Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER2005
Sport XSV
Magnaður
Sameiginlegt lið Víkings/Fjöln-
is gerði góða ferð til Garðabæjar
og sigraði Stjörnuna 25-23 í DHL-
deild karla í handknattleik á laug-
ardag. Sigurinn FjöMks eins og
það er kallað þessa dagana sér-
staklega í ljósi þess að Stjörnunni
var spáð baráttunni um Islands-
meistaratitilinn fyrir mót en
FjölVík var spáð botnbaráttu.
Þetta var fyrsti sigur þeirra á tíma-
bilinu. í Vestmannaeyjum hélt
martröð Atía Hilmarssonar og
lærisveina í FH áfram. Á laugar-
dag töðuðu þeir fyrir ffiV 30-29 í
Eyjum. FH-ingar hafa tapað öll-
um fjórum leikjum sínum í deild-
inni en f BV eru
komnir með fjög-
ur stig.
Valur tapaði
fyrsta
leiknum
Valsstúlkur töpuðu fyrir FH í
Laugardalshöll á laugardag 23-26
í DHL-deild kvenna í handknatt-
leik. Þetta var fyrsta tap Vals á
tímabilinu en FH sem hefur
styrkst mikið frá upphafi móts
hefur nú unnið rvo leiki í röð og
allt annað að sjá varnarleik liðsins
eftir að Þóra B. Helgadóttir,
landsliðsmarkvörður í knatt-
spyrnu, fór að leika með liðnu. í
Vestmannaeyjum sigruðu heima-
stúlkur lið Víkings 29-27 og á Sel-
tjarnarnesi sigruðu Gróttustúlkur
lið KA/Þórs 32 -24. Valur er sem
^^_ fyrr í efsta sæti með sex
""• stig en hefur leikið
tveimur leikjum meira
en ÍBV og Stjarnan
sem eru jöfh í öðru
sæti með fimm stig.
Haukar koma svo þar á
' v eftir með fjögur stig en
íslands-
píT
R ararrur
hafa
aðeins
leikið tvo leiki
það sem af er
Uppiyalncar I ¦lra» SSO 2020
Twcuunurpi stoo 2 • 100-103
Ii*V- 201, 2O3o>204
Vlnnlngstðlur
08.10.2005
Jóhertftlur vlkunnar
Jóker |6 I 5 I 6 I 2 I 8 I
LOTTC
m!8wltaáftg«ni
Valur tapaði fyrir Evrópumeisturum Potsdam frá Þýskalandi 1-8 í fyrri leik lið-
anna i átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna sem fram fór á Laugar-
dalsvelli í gær. Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum i fyrri hálfleik girtu þær
þýsku í brók og slógu upp markaveislu í síðari hálfleik.
Neinl Margrét Lára Viðarsdóttir grefur
andlitið ígrasinu á Laugardalsvellinum eftir
að hafa brennt afdauðafæri gegn þýsku
Evrópumeisturunum ÍPotsdam.
DV-mynd Stefán
Leikur Vals og Potsdam í átta liða úrslitum Evrópukeppni félags-
liða sem fram fór í gær er einhver allra furðulegasti leikur sem
undirritaður hefur orðið vitni af. Liðin fengu jafn mörg upplögð
marktækifæri í leiknum en samt skoraði Valur bara eitt mark en
þýska liðið átta.
Valur byrjaði leikinn með látum
og strax á 2. mínútu var brotið á
Margréti Láru Viðarsdóttur í vítateig
þýska liðsins en skelfilegur ung-
verskur dómari sá enga ástæðu til að
dæma. Skömmu síðar skoraði
Laufey Ólafsdóttir fullkomlega lög-
legt mark fyrir Val en aðstoðardóm-
arinn dæmdi rangstöðu. Þvert gegn
gangi leiksins komust Potsdam yfir
með sjálfsmarki frá Laufeyju
Jóhannsdóttur. En eftir markið sótti
Valur látlaust en bið var á jömunar-
markinu því Nadine Angerer mark-
vörður Potsdam átti stórleik.
En jöfhunarmarkið kom síðan tíu
mínútum fyrir léikhlé, þar var að
verki Guðný Óðinsdóttir eftir magn-
aðan undirbúning frá Margréti Láru
Viðarsdóttur. Oft á tíðum minntu
tilburðir Margrétar Láru á Ronald-
inho, besta knattspyrnumann í.
heimi - slfk voru tilþrifin!
Þrjúmörká5mínútum
Rétt fyrir hálfleik kom síðan rot-
höggið þegar Anja Mittag kom Pots-
dam yfir með marki fyrir utan vfta-
teig. Valsstúlkur mættu þó grimmar
fyrstu fimm mínúturnar í seinni
hálfleik en síðan ekki söguna meir. Á
fimm mínútna kafla um miðbik síð-
ari hálfleiks gerðu þýsku stelpurnar
þrjú mörk, þar af eitt mark á meðan
Margrét Láia lá meidd utan vallar.
Eftir að staðan var allt í einu orðin 5-
1 fjaraði undan leik Valssrúlkna. Á
lokamínútunum sýndu svo þær
þýsku að þær eru í mun betra lfkam-
legu formi en íslensku stöllur sínar
og skoruðu þrjú mörk til viðbótar, 8-
1 sigur Potsdam var staðreynd.
Ætlum að gera tíu um næstu
helgi
„Valsliðið var mjög sterkt en það
verður að hafa það í huga að við spil-
uðum mjög erfiðan leik í miðri viku
sém fór í framlengingu og víta-
spyrnu," sagði Bernd Schröder þjálf-
ari þýska liðsins. Aðspurður hvað
honum þætti um Margréti Láru
sagði hann: „Hún er frábær leik-
maður og helst vil ég ekkert að hún
fari heim eftir leikinn heima í Þýska-
landi. Mig langar mikið til að setjast
niður með henni og ræða skipti til
okkar", sagði hinn geðþekki tveggja
metra þjálfari Þjóðverjanna og bætti
við að markmið liðsins fyrir leikinn í
Þýskalandi væri að gera tíu mörk.
Besti markvörður sem ég hef
spilað á móti
Eyjapæjan Margrét Lára Viðar-
sóttir átti frábæran leik fyrir Val en
var samt ekki sátt við sjálfa sig í
leikslok. „Ég fékk fulit af færum sem
ég nýtti ekki. Ég held svei mér þá að
þessi markvörður hafi verið sú besta
sem ég hef spilað á móti, hún er
helvíti góð. En nú er bara að stilla sig
inn á leikinn sem vefður um næstu
helgi í Þýskalandi og vonandi náum
við að stríða þeim eitthvað," sagði
Margrét Lára sem ætlar að spila
áfram á íslandi til að vinna titla á
næsta ári þrátt fyrir áhuga fjölda liða
erlendis.
hjorvar@dv.is
Valsmenn slógu út sænska liðið Sjundeá i Evrópukeppninni í handbolta
Valur tapaði en kemst samt áfram
Á morgun verður dregið í þriðju
umferð EHF-keppninnar í hand-
bolta en þar verður Valur í pott-
inum. Um helgina lék liðið síðari
leik sinn gegn finnsku meisturunum
í Sjundeá IF og fór í leikinn með sex
marka sigur úr fyrri leiknum í
farteskinu. Leikurinn úti í Finnlandi
reyndist Valsmönnum dýrmætur
því þeir töpuðu með þriggja marka
mun í Laugardalshöllinni á laugar-
dag en komast áfram á markatölu.
Leikurinn á laugardag endaði 28-
31, Sjundeá í vil. Samanlagt vann
Valur þó 61-58 og komst þar með í
þriðju umferð keppninnar. Valur lék
ekki vel í leiknum um helgina og var
undir nær allan tímann. Undir lok
leiksins var komin mikil spenna
þegar finnsku gestirnir höfðu náð
fjögurra marka forskoti en lengra
komust þeir ekki. Þeir voru betri á
nær öllum sviðum í leiknum en
varnarleikur Vals var sérstaklega
dapur. „Við vorum að gera of mikið
af mistökum þannig að það verður
að teljast mjög gott að við séum
komnir áfram. Vörnin hjá okkur var
mjög slök í byrjun en var betri í þeim
síðari þegar við fórum í gömlu góðu
3-2-1 vörnina," sagði Oskar Bjarni
Óskarsson þjálfari Vals.
Baldvin Þorsteinsson var besti
maður vallarins en hann skoraði ell-
efu mörk, næstmarkahæstur Vals
var Mohamadi Latoufi sem gerði
fimm mörk og þá skoraði Sigurður
Eggertsson fjögur. „Ég hef ekki verið
að spila neitt æðislega upp á síðkast-
ið og þetta var sennilega minn skásti
leikur til þessa í vetur. Vörnin hjá
okkur var töluvert slakari en í leikn-
um ytra og sóknin sömuleiðis,"
sagði Baldvin en hans óskamótherji
í næstu umferð er Gummersbach.
¦egm
í strangri gæslu Mahmoudi Latoufi Valsmaður er hér ístrangri gæslu eins finnska
varnarmannsms.
DV-myndHeiða