Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 19
r DV Sport FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 19 Atvinnumannsferill Mikes Tyson gæti verið á enda tapi hann fyrir Kevin McBride á laugardaginn. Síðasti tangóinn hjáTyson? Rock Newman, umboðsmaöur fyrrum heimsmeistarans Mike sTyson, telur að ósigur á laugardag- inn muni líklega marka endalokin á ferli hans. Tyson mætir írska boxar- anum Kevin McBride í MCI Center í Washington á laugardaginn og mun gera þar tilraun til að rétta úr kútnum eftir slæmt tap fyrir Danny Williams fyrir um ári síðan. Tyson hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu árum og hefur ekki riðið feitum hesti frá bardögum sínum, „Ég ætla ekki að bíta eyrað afneinum, handleggsbrjóta neinn eða kýla eftir að bjallan glymur, ef það er það sem þið eigið við" en hann hefur þó enn talsvert að- dráttarafl. Hann hefúr átt í miklum fjárhagserfiðieikum í mörg ár og nú er svo komið að hann neyðist til að halda áfram að berjast til að forðast gjaldþrot. Geðræn vandamál Tysons hafa hvað eftir annað komið honum í vandræði innan sem utan hringsins, en margir vilja þó meina að hann sé eitthvað að róast. „Ég held að Tyson verði að gera sér grein fýrir því að maður á hans aidri á ekki mörg tækifæri eftir og það má í raun segja að allur hans ferill sé í húfi á laugardaginn," sagði Newman. Bannaðað tapa „Tap er ekki tekið með í reikning- inn hjá mér og ég reyni að hugsa ekki um það. Gerist það hinsvegar, mun ég ekki leggja árar í bát heldur rnirn ég halda áfram að berjast þangað til ég fæ það sem ég vil í líf- inu. Ef maður sækist eftir því að verða bestur í einhverju, verður maður að búast við að hlutimir gangi upp og niður til skiptis, en þótt stundum blási á móti þýðir ekki að gefast upp,“ sagði Tyson. Þjálfari Tysons, Ástrahnn Jeff Fenech, segir að skap hans hafi ver- ið til fyrirmyndar undanfarið. Æft mjög vel „Við höfum undirbúið okkur andlega og líkamlega fyrir þennan bardaga og mitt hlutverk er að gera hann glaðan og hamingjusaman, svo hann hafi gaman af að æfa. Það hefur tekist prýðilega og Mike hefur æft mjög vel. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að hann hafi fulla stjórn á tilfinning- um sínum og gjörðum á laugardag- inn og ég held að þetta verði árang- ursríkt kvöld," sagði Fenech bjart- sýnn. En hvað segir Tyson sjálfur? „Ég ætía ekki að bíta eyrað af nein- um, handleggsbrjóta neinn eða kýla eftír að bjallan glymur, ef það er það sem þið eigið við,“ sagði hann. baldur@dv.is Sigurður Jónsson missir tvo leikmenn frá Víkingi. Ekki sterkur í mannlegum samskiptum Á heimasíðu stuðningsmanna Víkings, vikingur.net, kom ffarn í fyrradag að Sigurður Jónsson, þjálfari Uðsins í fýrstu deildinni, Þetta eru þeir Vilhjálmur Ragnar Vil- hjálmsson og Stefán örn Amarson. Tvennum sögum fer af því hvemig brotthvarf þeirra bar til, en á heima- síðunni segir að Vilhjálmur hafi ekki verið í nægilega góðu formi og að Stefán hafi sofið yfir sig og misst af flugi í leik, sem hafi fyllt mæh þjálf- arans með ofangreindum afleiðing- um. „Ég var ekki alveg búinn að ná mér í leikform aftur eftir að meiðast tvisvar rétt fyrir mót, en ég var á fuUu hjá einkaþjálfara til að reyna að halda mér þokkalegum. Það tekur auðvitað tíma að jafna sig af meiðsl- um og í sjálfu sér ástæðulaust að bjóða mönnum að fara frá félaginu vegna þess. Ég ætíaði mér stóra hluti með Víkingi en nú hefur verið slökkt alveg á því.“ Aðspurður sagði Vilhjálmirr að Sigurður hefði einu sinni hringt í sig meðan hann hefði verið meiddur til að spyrja hann hvort hann væri í sjúkraþjálfun. „Ég sagði honum ems og var, að ég væri á fuUu hjá einka- þjálfara og svo var ég búinn að vera tíu daga til tvær vikur að æfa þegar hann kemur til mín og býður mér að fara eitthvað annað. Það verður bara að segjast eins og er með Sigurð, að mannleg samskiptí utan knatt- spyrnuvaUarins eru ekki hans sterkasta hlið,“ sagði Vilhjálmur, Stefán Öm segir að hann hafi sjálfur óskað þess fyrir nokkm að fá að fara til annars félags, því hann fékk U'tíð að spreyta sig með Víkingum. Sigurður Jónsson vildi lítið tjá sig um máUð þegar við ræddum við hann í gær, en sagði ástæðurnar fyr- ir því að leikmennimir væm famir frá félaginu nokkrar, en kaus að ræða það ekki að svo stöddu. baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.