Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 Fréttir DV Tilvistarlist fæðist Ramune Gele fæddi fyrsta barn sitt í DNA-list- galleríinu í Berlín fyrir skemmstu. Fæðingin var hluti sýningar og voru tugir áborfenda viðstadd- ir. Barnsfaðirinn, Winfried Witt, kvað fæðinguna vera gjöf til mannkynsins og kallaði atburðinn tilvistar- list. Johann Novak, for- stöðumaður listhússins, segir verkið hafa átt að reyna á þanþol samfélags- ins. Listviðburðurinn hef- ur sætt mikilli gagnrýni í Þýsklandi, ekki síst frá læknum og trúarleiðtog- um. Morðingi í hungur- verkfalli Breski morðinginn Peter Sutcliffe, sem situr í lífstíðarfangelsi eftir að hafa myrt konu, er far- inn í hungurverkfall eftir þvf sem fram kemur í breska blaðinu The Sun. Sutcliffe hefúr sam- kvæmt blaðinu misst viljann til að lifa. Þessi stórhættulegi glæpa- maður hefur ekki borðað í tíu daga og er nú í lífs- hættu þar sem ekki er talið langt þar til hjarta hans og lungu gefi sig. Kannabisefni eru ekki lyf Hæstiréttur Bandaríkj- anna úrskurðaði að hægt væri að sækja fólk til saka sem reykti kannabisefni samkvæmt læknisráði. Tíu ríki Bandaríkjanna höfðu heimilað notkim kannabis- efna í lækningaskyni, þar á meðal Kaliforníufýlki og Oregon. Skoðanakönnun sem Scimtök bandarískra ellilífeyrisþega lét fram- kvæma fyrir sig leiddi í ljós að um 72% Bandaríkja- manna, 45 ára og eldri, væru hlynntir notkun kannabisefna, hefði læknir eða sálfræðingur mælt með þeim. Langtímaleigumarkaðurinn er nú raunhæfur kostur fyrir þá sem leita framtíðar- heimilis. Leigumarkaðurinn hefur tekið stakkaskiptum ef litið er nokkur ár aftur í tímann. Gunnar Jónatansson hjá Búseta segir pólitiska ákvörðun um uppbyggingu leiguibúða meðal ástæðna þessa og bendir á að það geti borgað sig að leigja. Gunnar Jónatansson Fram- kvæmdastjóri Búseta segir mikil- vægast að fóik kyrmi sér það sem I boði er og taki upplýsta ákvörð- un um hvað sé bestþegar kemur I aðþvíað ákvarða hverniq það vill búa. DV-mynd Páll Bergmann hæfiir húsnæölskoshir „Það er komin þessi fagmennska í leigumarkaðinn sem var ekki hér fyrir nokkrum árurn," segir Gunnar Jdnatansson, fram- kvæmdastjóri Búseta, um stöðuna sem komin er upp á íslensk- um leigumarkaði. En í dag hefur leigumarkaðurinn orðið að raunverulegum húsnæðiskosti og upp er komin sú staða að það borgar sig að leigja. „Haustið 2001 var tekin pólitísk ákvörðun af Páli Péturssyni, þáverandi félagsmálaráðherra, að veita niður- greiðslu á uppbygginu á leiguíbúðum og við vorum meðal þeirra sem komu að því að byggja þennan markað upp og er einn af þeim kostmn sem fýlgdi þessari ákvörðun að starfað er fyrir opnum tjöldum," segir Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri Bú- seta. Nýtegund leigusala Þessar breytingar hafa haft í för með sér nýja tegund leigusala, fyrir- tæki sem byggja sjálf, gera upp gömul hús eða kaupa tilbúið húsnæði. Búseti er dæmi um fyrirtæki sem byggir sjálft. Þessi fýrirtæld bjóða upp á langtíma- leigu á íbúðum sínum og sífellt verður algengara að fólk fjárfestí í langtíma- leigu fremur en eigin húsnæði. „Heimili er ekki fjárfesting, heimili er rekstrarkosmaður. Leiga er raunhæfur valkostur sem menn ættu að gefa gaum og menn eiga að vega og meta hvort það sé betra fyrir þá að leigja eða kaupa," segir Gunnar enda er eigna- myndunin ekki mikil í stórum lang- tímalánum. Neikvæð eignarmyndun „Ef þú þarft að losna út úr eignar- íbúðinni þinni þarftu í raun að selja skuldimar þínar. Og fyrsm árin, ef það er mikil verðbólga, getur eignarmynd- unin verið neikvæð. Þú getur lent í þeirri aðstöðu að söluverð dugi ekki fyrir þeim skuldum sem em áhvílandi á íbúðinni, ef þú þarft, eða vilt, losna úr , íbúðinni," bendir ] framkvæmda- stjórinn enn ffemur á. Sem dæmi um áhrif verðbólgunnar á langtímalán eru greiddar 60 millj- óiúr af 12 milljón króna láni til 40 ára hjá íbúðalánasjóði ef reiknað er með 4% verðbólgu, sem er varlega áætluð verðbólga miðað við þróun síðusm ára. Að taka upplýsta ákvörðun Gunnar segir að vissulega sé margt sem þurfi að huga að þegar fólk tekur ákvörðun í þessum málum en mesm „Það hefur oft verið sagt í gamni að efþú kaupir íbúð að morgni og selur hana að kvöldi hafirðu tap- að um það bil 5% af kaupverðinu." skipti að taka upplýsta ákvörðun. „Því minna af eigin fé sem þú hefur því meiri ástæða er fyrir þig að leigja," er ágætis þumalputtaregla að mati fram- _______ kvæmdastjórans enda kostar peninga að kaupa. „Það hef- ur oft verið sagt í gamni að ef þú kaupir íbúð að morgni og selur hana að kvöldi haf- irðu tapað um það bil 5% af kaupverð- mu,“ segir Gunnar. Það er því vert, fyrir þá sem leita að framtíðarheimili, að kynna sér hvað felst í því að fjárfesta í langtímaleigu. í frjálsu samfélagi gerast hlutimir hratt, fjölskyldur stækka á misjöfiium hraða og viðhaldskosmaður getur skotíð upp kollinum svo fátt eitt sé nefrit af því sem gott er að hafa í huga þegar ákvörðun um bústað er tekin. tj@dv.is fbúðarhúsnæöi I byggingu Það er ekki sjálfgefiö að Ibúðarkaup séu rétta leiðin sem hús- næöiskostur fyrir almenning þó að hin Islenska þvermóðska hafi grafið þaðl undirmeðvitund undangenginna kynslóöa. DV-mynd GVA NOKKUR FYRIRTÆJG SEI\A BJOÐA UPP A LANGTÍMALEIGU: Leigufbúðir.is Heimkynni.is Atthagar Búseti Leigumiðlun Austurbæjar Leiguliðar Norðmenn vonuðust til að faraldrinum væri lokið Nýtt tilfelli af hermannaveiki í Noregi Einn einn sjúklingurinn sem þjáist af hermannaveiki hefúr verið lagður inn á Östfold-spítalann í norska bæ- inn Fredrikstad. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag, en helsm ráðamenn þar höfðu gert sér vonir um að faraldurinn væri yfirstaðinn. Þetta mun vera 52. sjúklingurinn sem er lagður inn með veikina, en alls hafa 10 látið lífið sökum sjúkdómsins. í gær var svo tilkynnt um að uppspretta faraldursins væri fundin. Bakterían fannst í sótthreinsibúnaði í Börregard-verksmiðjunni í Sarpsborg, sem er smábær rétt fyrir utan Fred- rikstad. Heilbrigðisyfirvöld á staðnum höfðu fundið bakteríur á þremur stöð- um í héraðinu, en eftir DNA-rannsókn kom í ljós að þessi tiltekni sótthreinsi- búnaður hefði verið uppspretta veik- innar. Niðurstöður rannsóknarinnar komu nokkuð á óvart, því hvergi áður hefur slíkur hreinsibúnaður verið orsök hermannaveikifaraldurs. Hermannaveikin Heilbrigðisyfírvöld I Noregi vonuðust til aö hafa náð stjórn á útbreiðslunni. Nýr sjúklingur varþó lagður inn á þriðjudag. ■ Hr: . ' 4 ! í *B www.sumarbudir.is upplýsingar og bókanir: 551 9160 - 551 9170 fleiri námskeið þéttari dagskrá betri aðstaða ógleymanlegt sumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.