Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Page 12
12 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Jessica Biel fallegust Lesendur hins vandaða rits Esquire hefur kosið Jessicu Biel kynþokka- fyllstu konu heims. Hin 23 ára gamla leik- kona gerði garðinn frægan í þáttunum 7th Heaven og lék síðar í myndunum Cellular og Blade. Síðasta ár hlaut Angelina Jolie titil- inn. Blaðið tiltók einnig kynþokkafullar konur í öðr- um aldursflokkum eins og kínversku leikkonuna Gong Li (39), Sharon Stone (47) og Rene Russo (51). „Kyn- þokki hefur lítið með aldur að gera," segir ritstjórinn David Granger. Merkel líklegri Angela Merkel, leið- togi kristilegra demókrata, og Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands og leið- togi sósí- aldemókrata, funduðu í gær til að reyna að leysa pattstöðuna í þýskum stjórnmálum í kjölfar úrslita í kosningun- um um miðjan september. Engin niðurstaða náðist á fundinum en viðræður munu halda áfram í dag. Þýskir stjórnmálaskýrendur telja líklegast að Angela Merkel muni leiða ríkis- stjórnina, en þá yrði hún fyrsta konan til að gegna embætti kanslara Þýska- lands. Tattú-ráðstefna í London Hljóðið í suðandi nálum og sprittlykt sveif yfir vötn- um á fyrstu alþjóðlegu tattú-ráðstefnunni, sem haldin var í London um helgina. Yfir 150 bestu tattú-listamenn heimsins sýndu snilli sína á ráðstefn- unni sem þúsundir gesta sóttu. Lundúnarbúar not- uðu um leið tækifærið og stærðu sig af því að upp- runi vestrænna tattúa má rekja til borgarinnar, en þekkingin var flutt þangað af ævintýramönnum sem kynntust tattúum í Asíu. wm •Yir „Það er tíðindalaust á austur- vígstöðvunum þessa dagana. Lltið að gerast/' segir Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt á Seyðisfirði.„Það er logn og grámóska. Annars er veðrið búið að vera Landsíminn omur- legt í september. Við erum eig- inlega að vonast eftir því að fá september í október." Jarðskjálfti í Suður-Asíu á laugardagsmorgun kostaði að minnsta kosti tuttugu þúsund manns lífið. Hann var 7,6 á Richter. Heilu þorpin þurrkuðust út og engar spurnir hafa borist af öðrum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína, meðal ann- ars íslendingar. Vonast er til að hamfarirnar leiði til þýðu í samskiptum Indlands og Pakistan. _______ Neyðarástand ríkir í Kasmír-héraði eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir á laugardagsmorgun. Tala látinna tífaldaðist fyrsta sólarhringinn eftir hamfarirnar og er nú um tuttugu þús- und manns. Ljósið í myrkri hamfaranna er að útlit er fyrir þýðu í samskiptum Indlands og Pakistan. Tæplega tuttugu þúsund manns eru látnir eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yflr Suður-Asíu laust fyrir klukkan níu á laugardags- morgun. Skjálftinn var 7,6 á Richter og olli skemmdum í Afganistan, Ind- landi og Pakistan. Pakistanski hluti hins umdeilda Kasmír-héraðs varð þó verst úti. Fjöldi þorpa lögðust í rúst og þar varð langmest mannfall. Tala látinna mun hækka í fyrstu var talið að um tvö þúsund manns hafi látist í hamförunum, en sólarhring eftir atburðina hafði sú tala tífaldast. Yfirvöld í Pakistan útiloka ekki að tala látinna muni hækka meira þar sem björgunarsveitir hafa enn ekki komist til afskekktustu þorp- anna f Kasmír-héraði. Óttast er að tala látinna fari hátt upp í þrjátíu þúsund. Þar að auki eru nimlega íjörutíu þús- und manns slasaðir og enn fleiri hafa misst heimili sín. Lagðist saman Fjöldi húsa iKasmir-héraði lögðust beiniinist saman ijarðskjálftanum eins og þetta. Alþjóðleg aðstoð „Við þurfúm á hjálp alþjóðasam- félagsins að halda. Við höfum nægan mannsskap en okkur vantar fjárhags- lega aðstoð til að takast á við harm- leikinn,1' segir Pervez Musharraf, for- seti Pakistan. Hann lagði sérstaka áherslu á að.mikill skortur væri á lyfj- um, tjöldum og vistum. Þegar hafa Sameinuðu þjóðimar, Bandaríkin, Bretland, Rússland, Kína, Tyrkland, Bjargað Björgunarmenn náðu þessari pakistönsku konu úr húsarústum. Þúsundir manna voru ekki eins heppnir. Japan og Þýskaland boðið fram að- stoð sína. Alþjóðasveit Landsbjargar bauð einnig fram aðstoð sína en hún var af- þökkuð. Ljós í myrkrinu Indverjar, helstu fjandmenn Pakistana, hafa lýst yfir samúð með óvinum sínum og einnig boðið fram aðstoð sína. Þjóðirnar hafa háð kjarnorkuvopnakapphlaup síðustu ár. Þau hafa þrisvar farið í stríð frá 1947, tvö af þeim vegna Kasmír-hér- aðs. Talið er að samband þjóðanna tveggja muni batna í kjölfar þessa sameiginlega harmleiks og muni liðka fyrir friðarviðræðum á svæð- inu. Forsetakosningar í Líberíu eftir 14 ára borgarastyrjöld Knattspyrnumaður vill verða forseti Á morgun verða haldnar fyrsm for- setakosningamar í Líberíu eftir að blóðugu borgarastríði lauk og fyrrum forseti landsins, Charles Taylor, var sendur í útlegð árið 2003. Frambjóð- endur em 22 talsins, meðal þeirra er hagfræðingur menntaður frá Harvard, ríkir lögfræðingar, fyrrum stríðsherrar og besti knattspymumaður ársins 1995. Það er enginn annar en George Weah, sem lék með AC Milan og var kosinn besti leikmaður ársins 1995 af FIFA. Hann er talinn líklegur til sigurs í kosningunum. Helsti andstæðingur hans er hinn 66 ára gamli Ellen John- son-Sirleaf, sem starfaði áður sem hagfræðingur hjá Heimsbankanum. Weah nýtur góðrar aðstoðar vinar síns, Silvios Berlusconi forsætisráð- herra Itaiíu, en hann er einnig eigandi AC Milan sem Weah lék með í firnm ár. George Weah Fyrrverandi knattspyrnu- maðurársins býður signú fram sem forseti i stríðshrjáðu heimalandi sinu. „Ég hef aldrei hætt að vera aðdáandi Weah," segir Berlusconi. Weah nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu, en þegar á ferli hans sem atvinnuknatt- spymumanns stóð lagði hann sjálfur út fyrir boltum, búningum og talcka- skóm fyrir landslið Líberíu svo að það gæti keppt á alþjóðavettvangi. Berlusconi Forseti Itallu og eigandiAC Mil- an stendur við bak Weah. Erfið verkefni bíða hverjum þeim sem vinnur kosningamar. Landið er í rúst eftir fjórtán ára borgarastyrjöld sem kostaði um 250 þúsund manns lífið og lagði efnahag landsins í rúst, en hann var eitt sinn sá öflugasti í Vestur- Afríkuríki. I höfuðborg landsins, Mon- róvíu, er hvorki raftnagn né vams- leiðslur. New Orleans ný Las Vegas „Það er kominn tími til að fara óhefðbundnar leiðir," segir Ray Nagin borgarstjóri í New Orleans um spilavítatillöguna sem hann fékk samþykkta í borgarstjóm New Orleans á föstudag. Tillagan felur í sér lögleiðingu fjárhættu- spila og er það von Nagins að borgin verði hin nýja Las Vegas. Nagin sjálfur segist þó ekki hrif- inn af fjárhættuspilum en telur að þetta muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið í borginni eftir mikla eyðileggingu í kjölfar felli- bylsins Katrínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.