Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1951, Page 10

Freyr - 15.05.1951, Page 10
166 FRE YR Erindi Gunnars Bjarnasonar, um hlut- verk hestsins í landbúnaði og þjóð- lífi íslendinga. Eftirfarandi ályktun búfjárræktarnefnd- ar var samþykkt: ..Búnaöarþing beinir því til stjórnar Búnaðarfélags Islands, að hún feli formanni Búreikningaskrifstof- unnar og ráðunaut í hrossarækt að fá nokkra bænd- ur til að halda skýrslur um kostnað við vélarekstur til bústarfa annarsvegar, og kostnað við hestanotkun hinsvegar, svo nokkrar bendingar fáist um hagrænt gildi hvors fyrir sig, fyrir búskap landsmanna og hvort halda beri áfram þeirri þróun í landbúnaðin- um, að taka aflvélar til notkunar við bústörfin." Tillaga búfjárrœktarnefndar um þings- ályktun viðvíkjandi tamningastöð fyrir dráttarhesta, var samþykkt svohljóðandi: „Búnaðarþing ályktar, að nauðsyn beri til að koma upp tamningastöð fyrir dráttarhesta. Búnaðarþing beinir þeirri ósk til stjórnar Búnaðar- félags fslands, að liún vinni að því við ríkisstjórnina, að koma slíkri stöð upp sem allra fyrst.“ Kristinn Guðmundsson og Sigurjón Sigurðsson báru fram eftirfarandi ályktun, er var samþykkt: „Búnaðarþing skorar á ríkisstjórnina að gera ráð- slafanir til að safnað verði saman þeim nautgripum af Gullowaykyni, sem til eru í landinu, á eitt tilraunabú, þar sem unnið verði markvisst að úrvali og kynbót- um þessara gripa, með tilliti til holdsöfnunar. Sýni reynslan, að takast megi að framleiða svo gott holdakyn, að það taki verulega fram ísl. gripum, verði síðar unnið að því að nota gripi af þessum stofni til nautakjötsframleiðslu, í samráði við ráðunaut Bún- aðarféiags íslands í nautgriparækt. Greinargerð: Þar sem vitað er, að til eru í landinu gripir með meira og minna Gallowayblóði, í eign ýmissa bænda, og ræktunin hefur verið með öllu skipulagslaus, virð- ist augljóst mál, að æskilegt væri að þeim sé safnað saman og gerð skipulögð tilraun undir umsjón Til- raunaráðs búfjárræktar mcð framleiðslu á holdakyn- stofni. Sandgræðslustjóri mun hafa, síðastliðin tvö ár, eitt- hvað unnið að því, á búi Sandgræðslu ríkisins í Gunn- arsholti, að safna saman Gallowaykynblendingum. Þessi staður virðist vel til þess fallinn og sandgræðslu- stjóri áhugamaður um þessi málefni. Ríkisstjórnin og fjárveitingavaldið þyrfti að rétta honum og tilrauna- ráði búfjárræktar hjálparhönd, með ákveðnum fyrir- mælum og nauðsynlegum fjárveitingum, svo hægt verði að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þessara kyn- blendinga á þann skipulagslausa hátt, sem gert hefir verið." í framanskráðu hefir verið sagt frá nokkrum málum og sýnt hvernig afgreidd hafa verið. Auk þessa mætti geta um ýmiss fleiri, svo sem um útrýmingu refa, um út- flutning dilkakjöts og eflingu markaða fyrir það, um rannsóknir á hrossakjöti geymslu þess og gildi, ásamt verðskráningu, o. m. fl. Þá var samþykkt, að skipting á Búnaðar- sambandi Austurlands mætti fara fram þannig, að Austur-Skaftafellssýsla yrði sjálfstætt samband. Fjárhagsáætlun Búnaðarfélagsins var afgreidd með 1.395 milljóna kr. rekstursfé. Nokkrum málum var vísað til milliþinga- nefndar, sem kjörin var. Má þar nefna girðingalögin, sem Alþingi hafði sent Bún- aðarþingi til umsagnar, svo og erindi um atvinnufræðslu í framhaldsskólum. Á Búnaðarþingi voru haldnir 26 fund- ir. Þar að auki voru erindi flutt sem hér segir: Steingrímur Steinþórsson, forsætisráðh.: Búnaðarfélag íslands og störf þess. Hermann Jónasson, landbúnaðarráðherra: Landbúnaðarmál. Jakob Gíslason, raforkumálastjóri: Raforkumál sveitanna. Ólafur Jónsson, héraðsráðunautur: Atvinnufræðsla við almenna framhalds- skóla. Runólfur Sveinsson, sandgræðslustjóri: Búf j árræktartilraunir. Ólafur Sigurðsson, bóndi, Hellulandi: Lax- og silungsveiði og æðarvarp.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.