Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 Menning DV Vandræða- skáldin komin heim Einhverjir skrautlegustu rithöf- undar landsins eru nýlega lentir eftir aö hafa verið á bókmennta- hátiö í Edinborg. Eiríkur Örn Norö- dal og Stefán Máni eru báðir höf- undar hjá Eddu og báöir mega heita nokkrir vandræöagripir inn- an sinnar útgáfu. Stefán Máni er aö Ijúka viö mikla bók sem heitir „Túristinn", en þar fá ýmsir á baukinn sem i útgáfubransanum starfa. Tíðindamenn DVinnan Eddu vilja reyndar meina að þetta sé „póstmódernískt meistaraverk“ fremur en að þarna sé óásættan- legt meinhorn á ferö - óþolandi fyrir virtari höfunda Eddu. Eiríkur Örn hefur tekið aö sér fyrir Bjart að stýra útgáfustarfseminni Traktor, sem hefur aösetur á ísa- firði. Traktor er dótturfélag bóka- foriagsins Bjarts. Þaö fer misvel í Eddu-menn, þó ekki verr en svo, aö einn þar innan dyra segir glað- beittur í samtali viÖDV: „Ef Biartur vill hætta sínum Potter- og Browngróöa i slíkt er það hiö besta mál." Enn ein frumsýning á þessu mikla leiklistarvori. Á þriðjudags- kvöldið var frumsýning á „The Saga of Gudridur" í Skemmtihús- inu við Laufásveg. Guðríður Þorbjarnardóttir legg- ur upp í sína miklu ferð á erfiðum skipum á opnu hafi, með það að markmiði að komast til landsins þar sem sólin alltaf skín, það er Vínlands, en svo spunnu ör- lagadísirnar henni aðra vefi þegar hún var sest þar að, og hún kom svo ein aftur til íslands með son sin Snorra og fósturdótturina, sem hún tók að sér þegar Freydís vinkona hennar lést. Að þessu sinni er það Caroline Dalton sem leikur hana á enskri tungu. Eiríkur örn og Stefán Máni Mega búðirheita nokkur vand- ræðabörn innan Eddu útgáfu. Caroline er mjög vel skóluð, flink og liðug og talar þannig að hvert orð skilst. Auðvitað ætti maður ekki að vera að hafa orð á slíku þegar fjallað er um leiksýn- ingu, en þar sem slappmælgi og lé- leg framsögn er svo algeng, er það gleðiefni þegar vel er talað, hátt og skýrt. Kattliðug listakona Caroline er ein á sviðinu allan tímann. Hún bregður sér í margra kvikinda líki á ferðalagi sínu og tónlist Margétar Örnólfsdóttur fellur einkar vel að viðfangsefninu. _ Áhorfendum er fýrst beint nið- ur í kjallara þessa sérstaka leikhúss þeirra Brynju Benediktsdóttur og Er- lings Gíslasonar. Þaðan eru menn lóðsaðir upp í sal- inn, þar sem stórt gulnað landakort, sem virðist vera úr skinni, er strekkt yfir bakgrunninn. Guðríður heilsar niðjum sínum og hefur söguna af því er hún fór fyrst til Grænlands með fyrsta mann- i sínum og svo hvernig hún kynntist Þorsteini öðrum manni sínum og svo að lok- um þeim síðasta, Þorfinni Karls- efni. Líf þeirra, persónuleiki og dauði birtist okkur ljóslifandi í mjög svo sterkri og danslegri lfk- amsbeitingu Caroline. Þar sem hún baðar út öngum og hreyfingar og hljóð þeirra fugla sem verða vegi hennar kvikna til lífs, finnst manni hún vera vængjum prýdd eða með handleggi úr gúmmíi. Glettilegur léttleiki Brynja Benediktsdóttir, sem er bæði höfundur og leikstjóri sýn- ingarinnar, nær svo sannarlega að töfra fram glettilegan léttíeika og ótrúlega fjölbreytni þeirra karak- tera sem við sögu koma. Oftsinnis stekkur leikkonan úr einum stað í annan til þess að bregða sér milli hlutverka. Þar sem hún stendur og spinnur, eða strokkar meðan hún spjallar við Freydísi vinkonu sína, eða þegar hún liggur í kelerfi með manni sínum, fyrir utan hrein- ræktuð dansatriði og bardagalist, sýnir að hér er leikkona á ferð sem hefur einkar gott vald á líkamsbeit- ingu. Hljóðmynd gefur góð hug- hrif Hljóðmyndin færir okkur milli heimshluta og og gefur góð hughrif sem leiðir okkar eigið hugmynda- flug til tíma íslendinganna hinna Brynja Benediktsdóttir, sem er bæði höfundur og leikstjóri sýning- arinnar, nær svo sannar- lega að töfra fram glettilegan léttleika og ótrúlega fjölbreytni þeirra karaktera sem við sögu koma Saga Guðríðar. Skemmtihúsið. Leikur: Caroline Dalton. Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálsson. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Hljóðvinnsla: Ragnheiður Valdimarsdóttir, Dimitra Drakopoulou. Stjórn lýsingar: Haukur j Pálsson. Leikstjóri og höfundur: Brynja Benediktsdóttir. Leiklist fomu. Caroline er ein margra leikkvenna sem leikið hefur þetta hlutverk hjá Brynju. Uppfærslun- um er breytt í stíl við leildconurnar og hér var á ferðinni einkar hröð og spennandi sýning leiktæknilega séð. Búingar og leikmynd eru í höndum Rebbekku Ránar Samper og ræður þar einfaldleiki og hag- sýni ferðinni. Serkurinn ljósblái átti vel við öll æviskeið Guðríðar, en truflaði svo heldur við vissar að- stæður. Meðferð ljósanna í hönd- um Jóhanns Bjarna Pálmasonar var einnig smekkleg. Guðríður Þorbjarnardóttir er einstök kona sem allir ættu að þekkja og það er víst óhætt að segja að Brynja Benedikitsdóttir sé farin að þekkja hana nokkuð vel, því þetta er líklega ellefta Gurran sem til verður í hennar smiðju. Hver veit nema hún birtist svo í eigin persónu einhvern daginn, alla vega er nógu mikið spjallað við völvur þannig að það ætti að vera komið eitthvert samband. Brynja í Finnlandi Guðríður fór sem kunnugt er ekki eingöngu í vesturátt heldur lagði hún á fullorðinsárum land undir fót og hélt til Rómar. Maður verður eiginlega bara þreyttur á nútímavísu við tilhugsunina um ferðirnar. Saga Guðríðar, sem sýnd er á ensku, féll vel í kramið hjá þeim ferðamönnum sem sáu sýninguna þetta frumsýningarkvöld og það er óhætt að mæla með henni fyrir þá sem eru enskumælandi og sjálfsagt að fara með krakka á hana, þar sem það er óvenjulegt að heyra svona vel talaða ensku. Brynja er í þessum töluðu orðum með aðra Guðríðarsýningu á fleygiferð um Norður-Finnland en þar er listahá- tíð kvenna og keppir hún þar í sínum riðli með Guðríði sem leikin er af Valdísi Arnardóttur. Elísabet Brekkan BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavikur • Listabraut 3, 103 Reykjavik NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN STÓRA SVIÐ KALLI A ÞAKINU 99% UNKNOWN - Sirkussýnin e. Astrid Lindgren / samstarfi við A þakinu Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17 UPPS, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS, Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 Bðrn 12 ára og yngrí fá frítt í Sorgarteikhúsið í fylgd fullorðínna - gildir ekki é barnasýníngar Míðasölusími 568 8000 midasala^borgarleikhus.is Míðasala á netínu www.bofgarlelkhus.is Miðasalört í Borgaríeikhúsinu er opin. lO-lö rnánudaga og þfíðjudaga, 10-20 míðvíku-, timmtU' og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TIMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Id I samstarfi við SPRON. I kvöld kl 20 - Uppscft Bnstakur viðburður NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. I kvöld kl 20 - UPPS, Fö 10/6 kl 20 Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar Glæsilegri bók um íslenska myndlistarsögu fagnað. Rótlaust þang án sögunnar „Hefði mig órað fyr- ir þeirri miHu vinnu og kostnaði sem verkið hefur haft í för með sér, hefði ég sjálfsagt aldrei komið nálægt því ,en það gfldir um flest þau verk sem eru mér kærust," sagði Jó- hann Páll Valdhnars- son útgefandi meðal annars í ræðu sem hann flutti afar virðulega móttöku í Þjóð- minjasafninu. Jóhann Páll Valdimarsson Forleggjarinn heldurþví fram, að sllkar bækur væru ekki gerðar efmenn vissu fyrirfram hversu mikil vinna og fjármagn fer f sllka útgáfu. Mynd á þili Rakin er saga myndlistará fs- landi frá siðaskiptum til öndverðrar 18. atdar. DV-myndir Stefán Þar var fagn- að út- komu bókar- innar Mynd á tir Þóru Kristjáns- list- og sagnfræð- ing við safiúð. í bókinni er fjallað um íslenska mynd- listarmenn sem uppi voru frá siðaskiptum tíl öndverðar 18. ald- ar. Oft hefur verið sagt að listasag- an íslenska sé ung, hafl í raun ekki hafist að neinu marki fyrr en upp úr aldamótunum 1900. En þá er vísað tfl málverksins. Kirkjulist, svo sem gerð altaristafla, útskurð- Þóra Kristjánsdóttir Hefurað flestra mati unnið stórvirki með gerð bókarinnar. ur og vefnaður á sér miklum mun lengri sögu. Ritið er glæsilegt og skyldueign þeirra sem vflja átta sig á samhenginu í íslenskri myndlist og menningararfleiföinni. Jóhann Páll hafði þaö til marks um að hann væri að eldast hversu stoltur hann væri af því að hafa í höndum fyrstu eintök bókarinnar. „Með árunum lærist manni hvað sagan og uppruninn eru mikflvæg og án þeirra væri maöur sem rót- laust þang."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.