Freyr

Årgang

Freyr - 15.05.1951, Side 15

Freyr - 15.05.1951, Side 15
FREYR 171 EINAR EYFELLS: Undirböningur vála og áhalda íyrir vornoíkun Sá dagur á eftir að renna upp, að sér- hver sá, sem með landbúnaðarvélar og verkfæri fer, verði svo vélasinnaður, að hann fylgist nákvæmlega með öllum smá biiunum eða breytingum á stillingu, sem kunna að verða á vélunum eða verkfær- unum og leiðrétti það tafarlaust og smyrji reglulega. Þegar þannig er orðiö ástatt getum við vænzt þess, að vélarnar gefi betri raun og endist lengur. En þessi þróun tekur tíma. Fæstir verða vélasinnaðir nema þeir alist upp með og sjái fyrir sér véltæknina frá blautu barnsbeini. Vélamenningin verður því að innleiðast í sveitirnar með ungu kynslóðinni. Miðaldra og eldri menn geta lært að aka bifreið eða traktor og geta orðið sæmilegir og gætnir ökumenn, en sjaldan geta þeir öðlast sömu leikni og til- finningu fyrir tækinu, sem yngri menn- irnir. Til að öðlast leiknina og tilfinninguna þurfa menn að hafa tekið tækið í sundur, skoðað og skilið hvernig hver hlutur vinn- ur. Slík reynsla er nauðsynleg til að geta unnið með vélunum fyrirhafnarlítið og eðlilega, eins og vélrænn hluti þeirra, með tilfinningu og næmi fyrir öllu því, sem er að gerast þegar vélin vinnur. Það eru því ungu mennirnir í sveitun- um, sem verða að hafa um það forustu, að vel sé farið með vélakostinn og vonandi líða ekki mörg ár þangað til það þykir jafn sjálfsagt að hafa hús og hýsa vélar að vetr- inum eins og skepnur. Eins og nú er ástatt stendur allmikill hluti af vélakosti bændanna úti allan árs- ins hring, oftast af því að ekki er húsakost- ur fyrir þær en stundum líka af hirðuleysi og trassaskap. Undir eðlilegum kringumstæðum, þ. e. a. s., þar sem vélar og verkfæri eru sett í hús að haustinu, á að yfirfara þær strax, eða að minnsta kosti að ganga þannig frá þeim, að viðkvæmir vélahlutar skemmist ekki í geymslunni. Viðgerð og samansetning get- ur svo farið fram einhverntíma að vetrin- um. Beltatraktorar og tæki, sem fylgja þeim, eru á vegum búnaðar- og ræktunarsam- banda sveitanna og fást við þær fagmenn, sem ekki er ætlunin að leiðbeina á þessum vettvangi. Það er til þeirra bænda, sem eiga óstandsett jarðvinnslutæki, sem ég vil beina þessum orðum. Plógurinn. Nauðsynlegt er að yfirfara plóginn vel áður en farið er að nota hann að vor- inu. Skerinn er þýðingarmesti hluti plógs- ins og sé hann ekki beittur og rétt lagaður, vinnur plógurinn illa og verður þungur í drætti. Sé skerinn orðinn mjög slitinn, er hagkvæmast að fá nýjan, annars að skerpa þann gamla. Sé um að ræða steypujárn- skera, eru þeir skerptir á smergelskífu. Þeir þekkjast á því, að tölustafir á þeim eru upphleyptir. Á stálskerana eru tölu- stafirnir höggnir með merkistöfum. Þeir eru tvennskonar: Stál og yfirborðshert stál, sem sjá má af brúnum moldverpisins. Stál- skera má skerpa á smergel, slá þá fram og rafsjóða á þá ef þeir eru mjög slitnir. Ef þeir eru slegnir fram ber að athuga eftir- farandi: Byrja skal að hita oddinn og berja hann á meðan hann er dumbrauöur.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.