Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBBR2005 13
Safni bjargað
afstígvéli
Slökkviðlið Höfuðborgar-
svæðisins var kallað út um
tvöleytið í gærdag vegna
reykjarlyktar sem fannst
innandyra í Listasafni ís-
lands við Frikirkjuveg. Lög-
regla og slökkvilið voru send
á staðinn til að kanna hvaða
reykjarlyktin kæmi. Við at-
hugun kom í ljós að kveikt
hafði verið í rusli utandyra
og var eldur slökktur þannig
að slökkviliðsmaður traðk-
aði ofan á honum í stígvéli.
Slökkviliðið var kallað aftur
út um kvöldmatarleytið í
gær en þá hafði verið kveikt
í bensfnbrúsa í Faxafeni.
Vilhjálmur
ekki svekktur
„Ég hefði viljað
sjá meiri árangur
afþessuenþetta
er niðurstaða úr
lýðræðislegri kosn
ingu og ég ber
virðingu fyrir því,"
segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, for-
maður Sambands
íslenskra sveitarfé-
laga og borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins um úrslit
um sameiningartillögur
sveitarstjórnar. „Ég var
svekktur árið 1993 þegar
kosið var um sameiningar-
tillögur en er það ekki
núna," segir hann og á við
að mun fleiri sameiningar-
tillögur voru uppi á borðinu
þá en aðeins ein"þeirra var
samþykkt.
Flaugyfir
girðingu
Lögreglan á Akureyri fékk
tilkynningu um að bifreið
hefði oltið í Vfkurskarði um
kvöldmatarleytið á laugar-
dag. Bifreiðin valt nokkrar
veltur og endaði 60 metra
frá veginum. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni
á Akureyri þótti mildi að
ekki færi verr en bfllinn virð-
ist hafa flogið yfir girðingu,
án þess að snerta hana.
Fjórir voru í bifreiðinni og
síuppu þeir ómeiddir. Fyrstu
björgunarmenn á vettvang
voru sjúkraflutningamenn á
leið til Akureyrar og voru
mennirnir fluttir með
bflnum til Akureyrar.
KFC J± KFC
ElduráKFC
Tilkynning barst til
Slökkviliðs hömðborgar-
svæðisins um klukkan hálf
fjögur aðfaranótt sunnudags
um að kviknað væri í veit-
ingastað KFC við.Faxafen.
Allt tiltækt lið slö kkviliðs var
kallað út vegna eldsins sem
reyndist svo við nánari at-
hugun vera staðbundinn í
eldhúsi og gekk vel að
slökkva hann að sögn stöðv-
arstjóra. Nokkurt tjón varð
vegna reyks og vatns.
Veitingastaðurinn Mekong fær ekki atvinnuleyfi fyrir sérhæfðan kokk. Þráinn
Stefánsson, sem unnið hefur í málinu fyrir veitingastaðinn, segir Vinnumálastofn-
un hafa rangar forsendur fyrir synjuninni. Þráinn segir engan annan hafa sótt um
starfið þegar það var auglýst. Mekong þurfi nauðsynlega að hafa kokk sem búi yfir
sérfræðiþekkingu á asískri matreiðslu.
Veitingastaðurinn Mekong er í stökustu vandræðum vegna þess
að Vinnumálastofnun hefur synjað staðnum um atvinnuleyfi
fyrir sérhæfðan asískan kokk. Forsendur synjunarinnar eru
gefnar þær að starfið hafi ekki verið auglýst opinberlega. Þráinn
Stefánsson, sem unnið hefur í málinu fyrir hönd Mekong, segir
þetta alrangt því starfið var auglýst í þrjár vikur en enginn annar
sótti um. Vinnumálastofnun kannast ekki við að starflð hafi
verið auglýst og segir að atvinnurekendur eigi að leita að starfs-
fólki innan Evrópska Efnahagssvæðisins.
„Vinnumálastomun hefur rangar
forsendur fyrir því að synja okkur
um atvinnuleyfi fyrir kokkinn," segir
Þráinn Stefánsson, sem um sjö
mánaða skeið hefur þvælst í gegn-
um heilmikla pappírsvinnu til að fá
atvinnuleyfi fyrir sérhæfðan asískan
kokk á veitingastaðinn Mekong.
Eftir margra
mánaða vafstur
í kerfinu fékk.
Mekong loks |
synjun um
atvinnu-
leyfi. Þráinn
hefur unnið
í starfs-
mannamál-
um fyrir hans
hönd.
Kolrangar forsendur
„Útíendingastofnun lá á um-
sókninni í sex vikur áður en mér var
tilkynnt að það vantaði sakavottorð
og sjúkratryggingu með umsókn-
inni. Því var snarlega kippt í liðinn
og svo núna sjö mánuðum síðar
kemur svar þar sem kokknum er
synjað um atvinnuleyfi. Forsendur
synjunarinnar eru þær að starfið
hafi ekki verið auglýst hjá Svæðis-
vinnumiðlun en það er ekki rétt því
starfið var auglýst," segir Þráinn sem
er mjög vonsvikinn með vinnubrögð
Útíendingastofnunar og Vinnu-
málastofhunar. Hann segir að ekki
sé hægt að ráða hvern sem er í starf-
ið því kokkurinn þurfi að vera sér-
hæfður í asískri matreiðslu. Auk
þess hafi enginn annar sótt um
starfið meðan það var auglýst þar
sem atvinnuleysi sé í lág-
marki.
„Úrskurðurinn hefur
verið kærður en ætli það
h'ði ekki aðrir sjö mánuðir
þar til þeir komast aftur að
niðurstöðu," segir Þráinn.
„Úrskurðurinn hefur
verið kærður en ætli
það líði ekki aðrir sjö
mánuðirþar tilþeir
komast aftur að
niðurstöðu."
Réttmætar forsendur fyrir
synjun
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálasto&iunar, segir forsend-
ur synjunarinnar réttmætar því með
nýjum reglum í kjölfar stækkunar
EES beri atvinnurekendum að leita
að starfsfólki innan þess. svæðis.
„EES er orðið það stórt að atvinnu-
rekendur eiga ekki að lenda í erfið-
leikum með að ná í starfsfólk
innan þess svæðis," segir
Gissur sem kannast ekki
við að starfið hafi verið
auglýst hjá Svæðis
vinnumiölun.
Gissur segir að
umsóknin hafi
Gott fyrirkomulag
Aðspurður um gagnrýni á það
fyrirkomulag að vinnuveitendur sjái
um atvinnuleyfi starfsfólks segir
Gissur að slfkt fyrirkomulag skili því
að atvinnuleysi meðal innflytjenda
sé í lágmarki. „Ef viðkomandi starfs-
kraftur, telur hins
vegar að at-
vinnurekandi
brjóti á sér
þá hvet ég
hann til að
leita réttar
% síns."
svavar@dv.is
tafist vegna þess
að í hana vant-
aði gögn en
umsóknin kom
fyrst inn á borð
Vinnumála-
stofnunar í lok
júní og gögnin hafi
ekki borist fyrr en í byrjun
september.
SS greiðir uppbót á afurðaverð til bænda
Bændur fá óvænta
búbót
„Þetta er til að hvetja bændur til að
vera í viðskiptum við SS. Einnig til að
lengja sláturtímabilið," segir Steinþór
Skúlason, framkvæmdastjóri SS.
Stjórn SS ákvað nýlega að greiða
bændum, sem hafa átt viðskipti við fé-
lagið á árinu, 3% uppbót fyrir allar af-
urðir. Bændurnir fá greiðsluna um
miðjan janúar á næsta ári.
Einnig hefur SS ákveðið að hækka
yfirborganir á það sauðfé sem kemur
Ferskt kjöt um vetur Islendingar geta nú
fengið ferskt lambakjöt ájólunum.
Steinþór Skúlason framkvæmdastjóri
Stjórn SS borgar bændum til að lengja slát-
urtímabilið.
til slátrunar í nóvember og desember.
„Þetta er gert til að lengja sláturtímann
svo hægt sé að vera með ferskt kjöt
lengra fram efttr vetri, bæði fyrir inn-
anlandsmarkað og til útflurnings,"
segir Steinþór.
Einnig sagði Steinþór að þeir
bændur sem senda sauðfé til slátrunar
í nóvember og desember fá afurðir
sínar staðgreiddar. Þær eru ekki stað-
greiddar ef afurðimar eru seldar SS á
hefðbundnum sláturtíma.
Uppskeruhátíð hunangsbænda
Býflugur eru ekki
hættulegar
Nokkrir bændur á Norðurlandi
hafa tekið upp býflugurækt. Þar hafa
menn sett upp nokkur bú með um 30
til 50 þúsund flugum í hverju. Þeir
héldu uppskeruhátíð um helgina þar
sem hunang úr sveitinni var sameigin-
legt hráefni í fjölda rétta.
„Þar var graflax með hunangssósu,
hunangsmarinerað vína- og lamba-
kjöt og svo ís með hunangssósu í eftir-
rétt," segir Ólafur Jónsson, bóndi á
Fjöllum í Kelduhverfi.
„Þær eru ekkert hættulegar nema
maður sé að hamast í búinu. Þá er
skipun gefin til einhverra flugna og
þær fijúga út til að ráðast á mann. Þess
vegna erum við í hvítum algöllum með
höfuðfat," segir Ólafur
„Þegar við tökum hunang blásum
Býflugnabændur Góðri uppskeru er fagn-
að IKelduhverfí á Norðurlandi.
við reyk á búin. Þá telja flugurnar skóg-
arelda vera að herja á nágrennið og
byrja að éta eins mikið hunang og þær
geta til að hafa orku til að fljúga langt í
burt til að stofna nýtt bú. Þetta er
kvennaveldi og núna eru þær búnar að
henda köllunum út á gaddinn því þær
þurfa ekkert á þeim að halda lengur."
Ólafur nær um firnm lítrum af hun-
angi úr hverju búi. „Það liggiir um 30
þúsund kflómetra flug á bak við þetta
magn," segir Ólafur, vongóður um
betri uppskeru á næsta sumri.