Símablaðið - 01.02.1922, Síða 5
f
SIMABLAÐIÐ
-: MÁLGAGN F. í. s. r~—-
VII. árg.
Reykjavík, febrúar 1922.
1. tbl.
Síraablaðið kemur út annan hvern mánuð. — Áskriftargjald 4 kr. á ári.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Schram, Stýrimannastíg 8, sími 474.
Utanáskrift blaðsins: Símablaðið, Box 575, Reykjavík.
Simablaðið,
áð u r
Elektron.
Á aðalfundi Félags íslenskra síma-
manna var samþykt að skifta um nafn
á málgagni félagsins, og í stað »Elek-
tron« að kalla það »Símablaðið«.
Vér höfum tekið eftir því undanfarin
ár, að nafn blaðsins lét illa í íslenskum
eyrum og var oft og tiðum afbakað.
Ennfremur þykir oss að mörgu leyti
heppilegra, að nafn blaðsins bendi á
hverjir að því standa.
Vér vonutn að öllum vinum blaðsins
falli vel breyting nafnsins, og treystum
því, að þeir sýni því hina sömu velvild
og stuðning, sem undanfarin ár.
Það eru margir örðugleikar á því
fyrir fámenna stétt, að gefa út blað, og
sökum sérstaklega mikils kostnaðar á
öllu, sem að útgáfunni lýtur, urðum
vér nevddir til, að láta það koma út
aðeins ársfjórðungslega siðasta ár. Prátt
fyrir það, þótt kostnaður hafi lítið lækk-
að, höfum vér ákveðið, að lata síma-
blaðið koma út annan hvern mánuð
þettá árið.
Blaðið mun, eins og undanfarið, berj-
ast fyrir öllum áhugamálum símastétt-
arinnar, og flytja fræðandi greinar um
símamál og annað það, sem að gagni
getur komið símamönnum.
Vér viljum hér með alvarlega skora
á símamenn, að styrkja blaðið sem allra
best, og ræða þar öll áhugamál sín,
sem við kemur stéttinni. Vér væntum
einnig að allir félagsmenn geri sitt til
að útbreiða blaðið og útvega því kaup-
endur; því það á ekki að eins erindi
lil símamanna, heldur og til allra þeirra,
sem að einhverju leyti vilja kynnast
símamálum og fylgjast með framförum
þeim, sem gerðar eru í síma- og raf-
magnsfræði. Vér munum kappkosta að
flytja greinar í þeim efnum, eins og
undanfarin ár, einkum sniðnar fyrir þá,
sem ekki hafa átt kost á að leggja sér-
staka stund á þær greinar. Að svo
miklu leyti sem efnin leyfa, verða birt-
ar myndir til skjringar.
Til þess að blaðið geti orðið sem
fjölbreyttast og við sem flestra hæfi, er
nauðsynlegt að fjölga kaupendum, og í
trausti þess, að símamenn vinni ótrauð-
lega að því, sendum vér jafnframt blað-
inu áskrifendaeyðublöð, sem vér vonum
að verði endursend með nafni nýs
kaupanda. Ritstj.