Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005
Helgarblað DV
Fæðing lítils barns er
alltaf gleðiefni. DV heyrði
í nokkrum mæðrum sem
eignuðust börn í sumar.
Allar eru mæðurnar sam-
mála um að sumarið sé
besti tíminn til barneigna.
Þær hafa eytt síðustu vik-
um úti í góða veðrinu með
litlu börnunum sínum.
„Við erum búinað hafaþað rosalegagottisumarogsérstaklega núnaþegar
veðrið er búið að vera svona gott,"segir Arnfríður Arnardóttir sem eignaðist
sitt annað barn þann 30. mai. Litli strákurinn hefur ekki verið skírður ennþá en
foreldrar hans hafa þegar ákveðið nafnið sem verður þó leyndarmál þar til að
stóra deginum kemur.
Arnfríður segir stóra bróður ánægðan með systkinið þótt örlítillar afbrýðis-
semi hafi gætt.„Hann var rosalega spenntur fyrirþessu en fannst aðeins erfitt
að lána mömmu sína svona mikið enda búinn að vera miðpunktur alheimsins
i svo langan tíma," segir Arnfriður, en bætir við að hún passi sig að gefa hon-
um einnig góðan tíma og sinna honum vel en hann er þriggja og hálfs árs.
„Hann var ísumarfríi frá leikskólanum og gat þvi verið með okkur enernú
farinn aftur ileikskólann að hitta krakkana."
Arnfríöur er viðskiptafræðingur og vinnur hjá Halldóri Jónssyni heildsala. Hún
ætlar aftur útá vinnumarkaðinn næsta sumar en þá ætlar eiginmaður hennar
að vera heima fyrst um sinn.„Ég efast um að koma honum á leikskóla svona
ungum en maðurinn minn ætlar að taka sitt fæðingarorlof þegar ég fer að
vinna. Svoá hann líka tvær góðar ömmur sem munu ábyggilega hlaupa í
skarðið."
Arnfrlður eignaðist fyrri drenginn þann 28. desember fyrir þremur árum. Hún
segir gríðarlegan mun á að eignast barn um sumartímann.„Þetta er allt ann-
að. Það er allt miklu þægilegara og léttara enda meiri birta. Þegar eldri strák-
urinn fæddist var ég ndnast föst inni í mánuð þar sem hann var svo lítill og
þetta var svo kaldur vetur. Við höfum samt ekki farið í nein ferðalög í sumar, I
mesta lagi út ígöngutúr með vagninn en við ætlum i sumarbústað um helg-
ina.“
Arnfríður með prinsinn Litli
strákurínn hefurekki verið
sklrður ennþá en foreldrar hans
hafa ákveðið nafniö sem verð-
ur þó leyndarmál þar til að
stóru stundinni kemur.
Lftil prinsessa Bergijót
með Sólveigu Ósk sem er
nýorðin þriggja vikna.
„Hún er búin að vera mjög góð en finnst þó gaman að vaka um nætur og
sofa á daginn," segir Bergljót Þórðardóttir sem eignaðist litla dóttur þann
3.júli. Litla stúlkan erþviaðeins rúmlega þriggja vikna og hefurþegar ver-
ið nefnd Sólveig Ósk í höfuðið á föðurömmu sinni. Bergljót er viðskipta-
fræðingur og ætlar sér að mæta aftur til vinnu í april. Hún segist ekki kviða
fyrir að láta Sólveigu Ósk í umsjá annarra á meðan hún er í vinnunni enda
er langur tími þangað til.„Ég hugsa að pabbinn taki við þegar ég mæti í
vinnuna, en þetta verða eflaust svakaleg viðbrigði. Ég er samt ekkert að
spá iþað enda er langt þangað til," segir Bergljót.
Hún útilokar ekki frekari barneignir þótt þær séu ekki efst á dagskrá hjá
henni eins og er.„Þetta var allavega ekki það slæm lífsreynsla að ég vilji
ekki ganga í gegnum þetta aftur. Meðgangan gekk mjög vel og alveg eftir
bókinni. Hún fæddist á 38. viku og var tólfog hálfmörk og 47
sentimetrar," segir Bergljót, en hún fékk að fara affæðingardeildinni dag-
inn eftir. Hún segisthafa haldið heimsóknum í lágmarki til að byrja með en
nú séu vinir og ættingjar að koma og kíkja á litlu prinsessuna í auknum
mæli.„Afar og ömmur komu náttúrlega strax en nú eru heimsóknirnar að
aukast sem er mjög skemmtilegt."
„Fæðingin gekk mjög vel," segir Halla Guðmundsdóttir sem eignaðist sitt fyrsta barn þann 2.júlí. Litli drengurinn
hefur ekki verið skirður, en foreldrar hans hafa þegar ákveðið nafnið sem er þó leyndarmál. Halla var komin á 39.
viku þegar litli strákurinn kom í heiminn og var hann tæpar 13 merkur og 49 sentimetrar.„Fæðingin tók aðeins fimm
tima og það munaði minnstu að pabbinn missti afþvi þegar hann fæddist," segir Halla, en hún hafði sent kærastann
út ísjoppu til að kaupa handa henni kók.„Enginn bjóst við að hann kæmi svona fljótt og ég þurfti að halda í mér
þangað til hann kom til baka," segir hún hlæjandi. Hún segir litla prinsinn alveg eins og pabba sinn, en hann er ofsa-
lega Ijúfur og góður. Litli drengurinn á stóra systur sem heitir Alma Dögg sem er einnig ískýjunum afhamingju.
Alma Dögg býr hjá mömmu sinni en hefur verið hjá Höllu, pabba sínum og litla bróður síðan hann fæddist.
Halla segist ekki hafa vitað hvort um strák eða stelpu væri að ræða enda skipti kynið engu máli.„Við vildum láta
koma okkur á óvart. Það væri samt gaman að eignast stelpu næst en það skiptir i rauninni engu máli." Hún segist
þó ekki vera farin að skipuleggja frekari barneignir, hún vilji einbeita sér fyrst um sinn að syninum.„Kannski eftir
svona tvö ár, ekki fyrr. Núna vil ég nýta tímann og einbeita mér að honum. “