Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 3 Spurning dagsinp Kaust þú um sameiningu ísveitarfélagiþínu? m Ætti að sameina alla átta hreppana „Að sjálfsögðu! Ég nýtti mér minn lýðræðislega rétt og kaus með sameiningu. Að mínu mati hefði félagsmála- ráðuneytið átt að ganga alla leið og bjóða upp á að kjósa um að sameina alla Austur-Húnavatnssýslu íeitt heilstætt atvinnu- og þjónustusvæði." Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi. w :<4^. H É „Ég kaus með sameiningu, en ekki hvað! Mér finnst einnig að Vestur- og Austur-Húnavatns- sýslur eigi að vera eittsveitarfélag." Björg Þorgilsdótt- ir, starfsstúlka á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Já, ég kaus á móti sameiningu. Ég held að fólk sé ekki tilbúið til að taka afstóðu. Sérstaklega þarsem þetta varsvo Iftið kynnt." Hrönn Sigurðar- dóttir, hárgreiðslu- meistari í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Nei, ég kaus ekki. Hafði ekki áhuga á því." Jökull Jóhanns- son, Ijósmynd- ari og búsettur í Hafnarfirði. Já. Á móti sameiningu. Mér fínnst sveitarfélagið betur statt án sam- einingar. Við vitum hvað við hófum en ekki hvað við fáum, ekki það að ég hafí neitt á móti Hafnar- fjarðarbæ." Þórður Vormsson, Vogum á Vatns- leysuströnd. Á laugardag gengu íbúar 61 sveitarfélags til kjörborðs. Kosið var um hvort sameina ætti þau í 16 sveitarfélög. Aðeins ein tillaga var samþykkt. Guð er formaður Sjálfstæðisflokksins dacfsfrh Umræöur um stofnuræöu forsætisráðherra í vikunni voru mest- an part lit lausar og leið- inlegar að vanda. Þó urðu ein stórtíðindi, þegar Geir H. Haarde verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls og sagði: „Hinn kristni boð- skapur sem sjálf- stæðismenn leggja stefnu sinni til grund- vallar byggir ekki síður á þeim auði sem mölur og ryð fá ekki grandað." Ekki er víst að sjálfstæðismenn hafi allir vit- að að þeir væru i kristilegum sam tökum en það liggur nú fyrir og í Kastljósinu dag- inn eftir lét Hall- dór Ásgrímsson þess getið að einnig Framsóknarflokkurinn byggir á kristnum gildum. Stundum er sagt að eftir höfð- inu dansi limirnir og eins öruggt er að Halldór Ás grímsson og Geir H. Haarde finna ekki Guð án þess að þeirra leiðtogi hafi gert það áður. En nú vill einmitt svo til að yfirvald þeirra er guðræknasti maður á byggðu bóli um þessar mundir en það er Bandarikjaforseti. Hann stjórnar þó ekki heiminum nema sem miUiliður við Guð og Guð er ekki heldur leiðtogi Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins nema gegnum tvo milliliði, fýrst Bush og svo Halldór/Geir. íslenskir sjálfstæðis- og framsóknarmenn geta [enn fremur] treyst því að ekki að- eins talar Guð gegn- um George Bush heldur einnig gegn- um íslenska læri- sveina hans, Hall- dór og Geir. Þeir eru enda svo trúir lærisveinar að setji Bush Guð inn stefnuskrá sína þá hlaupa þeir til og gera hið sama. Og síðar í þéssum mán- ^5 uði munu sjálfstæö- ismenn líklega kjósa Guð til forystu í flokknum, gegnum málpípu hans, Geir H. Haarde. Og sjálfstæðis- og framsóknar- menn geta þá hróðugir sagt gagnrýnisröddum að þó að einn maður hafi ákveðið að ráðast inn í írak og aðrir tveir ákveðið að ísland styddi gerninginn, þá voru þetta í raun ekki þxíx menn heldur einn þríeinn og s.annur Guð, heilög þrenning sem á jörðunni hefur endurholdgast sem þrenningin Bush, Halldór og Davíð sem nú heitir Geir. Dr. Gunni skrifar á mánudögum. Hann fór á Paul McCartney-tónleika í New York í síðustu viku. Um: Hnakkann á Paul McCartney Þarna stendur hann, örvhentur með Hofher-bassann. Er .-^---------_. með honum lengi og Þarna stendur hann, örvhentur með Hofher-bassann. Er þetta sama eintakið og hann keypti í Hamborg 1962? hugsa ég. Ég hef ekki augun af hnakkanum á Paul McCartney sem er í svona 30 m fjarlægð frá mér. Hárið tjásulegt og svart. 111- ar tungur sögðu að Heather væri byrjuð að nudda háralit í hausinn á karlinum en Paul brást ókvæða við og játaði að hafa verið byrjaður að lita sig löngu áður en hann kynntist konunni með staurfótinn. Nú er hnakkinn á Paul byrjaður að ffla sig í botn í fyrsta laginu, Magical Mystery Tour, og fyrir innan - þetta er ótrúlegt! - er heilinn sem hefur samið alla þessa undursamlegu tónlist. Heilinn á Paul er þetta 1,3-1,4 kg eins og gengur og gerist, en vimeskjan um að það er akkúrat þessi gráa klessa, akkúrat þetta rúmlega kílóa mauk af kjöti, blóði og tægjum sem er uppspretta allra þessara laga, er nóg til að ég fæ uppljóm- un um dýrðleika lífsins og kökk í háls- inn í fyrsta skipri í kvöld. Þetta er fjórða og síðasta kvöld- ið hans í Madison Square-garðin- um á Manhattan. Varía þarf hann á peningunum að halda svo ég "1 álykta að hann hafi bara svona gam- an af þessu. Og það sést. Sviðið er umkringt áhorfendum á þrjá vegu og Paul gengur um x sviðið og veifar til áhorf- v enda eftir nánast hvert s einasta lag. Ég stend i margoft upp og veifa tíl'* baka og æpi eitthvað eins - og fermingarstelpa í losti. Bandið er búið að vera jjÞar sem Bítlarnir vorufýrstabandið semégfélifyri, Þessvegnabestahand iheimiímínumh heratilfin„íngarhla^d aðar æskuminninff. nmmigofurliðiá köflum." oger drulluþétt. Lögin eru frá öllum ferlinum, eldgamalt stöff samið löngu áður en Bítlarn- ir slógu í gegn til laga af hinni ágætu nýju sólóplötu. Þar sem Bítlarnir voru fyrsta bandið sem ég féll fyrir og þess vegna besta band í heimi í mfnum huga bera tilfinningar blandaðar æskuminningum mig ofurliði á köflum. Kökkurinn fer aldrei langt og ég missi mig og grenja yfir Good Bye Sunshine - af öllum lögum. Paul var alltaf næs náunginn í Bítlunum og er það ennþá, svona eins og stóri góði bróðir þinn. Hann talar mikið við mig og hina 17.999 áhorfendurna og djókar með það þegar ^ hann datt í gatið í sviðinu í Róm. Ég forða mér á klósett- ið þegar hann spilar mest leikna lag allra tíma, Yesterday, en að öðru leyti er þetta gigg ógleym- <' anlegt í gegn. Okkar hlið var sú seinasta sem Paul veifaði þegar hann gekk af sviðinu eftír tvö uppklöpp. Paul og rúmlega kílóa heilirin hans sem breytti mér og ef ekki bara öllum heiminum líka var búinn að vinna í kvöld. ICj llari Dr. Gunni Lítið loftljós 60 w Halog. 3.900 Standlampi 4.900 POP 6.900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.