Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1951, Page 12

Freyr - 15.05.1951, Page 12
168 FREYR Framleiðslukostnaður — Reksturskostnaður Svör við spurningunni: Hvað er átt við, þegar talað er um framleiðslukostnað og reksturskostnað og hvaða mismunur er þar í milli? Spurningin var nr.- 4 í samkeppninni, sem Freyr efndi til í fyrravor. I. Með framleiðslukostnaði er átt við kostn- að á framleiðslu einhvers hlutar eða vöru- tegundar. í þrengri merkingu er þá venju- lega átt við öflun verðmæta úr skauti nátt- úrunnar. Sá kostnaður, sem framleiðand- inn leggur af mörkum við öflun verðmæt- anna, þar til þau eru komin í nothæft eða seljanlegt ástand, heitir framleiðslukostn- aður. Reksturskostnaður er hins vegar allur sá kostnaður, sem fellur undir hverskonar rekstur fyrirtækja eða einstaklinga. Rekst- urskostnaður getur því um leið verið fram- leiðslukostnaður, en þarf ekki að vera það; er hann þá kostnaður við starfsemi, sem ekki fellur undir framleiðslu, svo sem iðn- að, verzlun eða aðra slíka atvinnu, sem ekki er framleiðslustarfsemi. í stuttu máli sagt: Framleiðslukostnaður er kostnaður við öflun og breytingu verðmæta, sem unnin eru úr skauti jarðar, þar til þau eru kom- in í nothæft ástand. Reksturskostnaður er kostnaður við alls konar atvinnu og rekstur, eða breytingu hráefna í annað nothæfara ástand, hvort sem starfsemin fellur undir framleiðslu eða ekki. Hermann Grímsson. II. Öll atvinnustarfsemi fer fram í fyrir- tækjum, en fyrirtæki eru ákveðin skipu- lags- og fj árhagsheild, rekin undir stjórn ákveðins aðila. Öllum fyrirtækjum má skipta í fjóra flokka, eftir því, hvernig atvinnu þau reka: 1) framleiðslufyrirtæki (landbúnað- ur, sjávarútvegs- og námafyrirtæki), 2) iðnaðarfyrirtæki, 3) viðskiptafyrirtæki (verzlanir, bankar, samgöngu- og trygg- ingafyrirtæki), og 4) þjónustufyrirtæki (iðkun vísinda og lista, fræðsla og skemmt- anir). Allur sá kostnaður, sem þarf til þess að reka ákveðið fyrirtæki, nefnist reksturs- kostnaður og er þá venjulega miðað við eitt ár. Ef um framleiðslu- eða iðnaðarfyrirtæki er að ræða, má jafna reksturskostnaðin- um niður á hverja vörueiningu, sem fyrir- tækið framleiðir. Kemur þá fram hvað það kostar að framleiða eina vörueiningu af ákveðinni vöru og nefnist það framleiðslu- kostnaður vörunnar. Sá er munurinn á reksturskostnaði og framleiðslukostnaði, að það er talað um reksturskostnað fyrirtækis, en hinsvegar framleiðslukostnað vöru. Guömundur Jónsson. III. Ég álít, að þegar talað er um reksturs- kostnað atvinnufyrirtækis (bús, verzlun- ar), sé átt við allan kostnað, sem beinlínis stafar af atvinnurekstrinum, sé ekki um aukningu eða verulega breytingu á rekstr- inum að ræða. í hverju þessi kostnaður er fólginn, er auðvitað breytilegt eftir því hvaða starf- semi er um að ræða og hvernig henni er hagað, en undir mjög mörgum kringum- stæðum eru þó vinnulaun stærsti liður- inn. Þegar talað er um framleiðslukostnað finnst mér að átt sé við hvað mikið það kostar atvinnurekandann að framleiða af- urðaeiningu (kg mjólkur, kg kjöts, tunnu garðávaxta, sé um bónda að ræða). Af þessu sézt, að hjá öllum atvinnufyrir- tækjum er um reksturskostnað að ræða eins þó að þau hafi enga framleiðslu (verzlanir) og undir lang flestum kringum- stæðum stendur reksturskostnaðurinn í réttu hlutfalli við stærð fyrirtækisins. Framleiðslukostnaður getur aftur á móti

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.