Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDACUR 9. JÚNÍ2005 Ást & Samlíf DV DV Ást & Samlíf FIMMTUDACUR 9. JÚNÍ2005 21 Áminning ígemsann Gleymnar stúlkur geta nýtt sér þjónustu sem boðið er upp á (s- landi. Það er pilluáminningarþjónusta, þ.e.a.s. þjónusta í gsm-síma, þar sem þér er sent SMS til þess að minna þig á að taka pilluna. Þetta er að sjálfsögðu ætlað fyrir konur sem taka getnaðarvarn- arpilluna en eiga í erfiðleikum með að muna eftir að taka hana á réttum tíma. Skilaboðin sem send eru í símann eiga að vera bæði fyndin og fræðandi.Á umsóknareyðublaðinu fyrir þjónustuna gefst konum kostur á að skrá upplýsingar um hvenær þær þurfa að taka pásu,til þess að skilaboð berist ekki að óþörfu. Hægt er að nálgast þjónustuna á sfð- unni www.p.molar.is og er þjónustan ókeypis. • Samkynhneigður sædýragarður Starfsmenn sædýragarðs í Hokkaído í Japan segjast hafa séð keisaramörgæsir para sig saman með mörgæsum af sama kyni. Talið er að þetta gerist vegna skorts á mökum. Það var árið 2003 sem starfsmenn tóku eftir því að tveir karlfuglar fóru að stinga saman nefjum. f síðasta mánuði byrjuðu tveir kvenkyns fuglar saman auk þess sem tveir aðrir karlfuglar hófu samband. í síðasta mánuði tóku starfsmenn „lesbískan" fugl og „homma" fugl og lokuðu saman inni £ búri. í fyrstu virtust þau í öngum sfnum yfir að hafa misst frá sér makann, en nú hafa þau gleymt þeim og byrjuð að fjölga sér. í dýragarðinum eru fleiri karldýr en kven- dýr. Af 12 mörgæsum garðsins eru átta karl- kyns. Einn starfsmaður dýragarðsins sagði: „Þetta er mjög fágætt. Vandamálið stafar ör- ugglega af ójafnvægi milli karl- og kvendýra. Ef við bætum við kvendýrum ætti þetta örugg- lega að lagast." , Brjóst til lei Ung kona hefur auglýst brjóstin á sér til leigu á ebay. Hin 25 ára Cat Camp ætlar að mála auglýsingu hæstbjóðanda á brjóstin á sér. Hún mun siðan ganga um ber að ofan á tónlistarhátíðinni í Glanstonbury.Camp hefur þegar fengið tilboð frá hús- gagnafyrirtæki, hinum og þessum vefsíðum og manni sem ætlar aö biðja kærustu sína að gift- ast sér. Bringa kærasta hennar er einnig til leigu, en hann hefur einungis fengið tilboð frá plöntubúð. Cat Camp segist blönk sök- um þess að hún er nýút- skrifuð úr háskóla og ætlar aö royna að borga miðann á tónleikana méð uppátækinu. Hún , segist einnig ætla að endurgreiða launin sín ef það verður of kalt til þess að vera ber að ofan. SælRaggal Ég er með heldur vand- ræðalega spumingu að mér finnst. Ég er hamingjusamlega giftur maður og ég er kunnug- ur því að menn á besta aldri eiga það til að láta hugann ílögra annað en til eiginkon- unnar. Stundum skoða ég myndir af fáklæddum stúlkum og hef barasta nokkuð gaman af og hef ekki af því nokkuð sam- viskubit. Nú hins vegar er mig far- ið að dreyma kynferðis- lega drauma um vin- konu konunnar minn- ar og það veldur mér miklum heilabrotum og það sem verra er, miklu samviskubiti því ég hef ekki nokkum áhuga á öðru kvenfólki en minni ástkæm eigin- konu. Hvað er það sem veldur? Er ég kominn með gráa fiðringinn? Er undirmeðvit- undin að segja mér að róa á önnur mið? Kveðja, Gunnar Sæll Gunnar Ég trúi nú varla að þetta sé í fyrsta sinn sem þig dreymir blaut- lega um einstaklinga sem þér finnst ekki alveg eiga heima í draumum þínum. Eg er nefnilega alltaf að lenda í þessu... í það minnsta hef ég upplifað svona drauma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ólík- legasta fólk getur slæðst inn í drauma manns, meira að segja fólk sem maður mundi aldrei hafa minnsta áhuga á að skríða upp í rúm með. Þess vegna held ég að blautir draumar þurfi ekki endilega að vera merki um raunverulegar óskir og því síður ábendingar um viðeigandi aðgerðir í nánustu fram- tíð. Kynferðislegar fantasíur Kannski er best að líta á svona drauma sem framlengingu af kyn- ferðislegum fantasíum, munurinn er bara sá að í draumi stjórnar mað- ur ekki ferðinni sjálfur, heldur fá taugar og boðefni heilans að leika lausum hala og þú hefur ekki séns á að ritskoða það sem fer yfir vel- sæmismörkin. Slappaðu bara af og notaðu frek- ar kynferðislegu orkuna, sem myndast við svona drauma, innan hjónabandsins. Ef þú vaknar pinn- stífur ættir þú að iúlla þér yfir til konunnar og bjóða upp á smá kel- erí í stað þess að krullast upp í óþarfa samviskubit og vesen. Ef hugsanir um vinkonuna fara að sækja á hug þinn í vöku og þú ferð að bjóða henni heim í U'ma og ótíma í von um að hún nuddist óvart við mjöðmina á þér eða mæti í flegnu, ættir þú mögulega að hugsa þinn gang. Það væri mun sterkari vísbending um raunveru- legar fysnir, gráar eða rósrauðar. Dreymiþigvel, Ragga Við komum út eins og ástfangnir unglingar Hér á landi hefur verið starfrækt nám- skeið þar sem hjónum er kennt að endur vekja neistann í sambandinu. Námskeið þetta hefur hjálpað fjölda hjóna til að gera gott hjónaband betra. fyr.Mi ■ Hi Hjónahelgarfólk ! Jóhannes og Guörún eru ástfangnari en nokkru sinni fyrr. Fólk heldur gjaman að því lengur sem hjónaband endist því auð- veldara verði það. Þetta er að sjálfsögðu misskilningur. Þegar helstu vandamálin eru yfirstigin tekur við nýtt vandamál. Hvernig á að halda neistanum í hjónabandinu. Hjón eiga það til að taka hvort öðru sem sjálfsögðum hlut eftir að þau hafa vanist samlífinu. Til eru margar aðferðir til að reyna að endurvekja neistann sem hjón fundu fyrir í upphafi sam- bandsins. Ein besta aðferðin er að fara á námskeið sem haldið er hér á landi. Þar eru hjónum kenndar að- ferðir við að kynnast hvort öðru á nýjan hátt. Námskeiðið er kallað Hjónahelgi og hefur verið haldið undanfarna áratugi. Sambandið var gott fyrir „Þetta er bara grasrótarhreyfing," segir Jóhannes Brynjólfsson. Jó- hannes og kona hans Guðrún Katrín fóru á Hjónahelgi árið 1996 og segir hann þetta hafa breytt h'fi þeirra hjóna. „Við vorum í mjög góðu hjónabandi fyrir, en við komum út eins og ástfangir unglingar. Við upp- lifðum algjöru endurnýjun í hjóna- bandinu af því að þetta ger- ir ekkert annað en að auðga hjónabandið. Fólk lærir þarna að- ferð til þess að kynnast hvort öðru á nýjan hátt." Hjónahelgin er tveggja sólar- hringa námskeið sem hefst á föstu- dagskvöldi og endar á sunnudagskvöldi og er námskeiðið haldið á hóteh í bænum. Hjónahelgin er ekki í tengslum við neina kirkju eða söfnuð og er eingöngu rekin af fólki sem notið hefur góðs af þessum námskeiðum. Alls engin trúarsamkoma Hjónahelgin er orðin rúmlega 40 ára, en hún var fyrst __________ kynnt á íslandi um miðjan 9. áratuginn. „Þetta byrjar á seinni hluta 7. áratugs á Spáni, breiðist þaðan út til Suður-Ameríku og það- an til Norður-Ameríku. Frá Ameríku berst hún yfir til Keflavíkurflug- vallar. Fyrsta helgin var haldin á Hótel Loftleið- um árið 1985. Það voru menn af Velhnum sem voru með þetta fyrst og svo tóku íslendingar við. Héðan berst þetta til Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þannig að þetta er orðin alþjóðleg hreyfing," segir Jóhannes. Hjónahelgin er byggð á lúthersk- um grunni, en Jóhannes segir hana alls ekki vera trúarsamkomu eða söfnuð. Það eru allir velkomnir hverrar trúar sem þeir eru. Eina skil- yrðið er að fólk sé gift og langi til þess að gera gott hjónaband betra. „Þetta er ekki hópmeðferð. Þetta er ekki einu sinni meðferð sem slik. Þetta er námskeið sem byggist upp á því að kenna fólki að tjá sig á nýjan máta. Þetta er byggt á samveru hjóna, einna og sér. Hjón fá mikinn tíma saman þar sem þau vinna að sfnum málum. Þetta er í raun og veru ekki meðferð. Það eru ekki sér- fræðingar sem koma að þessu. Þetta er byggt upp á fyrirlestrum eftir fólk sem hefur farið á svona helgar. Þetta er bara venjulegt fólk úr þjóðfélag- inu. Það má eiginlega segja að þetta sé þversnið af þjóðfélaginu sem stendur að þessu." Algjör endurnýj- un í sambandinu Jóhannes segir helgina hafa breytt góðu hjónabandi í betra hjónaband. „Þetta virkaði sem algjör endumýjun fyrir mig og konuna mína. Við erum búin að vera saman í 24 ár. Það eru komin m'u ár síðan við fórum á okkar fyrstu helgi og við notum oft tímatalið „fyrir og eftir Hjónahelgi". Okkur var bara boðið af kunningja- fólki á þetta námskeið. Við vorum búin að vita af þessu síðan ‘85. Þetta voru hjón sem við þekktum mjög vel sem voru í þessu. —-------x Við héldum samt að þetta væri ekki fyrir okk- ur, en við sáum blik í augunum á þeim og hvemig viðmót þeirra breyttíst og annað slflct. Þá langaði okkur að kynnast þessu betur. Við fórum á kynningarfund ‘94 og biðum svo í tvö M ár. Þegar við ákváðum að gera þetta vissum við ekkert hvað við vorum að fara út í. Eftír á að hyggja hefðum við ekki viljað vita neitt um þetta." Áhugasamir geta lesið sér til um Hjónahelgina á heimasíðunni www.hjonahelgi.com eða sent fyrir- spumir á forsvar@hjonahelgi.com. toti@dv.iS Reynslusaga frá Hjónahelginni Koirfekt vítarnín Við hjónin urðum þeirrar gæfu að- njótandi að vera boðið á kynningar- fund um lútherska hjónahelgi. Þau hjón sem buðu okkur eru vinir okkar og svo erum við stelpurnar frænkur. Þegar þau komu til okkar til þess að bjóða okkur, var eitthvað öðruvísi við þau en vanalega, þau, sem reyndar hafa alltaf verið glöð og kát, voru eitthvað svo dularfull og einhverjir leynistraumar virtust skjótast á milli þeirra. Það var eins og þau væru nýbúin að kynnast. Þetta gerði okkur forvitin og vildum við endilega skrá okkur, enda treyst- um við þeim til að vera ekki að senda okkur í einhverja vitleysu. Eftir að við höfðum verið á skrá í um 2 ár fengum við hringingu og var boðið að koma á Hjónahelgi.Var þvi tekið strax og á staðnum. Þegar við vorum á leiðinni á hótelið vorum við kviðin og veltum þvi fyrir okkur í hvað við við værum að koma okkur, en ákváðum að mæta með opnum huga og eiga þessa spennandi helgi saman.Tíminn leið hratt þessa helgi og var hún alveg stórkostleg, þetta var algjört konfekt fýrir sálina og eins og vítamínsprauta fýrir hjónabandið. Þegar heim var komið eftir helgina, vorum við afar þreytt en ánægð.Við höfum töluvert notað það sem við lærðum þá helgina og finnum mik- inn mun á því hvernig við tökum á málum sem upp koma og hvað þetta gefur sambandi okkar meiri dýpt. Við erum alsæl með helgina og fólkið sem að henni kom,og ekki síst þakklát vinum okkar sem gáfu okkur þessa frábæru gjöf að bjóða okkur á Hjónahelgi. Jóhanna og Sigurður. <___________________________________> Páfinn fordæmir hjóna- band samkynhneigðra Benedikt XVI páfi fordæmdi Benedikt XVI, sem þá sambúð samkynhneigðra á hét Joseph Ratzingar þriðjudaginn. Hann kallaði kardináh, var for- sambúð tveggja einstak- / v \ sprakki herferðar linga af sama kyni „stjórn- / \ Vatikansins laust gervibrúðkaup" og / \ Se8n samkyn- studdi þar með við harða [ * /ÍS*$3&Jr j hneigðum stefnu kaþólsku kirkj- I I hjónaböndum. unnar gegn samkyn- U, / Þá beitti hann hneigðum. Hann sagði \ J kaþólska stjóm- hjónabandiðekkiveralaus- \ / málamenn þrýst- byggt samfélagslegt fyrirbæri, ’ r/ ingi til þess að fá þá heldur stofnun sem á rætur sínar ~~ til að samþykkja ekki að rekja í „djúpstætt byggingarefni lög sem leyfðu samkynhneigðum manneskjunar". að ganga í hjónaband. Ný rannsókn á samskiptum kynjanna Hinar níu tegundir ástarinnar Starfsmenn hjá Nottingham Trent University og University Col- lege í London hafa komist að því að til eru níu mismunandi tegund- ir af ást. Þessu komust þeir að með því að spyrja markhóp nokkura spuminga og svara hvort þau séu sammála eða ósammála. Þetta kemur fram í British Journal of Social Psychology. Hinar níu tegundir ástar em: • Fullorðin ást, þar sem sameigin- legt traust, öryggi og stuðningur ræður ríkjum innan sambandsins. • Ástarörin, þar sem pör em agn- dofa af blindri ástríðu. Hugsið ykkur Antóný og Kleópötm eða jafnvel Burt Lancaster og Deborah Kerr í kvikmyndinni From Here to Et- ernity. • Ást nautna- seggja, þar sem ástin gengur út á að uppfylla persónu- legar langanir og þrár. Viðfangsefni margra Film noir-mynda. • Ást, sem æðsta takmark per- sónulegra samskipta. Mjög róm- antískt. • Ást, sem gerir sér ekki grillur og veit að það þarf vinnu, þolinmæði og milliveg tíl þess að blómstra. • Ástarrússíbaninn, þar sem ástin virkar eins og , tilfinrúngalegur rússí- bani, eins og í Bridget Jones’Diary. JS • Ást, sem þróast út í gÆr- kynjahlutverkaleik samfé- lagsins. Hugsið um pínda parið í Brief encounter. • Ást, sem fer út í nána vináttu. • Síamstvíburaást, þar sem tvær manneskjur verða að einni og stunda þann pirrandi ávana að klára setningar hvors annars. Sleppur við fangelsi fyrir að káfa á vinkonu sinni Hin 22 ára gamla Michelle McComb var dæmd í 18 mánaða skil- orð eftír að hafa játað að hafa káfað á vinkonu sinni. Michelle gistí hjá vini sínum í Galashiels í ágúst síðastliðn- um þegar atvfldð áttí sér stað. Hún hélt að vinkona sín væri sofandi og káfaði hún á brjóstum hennar og klofi. Árásin stóð í hálftíma og var fómarlambið í svo mikilli geðs- hræringu að það vissi ekki hvað tfl bragðs skyldi taka. Lögfræðingur Michelle, Colin McNab, sagði hana eftírá í þroska og að þegar hún var 15 ára hefði hún haft andlegan þroska 9 ára bams.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.