skemmd- arverkin sem verða framin þarna em náttúruspjöll á vegum Impregilo." Hann sagði að fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að mótmælend- ur hegðuðu sér illa. „Við emm ekki hryðjuverkamenn, heldur friðar- sinnar. Þessi hræðsluáróður sem hefur verið bendlaður við Útlend- ingastofnun er dæmigerður, verið er að reyna að mála slæma mynd af okkur." En verið hefur í umræðunni að undanfomu, að reynt verði að hindra erlenda mótmælendur til þess að komast til landsins. ja ekki yfir listum .. rauninni erum við ekki að gera neinar ráðstafanir, við liggjum ekki yfir neinum listxun yfir hugsanlega gesti," segir Hildur Dungal, yfirmað- ur Útlendingastofnunar. „Ailar ráð- Mótmælendur Margir söfnuðust saman I miðbæ Reykjavlkur stuttu eftir að framkvæmda- áætlanir á Kárahnjúkum voru tilkynntar. stafanir í sambandi við þessi mót- mæh væm lögregluaðgerðir. Þær myndu þá felast í því að fólk væri ekki að valda skemmdum á mann- virkjum, eða leggja líf og limi í hættu. Að mínu mati hafa allir sinn rétt til að mótmæla," segir Hildur. Fylgjast með „Við höfúm ekki gert varúðarráð- stafanir, en við fylgjumst með mál- inu,“ segir Helgi Jensson, sýslu- mannsfulltrúi á Seyðisfirði. „Við munum sjá til þess að allt fari löglega fram, vonandi verður þetta allt frið- „Við erum ekki hryðjuverkamenn, heldur friðarsinnar“ samlegt." Hann sagðist ekki vita á hverju þeir ættu von, en þeir myndu bregðast við þegar að því kæmi. „Við höfúm ekki nákvæma tölu yfir fjölda þeirra sem væntanlegir eru, þannig að erfitt er að gera áætlanir fram í tímann," segir Helgi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst DV ekki að ná í talsmann Impregilo á íslandi. Tugþúsundarannsókn á 600 króna svindli Átján handteknir í Brasilíu Eiga ekki að eyða tíma í svona lagað „Það er óeðlilegt að fara með mál eins og þessi fyrir dómstóla," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks um skjala- falsmál, sem komist hafa fyrir dóm- stóla, eftir pantanir fólks á internet- inu. Mál sem varða skjalafals allt frá 50 krónum upp í þúsundir hafa náð að komast fyrir dómstóla og var athygli vak- in á máli sem lauk í gær, með 45.000 króna tapi hjá ríkinu. „Það var verið að breyta lög- um á þingi varðandi sektir á um- ferðalaga- brotum og eru þau úr- ræði auð- veldari í sniðum," segir hann. „Það þarf að taka tolla- lögin endurskoðunar til þess að einfalda málsmeðferð í mál- um eins og þessum." Toll- stjórinn í Reykjavík, Snorri 01- sen, segir ekki skipta hversu smáar upphæðir séu í svona málum. „Skjalafals er framið þótt það sé h'til upphæð." segir hann. Sonur Peles rændi móður fótboltastjörnu Edinho, sonur Peles, ems, frægasta fótboltamanns allra j tíma, var handtekinn í Brasilíu ásamt sautján öðrum, grunaður um dópsölu og mannrán. Lögregl- una grunar að I Edinho og gengi hansl hafi rænt móður brasil- ( ísku fótboltastjörnunnar Robinho í fyrra. Edinho er þrjá-1 tíu og fimm ára og var gripinn1 ásamt genginu í rassíu í Saó j Pauló í gær. Grunur leikur á um j að gengið hafi tengsl við aðra , glæpamannahópa sem starfa íi Ríó de Janeiró og Saó Pauló. Ránið á móður Robinho vakti mikla athygli. Mannræningj- arnir kröfðust hás lausnargjalds og fengu að lokum um fimmtán milljónir íslenskra króna fyrir að láta hana lausa í desember. Edinho, sem heitir fullu nafni Edson do Nascimento, hefur ekki erft knattspyrnuhæfileika föður síns, en spilaði þó um hríð með gamla félaginu hans, Santos í Brasilíu. Pele hefur í seinni tfð gefið sig að góðgerðar- I Pele Sonur hans, J^^málum. j Edinho, tekinn j fyrirmannrán i I Brasiiíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.