Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDACUR 70. OKTÓBER 2005 Sport DV Juve getur umiið allt Varnarmaðurinn Fabio Canna- varo segtr að Juventus geti umiið allar keppnir sem liðið tekm þátt í á þessu tímabili. Juventus fer frá- bærlega af stað og hefur umúð sex fyrstu leiki sína í ítölsku deild- inni og tvo i'yrstu í meistaradeild- inni. „Viö getum *S barist um bikara í öllum / þeim keppnumsem , við erum í og / vitiun það \ sjálflr. Með til- * komu F'at- ricks Vieira erum við orftnir enn sterkari, þá erum viö komnir nieö sigurtilfinning- una í okkur og það er mikil- vægt." sagði Cannavaro. g luventus vann <§ lnter2-0ísfðasta leik sínum og segir Cannayaro að í þeim leik hafi sést hverjlr væru i raun og veru að stefna að titlinum. Chelsea vildi f á Andrade Tilbooi frá Chelsea í portú- galska varoarmanninn Jorge Andrade hjá spænska liðinu Deportivo l.a Coruna hefur verið hafiiað. Þegar Ricardo Carvaiho kjaftaði sjálfan sig út í kuldatm í byrjun tímabils reyndi Jose Mour- inho knattspymustjóri að krækja í Andrade á síöustu stundu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Verð- mlðinn sem Depor er rneð á Andrade er ekki í miiina lagi eða 16 milijónir puiuia. „Chelsea kom með tilboð í lok ágúst en verð- mætJ leikmannsins er meira að okkar mati. Hann er sannkallaður lykilmaður hjá okkur," sagði Augusto Cesar l.endoiro ibrseti Depor. Newcastle. Liverpool og Manciiester United hafa víst einnig áhuga Á þessum 27 ára varnarmaimi. Carra þakkar Benitez Vaniannaðurinn Jaime Carragher, uppáhald stuðniiigs- manna Uverpool, segir að vel- gengni sín sé knattspyrnustjóran- um Rafael Benitez að þakka. Síðan Carragher kom til Liverpool hel'ur hann blómstrað í stöðu miðvarðar og er mi farinn að koma til greina í enska landsliðið. „Rafa hefur svo sannarlega veriö hjálpsamur og hefur sýnt okkur myndbönd frá AC Milan rt níunda og tíunda áratugnum. I lann vill gera okkur að jafn góðu liði og Milan var á þessum tíma," sagði Carragher sem finnst best að spita íhjarta varnarinnar. „Ég hef lcomið vflia við í vöminnl en mér linnst best aö vera í miö- **, verðinum. l>aö er saint erlitt að spila þá stöðu með landsliðinu þar sem samkeppnin er hörð. / John / J'erry, / Rio 1-erdin- and og Soi Camp- bell eru allt « frábærir leik- ' menn og ég geri mér grein fyrir því," sagði Carragher. Sænski knattspyrnusnillingurinn Zlatan Ibrahimovic hjá Juventus er vinsælasta íþróttastjarna Svía í dag. Ibrahimovic er eftirlæti sænskra fjölmiðlamanna enda talar hann í fyrirsögnum og lætur ýmislegt skemmtilegt flakka í hita leiksins. Allip hlusta á Zlatan Zlatan Ibrahimvic er langvinsælasti íþróttamaður Svía í dag. Það er meira skrifað um þennan hæfileikaríka knattspyrnu- mann í sænsku blöðin en sjálfan kónginn og krónprinsessuna. Zlatan er heill heimur út af fyrir sig en hann er jafnframt um- deildur en hann elskar sviðsljósið og hefur látið ýmislegt skemmtilegt flakka í viðtölum. Allir hlusta þegar Zlatan opnar munninn. Dæmi: „Fjöldi marka er ekki það sem er mikilvægast heldur hvernig ég skora þau." f vikunni var gefin út bók þar sem má sjá bestu yfirlýsingar hans og hefur hún vakið mikla athygli. Zlatan fæddist í Svíþjóð 3. októ- ber 1981. en hann á serbneska foreldra. í dag er hann 192 sm á hæð og vegur 84 kg og notar skó númer 47! Hann ólst upp í Mal- mö og fékk sína fyrstu fótbolta- skó fimm ára. Snermna komu fót- boltahæfi- leikar hans í ljós. Þegar hann var 10 ára lék hann með liði sem samanstóð af ungum drengjurh ættuðum af Balkanskaga. Zlatan var tveimur árum yngri en allir í liðinu og fyrir einn leiMnn var hann settur á bekk- inn þar sem þjálfarinn var ekki sátt- ur við framkomu hans. Lið hans var 4-0 undir í hálfleik. Zlatan kom inn á byrjun seinni hálfleiks og skoraði átta mörk og lið hans vann 8-5! Hann var alltaf sjálfsgagnrýninn og vildi t.d. láta skipta sér út af þegar hann var 16 ára í úrslitaleik um kjöri um áhrifamesta Svíann sem fæddist á níunda áratugnum. í desember 2000 reyndi Arsene Wenger að fá Zlatan til Arsenal en 22. mars 2001 skrifaði hann undir samning við Ajax og varð um leið dýrasti knattspyrnumaður Svíþjóð- ar. Malmö fékk um 800 milljónir fyr- ir kappann en Zlatan skoraði 31 mark í 67 leikjum fyrir félagið. Fyrsta tímabilið hjá Ajax náði hann ekld að festa sig í sessi og skoraði 6 mörk í 24 leikjum (12 í byrjunarliði) en skoraði sigurmarkið í úrslitaleik hollensku bikarkeppninnar í uppbótartíma. Zlatan fór með sænska landsliðinu á HM 2002 en lék í aðeins 7 mínútur, gegn Argentínu. Hann var fastamaður í liði Ajax á annarri leiktíð sinni og vakti mikla athygli þegarhann skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í Meistaradeild- inni. AIls skoraði Zlatan 47 mörk í Zlatan þótti ekki vel liðinn íherbúðum Ajax. Hanh þótti helst til sjálfumglaður og segir sagan að leikmenn liðsins hafi fagnað með mikilli veislu þegar sá sænski hvarfá brott! sænska meistaratitilinn þar sem hann náði sér ekki á strik að eigin mati. Áhrifamikill, hæfíleikaríkur en sjálfumglaður Zlatan skrifaði undir samning við Malmö 13 ára og stefhdi að því að kom- ast frá Svíþjóð. Hann lék fyrst með Malmö 1999 en komst í byrjunarliðið árið 2000, þá 18 ára, þegar félagið lék í 1. deildinni og var að byggja upp nýtt lið eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni. • Eftir fyrsta leik hans með Malmö skrifaði sænskur blaðamaður að Zlatan ætti eftir að fylla ófáa dálksentimetrana' í sænsku pressunni næstu 10 til 15 árin. Það voru orð að sönnu, fjölmiðlarann- sóknir sýna að mesta prentsvertan fari í Zlatan. Þá varð hann 2. sæti í 110 leikjum fyrir Ajax og varð holl- lenskur meistari. Zlatan sló í gegn með sænska landsliðinu á EM 2004 og skoraði eftirminnileg mörk sem aðeins eru á færi knattspyrnusnill- inga. Alls heftir hann skorað 9 mörk í 26 landsleikjum. Yfirlýsingaglaður og elskar athyglina 31. ágúst 2004 skrifaði Zlatan undir samning við ítalska stórliðið Juventus og fékk Ajax rétt rúma tvo milljarða í sinn hlut og Malmö hluta af því. Zlatan þótti ekki vel liðinn í herbúðum Ajax. Hann þótti helst til sjálfumglaður og segir sagan að leik- menn liðsins hafl fagnað með mikilli veislu þegar sá sænski hvarf á brott! Zlatan segist sjálfur hafa átt von á því að vera töluvert á varamanna- bekknum fyrstu leiktíðina á ítalíu. Annað kom á daginn því Fabio Capello ætlaði honum stórt hlutverk í liðinu. Juventus varð ítalskur meistari og Zlatan var í aðallilut- verki og skoraði 16 mörk. Hann er nú í guða tölu í Tórínó. Gefa út bók Zlatan hefur alla tíð elskað athyglina og verið yfirlýsingaglaður. Það hefur gengið á ýmsu í samskipt- um hans og sænskra fjölmiðla en nú hefur blaðamaður Aftonbladets, Simon Bank, tekið saman bók sem byggir á viðtalsbútum við Zlatan o'g ýmsum yfirlýsingum sem hann hef- ur látið frá sér fara. Bank segir í Aftonbladet að hann hafi fylgst grannt með Zlatan og tekið yfir 100 viðtöl við hann undan- farin fimm ár. Hann hefði tekið bestu bútana saman og soðið saman en hér er ekki um eiginlega ævisögu að ræða. Bókin heitir „í höfðinu á Zlatan Ibrahimovic" og hér til hliðar má h'ta búta úr henni. Ekki er.komið að tómum kofanum þegar Zlatan Ibrahimovic er annars vegar. thorsteinngunn@dv.is Zlatan Ibrahimovic Einstakur knattspyrnumaður og karaktersem tekstalltaf að kóma sér á forsíður blaðanna. Fræg ummæli Zlatans Um ástarsamböndin: I -„Égverðbandarísknrgigolo þegar ferillinn er á enda. Eða jpegar ég er í sumarfríi." - „Ég fíla ekki alveg þessa vinnukonuhugmynd. Ef ég á að búa með stelpu þá verðum við að skipta þessum biutum á milli okkar. Ég þarf að hafa hlutina á hreinu." Um eigin knattspymu- hæfíleika: - „Ég elska að sóla, það vita iú alIirSvíar." - „Ég fæ hugmyndir í kollinn. Þetta eru svona Ijósmyndir þar sem allt stendur kyrrt og ég finn Jausnir. Eins og þegar ég sóla andstæðingana. Ég get ekki útskyrtþað." - „Fyrst fór ég til vinsrri, það geröi hann einnig. Síðan fór ég til hægri, það gerði hann einnig. Síðan fór ég aftur tíl vinsrri en hann fór og keyptí sér pylsu." Zlatan um Zlatan: - Spurður um hver er stærsta knattspymusrjama heims: „Það er baratiIeinnZIatan." - „Það gengur ekkj að vera bara kæfa alían tímann." - „Ég er lirifinn af Jeikmönnum sem geta gert tít um leiki upp á eigin spýtur." Um áhugamálin súv - „Ég kíki aðeins á tölvuna, les blöðin og þess háttar." - „Ég er ekki áhugasamur um spilavíri. Ég veit ekM einu sinni muninn á roulette og blackjack." Um uppáhaldsmörkm: - Um mariáð fræga gegn ítalíu á EM 2004 þegar hann skoraði með hælnum: „Ég þakka Guði fyriraðboltinnfórinn." • - Um frægt mark fyrir Ajax gegn NAC Breda haustið 2004 þar sem hann sólaði hálft liðið upp úr skónum og skoraði: „Þetta var engin tilviljun, tfl-aö gera svona verður maður að geta hugsað. Þetta leit út eins og svigkeppni en ég hafði fullkomna stjðrná bolt- anum allan tímann." - „Fjðldi marka er ekki þaö sem er mikilvægast heldur hvern- igégskoraþau." ¦ Zlatan um fjölskylduna: - „Ég vil hjálpa þeim eftír allt sem þau hafa gert fyrir mig. Pabbi hefur förnað öllu til þess að ég yrði góður fótboltamaður." - „Það eina sem ég sakna frá Maimö er fjölskyida mín." - „Ég er agaður og það hef ég frá pabba. En ég er líka tilfinn- inganæmur og með gott hjarta og það hef ég frá mömmu." Zlatan um ferilinn: - „Tilgangur umboðsmanna er að selja lélega leikmenn. Stðru klúbbarnir snúa sér beint til nun." - „Ég lft á sjálfan mig sem sig- urvegara, þess vegna valdi ég Juventus." - „iÆikmennirnir f liðinu koma frá svo mðrgum löndum að eftír þrjá mánuöi hafði ég lært sjö tungumáL"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.