Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Jóhanna þykir einkar fordóma- laus, opin og víðsýn manneskja sem á auðvelt með að setja sig inn í framandi málefni. Ahugi hennar á heilsusam- legu fæði er vinum hennar á mótí skapi. Sjálfgetur hún ekki haldið sig á sllkum kúr. „Hún hefurmarga góða kosti. Hún er vlðsýn, djúpt þenkjandioghefuráhuga á fjölbreytilegustu mál- um. Svo er hún galopin, næm og skynjar allt litróflífsins. Hún er fordómalaus og fer ekki i manngreinarálit svopað liður öll- um vel nálægt henni. Hún á eftir að sýna það efhún tekur við Gettu betur ISjónvarpinu. Hún getur ver- iö offljót að hugsa sig upp I ákveöna skoðun en erjafn fljót að hugsa sig út úr henni aftur. Svo er hún ekki meira en sæmileg söng- kona og mættiskapa sérpersónu- legri stll isöng eins og hún gerir I ölluöðru." Guðrún Kristjánsdóttír, vinkona. Jóhanna er alveg einstak- lega hæfíleikarlk ogjákvæö manneskja, hugmyndarlk og fjandanum skemmtilegri. Hennar galli er sá að hún hefur alveg óþolandi áhuga á heilsufæði og hómópatíu en það er alveg óskiljanlegur áhugi þvl sjátfferhún engan veginn eftir þeirrispeki sem hún boöar." Þórhallur Gunnarsson, samstarfsmaöur og vlnur. „Ifyrsta lagi er ofsalega gott að vera nálægt henni þvl hún ersvo gefandi ogjá- kvæð. Hún er alltafkátþegar maður hittir hana og það er alltafmikiö fjöríkringum hana. Svo er hún með svo stórt hjarta að hún bætirmann. Það er llka mikill kostur aö hún skuli vera komin upp áRÚV. Slðast en ekki slst er hún alveg svakalega sæt. Það er tvenntsem ég get sagt neikvætt umhana og það er að það getur verið ansi þreytandi þegar hún reynirað fá mann iflokkinn og einnig þegar hún reynir aðfá mann til að fara á lifandi fæði." Sigurlaug Jónasdóttir, samstarfskona og vinkona. JóhannaVilhjálmsdóttirereinnafumsjónar- mönnum Kastljóss, hins nýja dægurmálaþátt- ar I Sjónvarpinu en hún var óður dagskrár- gerðarkona á Stöð 2. Jóhanna er fædd í des- emberárið 1970ogþað varfaðirhennarVil- hjólmur Þ. Vilhjálmsson sem tók á móti henni ó fæðingardeiidinni. Það var ekki algengt á þeim tíma og vakti enga sérstaka kátinu meö- al Ijósmæðranna. Hjón á Þingeyri, þau Jovina M. Sveinbjörnsdóttir og Halldór Lárus Sigurðsson, voru svikin af Bílabúð Benna þegar þeim var seldur Musso-jeppi sem var fjórum árum eldri en þeim var sagt. Eftir að hafa hótað málaferlum keypti Bílabúðin jepp- ann aftur af þeim, en þrátt fyrir það urðu þau fyrir tjóni. Benedikt Eyjólfsson, eig- andi Bílabúðar Benna segir ekkert óeðlilegt við viðskiptahætti fyrirtækisins. Jovina M. Sveinbjörnsdóttir á Þingeyri og eiginmaður hennar ætluðu að skipta út Musso-jeppanum sínum sem þau keyptu af Bflabúð Benna. Þau stóðu í trú um að hann væri 2002-árgerð. f fyrrasumar kom síðan í ljós að bfllinn var '98-árgerð. Fjórum árum eldri en sölumaður Bílabúðarinnar hafði sagt þeim. Jovina er mjög óánægð með Bflabúð Benna og sakar þá um óheiðarleg vinnubrögð. Saga Jovinu og eiginmanns hennar svipar óneitanlega til sögu Hildar Theódórsdottur sem DV greindi frá á miðvikudag. Henni var seldur Musso- jeppi sem var þremur árum eldri en henni var sagt. „Við erum búin að standa í stappi útaf þessu í heilt ár," segir Jovina M. Sveinbjörnsdóttir um viðskiptí sín við Bflabúð Benna. Jovina og eiginmaður hennar, Halldór Lárus Sigurðsson, áttu '98-árgerð af Musso-jeppa en langaði að fá sér nýrri. í janúar 2003 fóru þau því í Bflabúð Benna þar sem þeim var boðinn svokallaður eftirársbfll. Það þýðir að bílinn sé árs gamall en þó ekkert ekinn. Þegar þau ætluðu svo að selja bflinn í ágúst í fyrra kom ýmislegt misjafnt í ljós. Fjórum árum eldri „Bflasalinn kannaði verksmiðju- númerið á bílnum og þá kom í ljós að bfllinn væri '98-árgerð en ekki 2002 eins og við héldum að við hefðum Finnst þetta svínarf Jovina M. Sveinbjörns- dóttir segir ekki hægt að eiga viðskiptí við Bllabúð Benna eftír að þeir svindluðu á henni. keypt," segir Jovina sem finnst ótrúlegt að menn komist upp með svona við- skiptahættí. „Bfllinn var því jafngamall bflnum sem við vorum að íosa okkur við, meira að segja ódýraii týpa," bætír hún við til að undirstrika fáránleika málsins. Ósátt við niðurstöðuna „Við fórum í FÍB og fengum lög- fræðing frá þeim," segir Jovina um við- brögð þeirra hjóna við þessari furðu- Seiili öryrkja Nan lisso leppa sem nyjan Óánægður öryrki Hild Theódórsdóttir keypti Musso-jeppa af Bílabúð Benna. Hann varþremur árum eldri en hún hélt. legu uppgvötvun. Eftir að hafa staðið í stappi vegna málsins í um það bil ár keypti Bílabúð Benna loks jeppann aftur af þeim á 2,3 mflljónir en þau keyptu hann upphaf- lega á 3,8 mifljónir. Jovina er þó ekki sátt með niðurstöðu máls- ins. „Lögfræðingarnir okkar og mats- maður sögðu okk- ur að málaferli myndu taka svo langan tíma og verða kostnaðar- söm þannig að þeir ráðlögðu okkur að taka þessu tilboði." Jovina og eiginmaður hennar þurfitu þó sjaif að standa srraum af lög- fræðikostnaði og virmu matsmanna, samtals tvö hundruð þúsund. Fjár- hagslegt tjón þeirra af þessum viðskipt- um er því nokkuð. Ekki hægt að eiga við þá við- skipti Þess utan segir Jovina að bíllinn hafi snemma farið að bila. „Það festust í honum driflokurnar á hjólunum og svo var rafgeymirinn ónýtur eftir fyrsta vet- urinn." Þeim hjónum datt þó aldrei í hug að þau væru með í hönduhum bíl sem var fjórum árum .eldri en þau töldu. „Við treystum og trúðum að við værum með nýjan bíl í höndun- um þannig að við spáð- um ekkert í það." „Það er ekki hægt að eiga viðskipti við þá," segir Jovina um Bflabúð Benna. „Mér finnst þeir vera að eyðileggja svo mikið fyrir ann- ars mjög góðum bfl- um með þessum vinnubrögðum." Jovinu finnst rétt að segja sögu sína tfl að vara aðra við. „Mér finnst þetta svo mikið svínarí. Það eru örugglega fleiri sem hafa lent í þessu." Allt samkvæmt reglum Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bfla- búðar Benna, vísar því á bug að fyrir- tæki hans hafi stundað óeðlilega við- skiptahætti. Hann bendir á að sam- kvæmt lögum frá 1998 séu bflar nú ekki skráðir eftír árgerðum heldur eftir því hvenær þeir fari á götuna. Þriggja ára ábyrgð hafi verið á jeppa Jovinu sem og jeppa Hildar. johann@dv.is Dópparíaðal- meðferð Mál Lögreglustjórans í Reykjavfk gegn Herði Má Lútherssyni og tvítugri unn- ustu hans, Alexöndru Rut Dam'elsdóttur, verður til aðalmeðferðar í Héraðs- dómi Reykjavfkur í dag. Þau voru fyrr í sumar ákærð fyrir ffkniefnalagabrot en við húsleit hjá þeim að-Blöndu- bakka 12 í nóvember í fyrra fundust rúmlega 40 grömm af amfetamíni, 250 grömm af hassi, 15 grömm af maríjúana og ein kannabis- planta. Málið var þingfest í byrjun sumars og neituðu þau bæði sök. Efnin eru tal- in hafa verið ætluð til sölu. Barnaníðingur furðu lostinn Steingrímur segist ekki f luttur DV hefur undanfarið birt fréttir af barnaníðingnum Steingrími Njáls- syni og hefur rætt við fólk sem segir hann vera fluttan á Seltjarnarnes. Hann hafi sést þar á vappi við Mýr- ... arhúsaskóla. For- ^eldrar í hverfinu margir hverjir mjög óttaslegnir vegna fregna um að hann sé í hverfinu. Hilmar Ingimund- arson Lógmaður Steingrlms segir hann furðu lostinn. Hilmar Ingimundarsson lögmað- ur Steingríms segist riafa innt hann eftir svörum á dögunum og segir hann hafa sagt við sig fyrir stuttu að hann væri ekki fluttur og skildi ekki hvers vegna foreldrar væru að til- kynna um hann þar sem hann væri ekki. „Hann sagðist enn búa á Skúla- götunni eins og hann hefur gert undanfarin ár og skildi ekkert í þessu," segir Hilmar. „Hann segir ekkert vera til í því sem foreldrar segja," segir hann. Foreldrar sem DV hefur rætt við segjast hafa séð Steingrím í eigin persónu í kringum skólann og hafi því ekki treyst börnunum til að fara einsömul í skólann. gudmundur@dv.is Ógnuðu með byssu Lögreglan á Akureyri fékk á laugardagskvöld tillcynningu um að farþegar í bfl væru að ógna fólki með byssu í miðbæ Akur- eyrar. Lögreglan var send á vett- vang og stöðvaði drengina sem höfðu þá falið byssuna við hús í nágrenninu. Þeir vísuðu lögreglu á vopnið sem reyndist vera loft- byssa, flutt ólöglega inn til landsins. Þeir gátu ekki gefið neinar skýringar á athæfi sínu. Drengirnir eru fæddir árið 1989 og 1991 og mun málið því verða sent til fé- lagsmálayfirvalda í bæn- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.