Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Síða 45
DV Sport FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 45 gætum Mutu búinn að skora fyrir luventus Rúmenski landsliðsmaðurinn Adrian Mutu skoraði í fyrrakvöld sitt íyrsta mark fyrir luventus sem sigraði Cesena naumlega í æfinga- leik 1-0. Mutu skoraöi sigurmarkið á 88. tnínútu í leik sem fer ekki í sögubækurnar að öðru leyti. Mutu kont til Juventus í janúar á ftjálsri sölu eftir að hafa afþlánað leik- bann vegna lyfjamisnotkunar. Cesena leikur í B-deildinni á Ítalíu og viðurkenndi Fabio Capello, þjáifari Juventus, fúslega að Jeikur liðsins hefði ekki verið upp á inarga fiska. „Við höfum verið á stífum æfingum — ' upp á síðkastið og | það var vitað - f mál leik. Þessi sigur var $ § /| þó enn eitt skref- .Jt ■ ■ ið í leit okkar að besta form- inu,“ sagði Sr Capello. r að við ekki leilcið 'S&C okkar besta i Moyes óttast Liverpool David Moyes, knattspymu- stjóri Everton, óttast að féíag sitt muni dragast gegn grönnum sín- um í Liverpool í þriðju umferðinni í forkeppni meistaradeildar Evr- ópu. Drátturinn fer ffam í dag og er Liverpool nær öruggt með að komast áfram í þriðju umferðina. „Mér finnst að það eigi ekki að geta gerst að lið frá sama landi, nieira að segja ffá sömu borg, geti dregist gegn hvort öðru," sagði Moyes. Undir venjulegum kring- umstæðum á það ekki að vera hægt, en þar sem Liverpooi var hleypt inn í meistaradeildina á síðustu stundu vegna ævintýra- legs sigurs liðsins í keppninni á síðasta tfmabili þá gætiþað komið fyrir. Steven Gerrard, fyrirliöi Liverpool, segist einnig vona að liðin tvö dragist ekld saman. „Ég vil sjá bæði liðin komast í riðla- keppnina, það yrði frábært fyrir borgina," sagði Gerrard. Crystal Palace hefur tilkynnt að sóknarmaðurinn Andrew Johnson sé ánægður í herbúðum félagsins en liðið féli úr ensku úrvalsdeild- inni á síðasta tímabili. Everton og Tottenham hafa sýnt áhuga á þessum 24 ára leikmanni sem fór fram á sölu eftir fail Paiace. Neil McDonald, aðstoðarknattspymu- stjóri félagsins, segir að Johnson líti ekki út fyrir að vera óánægður og telur að hann muni hefja kom- andi tímabil með liðinu. Palace neitaði tiiboði ffá Tottenham í Johnson og sakaði umboðsmann hans um að reyna að þvinga hann til að fara aftur í úrvalsdeildar- lið. Simon Jor- dan, stjóm- X ' arformað- , ur ^ * JmjaBtá Paiace, er f, ... alveg ■ <WC'Í" staðráð- "áK inn í að halda Johnson // innan sinna n raða, enda ^ f skoraði hann \ 21 mark á sfð- ^ sMssw asta tímabili og vann sér inn sæti í landsliði Englands. Er Johnson ánægðurhjá Crystal Palace? Garðar að fara til Noregs KR fékk tilboö í Garðar Jóhannsson frá Lyn Allt bendir til þess að sóknarmað- urinn Garðar Jóhannsson hjá KR semji við norska úrvalsdeildarliðið Lyn. Á þriðjudag fór Garðar út til Noregs til æfinga hjá Lyn sem er í sjötta sæti deildarinnar og stóð hann sig það vel að þeir norsku gerðu til- boð í hann í gær. Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR-Sports, stað- festi við DV í gær að tilboð hefði borist. Sigurður segir að tilboðið hafi lit- ið vel út, en það séu ákveðin atriði sem KR vilji hafa öðmvísi og því var ákveðið að gera gagntilboð sem var þó ekki mikið breytt. Garðar sagðist í gær vera spenntur fyrir því að ganga til liðs við Lyn. „Allt hjá þessu félagi lítur mjög vel út. Aðstaðan er mjög góð og frábært fólk sem starfar við félagið. Ég vona að það verði gengið frá málunum og ég verði leik- maður hjá Lyn,“ sagði Garðar. Hjá Lyn er fyrir einn íslendingur, landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason, sem kom til félagsins áður en tíma- bilið hófstf. Garðar er mjög hávax- inn sóknarmaður og er uppalinn hjá Stjörnunni í Garðabæ en kom til KR eftir sumarið 2002. Hann hefur leik- ið átta leiki fyrir KR á þessu tímabili en ekki enn náð að skora mark fyrir liðið sem er í sjötta sæti Lands- bankadeildarinnar. DAGSKRA INNIPUKANS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.