Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 19
BV Sport
MÁNUDAGUR10.OKTÓBER2005 19
Gerrard ekki
með gegn
Póllandi
Ljóst er að Steven Gerrard fyr-
irliði Liverpool mun missa af leik
Englands gegn Póllandi í und-
ankeppni HM þar sem hann er
meiddur á sköflungi. Gerrard varð
fyrir meiðslunum í leiknum gegn
Austurríki en spilaði þrátt fyrir
það allan leikfnn, hann mun þó
ekkert spila næstu tvær til þrjár
vikurnar sem eru slæm tíðindi
fyrir Liverpool sem meðal annars
mvm leika gegn Anderlecht seinna
í þessum mánuði. Fleiri lykil-
menn enska landsliðsins verða
fjarri góðu gamni í leiknum gegn
Póllandi, David Beckham tekur út
leikbann vegna rauða spjaldsins
gegn Austurríki og þá er Sol
Campbell meiddur eins og oft
áður.
Edwin van der Sar, markvörð-
ur Manchester United, var í miklu
stuði í sigri Hollands á Tékklandi.
Hann varði vítaspyrnu frá Thom-
as Rosicky í leiknum og auk þess
átti hann margar aðrar mark-
vörslur sem voru í heimsklassa.
Hann hefur svo sannarlega staðið
fyrir sínu í riðlinum og aðeins
fengið þrjú mörk á sig í ellefu
leikjum. „Það gaf mér mikið að ná
að verja þessa vítaspyrnu og
stuttu eftir það tókum við foryst-
una. Það eru átta ár síðan ég
komst síðast á HM og nú er síð-
asta tækifærið til að gera rósir
þar," sagði Edwin eftir leikinn en
hann er orðinn 34 ára og hefur
leikið 104 landsleiki. Hann vantar
átta leiki upp á að jafha met
Frank de Boer.
Pierre Wome landsliðsmaður
Kamerún hefur væntanlega lítið
sofið síðan á laugardag en hann
brenndi af vítaspymu í uppbótar-
tíma gegn Egyptalandi. Leikurinn
var í undankeppni heimsmeist-
aramótsins og með sigri heföi
Kamerún komist á mótið sjötta
árið f röð. Rudolph Ðouala kom
Kamerún yfir í leiknum en
mótherjarnir náðu að jafha í
seinni hálfleik og staðan 1-1 þeg-
ar venjulegur leiktími var liðinn. í
uppbótartímanum var svo dæmd
vítaspyrna og Wome, sem Ieikur
með Inter, fékk tækifæri til að
skjóta Kamerún á HM. Skot hans
hafhaði hins vegar í stönginni og
dauðaþögn sló á leikvanginn.
Mikil sorg ríkti á vellinum að leik
loknum en Fílabeinsströndin
komst áfram vegna klúðurs
Wome.
Ósannfær-
andi Frakkar
Gregory Coupet markvörður
Frakklands var ekki mjög hress
eftir 1-1 jafntefli gegn Sviss í
fjórða riðli undankeppninnar á
laugardag. „Við komum hingað til
að ná sigri en enduðum á því að
vera heppnir að ná jafntefli! Þetta
er mjög pirrandi. Þessi úrslit eru
augljóslega slæm fyrir okkur, nú
þurfum við að vinna Kýpur á mið-
vikudag en það gæti ekki einu
sinni verið nóg," sagði Coupet.
Frakkar þurfa að treysta á að
írland tapi ekki fyrir Sviss en með
sigri geta írar tryggt sér annað
sætið. Djibril Cisse skoraði mark
Frakklands gegn Sviss en heima-
menn jöfnuðu tíu mínútum síðar
með skotí sem breytti um stefhu
af Lilian Thuram.
Línur eru farnar að skýrast í Evrópu í undanriðlunum fyrir heimsmeistarakeppn-
ina í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Englendingar eru meðal þeirra átta
þjóða Evrópu sem hafa tryggt sér sæti í keppninni og Spánverjar halda í vonina
um að bætast í þann hóp.
f
¦ ¦¦ ¦¦ J I ¦ ^% ¦
Atta Evropubioðip
með farseoilinn a
Holland, Portúgal, ítalía, England, Pólland og Króatía
tryggðu sér á laugardag þátttökurétt í úrslitakeppni
heimsmeistaramótins 2006. Fyrir helgina var Úkraína
búin að næla sér í farseðilinn til Þýskalands og því eru
alls átta þjóðir frá Evrópu komnar á HM, þar á meðal
sjálfir gestgjafarnir að sjálfsögðu. Leikur Hollands og
Tékklands hafði mikil áhrif en Holland vann þann leik
2-0 og komst þar með á HM auk þess að taka þrjár
aðrar þjóðir með sér.
Það voru Rafael van der Vaart og
Barry Opdam sem skoruðu mörk
Hollands í sigrinum á Tékklandi og
því ljóst að þeir síðarnefhdu þurfa að
virma Finnland til að ná öðru sætinu.
Með þessum úrslitum komust Eng-
land, Króatía og Pólland á HM en
þau hafa náð svo góðum árangri að
þrátt fyrir áð þau endi í öðru sætí
síns riðils þá er þátttaka á HM
tryggð.
Beckham rekinn af velli í sigri
Englands
England vann 1-0 sigur á Austur-
ríki á laugardag í sjötta riðli en Frank
Lampard skoraði eina mark leiksins
úr vítaspyrnu sem dæmd var í fyrri
hálfleik eftír að brotið var á Michael
Owen. Englendingar ¦ léku einum
færri síðasta hálftíma leiksins eftír að
fyrirliðinn David Beckham fékk
tvisvar gult spjald á sömu núhút-
unni. Hann varð þar með fyrsti fyrir-
liði Englands til að fá rautt og einnig
fyrstí landsliðsmaður þjóðarinnar til
að fá tvisvar rauða spjaldið með lið-
inu.
„Þessi dómur vqr
hreint út sagt fárán-
legur. Fyrra gula
spjaldið var harður
dómur en það síðara
var bara Mægilegt."
„Þessi dómur var
hreint út sagt fáráhlegur.
Fyrra gula spjaldið var
harður dómur en það sfð-
ara var bara hlægilegt en
jafnframt grátlegt. En
maður getur ekki
annað en glaðst
yfir því að við
séum komnir á
HM, nú er
bara að vinna
leikinn á mið-
vikudag og lenda
í efsta sætí riðilsins.
Ég hef fulla trú á því að við
geturh farið alla leið í Þýska-
landi, annars væri lítíll til-
gangur með þessu," sagði Dav-
id Beckham.
Landsliðsþjálfarinn Sven Gör-
an-Eriksson getur andað léttar en
mikil pressa hefur verið á honum.
„Ég vil þakka leikmönnum, þeir
hafa verið frábærir. Ég bjóst ekki
við því að við myndum tryggja
okkur á HM svona snemma en ég
vona að þjóðin sýni okkur stuðn-
ing f keppninhi á næsta ári," sagði
Eriksson.
Spánverjar halda í vonina
Spáhverjar náðu að sigra Belga í
sjöunda riðli 2-0 með mörkum frá
Fernando Torres og eiga enn von
um að komast á HM. Til að lenda í
efsta sætí verða þeir að vinna sigur á
San Marínó í lokaleiknum og vonast
til að Serbía og Svartfjallaland tapi í
sínum síðasta leik sem er gegn
Bosníu. Ef
sú viður-
eign endar
með jafh-
tefli getur
Spáhn náð
efsta sæt-
inu- með
því að
vinna
sinn leik
með fjög-
urra marka
mun eða
meira.
Portúgal er
komið á HM
með ansi naum-
um sigri á smá-
ríkinu Liechten-
stein á heimavelli í
ótrúlegum leik í
þriðja riðli. Nuno
Gomez skoraði sig-
urmarkið 2-1 undir lok
leiksins en skömmu
áður höfðu gestirnir kom-
ist ansi nálægt því að skora
þegar einn leikmaður þeirra
bjargaði óvart á-rriarklínu eftir
skot frá samherja!
„Það er frábært að vera
öruggir með sætí á HM en þetta er
bara byrjunin hjá okkur, stóra stund-
in er enn eftír," sagði Marcello Lippi
landsliðsþjálfari ítalíu eftír sigur á
Slóveníu þar sem Cristian Zaccardo
varnarmaður Palermo skoraði eina
markið. Noregur tryggði sér annað
sætið í þeim riðli með því að leggja
Moldavíu með sama mun og fer því í
umspil um laust sæti. í riðli okkar ís-
lendinga vann Króatía 1-0 sigur á
Svíþjóð og er komin á HM en með
jafntefli gegn okkur á miðvikudag
_________ fylgir Svíþjóð þeim
Torres í stuði Spánverjar eiga
enn möguleika á að komast á
HM. Þökk sé Fernando Torres. '
Nordic Photos/Getty
elvar@dv.is
Tveir dagar í landsleik íslands gegn Svíum
„Óléttur" Árni Gautur líklega með
Nú eru aðeins tveh dagar í leik-
inn gegn Svíum í undankeppni HM í
knattspyrnu sem fram fer í Þýska-
landi næsta sumar. Svíum nægir
jafntefli í leiknum en íslenska liðið
er í næstneðsta sæti og getur ekki
farið ofar. Takist hins vegar botnliði
Möltu að sigra Búlgara á heimavelli
sínum komast þeh upp fyrir okkur
íslendinga, þ.e.a.s. ef fsland tapar
fyrir Svíþjóð.
Leikbönn og meiðsli hrjá íslenska
liðið sem verður án sinna nafhtog-
uðustu leikmanna,' þeirra Her-
manns Hreiðarssonar og Eiðs Smára
Guðjohnsen fyrirliða. Báðir eru í
leikbanni vegna gulra spjalda. Mark-
vörðurinn Árni Gautur Arason sem
fékk frí í tapleiknum gegn Pólverjum
á föstudag er mættur til Svíþjóðar til
æfa með liðinu. Arni Gautur gæti þó
þurft að fara frá félögum sínum í lið-
inu því hann og kona hans eiga von
á sínu fyrsta barni en búist er þó
fastlega við því að fæðingin eigi sér
ekki stað fyrr en seinna í vikunni. Því
þetta er fyrsta bam þeirra og algengt
að það fari aðeins yfir áætlaða dag-
setningu segja fróðir menn. Daði
Lárusson, markvörður FH er þriðji
markvörður liðisins og verður með
liðinu á æfingum fram að leik.
Gurmar Heiðar Þorvaldsson,
markahæsti leikmaður sænsku úr-
valdsdeildarinnar er farinn.að æfa
með liðinu eftir að meiðsli héldu
honum frá leiknum gegn Pólverjum.
Gunnar Heiðar er sá leikmaður sem
Svíar óttast mest og því næsta víst að
hann verður í strangri gæslu hjá Olof
Mellberg og félögum í sænsku vörn-
inni.
Auðun Helgason miðvörður
meiddist á hné í leiknum gegn Pól-
verjum og óvíst hvort hann geti leik-
ið. Hann æfði ekkert með
liðinu í gær. | Árni Gautur
Sennilega meö
'g'egn Svlum á miðvikudag.
Sjá meira um undankeppni HM 2006 á næstu opnu