Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 17
DV Sport FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 77 íslenska landsliðið í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur í undankeppni HM í gærkvöld þegar það tók á móti Malt- verjum á Laugardalsvelli í ágætis veðri til knattspyrnuiðkunar. mínútu þegar Brian Said hirti frákast af skoti sem Arni Eiður Smári skoraði enn eina ferðina EiðurSmári skoraöisitt 15. landsliösmark gegn Möltu I gær og átti góðan leik eins og oft áður. Hann hefur alls skorað fimm mörk í undankeppni HM og er langmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins. Gautur varði beint út í teiginn. Einbeiting íslenska liðsins batn- aði í kjölfarið og Tryggvi Guðmundsson var ákaflega óhepp- inn að skora ekki á 66. mínútu þegar hann lyfti boltanum af löngu færi yfir Gauci markvörð. Boltinn lenti í jörðinni og fór þaðan í slána og út aftur. Hreint ótrúleg óheppni hjá Tryggva. Loksins mark hjá Tryggva Hann tók þó gleði sína á 75. mínútu þegar honum tókst loksins að skora í leiknum. Hann mokaði þá sendingu Veigars Páls inn fyrir línuna en Tryggvi fékk að leika lausum hala í teignum í hreint ótrúlegan tíma án þess að Malt- verjar sæju ástæðu til þess dekka hann. Hreint ótrúlegur varnarleikur hjá gestunum. Veigar Páll Gunnarsson kláraði svo leikinn endanlega á 85. mínútu með ágætu marki eftir sendingu frá Tryggva Guðmundssyni sem lék ákaflega vel. Sigur íslands var kærkominn og það hefði ekki verið neitt minna en reginhneyksli hefði hðið ekki klárað þennan leik enda er Malta með eitt lélegasta lið Evrópu í dag. Sigurinn í gær undirstrikaði kannski enn frekar hversu lélegt það var að sigra ekki fyrri leikinn gegn þeim ytra. Það var margt jákvætt við leik íslenska liðsins í gær en það ánægjulegusta er innkoma allra nýliðanna sem hafa sýnt í síðustu tveim leikjum að þeir eru meira en til í slaginn. Ferskleiki með nýjum mönnum Grétar Rafn, Kári, Gunnar Heiðar, Stefán og svo Tryggvi léku allir mjög vel og það kemur ákveðinn ferskleiki með þessum strákum sem sárlega hefur vantað. Það er erfitt að dæma liðið af þessum leik en það er engu að síður ánægjulegt að sjá að liðið í getur enn klárað skylduverkefni á borð við Möltu. henry@dv.is Byrjunarlið íslands f gær Neðri röð frá vinstri: Auðun Helgason, Veigar Páll Gunnarsson, Árni Gautur Arason, Tryggvi Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson. Efri röð frá vinstri: Grétar Rafn Steinsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Kári Árnason, Stefán Gíslason og Eiður Smári Guðjohnsen. -—~~—ÍfT ——~T Fyrirliðinn í fantaformi Eiður Smári lék enn eina ferðina vel fyrir ísland igær og skoraði Ifkt og hann er vanur. Hann á hérþrumuskot aö marki Maltverja. DV-mynd Stefán 1 -0 fyrir fsland Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sést hér koma Islandiyfir I leiknum ígær með góðu skallamarki. Markvörður Maltverja átti sök á markinu enda sést vel á þessum myndum hversu glórulaust úthlaup hans er. DV-mynd Stefán Marki fagnað íslensku strákarnir fögnuðu fjór- um mörkum á Laugar- dalsvelli í gær. Þeir sjást hér fugna marki fyrirlið- ---------------1 sem var ans Eiðs Smára t einkar glæsilegt. DV-mynd Stefán DV-mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.