Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 16
76 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 Sport DV Brynjar Gunnarsson Skilaði varnarvinnunni ágætlega en var skelfilegur með boltann og átti vart sendingu sem rataði á framherja. Varnartengiliður Kári Arnason Skilaði sínu þokkalega á miðjunni en ekki mikið meira en það. Hefði mátt láta meira til sín taka i sókninni. Jóhannes Harðarson leysti hann afá 62. minútu en komst aldrei i takt við leikinn. Auðun Helgason j Lék eins og hann hefði aldrei misst sæti sitt i lands- " liðinu. Stýrði vörninni eins og herforingi og var ákaflega öruggur i öllum sínum aðgerðum. Hlýtur að koma áfram til greina í liðið. Miðvörður Stefán Gíslason Virkaði mjög öruggur i öllum sínum aðgerðum, sótti fram og skilaði boltanum oftar en ekki vel frá sér. Hefur stimplað sig inn í hópinn með frammistöðunni i siðustu tveimur leikjum. Hægri bakvörður Grétar Rafn Steinsson Sannaði að frammistaðan gegn Ungverjum var ' engin tilviljun. Varðist og barðist vel og átti þar að auki margar frábærar sendingar á samherja sína. Er kominn í landsliðið til að vera. Vinstri bakvörður Arnar Þór Viðarsson Það reyndi lítið á Arnar i vörninni og hann gerði sig ekki sekan um nein klaufamistök. Var litið virkur í sóknarleiknum og rann i gegnum þennan leik stórslysalaust og án allra snilldartilþrifa. Sóknartengiliður Tryggvi Guðmundsson (11 Frábær endurkoma hjá Tryggva og hann er klár- ' lega maður leiksins. Skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Var óheppinn að skora ekki fleiri mörk. Kominn i landsliðsklassa á nýjan leik. Gunnar Heiðar Þorvaldsso Hefur tekið griðarlegum framförum og sýndi að hann á vel heima iþessu landsliði. Óþreytandi, duglegur og orðinn líkamlega sterkari. Svo sannarlega framtíðar- framherji landsliðsins. Árni Gautur Arason Eins ótrúlega og það hljómar, þá var meira að gera hjá honum núna en gegn Ungverjum. Varði ágætlega en hefði átt að gera betur þegar Maltverjar skoruðu. Markmaður Miðvorður Eiður Smári Guðjohnsen Enn ein frábær frammistaðan hjá fyrirliðanum sem skoraði sitt sjötta mark ísiðustu sjö landsleikjum. Ótrúlegur leikmaður sem gerir aðra menn betri. Fékk verðskuldaða hvíld á 80. minútu. Helgi Valur leysti hann af. Sóknartengiliður Veigar Páll Gunnarsson | Ágætis frammistaða hjá Veigari sem var verð- launaður með marki. Duglegur, sífellt ógnandi og gafst aldrei upp. Það var kominn timi á að hann minnti á sig á nýjan leik. Sóknartengiliður % Það hlaut að koma að því að íslenska landsliðið í knattspyrnu ynni leik í undakeppni HM. Margir dttuðust að ef ísland sigraði ekki þennan leik færi það í gegnum riðlakeppnina án sigurs. Blessunarlega verður það ekki raunin því strákarnir reimuðu á sig markaskóna í gær og skoruðu fjögur mörk gegn aðeins einu marki Maltverja. Léttirinn hlýtur að hafa verið mikill fyrir liðið og landsliðsþjálfarana og fáséð bros sást á andliti Ásgeirs Sigurvinssonar eftir leikinn. Miklar breytingar voru á byrj- unarliði íslands frá því í leiknum gegn Ungverjum og til að mynda varð að skipta allri vamarlínunni út vegna meiðsla og leikbanna. Fyrri hálfleikurinn fór frekar rólega af stað og Maltverjar komu íslenska liðinu örlítið á óvart með því að pressa svolítið ffamarlega á fleiri mönnum en við var búist fyrir fram. Stirðbusalegt Leikur íslenska liðsins var stirð- busalegur fyrstu 25 mínúturnar. Leikmenn kýldu boltanum of mikið fram völlinn í stað þess að ieika í fæturnar á hvor öðrum. Þar að auki gekk strákunum illa að finna Eið Smára og koma honum í takt við leikinn og fyrir vikið var spilið hálfglórulaust. Svo háð er íslenska liðið Eiði Smára. Kári Árnason fékk sannkallað dauðafæri á 25. mínútu en skalli hans af stuttu færi fór beint í markvörð Maftverja. Það kom meiri kraftur í íslenska liðið í kjölfar þessa færis og strákamir bmtu ísinn á 28. mínútu þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson skallaði sendingu Tryggva Guðmundssonar laglega í markið. Spennunni aflétt Eftir markið var spennunni greinilega létt af íslenska liðinu og það tók öll völdin á vellinum. Tryggvi átti skalla f stöng á 31. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Eiður Smári sannkallað gull af marki. Veigar Páll gaf á Gunnar Heiðar með sinni fyrstu snertingu og Gunnar Heiðar gerði slíkt hið sama, sending hans fór inn í teiginn þar sem Eiður Smári var mættur og hamraði boltann viðstöðulaust í netið. Glæsilegt mark með þremur snertingum og allan tímann var boltinn á lofti. Heppnir íslendingar Maltverjar vom nærri því að minnka muninn á 41. mínútu en Auðun Helgason bjargaði rétt áður en framherji Möltu potaði bolt- anum yfir h'nuna. Eiður Smári skoraði svo aftur tveimur mínút- um fyrir leikhlé en hann var dæmdur rangstæður sem var líklega réttur dómur. íslenska hðið hóf síðari hálf- leikinn með miklum látum og hver stórsóknin rak aðra. Eiður Smári komst nærri því að skora mjög snemma í hálfleiknum en Gauci, markvörður Maltverja, varði frábær- lega. Strákarnir féllu sfðan í þá gryfju að gefa aðeins eftir og það vom Maltveijar fljótir að nýta sér og minnkuðu þeir muninn á 59. Maður leiksins fagnar marki Tryggvi Guðmundsson átti sannkallaöan stórleik fyrir island gegn Möltu ígær og lagði upp tvö mörk og skoraöi eitt sjálfur. Hann fagnar hér markinu. DV-mynd Pjetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.