Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 40
j j ± \ L/ j Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar |jrlafnleyndar er gætt. h h q Q(J SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMIS50S000 690710 111117^ • Starfsfólk RÚV þorir ekki að fagna þeim fréttum fyrr en staðfestar verða opinberlega að Markús öm Ant- onsson sé að hverfa á braut í sendi- herrastöðu. Hann er nú algerlega einangraður í húsinu við Efsta- leiti. DV hefur sagt Markús á för- um til Kanada meðan aðrir fjöl- miðlar veðja fremur á að hann fari til Skandi- navíu. Opinberir aðilar hafa ekki sagt að silfurref- urinn tungulipri sem nú þjónar sem sendiherra í Kanada, Guðmundur Eiríksson, sé á förum en DV heyrir að Guð- mundur sé nú staddur í Kosta Ríka þar sem hann mun vera að athuga með rekstorsstöðu við háskóla nokkurn... flstandið komið aftur! / Eastwood í mánuö á íslandi Leitar aö 400 aukaleikurum Á þriðjudaginn staðfesti Mal- paso, framleiðslufyrirtæki Clints Eastwood, við íslenska kvikmynda- fyrirtækiðTrue North að tökur á nýj- ustu mynd Eastwoods, Flags of our Fathers, myndu fara fram á íslandi. Þær heflast 12. ágúst og standa yfir í fjórar vikur, til 9. september. Þetta er langur tími í heimi kvikmyndanna, til dæmis stóðu tökur á Batman í fyrra aðeins yfir í fimm daga. „Þeim leist gífurlega vel á land- ið," segir Helga Margrét Reykdal hjá True North. „Þetta var tíu manna hópur sem kom héma um daginn. Skemmtilegt fólk með mikla reynslu. Það er frábært að fá að vinna með þeirn." Undirbúningur fer á fullt skrið á næstu dögum. Stærsta atriðið sem tekið verður hér á landi er innrás Bandaríkjamanna á japönsku eyj- una Iwo Jima árið 1945. Þar réðust Bandaríkjamenn á land með 880 skipum með 110 þúsund sjóliðum innanborðs. 21 þúsund Japanir biðu Flags of our fathers Rauði þráðurínn eru hermennirnir sem reisa fánann á myndinni frægu. innrásarinnar. Lofther Bandaríkja- manna réðist á Iwo Jima í lengstu samfelldu árás sinni í seinni heims- styrjöldinni. Tæplega 50 þúsund manns töpuðu lífinu. Búist er við að um 400 aukaleik- ara þurfi til að manna atriðin. Eastwood hefur sagt að enginn eldri en 26 ára fái hlutverk og geta því ís- lenskir karlmenn um tvítugt farið að undirbúa sig. Ráðning aukaleikara mun fara í gegnum skrifstofur Eskimo Models en Malpaso stýrir ferlinu. Starfsfólk þess viii hafa alla framleiðsluna á hreinu. Ekki er gefið upp hvernig leyst verður hverjir leild japönsku hermennina. Mikið umfang fylgir tökunum. Búast má við að þegar Kður á sumar- ið komi heilu gámarnir af leikmynd- um og -munum til landsins þar sem hér hafa ekki verið sviðsett svo stór atriði úr seinni heimsstyrjöldinni áður. Með bátum, byssum, sprengj- um og flugvélum. Þó að Eastwood hafi ekki gert risamyndir hingað til og haldi kostnaðinum jafiian innan skynsamlegra marka er ekki hægt að horfa ffamhjá því að meðframleið- andi myndarinnar er Steven Spiel- berg. Við fyrstu sýn virðist því sem verið sé að undirbúa álika magnað atriði og upphaf Saving Private Ryan. Flokkur fyrirsætna kominn til landsins í gærkvöldi komu til landsins 22 fyrirsætur, sem taka þátt í tísku- sýningu Mosaic Fash- ion í Skautahöllinni á morgun. Þær slást í för með fjórtán íslenskum fyrirsætum, sem einnig voru valdar til að sýna föt frá Karen Millen, Oasis, Coast og Whistí- es. Allar verða þær undir dyggri leiðsögn Glæsilegar fyrirsætur/i Steinunnar Sigurðar- sýningunni á morgun koma dóttur fatahönnuðar og fram 22 ertendar og 14 Daggar Pálsdóttur stíl- útenikar fyrírsætur. ista, sem hafa yfirumsjón með sýn- ingunni. Þær tvær eru ýmsu vanar í dæmis fyrir Gucci um árabil. Fyrirsæturnar voru valdar með það í huga að sýningin yrði í heimsklassa. Þær eru meðal annars breskar, grískar, sænskar og finnskar og verða við stífar æfingar í Skauta- höllinni fram að sýn- ingu, klukkan átta ann- að kvöld. Fyrr um dag- inn koma stjörnumar bresku og fréttamenn- irnir til landsins en búist er við rúmlega hundrað manns. Þá hefur fjölda fslendinga verið boðið tískuheimum, Steinunn vann til og er eftirsóknin eftir miðum mikil. HörðurTorfa plataður og óvænt heiðraður ÞJÓÐM I N JASAFN ÍSLANDS Herði Torfasyni tónlistarmanni vom veitt ein merkustu verðlaun sem tónlistarmenn á Norðurlöndun- um geta fengið á mánudagskvöldið. Hörður er þriðji íslendingurinn sem fær þessi verðlaun en fyrir tíu ámm vom bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir heiðraðir á þennan hátt. „Ég vissi ekkert um þetta fyrr en rétt áður en ég fékk verðlaunin, það var búið að biðja mig um að vera á landinu á þessum tíma og meira vissi ég ekki en þetta er mikill heið- ur fyrir mig,“ segir Hörður Torfason sem á mánudaginn var fenginn til að sitja heiðurskvöldverð í veiðihúsinu við Grímsá í Borgarfirðinum án þess að vita að kvöldverðurinn væri hon- um til heiðurs. Það em félög tónskálda- og texta- höfunda (FTT) á Norðurlöndum sem ákveða hverjir hljóta þessi verðlaun, sem kallast NPU-heiðursverðlaunin. ÞJÓÐ VERÐURTIL - MENNING OG SAMFÉLAG í 1200 ÁR Grunnsýning sem veitir innsýn f sögu þjóðarinnar frá landnámi til nútíma. Mynd á þili. Sýning um íslenska myndlistarmenn fyrri alda. Ljósmyndasýningar. Safnbúð. Veitingastofa. éÉ „Þessi verðlaun em veitt á tveggja ára fresti og venjan er að heiðra ein- hvern á því landi sem ráðstefna er hverju sinni, svo það gerist ekki nema á tíu ára fresti að íslendingi hlotnast þessi heiður," segir Þórir Baldursson, heiðursfélagi í FTT. i 2 ÞJÓÐMINJASAFN ISLANDS National Museum oflceland www.thiodminjasafn.is Suðurgötu 41 / 101 Reykjavík Sími: 530 2200 Opnunartími: Daglega kl. 10-17 Fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 10-21 ókeypis á miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.